Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 6
6 RMMTUDAGUR 2L SEPTEMBER1995 X Póstur og sími ætlar að eyða 150 milljónum króna á þessu ári í kapal sem sjónvarpsstöðvarnar hafa takmarkaðan áhuga á. Á næstu tíu árum er áætlað að fyrirtækið verji um tveimur milljörðum króna í þessa fjárfestingu, sem ekki er fyrirsjáanlegt að skili sér aftur. Milljarðar í sjónvarpskapal sem enginn vill kaupa í nóvember stefnir Póstur og sími að því að taka í notkun fyrsta áfanga í víðtæku breið- bands- eða kapalkerfi sem mun bjóða upp á mögulega teng- ingu við 10.000 íbúðir á Reykja- víkursvæðinu. Samkvæmt upp- lýsingum frá fyrirtækinu er Jafet Ólafsson, Stöð tvö. „Það er ntiklu ódýrara að fara í gegnum loftið og enginn rukkar okkur um það.“ þessi áfangi einungis hugsaður fyrir dreifingu sjónvarpsefnis, en undirbúningur að breið- bandsvæðingunni hefur staðið í um það bil tíu ár. Hugmyndin er að 10.000 íbúðir tengist kerf- inu á ári næstu árin uns hringnum er lokað og öll fyrir- tæki og heimili á landinu hafa möguleika á að tengjast inn á kerfið. Jón Þór- oddur Jónsson, yf- irverkfræðingur í sambandadeild Pósts og síma, sem hefur yfir- umsjón með breiðbandsvæð- ingunni, segir áætlun fyrirtæk- isins miðast við tíu ár, en í ár voru um 150 milljónir króna lagðar í fram- kvæmdina. Á næsta ári er hug- myndin að verja 200 milljónum króna til verksins og reikna má með að árlegur kostnaður þar til kerfið er fullgert verði einhvers staðar nálægt þeirri tölu. Því má áætla að heildarkostnaður við breið- bandsvæðinguna verði ekki undir tveimur milljörðum króna að núvirði. Áhöld eru um hvernig þessi fjárfesting á að skila sér aftur til Pósts og síma, en þeir forsvarsmenn ís- lensku sjónvarpsstöðvanna sem blaðið talaði við sögðu engin áform uppi um að nýta þessa þjónustu fyrirtækisins í nánustu framtíð. KAPALSJONVARP A UIUDAIUHAL! ERLENDIS Einn heimildamað- ur blaðsins, sem þekkir vel til dreif- ingar á sjónvarps- efni, segir fjárfest- inguna ævintýra- lega og að yfirmenn Pósts og síma séu á nálum því þeir sjái ekki fram á neinar tekjur til að standa straum af henni. í Bandaríkjunum, þar sem hvað mest hefð er komin á dreifingu sjónvarps- efnis um kapal, eru þeir sem reka áskriftarsjónvarps- stöðvar í auknum mæli farnir að líta á VHF- útsendingar sem vænlegri kost, því miklar framfarir hafa orðið í þess konar mót- tökuútbúnaði og afruglurum. Kapalfyrirtækin taka fast gjald hjá sjónvarpsstöðvunum fyrir notkun á kaplinum og vegna aðstöðu sinnar hafa þau ákveðið tak á viðkomandi stöðvum. Samkvæmt heimildum Póstsins hefur verið rætt um að taka 15.000 krónur í inntökugjald af væntanlegum notendum kap- alsins, en auk þess verði þeim gert að greiða 100 krónur fyrir hverja sjónvarpsrás á mánuði. Ljóst er að þótt hér sé um tölu- Ahöld eru um fwernigþessi fjárfesting á að skila sér aftur til Pósts og sfma, en þeir for- svarsmenn íslensku sjónvarps- stöðvanna sem blaðið talaði við sögðu engin áform uppi um að nýta þessa þjónustu fyrir- tœkisins í nánustu framtfð. verða gjald- töku að ræða tæki langan