Helgarpósturinn - 02.01.1995, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 02.01.1995, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SPORT 21 NBA-pistill Flugmenn fýrri tíma Jordan var ekki sá fyrsti til að svífa um loftin blá. t dag er NBA-körfuboltinn vin- sælasta íþróttadeild í heimi og allir þekkja leikmenn hennar. Þeir vekja aðdáun og undrun fyrir ótrúlega hæfileika og ekki hvað síst fyrir stórfenglega loftfimleika sem virð- ast ómannlegir. Frægasti loftfim- leikamaður fyrr og síðar er Micha- el Jordan en þó var hann ekki fyrstur til að skapa sér nafh sem há- loftafugl í körfuboltan- um. Á undan h o n u m komu leik- menn eins og Connie Hawkins, Elgin Bayl- or, Julius Erving og D a v i d Thompson. Þessir karlar flugu um loftin blá og þræddu sig í g e g n u m varnarlausa varnarmenn David Thompson hafði stökkkraftinn svo sannarlega lagi eins og sést hér. Hans bestu ár átti hann sem leik- maður með há- skóla sínum í Norð- ur-Karólínu. sem v.oru ekki í náð- inni hjá þyngdarafl- inu. Þegar maður horfir á þessa töfra- menn virðist manni þeir bókstaflega fljúga og að þeir geti breytt um stefnu í miðri flug- ferð eins og ekkert sé. Almennt er talað um Connie Hawkins sem fyrsta há- loffafuglinn. Hann var sannkallað undrabarn. Tróð fyrst ellefu ára gamall! Það sem gerði honum kleift að framkvæma sínar kúnstir voru gríðarstórir hrammar sem stjórn- uðu boltanum í háloftunum. Hawkins gat því miður ekki sýnt listir sínar í NBA-deildinni fyrr en aldurinn var farinn að lækka flugið á honum töluvert. Hann var bann- aður úr NBA-deildinni eftir að há- skólinn hans, Iowa háskóli, hafði verið fundinn sekur um að hag- ræða úrslitum að óskum veðjara. „Hawk“, eins og hann var kallaður, lék í níu ár með Harlem Globet- rotters áður en hann loksins komst í NBA-deildina. Hann lék með Phoenix Suns, Los Angeles, og Atl- anta. Hann lék einnig um skeið í ABA-deildinni og var stigakóngur hennar 1968. Á ferlinum var Hawk- ins með 22,3 stig og 10,6 fráköst að meðaltali. Julius Erving taldi það ekki eftir sér að stökkva yfir nokkra andstæðinga á leið sinni að körfunni. Fáir hafa spilað eins yfirferðarfallegan körfuknattleik og hann. Á eftir Hawkins kom Elgin Bayl- or sem stjórnaði loftumferðinni í NBA á 7. áratugnum. Hann var 195 cm hár og óstöðvandi í sókninni. Hann var frægur fyrir stefnubreyt- ingar í loftinu og stórkostlegt sam- ansafn hreyfinga sem gerðu hann algjöra plágu. Hann var léttur sem fjöður en harður sem stál. Skot hans voru jafnóstöðvandi og troðslurnar og sneiðskotin sem engum tókst að stöðva. Baylor var með 27,4 stig að meðaltali á ferli sínum. Hawkins og Baylor breyttu körfuboltanum. Áður en þeir komu til sögunnar voru menn ekk- ert rnikið fyrir troðslur enda þóttu þær bera vott um óhóflega sýndar- mennsku og gátu stofnað mönnum í mikla hættu. Það þótti mikil nið- urlæging að láta troða yfir sig og oftar en ekki enduðu háloftaævin- týri í hörðu falli og slagsmálum. Einn besti leikmaður sögunnar Oscar Robertson tróð aldrei nokkurn tíma á sínum ferli. Hon- um þótti það óþörf sýndar- mennska. Hlutirnir eru svo sannar- lega öðruvísi í dag þar sem leikir snúast oft upp í eina allsherjar troðslukeppni. Talandi um troðslukeppnir er ekki úr vegi að víkja að næsta há- loftafugli sem með listrænum hreyfingum sínum breytti leiknum úr kraftasporti í fagran boltaballet; Julius Erving. Betur þekktur sem Dr.J varð hann heitasti körfubolta- maður síns tíma. Þeir sem sjá Jord- an og gapa myndu eflaust missa andlitið við að skoða hreyfmgar Er- vings. Sögusagnir herma að hann hafi leikið sér að því að setja smá- mynt upp á körfuspjaldið og sækja hana um leið og hann tróð. Einnig eru til ýmsar mistrúverðugar sögur frá New York, þar sem hann ólst upp, urn ótrúleg uppátæki hans. Ein sagan segir frá því þegar Dr. J tróð boltanum með vinstri, tók við Lazio heldur enn í vonina honum undir körfunni með hægri og tróð viðstöðulaust aftur. Ferill Eivings var glæstur. Hann var besti leikmaður ABA- deildar- innar sálugu og átti þar sín bestu ár. Hann vann fyrstu troðslukeppnina í þeirri deild og í raun hélt hann deildinni á floti með vinsældum sínum. Dr. J var frægur fyrir sína stóru hramma og hann var aðeins 13 ára þegar hann fyrst gat „gómað“ boltann. I NBA-deildinni vann hann einn meistaratitil og vann fyrstu troðslukeppni deildarinnar. Sumar af hreyfingum hans fá sjón- varpsáhorfendur oft að sjá enn þann dag í dag. Frægasta hreyfing hans er úr úrslitakeppninni 1980. Hann sveif undir körfuspjaldið í Philadelphiu, framhjá fjórum and- stæðingum og lagði boltann ofan í hinum megin frá á ólýsanlegan hátt. -Magic“ Johnson var einn af varnarmönnunum og þegar hann hafði séð hreyfinguna hjá Doktorn- um snéri hann sér að samherja sín- uin og sagði: „Coop, þetta var rosa- legt. Biddu hann um að gera þetta aftur.