Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 6
1 6 i ógeðfelld asta f rétt vikunnar ALLT SOLLU AÐ KENNA Kvennaritið Vera kom út í vikunni, kaffullt af reynsluheimi kvenna. Ógeðfelldasta frétt vik- unnar er þaðan komin en Kristín Ástgeirsdóttir gerir þar upp fylgishrun Kvennalistans í nýliðnum kosningum. Þessi óform- legi flokkseigandi Kvenna- listans hefur aldeilis sér- staka skýringu á óförun- um. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var fengin til þess að leiða Reykjavíkur- listann og gerði það svo vel að meirihluti Reykvík- inga treysti henni fyrir borgarstjórastólnum. Hins vegar barðist flokkseig- andinn, Kristín Ástgeirs- dóttir, hart gegn slíku samkrulli enda sættir hún sig ekki við sigra sem byggjast á eftirgjöf frá rétttrúnaðarstefnunni. Því var það alls ekki litlaus framganga hennar og stallsystra hennar á þingi á liðnu kjörtímabili sem varð til þess að Kvenna- listinn galt afhroð. Mál- efnastaðan var heldur ekki ástæðan og þaðan af síður óeining um fram- boðslistana eða fráleit út- skiptaregla flokksins. Flótti kvenna úr Samtök- unum virtist heldur ekki vera veigamikil ástæða í huga flokkseigandans. Ástæðan var sú að eina frambærilega Kvenna- listakonan hafði mætt á fund hjá Þjóðvaka sem borgarstjóri Reykvíkinga. Vinsældir Sollu urðu því Kvennalistanum að falli. Aðsókn að HM er miklu minni en gert var ráð fyrir og erlendir gestir margfalt færri en menn vonuðu. Líkur á miklu tapi Halldór Jóhannsson segir sjónvarpsendingar draga úraðsókn. Aðsókn að leikjum í heims- meistarakeppninni í handknatt- leik hefur brugðist og er miklu minni en vonast var til. Ástæðan er einkum hátt miðaverð og það að útlendingar eru miklu færri en gert var ráð fyrir. Fyrir keppnina var talað um 7000 áhorfendur að utan en nú eru ferðaskrifstofur að vonast eftir því að 1000 manns mæti og reikna með að þeir komi flestir þegar riðlakeppninni lýkur um helgina. Á flesta leiki hafa verið um 200 áhorfendur en mestu vonbrigðin voru þegar aðeins 800 manns greiddu sig inn á leik íslands og Túnis á þriðjudags- kvöldið. „Þetta byrjaði vel með opnun- arleiknum í Laugardalshöllinni og eins á Akureyri en það var ósköp rólegt á þriðjudagskvöld- ið og við urðum fyrir vonbrigð- um með það. Ég get alveg sagt það hreint út,“ segir Halldór Jó- hannsson, sem sér um miðasöl- una á HM. „Það er alveg ljóst að þessi gíf- urlega sjónvarpsumfjöllun hefur dregið úr ásókn á leiki. En það er uppsveifia aftur og það lítur mjög vel út fyrir helgina og næstu viku. Við höfum náttúr- lega orðið fyrir vonbrigðum með að það eru færri útlendingar sem koma núna á fyrrihlutann Debet Áhorfendur eru miklu færri en gert var ráð fyrir og vilja menn kenna um háu miðaverði og miklu færri erlendum gestum en gert var ráð fyrir. Einnig hafa sjónvarpssendingar dregið úr aðsókninni. heldur en maður vonaðist til. Það munar talsverðu, einhverj- um hundruðum alla vega. Flug- verðið hefur náttúrlega spilað inn í. Það er til dæmis enginn með Svíunum en við vonuðumst eftir 300-500 með þeim. Ástæð- an sem þeir gefa upp er flugverð- ið.“ Halldór segir að þeir hafi von- ast eftir 50-60 þúsund áhorfend- um og gengi íslenska liðsins muni ráða mestu um hvort þær áætlanir standist. Hann segir ekki standa til að breyta því að menn kaupi sig inn á leikdaga en ekki einstaka leiki sem veldur því að miðinn kostar 3300 krón- ur. Ástæðan sé sú að þá væru þeir að hegna þeim sem hefðu þegar keypt sér miða. Hins vegar er hátt verðlag ein helsta ástæð- an sem menn gefa upp við dræmri aðsókn. Ekki náðist í Ólaf B. Schram, for- mann HSÍ, en fullyrt er að nú stefni í töluvert tap af keppninni. Aðsókn hafi brugðist og erlendir gestir séu margfait færri en von- ast var