Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 24
24 FIMIVmiDAGUR 23. SEPTEMBER1995 Bristol Cream breytir um búning Á góðri leið með að verða alþýðu- drykkur á íslandi Sérrí er það sem kallað er fjölnota drykkur. Sérríið hefur ekki bara við stofuhita yljað heilu sauma- klúbbunum heldur er það gjarnan notað til matargerðar og ekki síst sem kökudropar, en mörgum sögum fer af því þegar glaðnar skyndilega yfir hús- móðurinni í eldhús- inu. Þá er sérrí þekkt- ur sjúkrahúsdrykkur og oftsinnis gefinn á síðkvöldum við svefnleysi. Það er að auki sagt blóðauk- andi og stemmandi fyrir magann. Erlendis, einkum og sér í lagi í Bretlandi og á Spáni, er drykkja á stofuheitu sérr- íi hluti af menningu sem á sér afar djúpar rætur. Þrátt fyrir það víla menn ekki fyrir sér að kynna til sögunnar nýja útfærslu sérrídrykkju, sem bygg- ist á því að drekka Brist- ol Cream, vinsælasta sérrí heims, á klaka með appelsínusneið. Sá siður þykir við hæfi á þotuöld þegar allir vilja eitt- hvað svalt og ferskt! En það sem meira er og síst ómerki- legra: umbúðir þessa rúmlega aldar gamla drykks hafa tek- ið stökkbreytingum. í stað brúnu ávölu flöskunnar er Bristol Cream komið á stíl- hreina Bristol-bláa flösku, en hið vandmeðfarna Bristol-blá- gler er eitt af sérkennum borg- arinnar. Hið nýja andlit Bristol Cre- am hefur smátt og smátt verið að síast inn i landsmenn og er nú svo komið að allt helsta þotulið landsins, einkum þotu- konurnar, er farið að leggja sér sérrí á klaka til munns. Þá má leiða að því líkur að brátt verði sérrí alþýðudrykkur á börum bæjarins, því sjússinn kostar innan við 200 krónur á meðan kókglasið situr sem fastast í 150 krónum. Söguleg mistök David Pitt framkvæmdastjóri er mikill áhugamaður um sérrí. Ekki einasta er hann breskur í aðra röndina (en íslenskur í hina) heldur ættaður frá höf- uðborg sérrisins, Bristol. Hvaða skoðun hefur hann á nýrri markaðssetningu á Brist- ol Cream? „Þó að mér finnist sérrí á ís afar góður drykkur fær maður ekki sömu tilfinninguna fyrir honum og þegar maður dreyp- ir á stofuheitu sérríi. Sérrí á klaka minnir mig frekar á Pimms, afar svalandi breskan drykk, en hefðbundið sérrí,“ segir David Pitt, sem segist gjarnan fá sér sérríglas, enda sannfærður um hollustu drykkjarins. David er ekki bara venjuleg- ur sérrídrekkandi Breti, því fyrir 33 árum komst hann í innsta hring er hann starfaði hjá Harveys í Bristol, framleið- anda Bristol Cream, en faðir hans var lögfræðingur hjá Har- veys. „Ég var sautján ára þegar forstjóri Harveys bauð mér vinnu eitt sumar. Ég ákvað að slá til, svona til að sjá hvernig mér líkaði í áfengisviðskipt- um.“ David segir það stórkostlega reynslu, enda hafi margt drifið á daga hans það sumar. Auk þess að smakka og skrifa um vín vann hann sem þjónn á kvöldin hjá veitingahúsi Har- veys, sem rekið var í einum af hinum mörgu hellum sem eru undir borginni. Veitingahús Harveys var þekkt fyrir að hafa á lista sínum einar 2.300 mis- munandi vín- og sérrítegundir. „Kvöld eitt, þegar ég var að þjóna manni nokkrum til borðs, urðu mér á mistök sem ég gat þó klórað mig út úr. Maður þessi bað um „iced dry sherry", en í stað þess færði ég honum sérrí á klaka. Viðskipta- vinur minn varð vægast sagt hissa, enda hafði hann aldrei séð annað eins og spurði hneykslaður hverju þetta sætti. Ég náði að snúa mig út úr mistökunum með því að segja að Harveys væri um þessar mundir að gera tilraun með sérrí á klaka. Mér til mik- illar furðu varð maðurinn mjög ánægður með drykkinn. Síðan frétti ég ekkert af honum fyrr en það birtist eftir hann grein í vínblaði þar sem hann hældi sérríi á klaka á hvert reipi. Hann var vínsérfræðingur eftir allt saman.