Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 20
20 Sfct— ' -orv FlMIVmJDAGUR 2L SEPTEMBER1995 Björn Leifsson hefur ásamt þijátíu iðnaðarmönnum unnið dag og nótt í tvo mánuði við að koma upp stærstu og, að því er hann segir, flottustu líkamsræktarstöð landsins. Björn Leifs í World Class Opnar langstœrstu tíkams- rœktarstöð landsins „Það er ekki nóg með að þetta verði langstærsta líkams- ræktarstöð landsins, heldur sú alflottasta," fullyrðir Björn Leifsson, betur þekktur sem Bjössi í World Class, sem í gær opnaði nýja 1.800 fermetra lík- amsræktarstöð í Fellsmúla, þar sem Ikea-lagerinn var áður til húsa. Gamla World Class var um 1.200 fermetrar og má því segja að íþróttaaðstaðan verði með þessari tilfæringu stækk- uð um það sem nemur tveimur vænum einbýlishúsum. Þrjátíu iðnaðarmenn hafa lagt nótt við dag í tvo mánuði til að koma líkamsræktarstöðinni upp. En hvað er svona flott? „Til dæmis allt sem snýr að votrými; böð og sturtur eru flísalögð í hólf og gólf. Sérinn- fluttur gúmmídúkur frá Banda- ríkjunum hefur verið settur á 1.100 fermetra, skáparnir eru einnig sérinnfluttir, aðgengi hefur verið bætt, þ.e.a.s. nú þarf fólk ekki lengur að ganga í gegnum salinn til að komast inn í búningsklefa, vel er hugs- að um fatlaða og svo mætti áfram telja. Nýja stöðin er með öðrum orðum mjög vel hugs- uð, enda höfðum við Guöna Pálsson arkitekt okkur innan handar. Þetta er líka þriðja lík- amsræktarstöðin sem ég set upp, þannig að ég ætti sjálfur að hafa Iært af reynslunni." En þótt opnað hafi verið í gær verður opnunarhátíð ekki haldin fyrr en 30. september á tíu ára afmæli World Class, en stöðin átti afmæli 10. sept- ember. Eðli málsins samkvæmt verður þjónustan aukin í stærra húsnæði; meðal annars er Sóley Jóhannsdóttir gengin til liðs við Björn. Og vert er að geta þess að auk góðs tækja- salar, klúbbdansa, skvasssala, nuddstofu, fimm einkaþjálfara og bæði sér og sameiginlegrar gufubaðsaðstöðu er í smíðum 150 fermetra verönd í hásuður með heitum pottum og tilheyr- andi, sem komin verður í gagn- ið fyrir næsta sumar. Atlantic, nýr veitingastaður Rómantíkvið Þingholtsstrœtið „Matseldin verður í heimsklassa," segir Georg Georgiou, einn hinna svokölluðu Pizza ‘67-manna, sem á föstudag opnar veitingastaðinn Atlantic þar sem skemmti- staðurinn Déjá vu var áður til húsa. Að lík- indum verður nýi staðurinn ekki bara sí- sona veitingastaður, því Georg hefur að sögn fengið til liðs við sig tvo metnaðar- fulla matreiðslumenn, þá Jón Arnar Guð- brandsson og Þórð Bragason. „Þeir hafa báðir unnið á fyrsta flokks skemmtiferðaskipum. Hvert á land sem þeir komu stúderuðu þeir það nýjasta og ferskasta á hverjum stað, en þess ætla þeir að láta okkur njóta hér. Jafnframt munu þeir leggja mikið upp úr að vera í góðu sambandi við kúnnann. Að öðru leyti verður aðal þessa nýja veitingastaðar rómantík.