Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 27
 27 Jim Smart/Portrett PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR LEIKKONA UM MYNDINA AF SJÁLFRI SÉRI „Þetta er prakkari, hamingjusamur prakk- ari, sem finnst gaman að láta taka af sér myndir. Hún er svolítið austræn til augnanna, en það er líka það eina sem er austrænt og kannski er þetta meira Ijósinu að kenna heldur en genunum. Hún samsvarar sér alveg ótrú- lega illa, notar skó númer 45, en virðist nokkuð nett þar fyrir utan — hún er líklega tröll í aðra ættina og álfkona í hina og getur þess vegna brugðið sér í allra kvikinda líki. Það er mikill leikur í henni, henni finnst ábyggilega gaman að leika sér — sérstaklega í hulduheimum, þar sem ævintýrin gerast og hið ómögulega verður mögulegt. Þar getur hún til dæmis orðið ósýnileg, og þar getur hún leyst sig upp í frumeindir sínar og safnast saman aftur þegar henni hentar. í hulduheimunum ríkir glaumur og gleði og hún skartar sínu fegursta skarti. Stundum bregð- ur hún sér líka í tröllabyggðir, er úfin og ófrýnileg ásýndum og fer þar hamförum hvað innra og ytra atgervi snertir. Hún gerist hamhleypa til allra verka — arkar stórstíg um fjöll og firnindi og elskast með náttúrunni svo jörðin nötrar. En þegar hún er í mannheimum er hún áreiðanlega lítillát og Ijúf og kát, en þó alltaf með þetta óræða blik í aug- um..." Nýjung í veitingastaðaflóru borgarinnar IHIOLLUR SKYNDIBITI „Við vissum að það væri stór kúnna- hópur til staðar en viðtökurnar hafa far- ið fram úr okkar björtustu vonum," segir Hjördís Gísladóttir sem á og rekur veitingastaðinn Grænan kost ásamt Sól- veigu Eiríksdóttur. En Grænn kostur er, eins og nafnið bendir til, veitinga- staður sem býður upp á grænmetis- og heilsurétti af ýmsu tagi. „Það má segja að þetta sé svona heilsuskyndibitastaður. Fólk getur borð- að hér eða tekið rétti með sér heim. Við notum ekki fisk eða kjöt í réttina, ekki ger, hvítt hveiti, sykur eða mjólk og bæt- um engum aukaefnum í matinn. Það er auðvitað ákveðinn vandi að búa til góð- an mat án þessa hráefnis en það hefur tekist mjög vel," segir Hjördís og bendir á að maturinn sem þær hafa á boðstól- um sé því tilvalinn fyrir þá sem þjást af geróþoli eða mjólkurofnæmi. Einnig gæta þær stöllur þess að hafa alltaf ein- hverja rétti fyrir fólk sem hefur glútenof- næmi. Þrátt fyrir að Grænn kostur sé góður kostur fyrir þá sem þurfa að forð- ast ýmsar fæðutegundir er staðurinn langt í frá eingöngu fyrir þá eða heilsu- fríkin. Réttirnir á matseðli staðarins eru hver öðrum gómsætari og ekki spillir fyr- ir að verðið er sérstaklega hagstætt, eða aðeins 350 krónur fyrir rétt dagsins. Grænn kostur er til húsa á horni Skóiavörðustígs og Bergstaðastrætis og er gengið inn á staðinn Berstaðastrætis- megin. Hjördís Gísladóttir og Sólveig Eiríksdóttir, vertar á Grænum kosti, aldeilis frábærum heilsuskyndibitastað á horni Berg- staðastrætis og Skólavörðustígs. Lóan hefur löngum verið kölluð „vorboðinn Ijúfi" og þegar krían byrjar að predika yfir hausamótunum á fólki er vorið endan- lega komið og stutt í sumarið. En það eru ekki bara fuglar og skjálfandi skátar í skrúðgöngu sem vitna um vorkomuna. Það eru alltaf einhverjir