Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 28
DOMINO'S PIZZA VERO AÐ FÁ ÞAO Segja má að líf Skot- anna tveggja, sem í fyrra sögðu frá ástum sínum á tveimur kunnum íslenskum konum í forsíðu- viðtali við tímaritið Heimsmynd, hafi tekið stakkaskiptum. Viðtalið var við félagana Alex McGuillan og Leslie Robert- son sem þá áttu í eldheit- um ástarævintýrum með Lindu Pétursdóttur fegurð- ardrottningu og Filippíu Elís- dóttur fatahönnuð og fóru Skotarn- ir fögrum orðum um þær í viðtalinu. Við höfum þegar greint frá því að sam- band Lindu og Les sé runnið út í sandinn, en það saman á líka við um samband Alex og Filippíu. Það þýðir með öðrum orðum að tvær af „eftir- sóttustu kvenkostum11 íslands, eins og blaðamaður Heimsmyndar orð- aði það í viðtalinu, eru báðar á lausu... Fyrir skömmu varð ljóst hvapa átta nemendum var hleypt inn í Leiklistarskóla íslands og hefja því nám þar að.hausti komanda. Eins og venjulega sóttu tugir manna um vistina. Spenna ríkir þó jafnan ekki í hópnum fyrr en búið er að skera hann niður i sextán manns. Þá má vart heyra saumnál detta án þess að einhver úr þeim hópi hrökkvi í kút. En valið er semsé yfir- staðið. Flestir sem valdir voru teljast óbreyttir enda allavega fjögur ár í það að þeir verði nöfn í leiklistar- heiminum. Þó var ein undantekning því inn í skólann í ár komst stúlka, eða öllu heldur kona, að nafni Jó- hanna Vigdís Arnardóttir. Sú vakti verulega athygli þar sem hún söng fagurri óperuröddu í söngleiknum Hárinu í Gamla bíói í fyrra og lék síðan í sama söngleik, nokkuð eftirminniiegan ferðamann, en hún er ein- mitt óperusöngkona að mennt. Þess má geta að Jóhanna er mágkona Jóhanns Siguröarsonar leikara sem kvæntur er systur hennar. Eiginnmaður Jóhönnu er svo Þorsteinn Gauti Sigurðarson, píanóleikari og bróðir Jóhanns. Tveir aðrir, strákar, sem fóru með öllu burðarminni hlutverk en Jó- hanna í Hárinu, komust einnig í skólann í ár... PÓRHALLUR Ölver Gunnlaugsson í Vatnsberanum var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfelld skatt- svik og eitt að auki ef hann greiðir ekki 20 milljóna króna sekt innan fjögurra vikna. Að auki þarf hann að greiða 40 milljónir í sekt óháð fangavistinni. Fullyrða má að í raun hafi hann verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi því enginn heilvita maður færi að borga 20 milljónir fyrir að sleppa við eins árs fangavist. Ef hann greiðir þessar 20 milljónir fyrir að sleppa við árs fangavist er hann í raun að borga 1,7 milljónir fyrir mánuðinn, 385 þúsund krónur fyrir vikuna eða 55 þúsund fyrir daginn. Svo má reikna með að hann sitji aðeins inni helminginn af afplánunartímanum. Þá væri hann að borga ríflega 3,3 milljónir króna fyrir mánuð- Greiddu atkvæði! 99 15 1§ '"59.90 kronur mínútan 12.-16. m sæti 56,8% Síðast var spurt: í hvaða sceti lertdir ískmd á HM 95 í handholta? _____________ I hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeirgeta kosið um I síma 99 15 16. Nú er spurt: Er rétt að Ólafur Þ. Þórðarson fái aftur skólastjórastöðu sína? inn, 770 þúsund krónur fyrir vikuna eða 110 þúsund krónur fyrir hvern dag. Það má því segja að Þórhallur sé á ævintýralegu tíma- kaupi ef hann kýs að borga ekki sektina en sitjahana af sér... Um næstu mánaðamót er BjÖRN Hall- dórsson væntanlegur aftur til starfa sem yfirmaður ávana- og fíkniefna- deildar lögreglunnar eftir tæplega ársleyfi. Þeir lögreglumenn sem hafa starfað innan fíknó, eins og deildin er jafnan kölluð, hafa löngum mátt sitja undir fleiri limlestingar- og líflátshótunum en kollegar þeirra í öðrum deildum. Björn var ekki þekktur fyrir annað en að ganga fram af fyllstu hörku við fíkniefnasmyglara og sölumenn dauðans áður en hann fór í leyfið og ekki er annars að vænta en að hann haldi uppteknum hætti þegar hann hef- ur störf að nýju. Und- anfarna daga hefur sést til Björns í glímu við lóð í Ííkamsræktar- stöðinni World Class og er hann eflaust að undirbúa sig undir komandi átök...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.