“ David Tomphson náði aldrei að sanna sig almennilega í NBA- deildinni enda varð hann eitur- lyfjabölinu að bráð. Á níu ára aldri skoraði hann að meðaltali 22,7 stig. Gullnu dagar hans voru hins vegar í háskóla þar sem hann heillaði alla eða gabbaði upp úr skónurn. Hann lék með ríkisháskóla Norður-Kar- ólínu (North Carolina State). Hann var fyrirmynd ungs drengs sem síð- ar átti eftir að marka djúp spor í körfuboltasöguna. Sá drengur var Michael Jordan. Michael Jordan er vinsælasti íþróttamaður sögunnar. Jafnvel Muhammed Ali var ekki eins fræg- ur og Jordan. Enn í dag er hann vinsælasti íþróttamaður Bandaríkj- anna og tekjuhæsti íþróttamaður ' heims, með tæpa Þjóðarbókhlöðu í árslaun. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um flughæfni Jordan. Allir hafa séð filmuklippur af honum fljúgandi. Hann sjálfur segist geta flogið, reyndar aðeins í örsekúndu en flogið samt. Eins og rnargir fyrirrennarar hans er hann með afar stórar hendur sem gera honum kleift að nýta stökkkraftinn betur. Jordan vann troðslukeppn- ina tvisvar sinnum á ferlinum en eins og Baylor, Dr. J og Hawkins naut hann sín best þar sem hann sveif inn að körfúnni og lagði bolt- ann rólaga ofan í. Það er fyrst og fremst þessi fullkomna stjórn á lík- amanum sem setur Jordan, Hawk- ins, Dr. J, Baylor og Thomphson í sérflokk. Margir geta troðið með tilþrifum, eins og Dominique Wilkins, Isiah Rider og Robert Pack en þeir hafa ekki sýnt enn að þeir geti virkilega flogið. ÞK Incjibjörg Sólrún Gisladóttir, borgar- stjóri: „Öll umræðan um handbolta- höllina kemur fyrst upp í hugann.“ Stefán Jón Hafstein, sjónvarpsmaður: ;fa leikurinn þegar Ásthild- gadóttir] frænka gerði fjög- ir íslenska landsliðið." Grétarsson, knattspyrnumaður: „Frá mínurn bæjardyrum séð var ferð knattspyrnulandsliðsins til Brasilíu eftirminnilegast á árinu sem er að líða. Að fá tækifæri til að Ieika við verðandi heimsmeistara á þeirra eigin heimavelli við bestu hugsanlegu aðstæður er upplifun sem ég mun aldrei gleyma. Þetta var hreint ótrúleg ferð.“ Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri: „Það er þrennt sem kemur helst upp í hugann. I fyrsta lagi var ís- landsmeistaratitill Valsmanna afar kærkominn og reglulega ánægju- legur í vor. Þá gladdist ég einnig yf- ir heimsmeistarakeppninni í sumar þar sem Brassarnir, mínir menn, unnu glæsilega og einnig er vert að geta vetrarólympíuleikanna í Lille- hammer fyrr á árinu sem fóru ein- staklega glæsilega ffam.“ Dino Zoff segist ennþá bíða eftir Gazza ítalska stórliðið Lazio er enn ekki búið að gefast upp á enska leikmanninum Paul Gascoigne þrátt fyrir eilíf meiðsli hans á und- anförnum árum. Gazza, eins og leikmaðurinn er best þekktur, hef- ur verið í tæp þrjú ár hjá félaginu en vegna eilífra meiðsla hefur hann aðeins leikið 39 leiki með lið- inu. Dino Zoff, forseti félagsins og fyrrverandi ntarkvörður ítalska landsliðsins, segist enn hafa fulla trú á Gazza og telur hann liðinu mjög mikilvægan. „Hann er ennþá okkar Baggio og enginn getur bet- ur en hann þegar hann er vel upp- lagður og í fullu fjöri. Það er eng- um blöðum um það að fletta að Gazza er ótrúlegur leikmaður. Hann hefur bara verið mjög óheppinn í sambandi við meiðsli og ef það lagast erum við á grænni grein,“ sagði Zoff. Gazza sjálfur hefur ítrekað látið hafa eftir sér í vetur að hann langi til að fara aftur til Englands og leika þar. Það kann að breytast með þessum hlýlegu kveðjum for- setans.B Þrátt fyrir eilíf meiðsli er Gazza ennþá í náðinni hjá Lazio. Wilkens sigur- sælastur Lenny Wilkens, þjálfari Atlanta Hawks, er nú orðinn sigursælasti þjálfari NBA-sögunnar. Lið undir hans stjórn hafa nú sigrað í 939 leikjum en fyrra metið átti Red Aurbach. Wilkens hóf þjálfaraferil sinn sent leikmaður og þjálfari hjá Seattle SuperSonics, hann hefur síðan þjálfað hjá Portland, Cleve- land og nú Atlanta. Samtals hefur hann þjálfað í um 1730 leiki. Hann er 57 ára gamall og gæti átt nokkur ár eftir í þjálfún. Wilkens var eitt sinn einn besti leikmaður deildarinnar og þótti einkar útsjónarsamur leikstjórn- andi.B

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.