“ Þegar öllu er á botninn hvolft er sérrí á klaka því ekki glæný hugmynd heldur að minnsta kosti 33 ára gömul. David Pitt er ættaður frá Bristol og vann hjá Harveys eitt sumar. Fyrir 33 árum urðu honum á söguleg mis- tök. Aðstandendur Nautnar eru eins og sjá má af öllum stærðum og gerðum og misdökkir á hörund. Það eru þeir Stefán og Sigurð- ur í Kjól og Anderson (þeir stærstu og hvítustu) sem bera hit- ann og þungann af stuttmyndinni. Daníel Agúst og T-world suðu saman merkilega danstónlist. T-world, Daníel Ágúst og hin séníin Halda um taumana á ótemjunni Nautn (nr. 1) heitir ný stutt- mynd sem frumsýnd verður í Sambíóunum í byrjun nóv- ember, en tónlist úr myndinni kemur einnig út á geisladiski. Diskurinn, sem kemur út um miðjan október, hefur að geyma fjórtán lög, þar af tvö sem eru í stuttmyndinni. Um tónlistina sjá þeir T-World-gæj- ar Maggi legó og Biggi ásamt Daníel Agústi Haraldssyni: „Þetta byrjaði þannig að snemmsum- ars ætlaði hópur fólks að fara að gera stuttmynd. Þegar við sáum fram á að tökum yrði frestað fram í ágúst ákváðum við að gera eitthvað skemmti- legt — gera plötu,“ segir Daní- el Ágúst, en auk hans koma þau Emilíana Torrini, Heiðrún Anna Björnsdóttir, Hafdís Huld og Magnús Jónsson fram í myndinni og á diskinum. Daníel segir þá félaga vera að gera grunn að fjórtán smell- um sem leikarar myndarinnar (og söngvarar) ætla að syngja. „Heiðrún Anna verður með co- ver-lag,“ segir Daníel, „en svo skiptast lögin á milli leikar- anna. Samsuðan er teknó, fönk, jungle og T-world, en ég og strákarnir í T-world höldum í taumana á þessari ótemju.“ Þessi tónlist ku vera um margt öðruvísi en það sem Daníel hefur gert með Nýdanskri. „Nú er ég að fremja rafvædda tón- list, fönkaða og samplaða, en ekki endilega danstónlist. Þetta er alls konar tónlist,“ út- skýrir Daníel, ef til vill mest fyrir sjálfum sér, því við hin finnum bara taktinn og döns- um. „Ég hef aðeins veriðég" Örn Svavarsson, eigandi Heilsuhússins, er þjóðþekkt- ur sælkeri og gleðimaður. Hvaða orð og setningar not- arðu i óhófi? „Mér leiðist þegar ég stend sjálfan mig að því að nota leiðinleg slanguryrði eða erlendar slettur ómeð- vitað, sem því miður er alltof algengt." Hver er bestur núlifandi rit- höfunda? „Hvaða fjall er faliegast, hvaða foss er tignarlegastur, hvaða kona er giæsilegust? Má ekki finna hjá einum það sem skortir hjá öðrum? Þurf- um við sífellt að skilgreina hvað er best, gefa öllu ein- kunnir og stig?“ Hvað óttastu mest? „Ég er enginn- sérstakur djarfhugi, hins vegar er ekk- ert sem ég get bent á í fljótu bragði sem ég óttast öðru fremur, nema að standa mig að aulamistökum." Hvert er mesta illmenni mannkynssögunnar? „lllmenni hafa verið mörg og víða og eru enn. Mér detta helst í hug Adam og Eva, sem klúðruðu fyrir mér Paradís. Værum við ekki annars hvert undir eigin vín- tré eða fíkjutré; ekkert bif- reiðaeftirlit, enginn virðis- aukaskattur og alltaf gott veður?“ Hvað er það í eigin fari sem þú vildir breyta? „Sérgæskan, og þó.“ Hvað þolirðu ekki hjá öðr- um? „Það sem ég þoli enn verr hjá sjálfum mér; aulaskap." Hvar og hvenær varstu ham- ingjusamastur? „Mér líður alltaf vel með börnunum mínum; það var einstök upplifun þegar þau fæddust." Hvað kanntu best að meta í fari karlmanna? „Allar spurningar í efsta stigi, ha? Kostur hjá öllu fólki eru heiiindi.“ Hvað kanntu best að meta i fari kvenmanna? „Því er þegar svarað.“ Hvað eða hver er fyrsta ástin í lífi þinu? „Margt af því sem gerðist fyrir tíu ára aldur er farið að fyrnast." Hvað telurðu þig hafa verið í síðasta lífi? „Ég hef aðeins verið ég og það í þessu lífi.“ Hver er uppáhaldsvísinda- greinin þín? „Ég hef alltaf svolítinn áhuga á grafólógíu.“ í hvaða íþrótt hefurðu kom- ist næst metorðum? „Það er með íþróttir eins og sönginn; þeim mun minna sem ég iðka þessar dáðir í fé- lagsskap þeirra sem eru um- hverfis mig þeim mun fegn- ari verða þeir.“ Hvernig viltu deyja? „Saddur lífdaga.“ Hver eru einkunnarorð þín? „Meira umburðarlyndi."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.