Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 25
Ingvi Steinn Ólafsson er 22 ára gamall en hann hefur verið barþjónn á ýmsum stöðum síðustu fjögur árin. Þessa dagana hristir hann kokkteila í liðið á Skuggabarnum og hér segir hann lesendum póstsins frá ýmislegu sem upp hefur komið á milli hristinga. „Ógeðslegasti drykkur sem ég hef blandað er sennilega þrefald- ur Glenfiddich maltviskí í þre- földum Kahlúa," segir Ingvi Steinn Ólafsson, barþjónn á Skuggabarn- um. „Annars eru það býsna margir furðulegir drykkir sem maður er beðinn um og manni finnst sjálfum út í hött. Einn af þeim ógeðslegri er kallaður Sel- fyssingur og í honum eru jöfn hlutföll af íslensku brennivíni og piparmyntulíkjör. Ég hef líka neitað fólki sem hefur beðið mig um tvöfaldan XO koníak í kók, svoleiðis blanda ég bara ekki. Þetta er auðvitað algjör vanvirð- ing við þennan eðla drykk, og svo er þetta einfaldlega ofboðslega dýr drykkur. Enda tekur fólk yfir- leitt sönsum þegar ég bendi þeim á að glasið kostar vel yfir tvöþús- und krónur.“ EIIUIU Á'AIUIU „Einhvern tímann var á barn- um hjá mér maður sem vildi eitt- hvað óskaplega mikið tala við mig. Það var bara svo mikið að gera að ég mátti lítið vera að því að sinna honum. Þá tók hann sig til og vippaði sér inn fyrir bar- borðið og elti mig á röndum. Ég bað hann auðvitað að koma sér út fyrir aftur en hann lét sér ekki segjast fyrr en ég sagði honum hreint út að mér væri nóg boðið, ég þyrfti að vinna og að hann væri fyrir mér og hann skyldi bara hypja sig út af barnum. Þá horfði hann á mig í smástund og virtist nú alveg rólegur og vera að melta þetta með sér svona, en svo áður en ég vissi af fékk ég hnefann í andlitið. Svo þakkaði hann pent fyrir sig og gekk út.“ upp mikilli stemmningu og allt troðfullt, 90 manns inni á staðn- um sem opinberlega tók 75, og allir dansandi og hoppandi, jafn- vel uppi á borðum og stólum. Lætin voru svo mikil að menn komu upp til ökkar af veitinga- .staðnum fyrir neðan og höfðu áhyggjur af því að loftið væri að hrynja oná þá. Svo þurfti strák- urinn í dyrunum hjá okkur að skreppa frá og bað kunningja sinn að hafa auga með dyrunum og hafa þær bara læstar. Síðan er kunninginn eitthvað lítið að fylgjast með og lyklinum er stol- ið úr skránni og enginn annar lykill til. Þá kemur þarna heljar- mikil kona, vel yfir einn og níutíu og ábyggilega hundrað kíló og vill fara út. Við segjum henni að hún þurfi aðeins að doká því lyk- illinn sé týndur, en þá fær hún þessa svakalegu innilokunar- kennd og panikerar gjörsamlega. Hún varð alveg brjáluð og gekk á hvern einasta starfsmann og löðrungaði, öskraði og æpti og lét öllum illum látum. Það endaði með því að við urðum að hjóla í hana og draga hana niður hring- stigann, sem var ekki mjög auð- vélt því konan var stór og stiginn þröngur, og setja hana út bak- dyramegin. Þegar við erum bún- ir að koma henni út þá biðjum við hana afsökunar og reynum að róa hana, en hún ræðst þá á mig og slær mig fram og til baka. Ég átti ekki roð í hana og sá mér þann kost vænstan að stökkva inn fyrir og loka á eftir mér. Þetta var í fyrsta og síðasta skipti sem kona hefur farið svona ilia með mig.“ ■ Ingvi Steinn Ólafsson. „Ógeðslegasti drykkur sem ég hef blandað er þrefaldur Glenfiddich í þreföldum JOIUAIU OG LOGGARI „Það kom til mín náungi einu sinni og spurði mig hvort það væri ekki óhætt að kveikja sér í einni jónu á staðnum. Ég sagði honum að doka aðeins með það ef hann gæti, en auðvitað yrði hann bara að taka sína sénsa sjálfur. Hann fór þá frá barnum og var eitthvað að spá í þetta, en stuttu seinna mundi ég alltíeinu að það voru einir fjörutíu lög- reglumenn að fagna einhverju inni í sal, svo ég stekk yfir bar- borðið og hef uppi á manninum og segi honum að það borgi sig líklega ekki að vera að kveikja í jónum hjá okkur þetta kvöldið. Maður reynir að vera liðlegur...