Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 31
V. ii tlt\AMTS RMMTUDAGUR 2L SEPTEMBER1995 « Sverrir Stormsker hefur verið settur í bann á nokkrum útvarpsstöðvum „Hálfgerður sori“ I nóvember næstkomandi er von á nýjum diski frá tónlistar- manninum Sverri Stormskeri. Sverrir, sem kallar sig Serði Monster þessa dagana, hefur þegar sent nokkur laganna af diskinum til útvarpsstöðv- anna, en svo hefur brugðið við að hann hefur verið settur í bann vegna þess að textar hans þykja of dónalegir. „Þetta er náttúrulega hálf- gerður sori,“ segir Sverrir hóg- vær í viðtali við Póstinn. „Það er að segja bannið, ekki text- arnir,“ bætir hann við. . Saddam átti syni 7, 7 syni átti Saddam. Saddam eðlaði sig með þeim, þeir eðluðu sig með Saddam. Hann sœddi, hann sæddi, hann sœddi þá alla trekk í trekk, sem bakpokihann áþeim hékk. Stóðið fullnœgingu fékk hring eftir hring. Úr Saddam átti syni 7. í þætti Fjalars Sigurðarsonar, Til sjávar og sveita, á Rás 2 um þarsíðustu helgi, var Sverrir gestur og var lag hans Saddam Serðir Monster, sem áður hét Sverrir Stormsker, er of mikill dóni fyrir öldur ljós- vakans. átti syni 7 leikið þar. Lagið hlaut litlar undirtektir útvarps- manna og hefur nú verið bann- að á Rás 2. Lagið er einnig í banni á X-inu, en þar hafði það verið leikið alloft og var orðið mest umbeðna óskalagið þar á bæ að sögn. Hemmi Gunn vildi ekki Sverrí „Fyrir alþingiskosningarnar droppaði ég við hjá Hemma Gunn með lag um þingmenn- ina og þeirra heilastarfsemi. Mjög stutt lag eins og gefur að skilja," segir Sverrir. „En það hlaut ekki náð fyrir augum æðstupresta sjónvarpsins af einhverjum ástæðum. Á þeim bænum mega stjórnmálamenn ljúga að okkur, en við ekki syngja sannleikann um þá. Textinn var ekki hvassyrtari en margar greinar dagblað- anna, en það er nú svo að það má skrifa um hlutina, alls ekki syngja um þá,“ segir Sverrir, auðheyrilega langþreyttur á að vera bannfærður. Klepptækir geggjaðir aftur haldsseggir þeir leggja hér veggi um allt. fari þeir asskotar allir f rass gat sem vilja sig pass ’umfram allt. Þeir komast til valda en starf in ’ei valda en spjöllum þeir vald’útum allt. Úr Gefum þeim ævilangt frí. „Það er skiljanlegt að ríkis- battarí vilji banna alla skapaða og óskapaða hluti en mér finnst sárt að hinar svokölluðu „frjálsu útvarpsstöðvar“, sem voru bannaðar fyrir nokkrum árum, skuli nota nýfengið frelsi sitt til að banna meinleysisleg- ar afurðir manna," segir Sverr- ir. Lagið Kyn-óður er bannað á Aðalstöðinni: ÉgerStína stuð stinn og blaut og hott. Karlmenn abbast uppá mig, asskot’erða gott. Ég er Rassmus Fel, fer á bak við menn; í djúpum skít ég skemmti mér, ískaufanum ég brenn. Úr Kyn-óður. „Það getur vel verið að þetta djók særi velsæmiskennd heil- agra manna, en þó að væmnir, mærðarlegir hvolpástartextar ýmissa siðprúðra tónlistar- manna særi mína velsæmis- kennd og fegurðartilfinningu þá fer ég ekki að hringja í Þjóð- arsálina, kófsveittur, og fara fram á að þeir verði bannaðir. Frelsi til að banna er eina frelsið sem við íslendingar þekkjum, en það er mál sem snýr ekki endilega að mér heldur miklu frekar geðlæknis- fræðinni," segir Sverrir Storm- sker. Bubbi á skytteríi Með hveijum vildirðu helst fara á gæs? „Gæsin má fljúga fyrir mér ef hún vill,“ segir Bubbi Mort- hens rjúpna- s k y t t a . „Gæsaskytt- erí er slátrun í mínum huga. Rjúpnaveiðin er miklu erfiðari og maður þarf að hafa miklu meira fyrir því að ná í rjúpuna." Bubbi átti ekki í vandræðum með að finna fimm menn sem hann langar til að fara með á rjúpu, en rjúpnaveiðitímabilið hefst 15. október. 