Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 14
Tómasar Á. Tómas- SONAR hefur notið mikilla vinsælda frá því að hann var formlega opnaður miili jóla og nýárs. Forráðamenn Borg- arinnar hyggjast brydda upp á þeirri nýjung með hækk- andi sól að hafa hluta af Skuggabarn- um undir berum himni. Um þessar mundir er verið að byggja verönd úti í porti fyrir aftan Borgina sem verður tekin í notkun síðari hluta þessa mánaðar ef áætlanir ganga eft- ir. Gestir Skugga- barsins munu ekki alfarið þurfa að treysta á gott skap veðurguðanna til þess að geta spókað sig úti við því ákveð- ið hefur verið að reisa tjald yfir ve- röndina til þess að hlífa gestum fyrir of- ankomu. Einnig verð- ur gaskýrídurum komið fyrir undir tjaldinu svo engum verði kalt... „Otrúlegt en satt fékk maðurinn ekki nema tíu mánaða fangeisis dóm, að mínu mati hefði hann átt að fá minnst 20 ára fangelsis- dóm fyrir tilraun til manndráps," segir Magnús Skarphéðinsson um mann sem sí- fellt reyndi að keyra hann niður. nema örfá símtöl enda falli fólk oft frá kærunum. Hann bendir jafnframt á að alls ekki allar hót- anir sem eigi sér stað hér á landi berist inn á borð þeirra. Kristján Ingi Kristjánsson, yfir- maður fíkniefnadeildar lögregl- unnar, segir sína menn fá nokkr- ar hótanir á ári en sem betur fer sé lítið um efndirnar. Kristján neitar að fara ofan í einstök mál en segir þá bregðast þannig við að þeir reyni að „settla" málin og það takist oftast. pósturinn hefur heimildir fyrir því að komið hafið fyrir að hót- anirnar gegn fíknó hafi gengið nokkuð lengra en það að hafa legið í orðunum einum. Ein- hverju sinni hafi til að mynda íslendingar hafa löngum státaö sig af því aö geta gengið óhultir niður Laugaveginn. Skiptir þá engu hvort um er að ræða þekkt fólk eða óþekkt. Samkvæmt upplýsingum úr dómsmálaráðuneytinu berast þó þangað af og til upplýsingar um að háttsettum embættismönnum hafi verið hótað, um dónalegar símhringingar í þeirra garð eða af eignaspjöllum. Aðrir í skotlínu samfélagsins eru lögreglumenn, sérstaklega þeir sem starfa innan fíkniefnadeildarinnar, fólk með umdeildar skoðanir og síðast en ekki síst fjölmiðlafólk. Magnús Skarphéðinsson Petta var auðvitað ekkevt amad en naovðlflraun Miðað við fjölda hótana sém dunið liafa á Magnúsi Skarphéðins- syni „hvalavini“ undanfarin ár spyr maður ekki hvort heldur hver sé eftirminnilegasta uppá- koman? „Eftirminnilegast er þegar keyrt var á mig uppi á gangstétt og reynt að.drepa mig, ég man ekki hvort það var 1989 eða ‘90. Fyrst ók bílstjórinn á mig þar sem ég hjólaði á götunni, svo þar sem ég stóð á gangstéttinni og ekki nóg með það, heldur var einnig reynt að keyra á mig þar sem ég lá í götunni. Þetta voru því alls þrjár atrennur." Atburður þessi átti sér stað á Laugaveginum um fimmieytið á fimmtudegi. Það var góðviðris- dagur og því tugir manna á gangi upp og niður götuna. „í miðjum manndrápstilraun- um sínum galaði maðurinn út uin gluggann: Helvítis svikarinn þinn! — bara af þvf ég er ekki sömu skoðunar og þjóðrembulygararn- ir í hvalamáium. Að ipínu viti var þessi maður bara fulltrúi þjóðar- innar að vinna skltverk sein varð að gera. Hann er ekki geðsjúkling- ur og hafði engan ferii að baki, en var samt einhver vandræðamað- ur. Hann var bara óvanalega reið- ur og vitlaus.