Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 20
Utsala á eldhúsborðum og stólum 'FiMMTODreGOR-l-ITM-A'rrggsi „Leikstjórinn Stefán Baldursson erekkertsér- lega öfundsverður af því að stýra þessu verki. Honum tekst heldur ekki að blása neinum sannfærandi lífsanda I sýninguna sem er reyndar alveg ótrúlega flöt og ómúsíkölsk I framvindunni." bíó Ó-óó stelpur... Boys on the Side Bíóborgin ★★ Whoopi Goldberg er lesbía, það kemur á dag- inrtað Mary-Louise Parker er með aids, Drew Barry- more er stelpan sem hefur látið eitthvert óþverra- meftni fara illa með sig og húner ólétt eftir hann. Bær lenda saman í bíl og keypa yfir.Ameríku, frá austri til vesturs — inn í sólaflagslöndin. Einhyerj- umíævintýrum lendá.þær í á léiðinni, náttúrlega er - lögð mikil áhersla á hversu ólíkar persónur þær eru og út á það geng- ur handritið mikið til: Whoppi er tónlistarkona, hrjúf en með hjarta úr gulli, Parker er fasteigna- sali, Drew er stelpukjáni. Aðallega er þetta þó allt afar pólitískt rétt — það liggurvið að manni íinnist að allar hefðu kon- jrnar getað verið sjálf- stæðar greinar í kvenna- blaðinu Veru. Eða þá heilt máfþing. Því þær eru syst- ur pg þegar þær eru í bíln- um-syngja þær „Ó-óó, steJþur..." og þá erekki fFáleitt að hinar stelpurnar í bfealnum láti hrífast og syngi með. Pjórða systirin er svo leikstjórinn, Herbert Ross, alvég hundvanur náungi, sertslfður svo vel í góðum félagsskap kvenna að hohum þykir núorðið best aðgera myndireins og Boys on the Side, nú eða The Turning Point og Steel Magnolias. Hængurinn er hvað þetta bítur ekki neitt, hvað andi Kvennalistans svífur yfir vötnunum. Myndin gengst við því hvað hún skuldar annarri kvennavegamynd, Thelma and Louise — maður heyrir villtan bakkynjuhlát- urinn í þeim vinkonunum í bakgrunninum og fattar að hinar vinkonurnar þrjár eru vælukjóar. -Egill Helgason BENIDORM , <■ i v '' " -■» ' - 49.730 HEIMSFERÐIR AÐEINS 4 ÍBÚÐIR í BOÐI Ekki nógu markvisst eða merkilegt : Leikrit: ■ Stakkaskipti Höfundur: Guðmundur Steinsson Staður: Þjóðleikhúsið Leikstjóri: Stefán Baldursson Stundarfriður framh., sama lið- ið 15 árum síðar er nú á fjölunum í Þjóðleikhúsinu og kallast Stakkaskipti. Guðmundur Steins- son fjallar þarna enn um firring- una, tilgangsleysið, eymdina í lífi nútíma smáborgara, hjónanna Haraldar og Ingunnar, barna og barnabarna. Stundarfriðnum lauk á sínum tíma með frægu stressslagi Har- aldar, sem hann lifði þó af og gengur nú fyrir pillum. Annars hefur lítið breyst hjá blessuðu fólkinu að því er virðist, fyrren Haraldur missir vinnuna, þá fer hann á bömmer. Eldra barna- barnið, Ingunn yngri, er líka dott- in í dópið eins og svo margir unglingar, sem er auðvitað af- leitt. Fjölskyldan missir svo hús- ið sem hún hefur barist fyrir alla ævi, en dópistinn fer í meðferð og byrjar nýtt líf uppi í sveit. Þetta er svona það helsta. Það er mikill og hávaðandi djöful- gangur á þessu heimili eins og fyrri daginn og lítið um vitræn samskipti á milli manna. Sonur- inn er þó kvæntur útí bæ, en hann er sami sportidjótinn og framagosinn og áður og ekki er hans fínheimska frú til að draga úr uppastælunum. En afi er þó enn á lífi og hristir góðlátlega kollinn yfir ósköpunum og Guð- rún, villingurinn í