eftir. Upphaflega gerðu menn ráð fyrir 60 milljóna króna hagnaði af keppninni en strax á árinu 1993 voru áætlanir komnar niður í 10 til 20 milljóna króna hagnað. „Ég held að við höfum ekki nokkurn möguleika á að halda þessa keppni án þess að hún komi út með miklu tapi,“ sagði Hannes Þ. Sigurðsson, í fram- kvæmdastjórn ÍSÍ og landsliðs- nefndarformaður til margra ára, í viðtali við Pressuna í apríl 1993. Aðrir voru mun bjartsýnni og gerðu ráð fyrir góðum hagnaði, mikilli aðsókn og miklum fjölda erlendra gesta. Samkvæmt fjárhagsáætlunum HSÍ þá var gert ráð fyrir 43 þús- und áhorfendum. Á heimsmeist- arakeppninni í Svíþjóð árið 1993 var gert ráð fyrir 150 þúsund áhorfendum en aðeins 97 þús- und mættu á völlinn. Þrátt fyrir það varð 40 milljóna króna hagn- aður af keppninni í Svíþjóð. Flestir telja að áætlanir nú hafi brugðist og talsvert tap verði á keppninni hér á íslandi. -pj Kredit Marín Magnúsdóttir, eiginkona Ólafs B. Schram segir: „Hann er með skemmtilegan húm- or, er fjandi duglegur ef hann hefur áhuga á mál- efninu og svo er hann alveg einstaklega myndar- legur maður.“ Ásdís Höskuldsdóttir, skrifstofu- syóri HM: „Hann er afar kraftmikill maður, af- greiðir þau mál sem hann er með skjótt og vel. Svo hefur hann afar lúmskan og skemmtilegan húmor og mér finnst hann leysa mjög vel úr öllum vandamálum sem upp koma milli samstarfsaðila.“ Guðmundur G. Gunnarsson, oddviti Bessastaða- hrepps: „Góður vinur. Óli er í essinu sínu í því sem hann er að gera núna, þegar mikið at og sem almestar uppákomur eru í kringum hann, þá brill- erar hann að mínu viti. Ég þekki hann þannig og hef þekkt hann lengi vel. Gaman á fjöllum á hest- um með Óla.“ Ellert B. Schram, ritstjóri DV og bróðir Ólafs B. Schram: „Hann er glaðlyndur og spaugsamur, og er mátulega kærulaus. Hann er ósérhlífinn og úrræðagóður og hefur gott skap- lyndi og góða hæfileika til að takast á við átaks- verkefni líkt og núna.“ Glúmur Baidvinsson, stjómmálafræðingur: „Óli hefur löngum verið tal- inn einn skemmtiiegasti meðlimur fjölskyldunnar og er ég því fyllilega sammála. Hann er haldinn því Schram-einkenni að sjá ekki það sem telst til lasta á sínum mönnum. Hann er stoltur maður, og þá sér í lagi af sér og sínum. Ég er stoltur af honum." Ólafur B. Schram, formadur HSÍ Marín Magnúsdóttir, eiginkona Ólafs B. Schram: „Hann á til að snúa húmor í kaldhæðni, og svo sinnir hann svo til eingöngu þeim málefnum sem hann hefur áhuga á hvetju sinni. En hann tekur alitof mikið í nefið.“ Ásdís Höskuldsdóttir, skrifstofustjóri HM: „Hann er helst til of fljótfær í ákvarðanatökum, og getur verið allt að því of- virkur ef mikið Iiggur við.“ Guðmundur G. Gunn- arsson, oddviti: „Honum færíst oft helst til mikið í fímg en spilar merkilega vel úr atburðum fyrir því. Stundum hvatvís.“ Ellert B. Schram, ritstjóri og bróðir Ólafs: „Kæruleysið veldur stundum því að það er tekin áhætta og hann getur stundum verið fuilgóður við sjálfan sig og aðra. Hann er skjóthuga og er fyrir vikið, stundum fljótfær- inn.“ Glúmur Baldvinsson, stjórnmálafræðingur: „Hann er gríðarlega skapmikill og æsir sig tölu- vert. Ég fékk helst að finna fyrir því sem ung- lingssendill undir stjórn hans hjá fyrirtækinu hans afa. Þrátt fyrir að ferðast um bæinn með milljónir í farteskinu dirfðist ég aldrei að draga undan fé. Sem bam og unglingur taldi ég þenn- an skapofsa til kosta en nú hafa runnið á mig tvær grímur.“ Ólafur B. Schram, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur haft í nógu að snúast að undanförnu sem einn aðalskipuleggjandi HM. Ólafur hlaut þó einnig titilinn Best klæddi maðurinn fyrir nokkru og hafði gaman að fyrir vikið. 1

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.