“ En þetta var ekki í fyrsta sinn sem þessi maður réðst til atlögu við Magnús því nokkru áöur hafði sami maður keyrt utan f hann án þess að Magnús áttaði sig á hvað iægi að baki. „í annarri atrennu kastaðist ég upp á bílinn og lá í framrúðunni og síðan ók hann með mig tíu til fimmtán metra áður en ég rúllaði niður af bílnum. Ótrúlegt en satt fékk maðurinn ekki nema tíu mánaða fangelsis- dóm,“ segir Magnús. Að mínu mati hefði hann átt að fá minnst tuttugu ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Þetta er auðvitað ekk- ert annað en morðtilraun." Að auki segist Magnús hafa fengið nokkur hundruð símahót- anir. „Það er varla að maður þori að segja frá því opinberlega; það er búið að rekja einhver lifandis býsn af þessum símtölum en ég fæ aldrei að vita hver þetta er. Þegar ég spurði af liverju ég fengi ekki að vita hver þetta væri sagði Ágúst Geirsson bæjarsímstjóri, sem heldur verndarliendi yfir þessu fólki, þessa ódauðlegu setningu: Við erum hræddir við að segja þér hver þetta er vegna þess að þú gætir hringt í fóikið og ónáðað það. — Þá sagði ég: Já, Ágúst, ég myndi sko hringja í það og ónáða það!“ Fyrir um tveimur árum átti sér svo stað heldur óhugnanlegur at- burður við heimili Magnúsar. Álft hafði verið hengd í snöru við úti- dyrnar. Á meðfylgjandi miða stóð ritað: Magnús, ef þú hættir þessu ekki fer svona fyrir þér. „Þrátt fyrir að þetta væri hrein og klár lífiátshótun höfðu menn engan áhuga á að rannsaka málið. Kurt- eisu, hugumprúðu mennirnir hans Böðvars Bragasonar gerðu ekkert í því máli frekar en öðrum. Fyrst var ég rekinn með það til RLR, sem rak mig með það til lög- reglunnar í Reykjavík. Þaðan var málinu aftur vísað til RLR en þeg- ar þeir svo ráku mig-með það aft- ur til Böðvars Braga gafst ég upp.“ ■ ■/eltur um hvort, að mmnsta kosti, æðstu embættis- manna þjóðarinnar væri nógu vel gætt komu úpp fyrir um ári síðan þegar þáverandi og núver- andi dómsmálaráðherra, Þor- steini Pálssyni, var ásamt Magnúsi Óskarssyni borgarlögmanni, hót- að lífláti af vopnuðum geðsjúk- um manni sem útskrifaði sig sj'álfur af Kleppspítalanum. Skildi sjúklingurinn eftir sig bréf á spítalanum þar sepi hann hót- aði að ráða þessa tvo menn af dögum. Þegar starfsmenn spítál- ans ráku augún í bréifíð íétu þeir lögregluna undir eins vita og var Víkingasveitin kölluð út. Vökt- uðu þeir híbýli geðsjúka manns- ins og reyndu að grennslast fyrir um ferðir hans þar sem ekki var vitað um hvar hann héldi sig. Rúmum tveimur sólarhringum síðar var hann handtekinn. Sam- kvæmt upplýsingum frá Guð- mundi Guðjónssyni yfirlögreglu- þjóni hafði bifreið ráðherrans þá þegar orðið fyrir einhverjum skemmdum. Við leit á heimili mannsins fundust haglabyssa, riffill og skammbyssa sem þýðir að maðurinn hafði fulla burði til þess að láta verða af hótun sinni. Það að maðurinn hafi getað út- skrifað sig sjálfur merkir að hann hafi ekki verið sviptur sjálfræði. En það er ekki gert nema að nán- ustu ættingjar geti sýnt fram á að viðkomandi geti verið sjálfum' sér ög öðrum hættulegur. Eftir að þessi atburður átti sér stað er ekki vitað um afdrif sjúklingsins Eiríki Jónssyni var bent á af lögregiunni hvað bandarísk- ur heimilisfaðir myndi gera í hans stöðu, hann myndi nota skotvopnið. enda lögreglan ófús að tjá sig urn einstök mál. Jafnframt neitaði dómsmálaráðherrann alfarið að tjá sig um málið og sá ekki tilefni til þess að bæta vernd æðstu embættismanna íslands í ljósi jressa. RAIUIUSÓKMARLÖG- REGLUIVIArarai HOTAÐ LIFLATI I RETTARSAL í júlí 1994 var svo