“ Eins og mörgum ætti að vera kunnugt hefur ýmis starfsemi farið fram í Þing- holtsstræti 24; kántrýstaðurinn Borgar- virkið, mexíkóski veitingastaðurinn Canc- un og nú síðast skemmtihúsið Déjá vu. En hvað rekur menn til þess að reyna eina ferðina enn? „Staðsetningin er fyrst og fremst frábær og svo kemur matseldin í þetta sinn til með að verða stórkostleg," segir Georg, en er leyndardómsfullur varðandi smáatriði. „Við viljum bara að gæðin spyrjist út. Ganga góðir staðir ekki alltaf vel?“ Kokkamir Þórður Bragason og Jón Araar Guðbrandsson hafa siglt um heimsins höf á skemmtiferðaskipum og stúderað það nýj asta og ferskasta frá hveiju landi. Hvemig fannst þér á Himnaríki? Ingvar Viktorsson bæjar- stjóri: „Satt að segja fór ég á leik- ritið með blendnum huga. Þótt búið væri að segja mér að leikið yrði á tveimur svið- um leist mér ekkert á blikuna í fyrstu: í byrjun sat ég þar sem kallað er inni og heyrði í upphafi aðeins óminn af því sem var að gerast úti. Við það hrundi allt hjá mér, ég hélt að hljóðburðurinn væri svona lélegur. En svo opnuð- ust gluggar og hurðir og ég áttaði mig. Sýningin verður enn skemmtilegri eftir hlé þegar hún er leikin í annað sinn. Þá fær maður fyllinguna og hlær ekki síður að því sem er að gerast inni en úti. í stuttu máli naut ég sýn- ingarinnar út í ystu æsar. Mér kom mest á óvart hvað leikararnir eru góðir og hvað Hilmari hefur tekist geysilega vel upp. Og ekki síður félaga mínum og vini, Árna Ibsen. Texti hans er bráðfyndinn og skemmtilegur. Ég er ánægður og stoltur yfir að hafa átt frumkvæði að því að hafa styrkt þetta fram- tak. Ég ráðlegg öllum Hafn- firðingum sem öðrum að sjá þessa sýningu — ef menn vilja á annað borð hlæja og rasa út.“ Magnús Gunnarsson, oddviti sjálfstæðismanna í Hf.: „Mér fannst sýningin stór- kostleg. Það kom mér á mest óvart hvað hægt er að gera úr húsakynnum sem hingað til hafa frekar höfðað til manns sem fiskverkunar- stöð. Þá var leikmyndin sér- lega skemmtileg, auk þess sem atburðarásin kemur manni kunnuglega fyrir sjón- ir. Þessir ungu, ágætu leikar- ar stóðu sig frábærlega. Það er óhætt að segja að Arni Ib- sen hafi gert góða hluti með handriti sínu.“ Rósa Guðbjartsdóttir frétta- maður: „Ég hef að vísu bara farið á rennsli, en formið er sérlega skemmtilegt og nýstárlegt. í raun vissi ég ekkert hvað ég var að fara að sjá og leist því ekkert á blikuna þegar í ljós kom að við áttum að horfa á leikritið aftur. Ég bara horfði með svip á sessunaut minn. En það voru ekki liðnar nema fimm mínútur þegar ég áttaði mig á hvað formið er snið- ugt; að sjá leikritið aftur frá hinu sjónarhorninu fyllir mjög vel út í skemmtunina. Krakkarnir voru mjög góð- ir, sérstaklega hin margróm- aða Guðlaug Elísabet Olafs- dóttir, sem maður hefur ekk- ert séð né heyrt af fyrr. Leik- ritið skilur í sjálfu sér ekki mikið eftir sig. Hins vegar hef ég mikið hugsað um formið eftir á. Maður elskar alla þá sem stuðla að aukinni menningu í Hafnarfirði og því hlýtur þetta framtak að teljast frá- bært. Með því að byrja svona vel lilýtur Hafnarfjarðarleik- hópurinn að eiga bjarta fram- tíð. Ég er staðráðin í að sjá leikritið aftur fullskapað, en þá ætla ég að taka manninn minn með.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.