Helgarpósturinn - 11.05.1995, Page 16

Helgarpósturinn - 11.05.1995, Page 16
Eins og venju- lega urðu KR- ingar Reykja- víkurmeistarar í knattspyrnu. í úr- slitaleiknum sigruðu þeir Þrótt nokkuð ör- ugglega 4-0 á mánu- dagskvöldið. Áhorf- endum þótti hins vegar nokkuð merki- legt að sjá feðga úti á vellinum og KR-ingar voru lítið hressir með þá báða. í fram- línunni hjá Þrótti lék Guðmundur Páll Gíslason en faðir hans Gísli Guð- MUNDSSON var línu- vörður í leiknum. Gísli gekk á sínum tíma undir nafninu KR-baninn, ekki síst eftir frægan bikarleik í Árbænum þegar Fylkir sló KR úr keppninni. Gísli dæmdi leikinn við lít- inn fögnuð KR-inga og sá dagfarsprúði maður Átli Eðvalds- SON trylltist og kali- aði Gísla fígúru. Þeir feðgar gerðu þó ekk- ert á hlut KR- inga í leiknum á mánudag. í liði Þróttar var einnig Brvnjólfur Schram sem mun vera fyrsti Schramar- inn sem ekki leikur í vesturbænum... 1994 Lúther Einarsson gaf mér þessa flugu síðasta sum- ar, og kallar hann þessar microtúpur Mighty Mouse. ifcá,.., Hún er nokkuð skemmtileg þessi. 1995 Fluguboxið. Gylfi Kristjáns- son, veiðisjúklingur og blaðamaður, gaf mér þetta flugubox fyrir um það bil mánuði síðan. Þarna má finna Crossfield með gulum haus, Blue Nelly og svo aðr- ar flugur sem eru lýsandi fyrir hugaróra Gylfa. 1995 Hárlokkar af höfði fjög- urra mánaða gömlum syni mínum eru svo skemmti- lega fíngerðir að ég ætla að hnýta nokkrar flugur úr lokk- unum, sem ég fékk þegar barnið var klippt um dag- inn. Þetta verður hnýtt í nokkra vængi en þetta er ekki mikið magn og flugan mun heita Nafni, eftir tveimur frægum veiði- mönnum sem heita Helgi Héðinsson á Húsavík og títt- nefndur Bjarni Hafþór. Fór ásamt Ásgeiri Ingólfs- syni seinni hluta sumars til veiða, og beitti til þess Bláa sjarminum. Fimm laxar veiddust í ánni sama dag, en þrír þeirra komu á Sjar- minn sem ég hafði og því hef ég dúndurtrú á Blue Charm, sem er sterk fluga. 1967 Hóf minn veiðiskap með spún og maðki í Víkuránni, þá 4 ára gamall, en veiddi hvað sem ég krækti í og afl- inn endaði yfirleitt í kjafti kattarins. Fiskurinn þótti eiginlega óætur vegna skolpsins sem rann sama farveg og var mér því mein- að að taka hann með heim. Rauður Francis. Þetta er sú alöflugasta, því eftir tveggja daga árangurslaus- an veiðitúr ásamt félögum í Vatnsá fann ég Rauðan Francis bak við bílskyggnið á heimleið og stökk aftur að ánni. Og á fluguna fékk ég tvo 7 punda laxa og 5 punda sjóbirting áður en tuttugu mínútur voru liðn- ar. Francisinn er afgerandi vopn. 1986---------- Háfinn fékk ég í tuttugu og fimm ára afmælisgjöf en hef aldrei notað hann. Enda er gripurinn ekki ætlaður fyrir neina smáfiska, en ég sporðtek þá frekar. Ég treysti engum til að nota háfinn utan vinar míns, Bjarna Hafþórs, sem leikur listavel með háf í höndum sér. Bernd Koberling gaf mér þessa litlu einkrækju eftir gerð þáttar sem við tókum upp við Vatnsá, en hann tók lítinn lax á þessa flugu um miðbik árinnar. Sleppti hann laxinum en gaf mér fluguna. Daginn eftir prófaði ég fluguna ofarlega iánni og fékk á hana lítinn lax, sem ég veit að er sá sami og Koberling veiddi. Þekkti hann á sporðinum, en ég sleppti honum ekki heldur drap hann og át síðan. Black Sheep. Var að veiða í Kjósinni og minnist þar flug- unnar því ég hafði verið að kasta í Káranesfljót og bú- inn að fara gegnum öll boxin, en ekkert gekk og engin hreyfing. En tók svo þrjá í beit á Black Sheep. Feikiöflug fluga. Hnífurinn er stæling af Rambóhnífnum fræga, og hann eignaðist ég við gleðistundir á Mallorca, þeirri leiðindaeyju sem ég mun aldrei ferðast til aftur. Kínverskur bar- þjónn benti mér á sölu- stað, eftir að ég hafði sagt honum frá veiði- mennsku minni. Ég nota hann til að opna Heinz- spaghetti dósir sem við Bjarni Hafþór etum á rjúpu. Eggert Skúlason, fréttamaður að Stöð 2 og veiði- maður með meiru, hefur oftlega komist í hann krappan og margan fiskinn veitt á flugu, enda nokkuð vatn runnið til sjávar síðan sá fyrsti beit á agn Eggerts. Hann ku þó gera góðan greinarmun á áhugamennsku og hreinni veiðifíkn og segist kjöt- safnari mikill. Eggert rakti ævisögu sína í flugu- mynd fyrir póstinn.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.