Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 2L SEPTEMBER1395
12
PÚsturhm
Útgefandi: Miðill hf.
Framkvæmdastjóri: Kristirin Albertsson
Ritstjóri: Karl Th. Birgisson
Ritstjómarfulltrúar: Guðrún Kristjánsdóttir
Stefán Hrafn Hagalín
Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson
Setning og umbrot: Helgarpósturinn
Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf.
Ósvífnin er
takmarkalaus
Einmitt þegar allir héldu að hugmyndaflug al-
þingismanna við að hækka launin sín með
óvenjulegum aðferðum væri þrotið berast
fréttir af einni aðferðinni enn, sem slær að líkind-
um hinar út. 1 Helgarpóstinum í dag er upplýst að
þeir þingmenn, sem setið hafa í forsætisnefnd
þingsins síðustu ár, fengu allt að hálfri milljón
króna á ári í aukasportlur sem enginn vissi af.
Það er kannske ekki að undra að lágt hafi farið.
Launin komu nefnilega ekki frá Alþingi. Þau komu
frá Ríkisendurskoðun, varðhundinum í íslenzka
stjórnkerfinu.
Þegar leitað er skýringa á því, af hverju þing-
menn dúkkuðu allt í einu upp á launaskrá hjá Rík-
isendurskoðun, fást þær engar. í kerfinu er þetta
kallað „stjórnunarstörf“, en enginn getur útskýrt
hvaða stjórnunarstörfum þingmenn hafa gegnt
fyrir Ríkisendurskoðun sem réttlætir þessar
launagreiðslur. Þingmenn fórna höndum og segja
að svona hafi þetta alltaf verið - eins og hver
önnur ógæfa sem yfir þá dundi og var
óviðráðanleg.
Hin raunverulega skýring er raunar viður-
kennd, þótt enginn vilji ræða hana opinberlega.
Forseti Alþingis vildi hækka launin hjá sjálfum
sér og lét af gæzku sinni þá þingmenn, sem sátu í
forsætisnefnd, njóta helmingskjarabóta á við
sjálfa sig.
Nú kann að hafa verið fyllsta ástæða til að
hækka laun þessara þingmanna. Eitthvað hefur
samvizkan þó angrað þingforsetann, því hann
kom því þannig fyrir líka, að Alþingi greiddi ekki
þessi laun, heldur Ríkisendurskoðun, sem heyrir
undir Alþingi.
Við þetta er eitt og annað að athuga. Ætti Land-
spítalinn að borga Ingibjörgu Pálmadóttur heil-
brigðisráðherra laun? Vísast væri rétt að láta
Orkustofnun hækka launin hjá Finni Ingólfssyni?
Er menntamálaráðherra kannske á sportlum hjá
Ríkisútvarpinu án þess að nokkur viti af því?
Það er náttúrlega grátbroslegt að horfa upp á
virðulega þingmenn skammast sín svo fyrir
blankheitin — og hræðast svo almenningsálitið
— að þeir grípa til þvílíkra úrræða. Sorglegast er
þó að Ríkisendurskoðun skuli taka þátt í þessum
sóðaskap. Vafalítið hefur það verið fyrir þrýsting
þáverandi forseta þingsins, en einhver hefði ætl-
að að Ríkisendurskoðun hefði haft nægan kjark
til að benda forsetanum á, að þetta væri ekki við-
unandi stjórnsýslupraxís. Það er jú, þegar allt
kemur til alls, verkefni Ríkisendurskoðunar að
kenna stjórnsýslunni mannasiði.
En þeir, sem hafa talið að þingmenn væru vana-
bundnir og ófrjóir í hugsun, geta huggað sig við
að enn er líf við Austurvöll. Þessi síðasta uppá-
koma staðfestir að hugmyndafluginu — og
ósvífninni — eru engin takmörk sett.
Helgarpósturinn
Vesturgötu 2
101 Reykjavík
Sími: 552-2211
Bréfsími: 552-2311
Bein númer:
Ritstjórn 552-4666, símbréf 552-2243, auglýsingadeild
552-4888, símbréf 552-2241, tæknideild 5524777,
dreifing 5524999, smáauglýsingar 552-5577.
Fréttaskotið: 552-1900
Áskrift kostar kr. 800 á mánuði ef greitt er með
greiðslukorti, en kr. 900 annars.