rannsóknar- lögreglumanni hótað lífláti í rétt- arsal af sakamanni. Hótunin beindist einnig að fjölskyldu hans og voru börn hans sérstak- lega nefnd. „Maður unir því að sjálfsögðu ekki, enda engin ástæða til,“ sagði rannsóknarlög- reglumaðurinn sem vildi ekki láta nafn sitt koma fram, en mál- ið var umsvifalaust kært enda fór það fram fyrir opnum tjöld- um í réttarsal. Eftir því sem næst verður komist hefur ákæra verið gefin út í málinu; Iíflátshótun varðar enda við hegningarlög. „Lögreglan fær ýmislegt framan í sig og það er ærin ástæða til þess að vera vakandi og láta að minnsta kosti vita af hótuninni. Því ef eitthvað gerist eru heima- tökin hægari,“ sagði sami rann- sóknarlögreglumaðurinn. BÍLSTJÓRIIUM „LÍF- VORÐUR" FORSETAMS Almennt njóta æðstu embætt- ismenn íslenska ríkisíns engrar verndár enda ekki talið að þeir þurfi hennar við. Sá sem kemst til dæmis næst því að vera.„líf- vörður" forseta Islands, frú Vig- dísar Pinnbogadóttur, er bílstjór- inn hennar sem alltaf er skammt undan þar sem forsetinn er á ferð, að minnsta kosti hér innan- lands. Þá má geta þess að á dyra- verðina í stjórnarráðinu er litið á sem einhvers konar „lífverði“. Fullvíst þykir hins vegar að ein- staka ráðamenn þjóðarinnar, menn á borð við forsætisráð- herra, búi yfir eigin öryggiskerfi, nokkuð öflugu, á sínu heimili sem tengt er við einkarekin ör- yggisþjónustufyrirtæki og eru því lögreglunni óviðkomandi. „Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út fyrirmæli um hvern- ig taka skuli á hótunum, einfald- lega vegna þess að við höfum verið það heppin hér á landi að það hefur ekkert komið fyrir,“ Þorsteinn Pálsson sá ekki ástæðu til að auka vernd æðstu embættismanna rík- isins eftir að geðsjúkur maður, vel vopnum búinn, hótaði honum lífláti. sagði Sigurður Tómas Magnússon, starfsmaður ráðuneytisins, í samtali við póstinn. „Á meðan ekkert kemur fyrir lítur fólk svo á að peningunum sé betur varið í eitthvað annað. Það hefur þó komið fyrir að lögreglan hefur verið beðin um að hafa sérstakar gætur með tilteknum húsum, en sjaldnast hefur það leitt til hand- töku.“ EKH> í VEG FVRIR LOGREGLUMAIUIU „Ef einhverjum er hótað eru viðbrögðin í samræmi við hótun- ina,“ segir Guðmundur Guðjóns- son yfirlögregluþjónn. Hann seg- ir lítið annað hafa verið gert en kom fram hér að ofan í máli Þor- steins Pálssonar þar sem hann óskaði ekki neins sjálfur. „Það kemur þó fyrir að ein- staka menn leggi fram einhverjar óskir en það er mjög sjaldgæft enda líflátshótanir fátíðar.“ Guðmundur segir að flestar hótánirnar sem hann viti af bein- ist að lögreglumönnum, þó eink- anléga þeim sem starfi í fíkni- efnadeild lögreglunnar. „Þegar verið er að hafa afskipti af erfiðu fólki er það oft með hótanir. Al- gengt er að þetta séu líflátshót- anir en oftar þó hótanir þess eðl- is að viðkomandi ætli að beita sér fyrir því að lögreglumennirn- ir verði reknir úr starfi," segir Guðmundur. Eins og áður kom fram varðar líflátshótun við hegningarlög og Jtví fer málið í hendur Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Samkvæmt upplýsingum Harðar Jóhannes- sonar, yfirrannsóknarlögreglu- manns hjá RLR, er afar sjaldgæft að embættinu berist alvarlegar hótanir. „Við erum hins vegar alltaf að fást við alls kyns síma- mál og þá alls ekki endilega þar sem þekkt fólk á í hlut.“ Hann segir að af þeim séu ekki rakin

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.