Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 2
2 RMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER1995 HP spyr Hvað á nýja sjónvarpsstöðin að heita? Drífa Heimisdóttir framreiðslustúlka: „Ég hef enga skoðun á því.“ Helena Björk Jónsdóttir jojónn: „Að minnsta kosti ekki Stöð 3.“ Snorri Sigurfinnsson, garðyrkjustjóri á Selfossi: „Nú rekur þú mig alveg á gat." Þrymur Sveinsson öryggisvörður: „Landsýn." Inga Hafsteinsdóttir, yfirþjónn á Kaffi Reykjavík: „Samstöðin." Alþýðuhöllin trekkir Áttatíu manns tíl Kína Fæstir eru þeirrar skoðunar að ís- lendingar eigi ekki að hafa nein sam- skipti við Kína, en bent hefur verið á í umræðum síðustu vikna að líklega megi á milli sjá, samskiptabanns og þjóðflutn- inganna sem íslendingar hafa staðið fyrir þangað austur eftir síðustu ár. Sam- kvæmt lauslegri könnun Helgarpóstsins hafa ekki færri en áttatíu íslendingar far- ið til Kína í opinberum og hálfopinberum erindagjörðum síðustu 3-4 ár. Fullyrða má að þetta sé heimsmet, miðað við fólksfjölda íslendinga, og hafa Kínverjar hvergi fengið önnur eins viðbrögð við til- raunum sínum til að vingast við Vestur- landabúa í kjölfar blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar og sífelldra frétta af , alvarlegum mann- réttindabrotum. íslensku hóp- arnir hafa verið af öllum stærðum og gerðum, frá for- jhl,- • • w v /M ■ÍllP Æ setanum og fylgd- mm WBt: * jW jpS arliði, Árna Johnsen Kul Í'Wi (sem fór til að | vera viðstaddur PJpjw i opnun lakkrft- | verksmiðju) niður vegum Kvenféiagasambandsins. Hér er gróft yfirlit yfir hópana: Forseti íslands og fylgdarlið; viðskipta- sendinefnd utanríkisráðherra; sendi- nefnd Alþingis; opinber sendi- nefnd íslands á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna; fulltrúar á óháðu kvennaráð- stefnunni; Böðvar Bragason lögreglu- stjóri og Bogi Nils- son rannsóknar- lögreglustjóri; sendinefnd for- sætisráðherra; sendinefnd utanríkisráð- herra; sendinefnd frá Háskóla íslands; sendinefnd frá Kvenfélagasambandi ís- lands; sendinefnd frá Hafnarfjarðarbæ; 20 manna hópferð lista- og stjórnmála- manna; sendinefnd samgönguráðherra; „menningarnefnd"; Árni Johnsen alþing- ismaður í (lakkrísverksmiðjunni); sendi- nefnd frá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga. Þá er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri rétt ófarin í opinbera heimsókn til Kína. Hópurinn er semsagt stór og hefur ef- laust haft góð áhrif á kínverska ráða- menn með nærveru sinni. Ekki hefur þó spurst af róttækum stefnubreytingum Kínverja í neinum markverðum mála- flokkum sem rekja mætti til þessarar sér- legu velvildar íslendinga. Listaverk í eigu borgarinnar glatað Leitað að vítissóta ogLuvil- þvottaefni Hafinn er á Kjarvalsstöð- um undirbúningur sýn- ingar á „uppstillingum" sem verður í mars á næsta ári. Um tuttugu núlifandi og eldri listamenn verða með verk á sýningunni en uppstillingin er aldagamalt tema í myndlist og væntan- lega þekktust af blóma- og ávaxtamál- verkunum. Ætlunin var að sýna verk frá árinu 1976 eftir Stein- grím Eyfjörð en hlutar verksins, sem er í eigu borgarinnar, virðast nú vera glataðir. Þar er um að ræða pakka utan af Luvil-þvottaefni, vítis- sótadós með gömlu hauskúpu-merkingunni og dós undan kakódufti með mynd af húsmóður framan á. Þeir sem kynnu að eiga samskon- ar hluti og hér hefur verið lýst eru beðnir að hafa samband við Kjar- valsstaði sem fyrst, enda hér um að ræða tímamótaverk eftir einn af fremstu myndlistar- mönnum þjóðarinnar. Steingrímur Eyfjörð myndlistarmað ur. Hann leitar nú eftir stuðningi þjóðarinnar til að geta endurgert verk sitt fyrir Reykjavíkurborg. Kvikmynd Jóns Tryggvasonar, Nei þýðir nei, frumsýnd í Bíóborginni Svarthvít hryllingssýn á sjúkt samfélag Nýjasta kvikmynd Jóns Tryggvasonar (Foxtrot og Laggð) ber nafnið Nei þýðir nei og verður frum- sýnd í Bíóborginni um mán- aðamótin. Töluvert er um hluti í myndinni sem framtil þessa hafa verið fáséðir hér á landi. Hún er þannig svart- hvít og hrá uppá stílinn að gera og hvert atriði er eitt skot — semsagt ekki mörg skot eða sjónarhorn klippt saman. Ennfremur þykir of- beldið og kynlífið á köflum keyra framúr því íslenska meðalhófi sem menn hafa hingaðtil haldið sig við og sá stíll einna líkastur efnistökum kappa á borð við Quentin Tar- antino. Fjöldi þekktra leikara prýð- ir Nei þýðir nei og fara þar fremstar