“ LOKLOK OG LÆS... „Það var hljómsveit að spila á Blúsbarnum einu sinni sem náði Efnt verður til hljómsveita- veislu með bókmenntaívafi í Ró- senbergkjallaranum á fimmtu- dagskvöld. Fram koma fá- einar hljóm- sveitir. Þeirra á meðal hljóm- sveitin Niður sem verður að telja heldur fá- heyrt nafn í tón- listariðnaðin- um. Engu að síð- ur segja meðlim- ir hennar að Niður sé full- sköpuð hljóm- sveit sem hafi verið að þróast í það sem hún er í dag undanfarin tvö ár, en hljóm- sveitin er ann- ars vegar sam- ansett úr Rot- þrónni og hins vegar Sogblett- um sem var með þeim fyrstu sveitum sem gáfu út efni á vegum Smekk- Arnar gítarleikari, Haraldur trommuleikari, Jón Júlíus söngvari og Eggert bassaleik- ari skipa hljómsveitina Niður. Þeir segjast þó frekar vera á uppleið en hitt. leysu. „Nú er tími til kominn að gyrða upp um sig og sýna hvað í okkur býr,“ sagði gítarleikarinn, en frá og með fimmtudegin- hyggst hljómsveitin spýta í lófana og spila tónlist sína víðar en í bílskúrum bæj- arins. En þess má geta að hljómsveitin spilar að mestu heimatilbúið pönkrokk, þó í bland við ein- staka gamla slagara. Auk Niður koma fram í kjallaranum hljómsveitirnar T j a 1 d giz u r, Back of Joys og Veryneet. I hljómsveitar- pásunni munu svo Didda og Bragi H. lesa upp úr verkum sínum. ■ UPIP TIL ER. LAIUGAR AÐ SVÍFA UM LOFTIIU BLA Margrét Einarsdóttir, eigandi Dúndurbúllunnar: „...að stökkva úr svimandi hæð í fallhlíf og svífa um há- loftin. Ég hef einu sinni á ævinni verið allt að því komin upp i háloftin, en þeg- ar á hólminn kom reyndist ekki viðra til þess atarna. Ég bara þori því ekki fyrir nokkurn mun, það er ekki til umræðu einu sinni." AD STAIUDA SKEGG- LAUS VTO SPEGILINIU Gunnar Þorsteinsson forstöðumaður Krossins: „.. .að raka af mér skeggið. Um síðustu áramót gengu hugarórarnir svo langt áð ég var kominn með rakvélina á loft, en konan sá til þess að hárin hyrfu ekki. Hún segir mig mun vörpulegri og meira glæsimenni með skeggið mitt. Eg þori ekki að raka mig af þeim sökum." HRYLLIR VTO HEILÖGU HJOIUABAIUDI Helgi Björnsson, leikari og skemmtanastjóri: „...að ganga í það heilaga, en af einhverjum sökum hefur orðið gifting ávallt hrætt mig. Þá væri sá möguleiki út úr myndinni að ég gæti gengið út frá minni heittelskuðu þegar mér sýndist, og yrðum við að skilja eftir kúnstarinnar reglum." GLÆPAFÁRTO ER SVO FORVIT1UILEGT Steinn Ármann, leikari og húmo- risti: „...aðfara til Bandaríkjanna. Það er svo hryllilega mikið um glæpi í því landi að mig hefur alla tíð langað til að verða vitni að þeirri starfsemi. Og líkleg- ast af sömu sökum, hef ég aldrei lagt í að ferðast til Bandaríkjanna. Ég er svo hræddur við alla þessa glæpi." HESTBAK VTO HVERT TÆKIFÆRI Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona: „...að fá mér hest sem ég get haft svona út af fyrir mig og á aðgengilegum stað svo ég geti brugðið mér á bak þegar mér dettur í hug. Ég hef ekki komið þessu í verk ennþá og efast um að nokk- uðverði úrþví úrþessu." ■ iLI’Ji LAUGARDAGUR Galileó afturá Gauki á Stöng með nýju meðlim- unum sínum sem eru þeir Jón Elfar Hafsteinsson og Ólafur Þór Kristjánsson. Ríó-Saga síðasta sjóv Helga Pé, Ágústs og Ól- afs. Gylfi og Bubbi ertím sem leikur saman á Mím- isbar Hótel Sögu. Papar leika á Hótel Is- landi á meðan Bjöggi syngur Núna. Langbrók og HM á Tveimurvinum, risaskjár og karokie, ef einhver kærir sig um að æfa sig á HM-laginu. Hafrót leikur fyrir dansi á duggunni Kaffi Reykjavik. Jón Ingólfsson trúbadúr afturá Fógetanum. Hjörtur Howser og ef til vill fylgir Jens Hansson með í pakkanum á Sólon Islandus. SUIUNUDAGUR Paparnirenda helgina á Gauki á Stöng. Sigga Beinteins og hljómsveit á Kaffi Reykja- vík. Guðmundur Rúnar ferskur á Fógetanum. Simon Kuran tekur sveilfu á Sólon (slandus. SVEITABÖLL Hafurbjörninn, Grinda- vík Bubbi Morthens á ferð og flugi, heldur tón- leika á föstudagskvöld. Duggan, Þorlákshöfn Bubbi Morhens þeysist til Þorlákshafnar á laugar- dag. Sjallinn, Akureyri hljómsveitin Sixties er þegar komin í sveitaballa- bransann. Ball með þeim á laugardagskvöld.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.