tíma fyrir breið- bandskerfið að borga sig upp. Munurinn á gæðum útsendinga í gegnum loftið og um kapal er óverulegur og því erf- itt að koma auga á ástæður þess fyrir nú- verandi greiðendur áskriftarsjónvarps að leggja út í fjárfestingu í breiðbandinu. For- sendur breiðbands- notkunar koma að vísu til með að breyt- ast hratt á næstu ár- um, en eins og áður sagði er fyrsti áfangi breiðbandsvæðingar- innar einungis miðað- ur við dreifingu sjón- varpsefnis og bæði Sjónvarpið og Stöð tvö hafa þegar fjárfest í öflugum dreifingar- kerfum. Jón Þóroddur Jónsson: „VaBð eykst með þessu kerfi“ Hver er arðsemin af fjárfest- ingu í breiðbandi og hvemig á hán að skila sér? „Eins og fjárfestingar okkar hafa gert hingað til; notendur greiða kerfið með notkun sinni. Síminn er rekinn þannig að hann skilar engum öðrum hagnaði en því sem greitt er á hverju ári í ríkissjóð og gjöldin á hverjum tíma eru miðuð við að fyrirtækið standi undir sér. Allar framkvæmdir Pósts og síma undanfarin tuttugu ár hafa skilað sér í verulega lækk- uðum gjöldum til notenda.“ Hafa átsendingaraðilar sjón- varpsefnis sýnt þessu áhuga? „Jájá, það hafa allir sýnt þessu áhuga, bæði Stöð tvö og þessir nýju aðilar. Þetta hefur aðeins verið kynnt fyrir Ríkis- útvarpinu og ég býst við að þeir hafi áhuga líka.“ Ná er Stöð tvö báin að fjár- festa í nýjum afruglurum fyrir hundruð milljóna króna. Finnst þér ekki hœpið að álykta að þeir haetti með þá og snái sér að kaplinum? „Nei, það eru ýmsir mögu- leikar á því og það væri alveg hægt að nota afruglarana á okkar kerfi. Ávinningur not- andans er sá að hann fær miklu meiri gæði og þarf ekki Jón Þóroddur Jónsson, yfirverkfræðingur Pósts og síma. „Það hafa allir sýnt þessu áhuga, bæði Stöð tvö og þessir nýju aðilar. Þetta hefur aðeins veríð kynnt fyrir Ríkisútvarpinu og ég býst við að þeir hafi áhuga líka." að vera með loftnet, sem þarf að halda við og endurnýja reglulega, uppi á húsinu hjá sér. Veður og annað þess hátt- ar hefur miklu minni áhrif á gæði útsending- arinnar auk þess sem breiðbandið hefur fleiri kosti. Ávinningur Stöðvar tvö og annarra sem hafa hug á að koma efni inn á svona kerfi er að þarna fá þeir breitt kerfi með nánast ótak- markaðri flutn- ingsgetu og ýms- um nýjum þjón- ustumöguleik- um. Þá geta þeir boðið miklu meira og marg- breyttara efni en í dag.“ Heldurðu að sjónvarpsnotend- um finnist ekki nóg að greiða af- notagjöldin svo ekki bœtist ofan á þá upphœð stofn- gjald og afnota- gjald af kaplinum sjálfum? „Það á alveg eftir að Iáta reyna á það og það ætlum við að gera. Valið eykst með þessu kerfi og það verður hægt að kaupa miklu meiri þjónustu í gegnum það. í framtíðinni opn- ast tvíátta möguleiki með kerf- inu og þá geta menn átt með sér tvíátta samband í gegnum tölvur og til dæmis farið í leiki sem þurfa últrabandbreidd svo hægt sé að flytja upplýs- ingarnar á milli. Símakerfið nær ekki að flytja þessar upp- lýsingar í dag og Jjað eru ýmsir svona möguleikar sem ég kann ekki einu sinni alla að telja.