harðjaxlar sem halda það út að hjóla árið um kring þrátt fyrir klakabúnka, saltaustur og norðanbál, en þeir eru ekki ýkja margir. Nú dusta borgar- búar hins vegar rykið af hjólhestum sínum hver af öðrum og flengjast á þeim út um allar trissur, þar á meðal hann Steingrímur fréttamaður Ólafsson, sem hér sést á tali við gamla skólasystur sína úr Versló, hana Vaiborgu Sal- óme Ólafsdóttur. \kvf>i!iiiir. niýtliigiir ng mótorhjól m Rétt eins og krían, lóan, og kýrnar sem sleppt er úr fjós- inu, er skyndileg fjölgun þess- ara vina vors og blóma á göt- um bæjarins óbrigðul vísbend- ing um vor í lofti og betri tíð með blóm í haga á næsta leiti. Ivort þeir voru að gera grín að þess- um aumingjum sem eru enn húkandi inní bílum í blíðunni eða að gera út um stefnumót í Kapelluhrauninu er ekki vitað, en það virðist altént fara vel á með þessum riddurum götunnar þar sem þeir snigluðust niður Lauga- veginn. Páll Banine kominn með amrísku löggu- skyggnurnar á nefið í tilefni sumarsins og greinilegt að Pétur Sæmundsen öf- undar hann stórlega af þessum sérlega sumarlega aukabúnaði eðaltöffarans. ■ Nátthrafninn Þórir Viðar felur viðkvæm augu sín fyr- ir sólinni og gælir með löngutönginni við ósýnilega mýflugu, en mýflugurnar eru auðvitað enn ein sönn- un þess að sumarið er komið. Félagi hans, Stefán Már Magnússon, virðist samt sem áður síður en svo kátur yfir þeirri staðreynd. bíó BÍÓBORGIIU Strákar til vara Boys on the Side *★ Ó-óó stelpur. Pólitískt rétt útgáfa af Thelma & Louise. Rikki ríki Richie Rich * Culkin er kominn á aldur. Afhjúpun Disdosure ★★ Douglas finnst tölvur meira spennandi en Demi! BÍÓHÖLLIIU Algjör bömmer A Low Down Dirty Shame 0 Töffar- inn Shame leikur, skrifar handrit og leikstýrir - og skiptir hæfííeikaleysi sinu i þrennt. Slæmir félagar Bad Company ★ Flott er tryll- ingslega skakkt brosið á gelTunni Ellen Barkin. Banvænn leikur Just Ca- use ★★★ Óvæntur loka- kaflinn reddar þessu. Táldreginn The Last Seduction ★★★ Linda Fi- orentino er æðislegt kven- dýr. HÁSKÓLABÍÓ Orðlaus Speachless ★★★ Keaton og Geena eru snið- ug og sæt. Ein stór fjölskylda ★★ Reykjavíkurrealismi, oft fyndinn. Stökksvæðið Drop Zone ★ Hví fær Snipes ekki að kyssa hvítu skvisuna? Forrest Gump ★★★★★ Gump er vinalegur vitleys- ingur. Nell ★ Jodie Foster leikur fágaða villistelpu. LAUGARÁSBÍÓ Heimskur, heimskari Dumb, Durnber ★ Ef maður hlær, þá hefur maður bara þannig smekk. Inn um ógnardyr In the Mouth of Madness ★★ Rit- höfundur rænir lesendur vit- inu. Marx kunni þetta líka. REGI\IBOGII\IIU Leiöin til Wellville The Road to Wellville 0 Mikil læti, lítið vit. Parísartískan Prét-á-port- er ★★★★ Altman heillast af fallega fólkinu í París. Shawshank fangelsið The Shawshank Redempti- on ★★★★ Grátklökk mynd en líka fyndin. Himneskar verur Hea- venly Creatures ★★★★★ Glæsilegt verk um fagra og skelfilega vináttu. SAGABÍÓ í bráðri hættu Outbreak ★★★ Spennandi, en ekki fyrir sótthrædda. Konungur Ijónanna The Lion King ★★★★ Þeir fúska ekki hjá Disney. STJÖRIUUBÍÓ Ódauðleg ást Immortal Beloved ★★ Brokkgengur Beetnoven. Vindar fortíðar Legends of the Fall ★ Ofmetin kvik- myndataka en lítilfjörlegur Pitt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.