Helgarpósturinn - 27.02.1995, Page 13
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1995
MORGUNPÓSTURINN ERLENT
13
Tsjetsjenía
Þrátt fyrir að and-
staða Tsjetsjena sé
að mestu lokið halda
Rússar uppi stans-
lausum stórskota-
árásum á úthverfí
Groznij, en fíestiríbú-
arþarerufíúnir
nema gamalmenni
ogsærðir.
Hernaði Rússa í Grozníj er hvergi
nærri lokið. Að sögn flóttamanna,
sem komust fótgangandi frá borg-
inni, eru hundruð manna innikróuð
i suðurhluta borgarinnar og skortir
sárlega mat og lyf. Þorri fólksins er
gamalmenni og særðir, sem ekki
hafa getað komist burtu af eigin
rammleik. Rússar hafa haldið uppi
stöðugum stórskotaárásum í borg-
inni og nágrenni hennar.
„Ástandið í Tsjernoretsjíje-hverfi
er langverst," sagði maður að nafhi
Hassan, sem fréttamaður Renter
ræddi við, en hann gekk frá borginni
til þess að freista þess að skipuleggja
brottflutning frá henni. „Ég sá um 18
særða óbreytta borgara og þar af
voru nokkrir mjög alvarlega særðir.
Það er enginn matur eða lyf svo orð
sé á gerandi. Ég hef sjálfúr grafið 12
gamalmenni, sem dóu úr sulti á síð-
ustu dögum.“
Rússneskur blaðamaður, sem ekki
vildi láta nafns síns getið, staðfesti
frásögn Hassans, en hún var honum
samferða eftir að hafa verið innilukt í
borginni í viku. „Tsjemoretsjíje þarf
á hjálp að halda og það þarf einhver
að taka sig til og aka rútum þangað
etsjíj sé enn krökkt af hermönnum
Tsjetsjena og fyrir vikið hafa þeir
haldið uppi stórskotahríðinni á
íbúahverfið, án þess að huga neitt að
því hverjir verði fyrir harðinu á
henni.
Rússar einblína þó ekki á Grozníj,
því á laugardag gerðu þeir mikla og
óvænta sprengjuárás á þorpið Shalíj,
sem er um 20 km suðaustur af borg-
inni. Sjö óbreyttir borgarar féllu og
15 liggja særðir. Tvö börn og foreldr-
ar þeirra lágu í valnum og tvö systk-
ini þeirra eru alvarlega særð. Líkams-
leifar þeirra var að finna út um allan
garð umhverfis húsarústirnar að
sögn Ramazans Jahíhanovs ná-
granna þeirra. „Flugvélin flaug svo
lágt að ég hugsa að flugmaðurinn
hafi séð börnin að leik í götunni." ■
Rússneskir hermenn manna loftvarnabyssu í miðborg Grozníj.
til þess að ná hinum særðu burt,“
sagði hún. „Rússneska stórskota-
hríðin tekur engan enda og fólk hí-
rist í kjöllurum matarlaust og án
rennandi vatns eða ljóss. Það er
hryllilegt.“ Hún staðfesti að flestir
væm gamalmenni af rússneskum
uppruna.
Rússneskar hersveitir náðu mið-
borg Grozníj á sitt vald snemma í
mánuðinum eff ir harða götubardaga
um tveggja mánaða skeið. Sveitir
Tsjetsjena höfðu úthverfi í suður-
hluta borgarinnar lengst af á valdi
sínu, en síðastliðinn þriðjudag náðu
rússneskar hersveitir að umkringja
borgina alla og er hætt við að Tsjetsj-
enar eigi ekki mikla möguleika á
nýrri sókn gegn Rússum.
Rússar virðast álíta að í Tsjernor-
Kjotkveojuhatið i Rio
í Rio de Janeiro hamast menn við sambadans á kjötkveðjuhátíðinni,
en henni lauk í gær. Þessar föngulegu stúlkur undu sér við dans f
klúbbi nokkrum, en hundmð þúsunda fóm um götur borgarinnar f
skrúðgöngum, sem enduðu á Samba- leikvanginum sem var reistur
sérstaklega til þess arna.
Frakkland
Fundur helstu iönríkja heims
Vinsældir Balladur dvína
Keppinautar Eduard Balladur
um forsetaembættið í Frakklandi
hafa hert mjög áróðurinn gegn
honum og fylgið við forsætisráð-
herrann, sem fyrir skemmstu bar
höfuð og herðar yfir alla aðra fram-
bjóðendur, dvín nú ört. Kosninga-
baráttan er hafin af fullum þunga,
en kosningarnar fara fram í apríl og
maí. Kosið er í tveimur umferðum.
Síðustu skoðanakannanir sýna að
jafnræði er með þeim Balladur,
Jacques Chirac, en þeir eru báðir
gaullistar, og sósíalistanum Lionel
Jospin.