Stundarfriði, er orðin hugsandi jarðvegsfræð- ingur. Batnandi manni er best að lifa. En hin systirin, eða hálfsyst- irin (það er svolítið erfitt að henda reiður á þvQ, Marta, er enn við sama heygarðshornið og hefur eiginlega versnað ef eitt- hvað er í fata- og meikruglinu. Nú jæja... Stundarfriður var sýndur í Þjóðleikhúsinu við met- aðsókn fyrir um það bil 17 árum. Hvort Stakkaskipti fá sömu und- irtektir skiptir áreiðanlega miklu máli fyrir alla aðstandendur, en hætt er við að breyttir tímar og aðstæður þyngi svolítið róður- inn. Og ætli verkið sé bara nógu markvisst og merkilegt til að draga að áhorfendur sem eru orðnir svo óttalega merkilegir og markvissir í seinni tíð. Um það skal þó engu spáð. Leikstjórinn Stefán Baldursson er ekkert sérlega öfundsverður af því að stýra þessu verki. Hon- um tekst heldur ekki að blása neinum sannfærandi lífsanda í sýninguna sem er reyndar aiveg ótrúlega flöt og ómúsíkölsk í framvindunni. Yfirgengilegur há- vaði í poppklassísku hátalakerfi heggur mann í hlustirnar og rugl- ar tímaskynið og deyfir, svo áhugi manns fjarar smám- saman út. Þarna er fullt af góðum leikur- um, ekki vantar það. Kristbjörg Kjeld og Helgi Skúlason í eldri hjónunum, Siguröur Sigurjónsson og Edda Arnljótsdóttir í þeim yngri, Guörún Gísladóttir er Gurún Ingunnardóttir, Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir, Marta, Árni Tryggvason er afinn, Randver Þor- láksson, gamall og nýr kærasti, og Elva Ósk Ólafsdóttir, Ingunn Mörtudóttir, batnadi dópisti og vandræðabarn. Þetta er að mestu leyti sama kastið og 1977, og öll gera þau sitt besta og betur. En texti Guð- mundar, sem er á einhvers kon- ar hversdagsmáli, sem enginn lif- andi maður léti sér um munn fara er svo tilþrifalítill og blank- ur að ekkert verður úr dramat- ískum upptöktum. Nema þá hjá Elvu Ósk, sem tekst að ná til manns með hreint hjarta. Svo er nú best að hrósa leik- mynd, búningum og ljósum, sem var allt prýðilega hannað og út- fært og passaði akkúrat upp á gráðu. Enda vanir menn að verki, Þórunn S. Þorgrímsdóttir og Páll Ragnarsson. LEIFUR ÞÓRARINSSON Hringlaga eldhúsborð með stækkanlegri plötu. Bólstraðir snúningsstólar á hjólum með örmum og fjaðrandi baki. Stílhreint - þægilegt - ódýrt Marco húsgagnaverslun, Langholtsvegi 111, sími 91-680690 InnifaliB í ver&i: Flug, gisting, fer&ir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn, flugvallarskattur. Fimmtudag QUICKSAND JESUS Föstudag Hinir stórvinsælu og víðfrægu PAPAR Laugardag Hljomsveitin LANGBRÓK með ofurbaldur fremstan í flokki Eldhúsborð, lengd 104-150 sm kr. 14.400 stgr. Eldhúsborð, lengd 150-180 sm kr. 16.900 stgr. Eldhússtólar, kr. 11.900 stgr. Fáanlegt í hvítu og beige. Nú seljum við síðustu sæfin til Benidorm 1. júní í 3 vikur ó hreint frúbæru verði. Afbragðs gott íbúðarhótel, Century Vistamar í hjata Benidorm með glæsilegum aðbúnaði. Allar íbúðir með einu svefnherbergi, stofu, eldhúsi, baði, svölum, sjónvarpi og síma. Góður garður með sundlaug, verslun, veitingastaður og bar og móttaka opin allan sólarhringinn. BENIDORM VerSkr. 49.730 M.v. hjón með 2 börn, 2 - 12óra. 1. júní BENIDORM Verð kr. 59.960 M.v. 2 í íbúð, Century Vistamar

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.