Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 13
.íVIR FIMMTUDAGUR 2L SEPTEMBER1995 13 Sameiningarþráin á vinstri vœngnum Með reglulegu millibili berast af því fréttir, að viðræður séu hafnar í ein- hverjum hópum um möguleika á sameiningu vinstri flokkanna hér á landi. Þessar viðræður fá að jafnaði mikla athygli í fjölmiðlum; efnt er til umræðuþátta í útvarpinu, kunnir sér- Stjórnmál Birgir Ánnannsson fræðingar í sameiningarmálum eru kallaðir til álitsgjafar og lærðar grein- ar skrifaðar í blöð um nauðsyn ein- ingar félagshyggju-aflanna og stofn- unar stórs vinstri flokks, sem verið geti mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Lítið hefur þó þokast í áttina í þess- um efnum og sameiningartilraunirn- ar virðast fremur hafa fjölgað flokk- unum á vinstri vængnum en fækkað. Að undanförnu hefur sameiningar- umræðan komið ,upp á yfirborðið einu sinni enn. Ég er ekki félags- hyggjumaður og því væri freistandi fyrir mig að afgreiða málið með því að vísa til sögunnar og fullyrða, að engar líkur væru á því að umræðurn- ar nú bæru meiri ávöxt en á undan- förnum árum og áratugum. Ég held hins vegar að málið sé ekki svo ein- falt og það sé a.m.k. þess virði að staldra við og hugleiða hvort for- sendur hafi breyst svo mjög, að ein- hverjar líkur séu á sameiningu. Ég er þeirrar skoðunar, og er vissu- lega ekki einn um það, að aðstæður séu nú að ýmsu leyti aðrar en áður. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að líta til þess að vinstri mönnum í Reykjavík tókst að leggja til hliðar innbyrðis ágreiningsmál fyrir borgarstjórnar- kosningarnar á síðasta ári og bjóða fram sameiginlega gegn Sjálfstæðis- flokknum. Lengi vel höfðu fáir trú á að svo færi. í öðru lagi er til þess að líta, að afstaðan til varnarliðsins og aðildar íslands að NATO virðist ekki lengur skipta miklu máli þegar fólk skipar sér í flokka. Að minnsta kosti má fullyrða að það mál mundi ekki duga eitt sér til að koma í veg fyrir sameiningu vinstri flokkanna. í þriðja lagi má nefna, að hinir miklu fólks- flutningar, sem átt hafa sér stað milli félagshyggjuflokkanna á undanförn- um árum, leiða líklega til þess að flokkshollusta á þeim bæjum er ekki jafn mikil og stundum áður. Þannig á t.d. stór hluti forystusveitar Alþýðu- flokks sér pólitíska fortíð í Alþýðu- bandalaginu. Að lokum má svo halda því fram, að það geti haft áhrif í sam- einingarátt, að félagshyggjumenn í Háskólanum hafa starfað saman í Röskvu í sjö ár og þannig hafa ein- staklingar úr Alþýðuflokki, Alþýðu- bandalagi, Kvennalista og jafnvel Framsóknarflokki vanist því að líta á fólk úr hinum flokkunum sem sam- herja frekar en andstæðinga. Allir þessir þættir hljóta að skipta máli. Hins vegar er ekki þar með sagt að þeir ráði úrslitum. Varnarmálin voru auðvitað ekki það eina sem olli deilum milli krata og komma. Að- stæður í landsmálum eru líka auðvit- að allt aðrar en í borgarmálum, svo ekki sé talað um stúdentapólitíkina. Og flokkaflakk einstaklinga á vinstri vængnum kann jafnvel að gera sam- einingu erfiðari en ella, því að margir þeirra eru illa brenndir eftir langvinn og hatrömm átök við fyrri flokksfé- laga. Mörður, Össur og Þröstur gátu ekki lengur verið í Alþýðubandalag- inu með Svavari og Steingrími, Jóhanna og Ágúst gátu ekki lengur verið í Al- þýðuflokknum með Jóni