Ólafur fœr,
Hvað á að borga þingmönnum
og ráðherrum í kaup? Um það
geta flestir verið sammála þang-
að til kemur að krónum og aur-
um: Gott kaup. Nógu gott kaup
til að þeir vinni vinnuna sína en
séu ekki að snapa sér aukapen-
ing með til dæmis ásókn í nefnd-
ir og ráð. Ekki svo gott kaup að
Stjórnmál
Mörður
Árnason
þeir losni úr tengslum við launa-
kjör í landinu. Þokkalega gott
millikaup.
Þetta geta menn svo skegg-
rætt, en þessar spurningar eru
samt ekki nema lítill hluti af
þeim ósköpum sem Kjaradómur
og forsætisnefnd þingsins settu
af stað um daginn. Það mál
hlaust annarsvegar af innan-
meinum Sjálfstæðisflokksins og
hinsvegar af því ofurtrausti
þingleiðtoga á sjálfum sér að
þeir geti falið sig fyrir fjölmiðl-
unum og þjóðinni, bara ef þeir
þegja nógu margir nógu lengi.
ÓLAFUR GERIR
KROFUR
Ólafur G. Einarsson þótti slak-
ur menntamálaráðherra. Síð-
asta skýring sem á því heyrðist
innanúr Flokknum var að frami
Ólafs hefði byggst á því að gera
málamiðlanir milli Gunnars og
Geirs, og síðan samningaþóf á
þinginu; maðurinn væri hrein-
lega orðinn afvanur því að ráða
og taka sjálfstæðar ákvarðanir.
Hvernig sem því nú er háttað
þurfti Björn Bjarnason stól hans
í ríkisstjórninni, og að lokum var
Ólafur settur í sæti þingforseta
með þeim orðum Davíðs Odds-
sonar að auðvitað væri forset-
inn einskonar ráðherra og frek-
ar upphefð en hitt að skipta um
stól þá leiðina. Með þessu féllst
Davíð á skilyrði Ólafs G. um
starfskjör á ráðherrastigi.
Hvernig átti nú að koma þessu
í kring þannig að ekki yrði allt
vitlaust á þinginu? Jú — með því
að tengja málið við óánægju
þingmanna með kjörin, og við
nauðsynlegar endurbætur á úr-
eltum greiðslureglum. Og strax í
upphafi vorþings tókst að smala
saman formönnum fimm þing-
flokka kringum málið. Þjóðvaki
\
og Ólafur fœr — á hann
sagði að vísu neitakk og var út-
hrópaður félagsskítur á þinginu
og hefur fengið að finna fyrir því
síðan.
Þingflokksformennirnir voru
auðvitað ekki til í að hækka Ólaf
G. einan saman. Allir urðu að fá
eitthvað. Nú geta þingmenn ekki
breytt grunnlaunum sínum sjálf-
ir, það gerir Kjaradómur, og
þessvegna var ákveðið að gera
tvennt í senn: hækka allar mögu-
legar kostnaðargreiðslur og
borga bónus fyrir sérstakan hóp
á þinginu.
HÓGVÆRIR ÞIIUG-
FLOKKSFORMENN
í bónushópnum var auðvitað
þingforsetinn, og þá urðu allir
varaforsetarnir að fljóta með
líka eitthvað upp á við. Áhrifa-
miklir valdsmenn innan flokka
eru formenn fastanefnda á þing-
inu og voru þannig innlimaðir.
Þá kom að þingflokksformönn-
unum sem lentu í því skítverki
að flytja frumvarpið. Þeir gátu
ómögulega farið að leggja til
hækkaðar greiðslur til sjálfra sín
og frumvarpið var þessvegna
lagt fram án sérgreiðslna til
þingflokksformanna — svo að
þeim prósentum var ekki bætt
við fyrr en málið var komið í
nefnd og samþykkt þannig það-
an við ákaflega litla andstöðu
flutningsmannanna. Skaðabæt-
urnar til Ólafs G. höfðu haft í för
með sér kjarabætur til allra
helstu toppanna á þingi.