1. Þorleifi Guðjónssyni, æsku- vini mínum og vinnufélaga til margra ára. 2. Bróður mínum Þorláki Kristinssyni. Mig langar að koma honum á fjöll og það er ágætt ef einhver í familíunni slæst í hópinn til að sjá um jólamatinn fyrir fjölskylduna. 3. Ég hefði áhuga á að taka góðvin minn, Þorstein Kragh, með mér. Ég hef grun um að hann sé góður skotmaður. 4. Síðan hef ég mikinn áhuga á að fara að skjóta með Eiríki Beck lögreglumanni. Hann er mikil skytta, veiði- maður og kafari. 5. Síðast en ekki síst langar mig að skjóta með Ásgeiri Heiðari, en hann er landsfræg atvinnuskytta. Það væri gam- an að fá að fylgjast með og læra af honum. Sossi sexý, e'g sakna þín! Á Stöð 2 um daginn var um- fjöllun um „skallavandamál" karlmanna. Fréttamaðurinn sem sá um umfjöllunina var sjálfur sköllóttur og hafði feng- ið til sín í beina útsendingu sköllóttan gest og svo vel hærðan „skallabana“ sem ætl- aði að redda lífi gestaskallans á örfáum mínútum með því að hæra hann upp á nýtt með svo- kölluðu „viðbótarhári" eða Satt að segja... Huldar Breiðgörð „ektahári". „Skallabaninn" gluðaði nokkrum límklessum á gestaskallann, setti einskonar £ 1 franskan rennilás ofan á og svo heilt höfuðleður af öðrum manni ofan á franska rennilás- 9 inn, klippti það til og gerði »» hann þannig að instant stór töffara á nokkrum mínútum. Þegar fréttamaðurinn lagði sig fram við að ná upp spennu í þessa stórmerkilegu athöfn í 9 beinni og talaði um að „kollan vææææri alveg að verða tilbú- in“ varð „skallabaninn“ alltaf hálffúll og margítrekaði með stolti í röddinni að hann væri ekki að setja „hárkollu" á gestaskallann heldur „EKTA VIÐBÓTARHÁR!" Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst ekkert viðbjóðs- legra en að hafa hár af ein- hverjum öðrum á hausnum. Hvaðan kemur það hár? Af rokkurum sem voru síðhærðir áður en þeir seldu makkann 0 fyrir næstu sprautu? Af dauðu fólki sem hafði ánafnað líkama sinn með öllu tilheyrandi ein- # hverjum spítalanum? Eða er þetta hár sem sérstakir hár- safnarar tína í poka upp úr sturtuniðurföllum í sundlaug- um? Það hlýtur þá að vera mjög freistandi sparnaðar- 0 möguleiki fyrir þannig gaura að lauma með einni og einni hundshárflygsu til að ná sér í smáaukapening. ■ Skallabaninn talaði um að það ætti ekki að vera neitt feimnismál að fá sér „ektahár" til að breiða yfir skallann. Ókei. En svo hélt hann áfram og sagði að þetta væri svona svipað og þegar fólk fengi sér nýjar tennur. Ef þú þyrftir að fá þér nýjar tennur, hvort mynd- irðu fá þér falskar tennur eða „ektatennur'1 út úr einhverjum öðrum? Og þar sem allt feik og gervi er búið að vera myndi lík- lega fylgja nýja ektatannsett- inu sérstakur tannbursti með „ektaskegghárum", svona til að hafa þetta sem mest „natur- el“ allt saman. Já, heimur hársins er loðinn. Það er til dæmis alls ekki sama hvar það er staðsett. Um leið og hár í fallegri greiðslu fellur ofan á matardisk verður það ógeðslegt, hár á tám þykir við- bjóðslegt, hár út úr nefi er skelfherfilegt, hár út úr eyra herfbjóðslegt, hár á baki skelf- bjóðslegt og hár undir hönd- um kvenna þykir hreinn skelf- herfbjóður. Og það er heldur ekki sama hvenær og hvar hár- ið