Helgarpósturinn - 02.01.1995, Síða 20

Helgarpósturinn - 02.01.1995, Síða 20
20 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995 fannst áárinu? Davíð Þór Jónsson, söngspíra: „Það sem helst kemur upp í huga mér eru þessar ofsóknir íþrótta- dómstóla gagnvart mönnum sem hafa neytt ólöglegra lyfja, það er, að það sé verið að dæma þá sem per- sónur en ekki íþróttamenn. Sjáum bara hvað gert var við snillinginn Maradona. Nú er hann, einn stór- kostlegasti íþróttamaður allra tíma, fordæmdur út um allan heim vegna ofsókna þessara manna.“ )lafur G. Einarsson, menntamálaráðherra: „Það sem einna fyrst kemur upp í hugann er áframhaldandi vel- gengni fatlaðra íþróttamanna á ár- inu. Heimsmeistaratitill Helga Áss Grétarssonar er einnig mjög eftir- minnileg og góð minning frá árinu sem er að líða. Það er alltaf gaman þegar menn standa sig vel og ég bind miklar vonir við handbolta- mennina okkar á næsta ári þegar við höldum hér heimsmeistara- keppni.“ Magnús Skarphéðins- son, nemi: „Eftirminnilegasti íþróttavið- burðurinn hlýtur að hafa verið fjöl- bragðaglíman á stjórnarfundi Stöðvar 2.“ Birna Bragadóttir, fegurðardrottning: „Vítaspymukeppnin í úrslitum HM í sumar, hún var ógleyman- leg.“ Handboltamenn þekkja dæmi um ólöglega lyíja- notkun samkvæmt skoðanakönnun Iþróttablaðsins Hefengar áhyggjur segirformaðurHSÍ og segir könnunina villandi. Nokkur fjöldi íslensks hand- knattleiksfólks þekkir til aðila sem hafa neytt ólöglegra lyfja sam- kvæmt nýlegum skoðanakönnun- um Iþróttablaðsins. Spurt var: „Þekkir þú einhvern íþróttamann sem hefur neytt ólöglegra lyfja í von um að bæta árangur sinn?“ Átta af hundraði handknattleiks- kvenna töldu svo vera og 35 prósent íslenskra handknattleiksmanna þekktu dæmi þess. Þessar -niður- stöður hljóta að vekja athygli og spyrja má hvort orðið sé algengt í íslenskum íþróttum að neyta þess- ara ólöglegu lyfja til að bæta árang- urinn. Ólafur B. Schram formaður HSÍ telur þessa spurningu ekki marktæka og segir hana vera vill- andi. „Þessi spurning segir ekki neitt í sjálfu sér. Niðurstaðan segir okkur að þetta fólk geti þekkt ein- hvern íþróttamann og ekkert segir hversu margir hafa í huga sama manninn. Þannig getur einn maður komið fyrir trekk í trekk. Mín reynsla af handboltamönn- um segir mér að þetta sé ekki í gangi. Kannanir á handboltamönn- um í fremstu röð eru miklar og mjög algengar, til dæmis hjá lands- liðsmönnum. Ef menn ætla að ná langt í íþróttinni og hugsa aðeins fram á veginn held ég að þetta sé síðasta leiðin sem menn fari.“B Ólafur B. Schram „Útleggingin er kolröng og spurningin villandi." Keppnin um sterkasta mann heims Sterkasti maður heims Kraftajötunninn Magnús Ver Magnússon er ekki viss um hvort hann ver titil sinn á næsta ári. Ekkiviss hvortég keppi aftur segirMagnús Versem á titilinn að verja. Ekki er ljóst hvort kraftakappinn að hann láti núgildandi og fyrri titil unum. Ég er svona að velta þessu Magnús Ver Magnússon verji tit- nægja. fyrir mér þessa dagana og á eftir að ilinn Sterkasti maður heims á næsta „Síðasta keppni var hrikalega erf- ákveða mig, kannski hellist löngun- ári. Magnús segir sjálfur að hann sé ið,“ segir Magnús. „Eftir hana æfði in aftur yfir mig og þá fer ég út,“ eiginlega kominn með nóg af ég ekki í nokkurn tíma og notaði sagði Magnús. -Bih keppninni og telur allt eins líklegt tækifærið til að jafna mig á meiðsl- Þórður Guðjónsson lýsir íslenskum jólum í Kicker Langt til Akraness og þriðjungur íbúa týndur Þjóðverjinn Stefan Effenberg er fyrsti maðurinn til að hljóta náð fyrir andartaks- dómnefndinni f annað sinn — „fingur“ hans til þýskra samlanda sinna á HM f sumar kostaði hann jú landsliðssætið eins og frægt varð. Effenberg er maður sem ekki lætur sér alit fyrir brjósti brenna og hér gefur að lita nýja hárgreiðslu kappans sem þykir einkar frumleg... 1 nýlegu hefti þýska sparkblaðs- ins Kicker er einni síðu eytt í stutt viðtöl við ýmsa erlenda fótbolta- kappa, sem heiðra þýska grasið með átroðslu sinni. Þar eru kappar á borð við Anthony Yeboah (Eintracht Frankfurt) og Jorginho (Bayern Miinchen) beðnir að lýsa jólahaldi í sínum heimalöndum, en Skagamaðurinn Þórður Guðjóns- son hjá Vfl. Bochum sá um að lýsa íslensku jólunum fyrir þýskum spark- áhugamönnum. Lýsing hans er eins og við er að búast, fyrir utan hvað Ákranes virðist hafa minnkað og fjarlægst Reykjavík — annað hvort í minni Þórðar eða meðförum blaðamannsins. Haft er eftir Þórði að á Skaganum búi að- eins 4000 manns, en ekki hátt í 6000 eins og flestir hafa hingað til haldið. Þá segir hann ferjuna vera 1 og 1/2 tíma á leiðinni upp á Skaga en ekki klukkutíma. Kannski hann hafi lent í vélarbilun síðast þegar hann brá sér í Bogguna, sem annars er með stundvísari meyjum sem Is- lands öldur klýfur...

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.