“ Ná ert þá að tala um þá sem kœmu til með að nýta sér þessa nýju möguleika. Hvað með alla hina sem œtla bara að vera með sjónvarp eins og við þekkj- um það nána? „Eg held að þeir notendur sem sjá að þeir geta fengið meiri gæði með nýja kerfinu komi til með að fá sér það og eins þegar fólk þarf að fara að endurnýja loftnet, þá beri það saman þann kostnað og stofn- gjaldið hjá okkur.“ Þannig að þá hefur engar áhyggjur af að þessi fjárfesting skili sér ekki? „Nei, langt því frá. Allur fjár- málaheimurinn veit að hvergi er hægt að leggja fé í öruggari fjárfestingu en fjarskiptakerfi framtíðarinnar.“ EFAST UM AUKIN GÆDI Jafet Ólafsson, sjón- varpsstjóri Stöðvar tvö, segir íslenska út- varpsfélagið hafa fylgst mjög vel með því sem Póstur og sími er að gera í sambandi við kapalvæðinguna. „Við munum íhuga það í framtíðinni hvort við förum með eitthvað af þjónustu okkar inn á kapalinn, en það er ekk- ert sem kallar beint á það á þessu stigi máls- ins,“ segir hann. „Það er miklu ódýrara að fara í gegnum loftið og enginn rukkar okkur um það. Notkunin á kaplinum má náttúrulega ekki kosta mikið, því í dag greiðir notandinn ekkert fyrir þá jyjónustu að fá sjón- varpssendinguna heim til sín ef hann á gott loft- net og góða tengingu. Sumir segja aðeins meiri gæði á kapli, en ég dreg það í efa. Ég hef séð út- sendingu um kapal og munurinn er ekki merkj- anlegur. Loftnetin eru orðin það góð í dag og jyau þjóna sama til- gangi." Pétur Guðfinnsson, Sjónvarpinu. „Hin almenna dagskrá Sjónvarpsins verður að fara áfram um þetta opna kerfi okkar." á markaðnum bendir hann á að það verði að hafa dreifikerfi sem er opið öllum og það hafi þegar fjárfest í ótal sendi- stöðvum sem ná til nær allra landsmanna. „Þeir sem búa enn við slæm skilyrði eru í slíku dreifbýli að kapallinn mun ekkert hjálpa þeim,“ segir Pétur. „Hin almenna dagskrá Sjónvarpsins verður því að fara áfram um þetta opna kerfi okkar. Hins vegar gæti komið upp spurning um aðra rás á vegum Sjónvarpsins fyrir kvik- myndir sem greitt væri sér- staklega fyrir, en mér sýnist SJONVARPIÐ AFRAM MED OPIÐ KERFI Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Sjón- varpsins, segir menn þar á bæ „ekki hafa hugleitt neina sérstaka notkun á þessum kapli Pósts og síma, hvorki nú né í nán- ustu framtíð“, eins og hann orðaði það. Hann kveðst hafa haft af því spurnir að forsvars- mönnum íslenska sjón- varpsins hf. finnist Póst- ur og sími dýrseldur á ljósleiðarann og því ætli þeir að koma sér upp eigin örbylgjukerfi. Varð- andi stöðu Sjónvarpsins „Peirsem búa enn við slœm skilyrði eru í slíku áreifbýli að kapallinn mun ekk- ert hjálpa þeim,“ segirPétur. „Hinal- menna dagskrá Sjón- varpsins verðurþví að fara áfram um þetta opna kerfi okkar. aðrir nú vera búnir að taka af okkur ómakið og krafan á okk- ur verði alltaf sú að öll þjóðin nái útsendingum okkar. Ég held það væri því ekkert vel séð ef við kæmum upp ein- hverju einkasjónvarpi fyrir Reykjavík og nágrenni í gegn- um kapal. Við erum þjóðar- sjónvarp og gerum okkur það ljóst."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.