er ekki til staðar. Ungbarn þykir krúttlegt sköllótt en það þykir lítið varið í ungan sköll- óttan mann. Nema þegar hann nær að klæða sig í stíl við skall- ann og verða „svakaleg týpa“. Þá nær ungi maðurinn, í hug- um kvenna, að tengja sköllótt höfuðið við kónginn á neðri hæðinni og minna á risastóra standpínu. Eftir að hafa horft á skalla- banann í sjónvarpinu fór ég að velta því fyrir mér hvort hár- greiðslufólk væri kannski pínu- lítið öðruvísi en flestir aðrir. Fyrir utan að líta út eins og það sé alltaf nýkomið frá London, Ibiza eða bara úr ljósum er það einhvern veginn snyrtilegra en annað fólk. Ekki bara með snyrtilegra hár, heldur hreint og beint hárgreiðslu, líka þótt það sé statt á Torginu klukkan hálffjögur að nóttu í geðbilaðri snjókomu. Svo heitir hár- greiðslufólk líka nöfnum eins og: Krulli, Dúddý, Krúsi, Gidda, Bibbi, Dalli, Madda, Snúlli, Úlla, Malli, Babbý, Dussi, Hab- bi, Dúlley, Bimbó, Addý, Bússa eða Ommi. Alveg svakalega hljómfögur og lifandi nöfn, sér- staklega ef þau eru borin fram með ítölskum hreim. Þetta eru auðvitað bara listamannsnöfn, en hárgreiðslukennurunum í Iðnskólanum hlýtur að líða dá- lítið furðulega þegar þeir lesa upp í tímum. Én það virðist vera þannig að fólk í hárgreiðslubransan- um hafi einhvernveginn „smartara" tak á tungumálinu en við hin. Fyrir utan það að bera svona skemmtileg nöfn, þá heita vinnustaðirnir líka al- gjörum heimsborgarnöfnum: Bardó, Cortex, Hár Tískan, Lót- us, Primadonna, Art, Bistý, Hár Class, Papilla, Venus, Hár- hönnun, Salon VEH, Möggurn- ar og Carter. Ég veit ekki hvort það að hafa hendur í hári annarra alla daga mýkir fólk. Að minnsta kosti hef ég aldrei séð reiðan hárgreiðslumann og hef ein- hvern veginn á tilfinningunni að þegar hárgreiðslumaður verður alveg brjálæðislega reiður þá öskri hann ekki, heldur gráti. Ég efast meira að segja um að hárgreiðslumaður verði nokkurn tíma beinlínis reiður, heldur frekar „sár“ eða í mesta lagi „gasalega skúffað- ur“. Hjá hárgreiðslufólkinu er einmitt allt svo „gasalegt“. Þeg- ar maður labbar inn á stofuna hjá því lítur maður svo „gasa- lega vel út“. Maður er í svo „gasalega lekkerum" fötum, með svo „gasalega smart" úr og það er alltaf svo „æææðis- Iegt“ að sjá mann. Svo biður maður um klippingu og fær gæsahúð og unaðshroll við að heyra syngjandi svarið: „Je- dúddamía elskan mín, klippa þig!! Nú gerum við sko eitthvað gasalega dúlló, kannski perma aðeins, krulla nett, bylgja toppinn, ná smályftingu, strípa doldið og setja skol. Það er lín- an núna. Svona elegant lúkk!!!“ Hugsanlega ólst hárgreiðslu- fólkið bara upp við að tala við ömmu sína allan daginn, alla daga, og varð svona mjúkt á endanum. Það er einmitt ann- að ömmuelement í hár- greiðslufólkinu; þegar maður er á stofunni hjá því fær maður á tilfinninguna að líf þess snú- ist um mann sjálfan. Maður er svo „spes“. Það er kannski eðlilegt að fólk verði dálítið öðruvísi með tímanum á því að eiga sam- skipti við sérríkerlingar með fjólublátt hár sem koma í lagn- ingu fyrir og eftir hádegi. Eða þá þessar týpur sem koma með útklippta mynd af kyn- táknum og biðja taugaveiklað- ar um „alveg eins“. Já, heimur hársins er loðinn. Og það virð- ist sérstaklega auðvelt að flækjast í honum, festast, verða eins og allir kollegarnir. Hvar eru gömlu bartskerarn- ir í hvítu sloppunum sem greiddu sér með þvottapoka bleyttum í hárvatni og blístr- uðu heilu hljómplöturnar með- an þeir klipptu kúnnana, á milli þess að sjússa sig á rakspíran- um? Eða Burt Reynoldsarnir með hnausþykka yfirvara- skeggið og elegant bylgjuper- manent-greiðslurnar sem hægt var að fela páskaegg í. Klæddir silkiskyrtum með gullkeðjur flæktar í brjálæðislegum bringuhárunum. Útlitið virkaði á mann eins og kröftug yfirlýs- ing: „Ég er trendí, lifi til að dansa.