Síðustu áföll Balladurs voru upp-
ljóstranir um símhleranir og deilur
við Bandaríkin vegna meintra
njósna þeirra á franskri grundu.
Kröfur eru uppi um að hann segi af
sér eftir að upp komst að Charles
Pasqua innanríkisráðherra fýrir-
skipaði símhleranir geðlæknis
nokkurs, en tengdasonur hans er
rannsóknardómari, sem hefur ver-
ið að fara í saumana á fjármálum
gaullista-flokks þeirra Chiracs og
Balladur. Þá hefur beiðni franskra
stjórnvalda um að Bandaríkin kalli
heim fimm stjórnarerindreka
vegna meintra njósna þeirra.
Balladur er þó ekki einn um að
lenda í hremmingum, því þrátt fyr-
ir kokhreysti Jospins, sem hefur
talsvert unnið á, neituðu Róttækir,
sem eru til vinstri við miðju, að
styðja framboð hans og hafa nefnt
Kosningabaráttan í Frakklandi er hafin, en þeir ganga senn að kjör-
borðinu til þess að velja sér forseta í stað Fran?ois Mitterrand. Á
myndinni sjást grímur þeirra þriggja frambjóðenda, sem helst þykja
koma til greina. Það eru íhaldsmennirnir Eduard Balladur (fyrir miðju)
og Jacques Chirac (til hægri), en á vinstri vængnum er sósíalistinn Li-
onel Jospin (efstur) sem helst kemur til greina. Fjórða gríman er af
Charles Pasqua innanríkisráðherra.
Jean-Franpois Hory sem fram-
bjóðanda sinn. Möguleikar hans
eru engir taldir, en Jospin þyrfti að
reiða sig á stuðning Róttækra til
þess að komast upp úr fyrri umferð
kosninganna. Róttækir unnu 12,5
prósenta atkvæða í þingkosningun-
um síðastliðinn júní. Vinsældir
þeirra hafa snarminnkað síðan eftir
að helsti spútnikk flokksins, fjár-
sýslumaðurinn og fótboltafélags-
eigandinn Bernard Tapie var tek-
inn til rannsóknar vegna fjársvika
og annars vafasams athæfis. ■
Hátækni komi öllum til góða
Fulltrúar siö helstu iðnríkia best trevstandi til bess að leiða bró- ust opna fyn^rlenda eienara
Fulltrúar sjö helstu iðnríkja
heims hittust í Brussel um helgina
og ræddu í þaula upplýsingabylt-
inguna og hver áhrif hún hefði á
heimsbyggðina í framtíðinni. Ráð-
herrarnir komust að þeirri niður-
stöðu að einkafýrirtækjum væri
best treystandi til þess að leiða þró-
unina, en hinu opinbera bæri að
tryggja flæði upplýsinga og fjár-
magns milli landa til þess að þetta
væri unnt.
Al Gore varaforseti Bandaríkj-
anna tilkynnti að Bandaríkin hygð-
ust opna fyfl^rlenda eignaraðild í
bandarískum símfyrirtækjum, en
það væri þó bundið því skilyrði að
Bandaríkjamenn mættu fjárfesta í
samsvarandi fyrirtækjum í viðkom-
andi löndum. ■
Demi Moore.
Demi ekki
ánægð með sig
Demi Moore þykir einhver feg-
ursta leikkona hcims og drauma-
dís ótal karlmanna um viða ver-
öld. Sjálf segir Demi Moore þó að
hún hafi aldrei verið ánægð með
útlit sitt, hún sé alltof smávaxin
og hafi of lítil augu. Hinir fjöl-
mörgu karlkyns aðdáendur Demi
mundu þó varla vera sammála,
þvi hún þykir afar kynþokkafull
eins og glöggt má sjá i kvikmynd-
inni Disclosure sem nú er sýnd í
Reykjavik. ■
Pamela Anderson.
Pamela og karl-
amirfimmtán
Nú hefur fengist úr því skorið.
Það hefur komið í ljós að kyn-
bomban Pamela Anderson hefur
átt vingott við nítján karlmenn
um dagana. Þar af segist hún hafa
sofið hjá fimmtán. Blaðakona The
Sumlay Times segist telja þetta
mjög hæfilega tölu; ef karlarnir
hefðu verið færri væri hægt að
telja Pamelu óþarflega siðavanda
en ef þeir hefðu verið öllu fleiri
mætti telja hana lauslátu. ■
Daryl Hannah.
Daryl Hannah
í ástarsorg
Leikkonan fagra, Daryl
Hannah, þykir heldur döpur
þessa dagana og leiða fjölmiðlar
getum að því að ástæðan sé sú að
ekki er ýkja langt sfðan slitnaði
upp úr ástarsambandi hennar og
glæsimennisins John Kennedy.
Þykir Daryl Hannah hafa tekið
þetta svo nærri sér að nú hugsi
hún litt um útlit sitt, heldur gangi
hún um götur New York klædd í
verstu larfa, þung á brún og án
alls andlitsfarða. ■