Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 15
FIMIVTTUDAGUR 21. SEPTEMBER1995 15 Smölun fyrir formannskosningar í Alþýðubandalaginu: Fjórði hver félagsmaður nýr Félagsmenn Alþýðubanda- lagsins ganga eins og kunnugt er til formannskosninga 29. september næstkomandi. Tveir frambjóðendur standa félagsmönnum til boða, þau Margrét Frímannsdóttir og Stein- grímur J. Sigfússon. Mikil smölun atkvæða hefur átt sér stað að undanförnu og hafa 680 ný nöfn verið færð inn á kjörskrá að sögn Elsu Þorkels- dóttur, formanns yfirkjör- stjórnar. Það þarf þó ekki að hafa í för með sér samsvarandi fjölgun á kjörskránni, því á fimmta hundrað manns hafa fallið út af skrá af margvísleg- um ástæðum, til dæmis vegna vangoldinna félagsgjalda, bú- feriaflutninga eða vegna úr- göngu úr flokknum einfaldlega. Svartir sauðir fá séns Yfirkjörstjórnin hefur ákveð- ið að gefa þessu fólki lokatæki- færi til að vera með í slagnum og mun flokksskrifstofan senda hinum villuráfandi hópi bréf þar sem vakin er athygli á stöðu mála og viðkomandi Margrét Frímannsdóttir býðst til að verða formaður. boðið að gera hreint fyrir sín- um dyrum. í augnablikinu eru 2.700 manns, eða allir félagsmenn Alþýðubandalagsins, á kjör- skrá, en það þýðir að fjórði hver einstaklingur á skránni, eins og hún er í dag, er nýr. Steingrímur J. Sigfússon vill gjaman verða formaður. Elsa sagðist þó eiga von á að yfir þrjú þúsund manns yrðu á hinni endanlegu kjörskrá, því væntanlega myndu einhverjir af þeim 400 til 500 manns sem væru fallnir út af skrá í augna- blikinu haldast inni. Ganga í flokkinn til að kjósa formann Það er ljóst að margir þeirra sem nú ganga í flokkinn gera það í þeim tilgangi einum að styðja annan hvorn formanns- frambjóðandann. Þannig sagð- ist einn viðmælandi Póstsins hafa gengið í flokkinn fyrir orð vinar síns gagngert til að kjósa annan frambjóðandann, gegn því skilyrði að verða fjarlægð- ur af félagaskrá jafnskjótt og kosningum lyki. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á skrifstofu stuðn- ingsmanna Steingríms J. Sig- fússonar virðist í fljótu bragði sem mest fjölgun félagsmanna hafi átt sér stað í kjördæmum frambjóðendanna tveggja, það er að segja á Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Þar voru menn bjartsýnir og þykjast hafa forystu í kapphlaupinu um atkvæðin. Á stuðnings- mannaskrifstofu Margrétar Frí- mannsdóttur voru menn ekki eins sigurvissir en töldu að frambjóðendurnir tveir stæðu jafnfætis. Kjaradómur samþykkir fastar yfirvinnugreiðslur til hæstaréttardómara Kjaradómur hefur úr- skurðað að fastar greiðslur fyrir yfirvinnu hæstaréttar- dómara verði með sama hætti og var fyrir 9,5 pró- senta hækkun dómaralauna á dögunum. í febrúar síðast- liðnum kom fram í Póstinum að hæstaréttardómarar hefðu dæmt sér launaupp- bót með því að senda inn reikninga fyrir yfirvinnu, samtals 37 klukkustundir á mánuði fyrir venjulega hæstaréttardómara og 42 stundir fyrir forseta Hæsta- réttar. Föst iaun hæstarétt- ardómara fyrir hækkun kjaradóms voru kr. 252.786 á mánuði en hækkuðu í kr. 276.800 á mánuði. Með fastri yfirvinnugreiðslu verða laun þeirra því kr. 379.216 á mán- uði. Mánaðarlaun forseta Hæstaréttar hækkuðu úr kr. 278.064 í kr. 304.480 sam- kvæmt úrskurði kjaradóms, en föst yfirvinnuþóknun eft- ir hækkun nemur 127.848 krónum. Heildarlaun forseta Hæstaréttar verða því 432.328 krónur á mánuði. Hrafn Bragason, forseti Hæstaréttar, fær rúmlega 430 þúsund krónur á mán- uði eftir hækkun kjara- dóms. Ráðherrar versla við flokksbræður sína Ekki Jeitað útboða vegna bíla- kaupanna Endurnýjun á bílakosti ráð- herranna stendur nú yfir, eins og kunnugt er. Þeir Davíö Odds- son forsætisráðherra, Friðrik Sophusson fjármálaráherra og Björn Bjarnason menntamála- ráðherra fá allir Audi-bifreið og er kaupverð bíla Friðriks og Björns um 3,2 milljónir króna. Bíll Davíðs er hinsvegar mun veglegri og kostar 5,7 milljónir króna. Að auki keypti Halldór Blöndal samgönguráðherra jeppa af Mitsubishi Pajero- gerð og áður hefur verið sagt í Póstinum frá kaupum Alþingis á Audi-bifreið fyrir Ólaf G. Einars- son, forseta þingsins, en sá bíll kostaði 3.380.000 krónur. Þá keypti Alþingi Mitsubishi