Baldvini og svo má lengi telja. Spyrja má, hvers vegna þetta fólk ætti frekar að eiga samleið í framtíðinni en á undanförn- um árum. „Flokkaflakk einstaklinga á uinstri vœngnum kann að gera sameiningu erfiðari en ella, því að margirþeirra eru illa brenndir eftir langvinn og hat- römm átök við fyrri flokksfé- laga. “ Þrátt fyrir þetta er ekki hægt að fullyrða, að persónulegur ágreiningur verði það sem á steytir í sameiningar- tilraununum. Mun meiri líkur eru á því að málefnaágreiningur komi til með að standa í vegi fyrir þeirri þró- un. Það á ekki síst við um Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokk. í rauninni er leitun að þeim málefnum, þar sem skoðanir þessara tveggja flokka fara saman. Á milli þeirra er djúp gjá í landbúnaðarmálum, ríkisfjármálum, Evrópumálum og raunar flestum öðr- um málum, sem einhverju skipta. Þeir virðast í dag eiga fátt sameigin- legt nema tilkallið til þess að titla sig „Jafnaðarmannaflokk íslands". Til þess að bræða saman alþjóðahyggju Alþýðuflokksins og þjóðlegan dala- kofasósíalisma Alþýðubandalagsins virðist þurfa kraftaverk, — eða þá að þessir flokkir, annar hvor eða báðir, leggi einfaldlega til hliðar þá stefnu, sem þeir hafa boðað kjósendum um árabil. Um Þjóðvaka er erfiðara að segja. Hann hefur ekki markað sér það skýra stefnu að hægt sé að leggja mat á hvort hann geti máléfna- Iega átt samleið með A-flokkunum. Það verð- ur þó að teljast fremur sennilegt, ekki síst í ljósi yfirlýstrar stefnu hans um sameiningu félagshyggjufólks. Kvennalistinn er líka ákveðin ráðgáta í þessu sambandi. Miðað við upphaf- legan boðskap Kvennalistakvenna um að þar væri ekki á ferðinni hefð- bundinn flokkur, sem mæla mætti á hægri-vinstri-mælikvarðann, ætti sameining hans við aðra flokka ekki að vera inni í myndinni. Ekki heldur ef litið er til þess mál- flutnings, að konur nái ekki sín- um baráttumálum fram í sam- starfi við karlana í gömlu flokk- unum. Upp á síðkastið hefur þessi pólitíska hreinlífisstefna kvennanna hins vegar vikið í æ fleiri málum fyrir öðrum pólit- ískum markmiðum. Dæmi um það var myndun R-listans í Reykjavík. Og í ljósi þess að Kvennalistinn á það á hættu að þurrkast út í næstu kosningum, ef fram heldur sem horfir, má ætla að forystukonur hans verði fremur samningaliprar ef á það reynir. Framsóknarflokkurinn er á hinn bóginn afar ólíklegur til þess að sameinast öðrum flokkum, þrátt fyrir að fram- sóknarmenn hafi jafnan lagt metnað sinn í að vera sveigjan- legir í afstöðu sinni til ein- stakra málefna. Flokkurinn hef- ur einfaldlega afar takmarkaða hagsmuni af því að ganga í eina sæng með hinum flokkunum, enda virðist hann lifa góðu lífi án þeirra um þessar mundir. Staða hans í landsmálunum er sterk og því á engan hátt sam- bærileg við stöðuna í borgar- málum í fyrra, þegar hann tók þátt í R-listaframboðinu. Þegar á allt þetta er litið er ekki annað hægt en að efast um að allur sá hópur, sem telur sig fylgja fé- lagshyggju að málum, eigi eftir að starfa saman í einum flokki í náinni framtíð. Slík sameining gæti í raun- inni aðeins byggst á einu markmiði, þ.e. að vera á móti Sjálfstæðisflokkn- um. Ekki vil ég gera lítið úr þeim flokki sem slíkum, en markmið af því tagi er varla nóg til að vera grundvöll- ur stofnunar nýs flokks á landsvísu. Hitt er aftur annað mál, að