Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 9
RMIVrnjDAGUR 21- SEPTEMBER1995 9 BHP’ Ifotí Björn Bjarnason er stjórnmálamaður sem líklega mun seint njóta beinnar lýðhylli. Andstæðingar hans sjá í honum eftirlegukind úr kaldastríð- inu, en samherjarnir telja hann mikil- hæfan leiðtoga. Enginn frýr honum vits en honum er brugðið um of- stæki. Þeir Egill Helgason og Stefán Hrafn Hagalín fara í saumana á stjórnmálaferli Björns. Björn Bjarnason hefur lengi haft áhrif í stjórnmálum en alþingismaður varð hann þó ekki fyrr en hann var 47 ára og svo ráðherra 51 árs. Til samanburðar má geta þess að faðir hans, Bjarni Bene- diktsson, varð þingmaður 34 ára og ráðherra 39 ára. Það getur varla talist ýkja bráðger pólitíkus sem svo seint nær háum metorðum, og raunar má fullyrða að stjórnmálaframi Björns hafi verið miklu hægari en flestir hefðu spáð á árunum eft- ir að faðir hans lést í brunanum hörmulega á Þingvöllum 1970. Margt hefði sjálfsagt farið öðruvísi ef þing Sambands ungra sjálfstæðismanna á Egilsstöð- um 1973 hefði ekki orðið jafn sögulegt og raun ber vitni. Þar bauð Björn sig fram til formanns SUS en á móti honum var í framboði Friðrik Soph- usson. Fyrirfram var Björn álitinn mun líklegri til að hljóta kosningu, hann var úr innsta kjarna flokksins og líkt og að þiggja starfið frá leiðtog- anum föður sínum en Friðrik var vita ættlaus. Leikar fóru svo að Björn tapaði kosningunni naumlega; lengi á eftir gengu ásakanir um að stuðningsmenn Friðriks hefðu ekki verið mjög vandir að meðulum í kosningabaráttunni. Birni féll það mjög miður að tapa með þessum hætti; sagt er að hann hafi verið svo sár að hann dró sig út úr eiginlegri pólitík í hátt á annan áratug. Var ekki von á Bimi? Ekki þar fyrir að Björn hafi ekki alla tíð verið á innsta bekk í Sjálfstæðisflokknum og horft beint inn í hugarfylgsni hans. Stuttu eftir SUS-þingið settist hann inn í Stjórnarráð og varð þar skrif- stofustjóri og nánasti samverkamaður Geirs Hallgrímssonar, arftaka Bjarna Benediktssonar. Um það leyti að Gunnar Thoroddsen, höfuðand- stæðingur Bjarna og Geirs í Sjálfstæðisflokkn- um, varð forsætisráðherra fór Björn yfir á Morg- unblaðið og varð þar áhrifamikill og athafna- samur aðstoðarritstjóri. Allt þetta tímabil var hann einn af helstu hugmyndafræðingum flokks- ins, formaður utanríkismálanefndar hans frá 1971 til 1986, en að auki er ljóst að hann hefur notað tímann vel til að þroska ýmsa eiginleika sem gera hann að stjórnmálamanni í fremstu röð: ekki einu sinni hörðustu andstæðingar Björns treysta sér til að neita því að hann hafi afburða þekkingu, óvenjulega starfsorku, mikla skipulagshæfileika, verksvit og stálminni. Að auki er víst að hann þekkir stjórnmálakerfið vel og er ekki alveg fákunnandi um þau kænsku- brögð sem þar duga til árangurs. „Björn er var- færinn stjórnmálamaður og hann er miklu kænni og meiri pólitíkus en margur maðurinn heldur," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Löngu áður en Björn bauð sig fram til þings 1991 var hann búinn að búa svo um hnútana að ekki var gott að ganga framhjá honum; spurn- ingin sem sjálfstæðismenn spurðu sig gjarnan var fremur hvenær væri von á Birni en hvort væri von á honum? Baráttan víð kommúnismann Vegna faðernis síns og langra tengsla við valdastofnanir virðist Björn að vissu leyti vera sögulega samhengið í Sjálfstæðisflokknum. í raun er hann líka sá eini af núverandi leiðtogum hans sem eitthvað hefur beitt sér að ráði í því máli sem batt Sjálfstæðisflokkinn saman frá stofnun og í marga áratugi á eftir: baráttunni við kommúnismann. Meira að segja þeir andstæð- ingar Björns sem ekki eru hallir undir kommún- isma bera honum á brýn að hann hafi hálfpart- inn týnt sálinni í stríðinu við komma og lifi enn í einhverjum kaldastríðsfasa. „Það er alltaf eins og lokist einhverjar gáttir hjá Birni þegar kemur að utanríkispólitík og þá kólni í kringum hann og bresti á með kaldastríðinu," segir Atli Rúnar Halldórsson, fyrrverandi þingfréttaritari útvarps. -e

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.