“ Þannig töffari var Sossi, kall- aður „Sossi sexý“ eða „Sossi á Smart". Algjört megahönk sem endaði allar setningar á „elsk- an“, alltaf með gulan Sorbits, og tónlistina úr „Shaft" í græj- unum á stofunni. En svo þegar tímarnir breyttust flutti hann til „Friskó" og gerðist fyrst dansari, síðan melludólgur. Gömlu þvottapokameistar- arnir þurftu að víkja fyrir tísk- unni, svo og permanent-týp- urnar eins og Sossi. Fyrr eða síðar mun „gasalega" fólkið líka drukkna í straumum tísk- unnar. Hvað kemur þá? Kannski rokkaðar hárgreiðslu- stofur sem heita nöfnum eins og „Eldingin" eða „Hártöff". Þá verður loksins hægt að láta klippa sig sítt og bera sig eins og sannur karlmaður á stof- unni. Þar biður maður ekki um „greitt í píku“-klippingu heldur „wildcut með grimmu pussu- töddsi". Þetta er kannski eitt- hvað fyrir Bubba. Hann hefur að minnsta kosti nafnið. Bubbi á Hártöff. Hmm. Lucky People Center er nýjasta útflutningsvaran frá Svíþjóð. Þessi margverðlaun- aða heimsósómasveit leikur fyrir tvítuga og eldri í Tungl- inu. Gleðigjafarnir André Bachmann og co. sjá um að ná upp stemmningunni í Súlnasal Hótels Sögu. Ragnar Bjarnason og Stefán Jökulsson eru með því besta sem gerist í dúettbransanum. Þeir verða á Mímisbar Hótels Sögu. Karma, Magnús og Jóhann, Pétur Hjaltested og stórsýning Björgvins Halldórssonar allt sama kvöldið á Hótel ís- landi, allur pakkinn = enginn aðgangseyrir. Jón Ingólfsson er að segja má langlegusjúk- lingur á Fógetanum. Langbrók aftur á Gauki á Stöng. Hafrót heldur uppi reglulega skemmtilegu laugardagsstuði á Kaffi Reykjavík. Karaoke er klassískt á Tveimur vinum. Það stendur öllum opið eftir miðnætti. SUNNUDAGUR Dúett Eddu Borg sem hún og einhver minni spá- maður í bransanum skipa. Þau loka helginni á Jazzbarnum. Bjarni Tryggva tekur alla hina trúbadorana í nefið á Fógetanum. Sprakk endar helgina með látum á Gauki á Stöng. SVEITABÖLL Gjáin, Selfossi Mikið fjör verður alla helgina á Selfossi því á fimmtudags- og föstudagskvöld spilar eðal- bandið Jet Black Joe en á laug- ardag Núnó og Milljónamær- ingarnir. Hinir í milljónaband- inu eru Ástvaldur Traustason, Birgir Bragason, Jóel Pálsson og Steingrímur höfuðpaur Guðmundsson. Hótel Stykkishólmur Sixties bregða undir sig betri fætinum og skemmta við ræt- ur Snæfellsjökuls um helgina. Ásakaffi, Grundarfirði Árlegt réttarball Grundfirðinga verður nú með rokksveitinni KOL sem þar breiðir út djúp- hugsaða texta sína. Sjallinn, Akureyri Hljómsveitin Bylting spilar fyr- ir dansi á föstudagskvöld að undangengnum skemmtiatrið- um í þágu kvenna, enda sér- stakt kvennakvöld á Akureyri þar sem Heiðar Jónsson snyrt- ir kemur fram, Alex strippari dansar erótískan dans og glæsipíur sýna föt. Á laugar- dagskvöldið leikur svo í Sjall- anum Stjórnin ásamt Siggu Beinteins. Góði dátinn, Akureyri Á fimmtudags- og föstudags- kvöld leikur hljómsveitin 66 en Karakter á laugardagskvöld.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.