Space Wagon-sendibíl á 2.478.000 krónur. Athygli vekur að Hekla er umboðsaðili fyrir alla þessa bíla, en Ingimundur Sigfússon, sendiherra í Þýskalandi og fyrrverandi forstjóri Heklu, hefur verið einn af máttar- stólpum Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum. Samtals nema viðskiptin við Heklu um 17,9 milljónum króna. Ráðherr- arnir virðast hafa það sem reglu að beina bílaviðskiptum sínum til flokksbræðra sinna, því Páll Pétursson félagsmála- ráðherra keypti sinn bíl í Sölu- nefnd Varnarliðseigna þar sem Alfred Þorsteinsson framsóknar- maður ræður ríkjum. Sérstakar reglur gilda um kaup á ráð- herrabílum, en í bæklingi um útboðsstefnu ríkisins frá árinu 1993 segir Friðrik Sophusson í inngangi að krafa skattgreið- enda sé að vörur og þjónusta hjá ríkinu séu keypt með hag- kvæmum hætti og að jafnræðis Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra. „Krafa skattgreið- enda er að vörur og þjónusta til nota hjá ríkinu séu keypt með hagkvæmum hætti og að jafnræðis sé gætt á miili þeirra sem bjóða rikinu við- skipti. Útboð eru talin tryggja best að svo sé.“ sé gætt milli þeirra sem bjóða ríkinu viðskipti. Segir Friðrik þar að útboð séu talin tryggja best að svo sé. í reglum um innkaup ríkisins segir einnig að bjóða skuli út öll innkaup og aðkeypta þjónustu yfir tveimur milljónum króna nema augljóst sé að það þjóni ekki hagsmunum viðkomandi stofnunar. Pósturinn reyndi ít- rekað að ná tali af Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra vegna þessa máls og lagði fyrir hann skilaboð, en án árangurs. Afmælishátíð Vísis? Hin veglega afmælishátíð Dagblaðsins fór ekki framhjá mörgum, en samkvæmt af- mælisdagabók forsvarsmanna DV varð blaðið tuttugu ára á dögunum. Ef sama formúla er notuð til að aldursgreina Vísi verður þetta fyrsta dagblað landsins 85 ára í desember. Ekki verður dregið í efa að það eru mun merkari tímamót en afmæli Dagblaðsins, sem einungis kom út undir því nafni um sex ára skeið, á meðan Vísir var gefinn út í sjötíu ár. Leitað var til nokkurra gamalla Vísismanna og þeir spurðir um skoðun sína á afmælishátíð Dagblaðsins og hvernig þeim finnist að beri að fagna 85 ára afmæli Vísis. Hvað fannst þér um tuttugu ára afmælishátíð Dagblaðsins? Sæmundur Guðvinsson, fyrrverandi fréttastjóri Vísis og DV: „Ég segi nú eins og Jóhannes á Víkur- blaðinu að ég átta mig ekki alveg á þessu tuttugu ára afmæli Dagblaðsins, því það kom fyrst út í september árið 1975 en hætti að koma út þegar Dagblaðið og Vísir sameinuðust árið 1981. DB varð því bara sex ára, en núverandi forsvars- menn DV stofnuðu Dagblaðið á sínum tíma og kannski eðlilegt að þeir vilji halda stofnun þess á lofti." \ Óli Tynes, fyrrverandi blaðamaður á Vtsi: „Ég var erlendis, en mér sýnist hátíðin hafa farið vel og skemmtilega fram. Því sakna ég þess að hafa ekki verið við- staddur til að hitta gamla og góða félaga sem ég vann með.“ Edda Andrésdóttir, fyrrverandi blaða- maður á Vísi: „Það var mjög skemmtilegt, þótt ég hafi ekki farið í Perluna. Þetta rifjaði upp fyrir manni þennan skemmtilega hasar sem var þegar DB var að hefja göngu sína og við Vísismenn vorum hinum megin við vegginn." Þórarinn J. Magnússon, fyrrverandi blaðamaður á Vísi: „Ég fylgdist ekkert með afmælinu nema því sem var á síðum blaðsins. Það var skemmtiieg upprifjun." Hvernig finnst þér að eigi að halda upp á 85 ára afmæli Vísis? Sæmundur Guðvinsson: „Mig skortir hugmyndaflug til að geta gefið einhver ráð í því sambandi, en það hlýtur náttúrlega að verða mun veglegra afmæli, þar sem 85 ár eru mun merki- legri en tuttugu ár. Ég bíð því bara spenntur." Óli Tynes: „Það ætti að halda upp á það með geysilegum bravör og þá fengi ég tæki- færi til að hitta kollega mína í gegnum árin til að rifja upp góðar minningar sem ég á frá Vísi.“ Edda Andrésdóttir: „Mér finnst að eigi að halda upp á það með stæl, eins og því einu fólki er lagið sem starfaði á Vfsi.“ Þórarinn J. Magnússon: „Þetta eru náttúrulega merkileg tíma- mót og það verður að gera eitthvað. Ég mundi alveg þiggja að vera boðið í kokkteil." Óli Tynes Sæmundur Guðvinsson Þórarinn J. Magnússon Edda Andrésdóttir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.