Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 2
Pósturinn
Útgefandi:
Miöill hf.
Ritstjóri:
Gunnar Smári Egilsson
Aðstoðarritstjóri:
Styrmir Guðlaugsson
Framkvæmdastjóri:
Kristinn Albertsson
Markaðsstjóri:
Guðmundur Örn Jóhannsson
Auglýsingastjóri:
Örn ísleifsson
Setning og umbrot:
Morgunpósturinn
Filmuvinnsla og prentun:
Prentsmiðjan Oddi hf.
IfiíÆrn
GLEÐI-
BANKINN
I HELGARPÓSTINUM í
dag er greint frá risnukostn-
aði Seðlabankans og staldr-
að við þrjú atriði; ferðalög,
veisluhöld og gjafir. Til að
gera langa sögu stutta þá
hafa útgjöld bankans til
þessara mála vaxið jöfnum
og hröðum skrefum á und-
anförnum árum.
Petta sýnir enn og aftur
það sem flestum hefur verið
Ijóst að Seðlabankinn er
stjórnlaus stofnun. Með ár-
unum hefur hann vaxið og
þanist út — ekki á sviði
efnahagsstjórnunar eða
bankamála — heldur flest
öllu öðru. Stjórnendur bank-
ans hafa hin sérkennileg-
ustu áhugamál og hafa
aldrei veigrað sér við að láta
bankann — og eigenda
hans, almenning —að-
stoða sig við að sinna þess-
um áhugamálum. Bankinn á
glæsilegasta flygil landsins,
hann á feikilega verðmætt
listaverkasafn, hann á sitt
eigið bókasafn, hann rekur
flottasta resturant bæjarins,
hann keypti meira að segja
geirfugl.
Það er löngu kominn tími
til að Seðlabankinn verði
minnkaður og dregið úr um-
svifum hans. Það er ef til vill
ekki ástæða til að hrekja
hann aftur í skrifborðsskúff-
una i Landsbankanum —
en alla vega í áttina til
hennar.
Pósturinn
Vesturgötu 2, Reykjavík
sími 552-2211
fax 552-2311
Bein númer:
Ritstjórn: 552-4666
símbréf: 552-2243
Tæknideild: 552-4888
Auglýsingadeild: 552-4888
símbréf: 552-2241
Dreifing: 552-4999
Fréttaskotið: 552-1900
Smáauglýsingar: 552-5577
HelgarPósturinn kostar 199 kr.
MánudagsPósturinn kostar 99 kr.
Áskrift er 999 kr. á mánuði
ef greitt er með greiðslukorti
en 1.100 kr. annars.
Uppleid/nidurleid
Á uppleið
Ólafur Þ. Þórðarson
væntanlegur skólastjóri.
Auðvitað á hann að fál
Reykholtsskóla eins og|
hann hafði fyrir 13 árum,
helst með sömu nemendum. Ól-
afur getur örugglega menntað þá
frekar eftir þingdvölina.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra. Að hafa tekið
við sem óvinur Noregs
númer eitt af Jóni
Baldvini hlýtur að
Ifara fram úr björtustu
vonum Halldórs.
Þórhallur Ölver Gunnlaugs
son hrappur. Hvað sem
menn segja þá er ekki
annað hægt en að dást
að einbeittum brota-
vilja hans.
Á niðurleið
Salome Þorkelsdóttir
fyrrverandi þingforseti.
löflÁf svörum hennar að
Kldæma virðist hún alls
JttPL ekki hafa átt skilið
nein laun sem forseti
Það er naumast að
þingmennimirokkar
geta þénað...
FIM MTuD aGU R11TM AI1995
Jú, en það verður að gera vel við
þá. Líttu á Ólaf Þinghelga, hann
fer af þingi og er umsvifalaust
úrskurðaður óhæfur til alls.
Bogdan fyrrverandi
landsliðsþjálfari. Það er
heldur dapurt
ástandið hjá þessum
harðjaxli handboltans,
atvinnulaus og hefur ekk-
ert landslið til að þjálfa á HM.
Mókollur, stuðningsálfur.
Þó hann fái 250.000 krón-
ur fyrir að láta eins og fífl
þá virðist hann hrekja
aðra stuðningsmenn
frá, allavega er höllin
tóm.
Stuðningsmannaklúbbi landsliðsins meinaður aðgangur að HM í landsliðstreyjum með Pepsíauglýsingu
„Svniirðileg framkoma
HSÍ og kókveMisins"
seg/r formaður
féíagsins og ætl-
ar að leita sér
lögfræðiálits.