í flokki aðalleikkon- urnar Heiðrún Anna Björnsdótt- ir og Ingibjörg Stefánsdóttir. Önnur aðalhlutverk eru í höndum Skúla Gautasonar, Ara Matthíassonar, Magnúsar Jóns- sonar, írans Michaels Liebman og Bandaríkjamannsins Roys Scott. Bandaríkjamaðurinn leikur um þessar mundir fyrir ekki minni mann en Barry Le- vinson (leikstýrði Rain Man með Dustin Hoffman) í sjón- varpsþáttaröðinni Homicide. Liebman er hinsvegar þekkt- asti leikarinn í myndinni og þegar þessi orð eru skrifuð stendur hann í samningavið- ræðum um að taka að sér að- alhlutverkið á móti sjálfum Marlon Brando í írskri mynd sem er í bígerð. Athygli hefur vakið að Glansmyndir (kvikmyndafyr- irtæki leikstjórans Jóns einn Umrœðuefni vikunnar Jón Ásgeirsson skrifaði harkalegt bréf í Morgunblaðið og sakaði Hjálmar H. Ragnars- son um þjófnað á „Vísum Vatnsenda-Rósu“. Tveimur dögum síðar sló Mogginn því upp að lausn væri fundin, sem sé sú að Jón ætti ekk- ert í vísunum, eða álíka mikið og Jón Árnason á í þjóðsögunum. Páll Pétursson keypti sér tæplega þriggja milljóna króna jeppa, svona rétt fyrir tveggja prósenta bensínhækkun, og Iét félagsmála- ráðuneytið borga. Jeppinn var keyptur hjá Al- freö Þorsteinssyni í Sölunefndinni. Haft er fyrir satt að Páll hafi lengi leitað að alíslenskum jeppa, en á endanum orðið að sætta sig við innfluttan. Alíslenskustu bílar vikunnar eru hins vegar þeir sem nokkrir tugir barna og unglinga eiga, sam- kvæmt opinberum skrám. Gjaldheimtan var kom- in á fremsta hlunn með að gera nokkur leikskóla- börn gjaldþrota vegna vangoldinna opinberra gjalda, en umboðsmanni barna fannst málið frá- leitt fyndið og greip í taumana. Ellert B. Schram tilkynnti öllum að óvörum að hann væri hættur sem ritstjóri DV, eftir nokkurra mánaða frí. Enginn hefur verið ráðinn í staðinn fyrir hann, svo ósvarað er spurningunni um hvað hann var að gera þarna öll þessi ár. Tryggvasonar og kvik- myndatökustjórans Úlfs Hróbjartssonar) framleiða Nei þýðir nei í samvinnu við Ríkisút- varpið og Petter Borgli, en Borgli þessi mun vera langstærsti kvik- myndaframleiðandi Noregs. Það er ekki oft sem Islendingar taka höndum saman við mann sem hversdags einbeitir sér að verk- efnum sem skarta stjórstjörnum einsog hinum franska Christ- opher Lambert og bandaríska eðaltöffar- anum Robert Mitchum. Fjármögnun Nei þýð- ir nei þótti heppnast lygilega vel og á Kod- ak-umboðið í Noregi — ásamt Borgli sem lagði með sér ýmis tól og tæki — þar mestan heiður skilinn. Málum mun þannig háttað, að filmukostnaður er stærsti hluti kvikmyndagerð- ar sem þessarar og leituðu Glansmyndir því til Kodak- umboðsins á Islandi um að- stoð við fjármögnun filmu- kaupa. Kodak á íslandi sá sér hinsvegar ekki fært að verða við þeim óskum. í stað þess að fara bónleiðir til búðaí sneru Glansmyndir sér þá umsvifalaust til Kodak-um- boðsins í Noregi og fengu goldið jáyrði. Með því að halda öllum kostnaði við myndina síðan í lágmarki: taka atriði eins fáum sinnum upp og framast var unnt og ganga í öll störf að íslenskum sjálfsbjargarhætti, er nú svo komið að myndin þarf ekki nema örfá þúsund áhorfenda tii að skila hagn- aði. Söguþráður Nei þýðir nei mun vera á þá leið að Heiðrún Anna er ung sveitastúlka sem kemur í heimsókn til höfuðborgar- innar að hitta systur sína, Ingibjörgu Stefánsdóttur. Sú reynist flækt í hin dular- fyllstu mál og innan skamms er sveitastúlkan komin á kaf með systur sinni í eiturlyfjaviðskipti. Inní þau blandast íslensku „dópmiðlararnir" Skúli Gautason og Ari Matthías- son sem þó komast ekki í hálfkvisti við útlenska koll- ega þeirra, Liebman og Scott. Magnús Jónsson lendir svo í þeim leiðind- Jón Tryggvason, leikstjóri Nei þýöir nei, svarthvítrar sýnar á íslenskt undir- heimalíf. um að vera sveitamaðurinn sem kemur í höfuðborgina í leit að unnustu sinni, Heið- rúnu Önnu, og er nauðgað af vinkonu Ingibjargar og barinn illa af bófum. 1 stikkorðum sagt: Glæpamenn og sveita- fólk berast á banaspjót í tvö- földu löggudrápi, margföld- um morðum og skotbardög- um, körlum nauðgað af kon- um, konum nauðgað af körl- um, bakarí gatað í kúlnahríð og brotist inní Ikea, brjáluð partí og bílaeltingaleikir. Hrósið fœr Sveinn Björnsson for- setaritari fyrir að gæta af trúmennsku hinna helgustu véa forsetans með því að banna myndatökur af vínkjall- aranum á Bessastöðum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.