einhverjar forsendur kunna að vera fyrir því að hluti félagshyggjuflokkanna nái sam- an. Þannig er hægt að ímynda sér samstarf eða sameiningu Alþýðu- bandalags, Kvennalista og Þjóðvaka. Út úr slíkum bræðingi gæti komið flokkur, sem berðist fyrir auknum rík- isútgjöldum, aukinni skattheimtu og almennt meiri afskiptum hins opin- bera af fólki og fyrirtækjum. Slíkur flokkur væri hins vegar ekki líklegur til að laða til sín marga af kjósendum Alþýðuflokks og Framsóknarflokks og ætti því aldrei raunhæfan mögu- leika á að verða það sameiningarafl félagshyggjufólks, sem nú er svo mjög til umræðu. HÖFUNDUR ER LAGANEMI. Gamalt fólk að hamstra nauðsynjar Heldur þykir mér Helgi vinur minn Hjörvar hafa fengið dræmar undir- tektir við gagnrýni sína á strætófar- gjaldahækkun Reykjavíkurlistans. Hún er vitanlega svívirðileg. Ein rökin sem borgarstjóri færði fyrir því, að hækka fargjald fyrir aldraða um hundrað prósent, voru að eldra fólk væri margt ágætlega efnað. Það er rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að margt eldra fólk er vel efnað og hefur örugg- lega unnið fyrir því. Það þarf hins vegar ekki að fara oft í strætó til að sjá að það ferðast ekki með strætó. Það keyrir bílana sína. Ég hef í það minnsta ekki orðið var við átroðning efnaðra ellilífeyrisþega á strætóferð- um mínum og býr þó slatti af þeim í nágrenninu. Það eru tvær leiðir til að bæta fjár- hag SVR, ef ekki er vilji til að skerða þjónustu eða möguleikar á hagræð- ingu, eins og seg- ir í bókun borgar- stjórnarmeiri- hlutans: „Að auka framlög borgar- sjóðs til [SVR] eða hækka gjald- skrá.“ Þegar upp er staðið eru þessir kostir svip- aðir; eini munur- inn felst í hvaðan peningarnir koma, af almennu skattfé eða með aukaútgjöldum farþega. Einhvern veg- inn hélt ég að auknar álögur á efnalítil gamal- menni yrði ekki lausnin sem Reykjavíkurlist- inn myndi grípa til í stjórn borgar- innar. En kannske á það ekki að koma á óvart. Ég hef borið þetta undir nokkra kunningja mína, nokkuð dæmi- gerða unga stuðn- „Einhvern veginn hélt ég að auknar álögur á efnalítil gamalmenni yrði ekki lausnin sem Reykjavíkurlistinn myndi grípa til í stjórn borgarinnar. En kannske á það ekki að koma á óvart. “ ingsmenn Reykjavíkurlistans, sem fylgjast með pólitík og hafa skoð- anir á henni. Þeim finnst þetta ekki skipta neinu máli. Smámál og dæmigert röfl í Þjóðarsálinni. Fyrir þeim snýst pólitík um eitthvað allt annað og merkilegra en strætófar- gjöld. Þeir sáu ekki biðröðina fyrir utan miðasöluna á Lækjartorgi á dögun- um, þar sem tugir — já, tugir — gamalmenna stóðu í röð eftir strætókortum áður en þau hækk- uðu. Þau virtust hins vegar ekki ætla að hafa erindi sem erfiði. Á skilti í miðasölunni stóð nefnilega að kortin væru uppseld, sem segir mér að einhver hafi eftirspurnin verið og að hækkunin, sem borgar- stjórnarmeirihlutinn hefur keppzt við að gera lítið úr, hafi einmitt skipt þá máli sem sízt máttu við því. Mig rámar í þessa sjón úr æsku og hélt ég myndi ekki upplifa hana aftur: gamalmenni í biðröð eftir vöru sem stjórnvöld hafa fyrirvara- laust ákveðið að hækka um tugi og hundruð prósenta. Fátækt fólk að hamstra nauðsynjar. Þetta er skammarlegt og verður Reykja- víkurlistanum til ævarandi minnk- unar. Sveiattan.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.