„Þetta er svívirðileg framkoma
hjá HSÍ og kókveldinu. Þessir
kókgæjar halda að þeir ráði öllu í
þjóðfélaginu," segir Gunnar Jón
Ingvason, formaður stuðnings-
mannaklúbbs landsliðsins í
handknattleik. Hann segir að
þeim sé meinaður aðgangur að
leikjum í heimsmeistarakeppn-
inni vegna þess að það er Pepsí-
auglýsing á þeim landsliðstreyj-
um sem stuðningsmannaklúbb-
urinn er með. Klúbburinn er
fimm ára gamall og með 170 fé-
lagsmenn sem margir hverjir
hafa fylgt landsliðinu á fjölda
móta erlendis auk þess að mæta
á nær alla leiki hérlendis. Gunn-
ar Jón segir flesta hafa keypt
miða á alla leiki keppninnar sem
kosti 30 þúsund krónur hver
miði.
„Staðan er þannig nú að okkur
er bannað að mæta í göllunum
sem bera Pepsíauglýsingu. Þeir
skikka okkur til þess að vera í ut-
anyfirgölium þannig að þessi
hættulega auglýsing sjáist ekki.
Þetta er svo mikið rugl. Þeir hafa
engan rétt til þess að skipta sér
af klæðaburði fólks. Næst fara
þeir að skipta sér af skófatnaði
eða nærfatnaði. Framkvæmda-
stjórinn, Örn Magnússon, vitnar í
einhvern lagabókstaf IHF sem
við fáum þó ekki að sjá. Reyndar
fáum við ekkert skriflegt um
þetta mál þrátt fyrir ítrekaðar
beiðnir en ég ætla að biðja um
lögfræðilegt álit á þessu rugli.
Þetta eru bara hótanir, svívirð-
ingar og lygi,“ segir Gunnar Jón.
Hann segir að þeir hafi sjálfir
Stuðningsmannaklúbbur
landsliðsins í bolunum
með Pepsíauglýsingunni
sem kókveldið og HSÍ
vilja banna, að þeirra
sögn.
fengið þessa búninga og safnað
sjáifir auglýsingum á þá. Þeir
hafi boðið kók auglýsingu en
þeir hafi hafnað því og þess
vegna hafi þeir leitað til Olgerð-
arinnar. Þar hafi þeir fengið
þessa Pepsíauglýsingu fyrir rúm-
lega hálfa milljón króna. „Ég er
búinn að gera samning við þá
um að við verðum í þessum göll-
um en skiljum þá ekki eftir
heima. Kókveldið reynir hins
vegar að stoppa þetta á þeirri
forsendu að þeir séu styrktarað-
ilar HM og HSÍ. Svo leyfir formað-
ur HSÍ að segja að við höfum
bjargað leikjum með því að
mæta en síðan koma þeir svona
fram við okkur. Þetta kalla ég að
kyssa á aðra kinnina en kýla á
hina. Þetta er furðuleg fram-
koma við okkur og svo gæti farið
að starfsemin myndi Iamast.
Með svona framkomu geta þeir
drepið stuðningshópinn. En við
ætlum okkur ekki að gefast upp.“
Svo mælir Svarthöfði
Blóð, sviti og tár — fimmtíu ár
Um þessar mundir er þess
minnst í Evrópu að fimmtíu ár
eru Iiðin frá lokum heimsstyrj-
aldarinnar síðari, en annað
stríðslokaafmæli er framundan,
þegar minnst verður sigurs yfir
Japönum. Þegar flett er samtíma-
heimildum yfir stríðslok í Evr-
ópu kemur í ljós að sigurdagur-
inn er dálítið óljós. Hann hefur
verið miðaður við það, þegar
hætt var að berjast og má með
réttu segja að það sé mesti fagn-
aðardagurinn. Hins vegar var yf-
irmaður þriðja ríkisins, Dönitz
aðmíráll, ekki tekinn til fanga
fyrr en 23. maí.
Annars skiptir ekki höfuðmáli
hvort valinn er friðardagur mið-
aður við vopnahlé eða formleg
lok þriðja ríkisins. Heimsstyrj-
öldin síðari er um það bil að
hverfa úr minni flestra manna,
eins og aðrar stórstyrjaldir. Hún
er smám saman að breytast úr
biturri reynslu í sögulega stað-
reynd, þar sem henni er ætlaður
staður til frambúðar. í þessu
stríði var sex milljónum gyðinga
eytt, sem telja verður hrikaleg-
ustu útrýmingarherferð gegn
einu kyni manna í samanlagðri
mannkynssögunni. Gyðingar
hafa haldið þessu voðaverki lif-
andi í fimmtíu ár og svo verður
enn um sinn. En um það fer eins
og önnur stríðsverk, að á endan-
um verður helförin aðeins sögu-
leg staðreynd.
Til eru aðilar, sem líta svo á að
styrjöldinni hafi ekki lokið fyrr
en 1989, þegar kommúnisminn í
Evrópu hrundi. Sovétmenn köll-
uðu Rússlandsstríðið föður-
landsstríðið mikla og færðu þar
miklar fórnir. Bretar og Banda-
ríkjamenn voru það áhugasamir
um að ljúka stríðinu sem fyrst að
þeir létu sig engu skipta hvaða
hugmyndir Sovétmenn kynnu að
hafa um ríki Austur-Evrópu. Á
Yalta- fundinum gerði Churchill
ákveðnar kröfur um að útlags-
stjórnin pólska sem sat í London
fengi völd að nýju í heimaland-
inu. Stalín átti gott með að lofa
því vegna þess að hann vissi, að
stjórn Póllands myndi skipuð
mönnum sem voru Rauða hern-
um að skapi. Og þannig var um
aðrar tillögur foringja Vestur-
velda varðandi Austur-Evrópu.
Þegar síðan kom í ljós að ríki
Austur-Evrópu fengu eitt af öðru
yfir sig ríkisstjórnir kommúnista
hófst kalda stríðið sem stóð hátt
í fimmtíu ár.
Kalda stríðið er saga njósna og
hryðjuverka, án þess að með því
áynnust nokkrir sigrar. En sið-
ferði aldarinnar beið mikið af-
hroð og við þann arf, sem líka er
arfur frá stríði sem lauk fyrir
fimmtíu árum, búum við enn í
dag. Þær kynslóðir sem alist
hafa upp á tímabilinu hafa til-
einkað sér lífsstíl, sem er lífsstíll
stríðsherra. Einstaklingar hafa
rokið af stað til að bjarga af
handahófi hópum fólks sem býr
á hungurmörkum undir stjórn
manna sem enga ábyrgð bera.
Helsta tákn þessara kynslóða er
kassagítarinn, sem þær sveifla
framan á sér sem uppstertum
reður. En á stórum sviðum fyrir
framan tugþúsundir áhorfenda
sveifla söngvarar limum sínum
og hrópa gróf slagorð undir yfir-
skini söngs og minna ekki lítið á
Hitler við ræðuhöld á Nurnberg-
hátíð.
Um það bil sem Yalta-fundur-
inn var haldinn var Stalín enn í
fullum færum við að hafa stjórn
á stríðsrekstrinum heima fyrir
og sjá fyrir hvaða undirmálum
þyrfti að beita við stríðsfélaga
sína til að tryggja yfirráð Sovét-
manna við Austur-Evrópu.
Churchill sá eins og hinir að óð-
um dró að stríðslokum með sigri
Bandamanna. Hvert stríð á sitt
skáld. Hann hafði með ræðu-
snilld og skáldlegum orðum veitt
þjóð sinni þolgæði á erfiðleika-
stundum og talað um blóð, svita
og tár þegar hún var böðuð í
þessu þrennu. Ári eftir Yalta-
fundinn hafði hann verið felldur
frá völdum. Roosevelt Banda-
ríkjaforseti var farinn að nálgast
ævilok sín. Honum auðnaðist
ekki að ljúka stríðinu við Japani
og hugmyndir Stalíns um upp-
skipti á Þýskalandi og yfirtöku
Rauða hersins í Austur-Evrópu
skiptu hann sáralitlu máli. Hann
átti rúmt ár eftir.
íslendingar hafa margs að
minnast á fimmtíu ára afmæli
stríðsloka í Evrópu. Við misstum
marga menn í stríðinu, líklega
hlutfallslega ekki færri en aðrar
þjóðir. Með hernáminu misstum
við einnig meydóminn í óeigin-
legri merkingu. Síðan hafa út-
lönd verið okkur eins og gleði-
kona og um leið höfum við orðið
eins konar gleðikonur í leit að
upphefð í útlöndum. Við höfum
elt og apað eftir bókstaflega allt
sem fyrir okkur er haft í stórum
heimi. Á sama tíma höfum við
talað mikið um menningu og
borgað mikið fyrir menningu.
Samt fer lítið fyrir henni. Leik-
húsin eru hálftóm, einhliða bæk-
ur eru gefnar út af tveimur for-
lögum, engar undirtektir fást
undir tónlistarhús og kassagítar-
inn hefur yfirtekið sjónvörpin
tvö. Þjóð sem þannig er komið
fyrir man ekki stríð og á sér lítið
pláss í heiminum þótt hátt sé
galað á torgum.
SVARTHÖFÐI