Svo þurfti líka að maufast með
kostnaðargreiðslurnar. Undir-
búningshópurinn hafði sam-
band uppí Arnarhvol og Friðrik
réð honum til að hafa þetta bara
skattfrjálst, það væri Iangein-
faldast. Þannig að þá varð það
skattfrjálst, og fyrirspurnir og
gagnrýnisraddir um það mál
þaggaðar niður. Efasemdar-
mönnum var bent á ríkisskatt-
stjóra sem hefði blessað yfir
málið. Snorri Olsen, sem er kurt-
eis maður, mun hinsvegar hafa
sagt það eitt um þetta mál að
lög væru auðvitað lög.
En auðvitað mundu þessar
skattfrjálsu kostnaðargreiðslur
gilda bara um þingmenn, þar-
sem ráðherrarnir fengju allt
borgað í ráðuneytunum hvort
sem er? Nei, engan yfirgang,
elsku kallinn minn! Við þessari
fyrirspurn kom þvert nei frá
samanlögðum ráðherrum Sjálf-
stæðisflokksins. Fyrst það er á
annað borð verið að láta þetta
eftir Ólafi ræflinum ætlum við
ekki að sitja einir eftir! Ráðherr-
arnir styðja ekki þingflokksfor-
mennina nema fá 40 þúsund
kallinn líka.
Svobúið var málið flutt með
afbrigðum á síðasta dægri vor-
þingsins. Það hafði meira og
minna tekist að halda því
leyndu þær vikur allar, enda eru
opinberir þingfréttaritarar ekki
að ónáða um slík einkamál, og
þegar þingið var búið stóðu fjöl-
miðlarnir uppi slyppir og fóru
að rannsaka grassprettu og katt-
arhvörf og líffæraflutninga.
Svo bláeygir voru forsvars-
menn launakúppsins í velgengn-
inni að þeir ákváðu að láta loka-
úrskurð forsætisnefndarinnar
bara bíða eftir Kjaradómi.
VALINIU BLÓRA-
BOGGULL
Svo kom Kjaradómur, og allt
varð vitlaust.
Og hvað á nú að gera? Davíð
er úti í löndum og hefur glaður
þagað um málið hvað sem líður
12 þúsund manns á útifundi.
Friðrik hefur látið einsog sér
komi þetta ekki við. í súpunni
situr Ölafur G. Einarsson fyrr-
verandi menntamálaráðherra.
Og það er auðvitað ætlun Dav-
íðs og félaga að hann sitji þar
áfram, enda sjálfur helstur
súpugerðarmaður. í ríkisstjórn
og Sjálfstæðisflokki er mönnum
síðan fullkomlega ósárt um að á
þessum raka stað sitji með Ólafi
alþýðuhöfðingjar á borð við
Svavar Gestsson, Guðmund
Árna, Ragnar Arnalds, Rann-
veigu Guðmundsdóttur og Krist-
ínu „í Kína“ Ástgeirsdóttur.
Fyrst fékk Ólafur sumsé kaup-
ið sitt, og svo fær Ólafur á hann.
Kann þó vera Ólafur hugsi
sitt. Það er til dæmis svo fárán-
leg ákvörðun hjá forsætisnefnd-
inni að ætla útaf þessu máli að
fara að standa fyrir allsherjar
kjararannsóknum, meðal annars
með samanburði við erlenda
þingmenn (Ha? en erlendir hafn-
arverkamenn? erlendir sjúkra-
liðar? erlendir grunnskólakenn-
arar?) — að þar hlýtur að búa
meira undir. Óg það er ekki erf-
itt að greina hvað það gæti ver-
ið. Rannsóknir á kaupþróun inn-
anlands sýna auðvitað að allir
hugsanlegir hópar hafa hækkað
meira en ASÍ og VSÍ sömdu um.
Þegar það væri staðfest og
stimplað af forsætisnefnd Al-
þingis er hætt við að bæði „aðil-
arnir“ og ríkisstjórnin stæðu
frammi fyrir annarri sprengju á
torgum landsins.
Þannig að Ólafur ætlar annað-
hvort að láta hífa sig uppúr
súpuskálinni eða fá hele gjengen
með sér ofaní.
HÖFUNDUR ER (SLENSKUFRÆÐINGUR.
,Dauíð erúti í löndum og hefurglaður þagað um málið.
Friðrik lœtur einsog sér komi þetta ekki við. ísúpunni
situr Ólafur G. Einarsson fyrrverandi menntamálaráð-
herra. Ogþað er auðvitað œtlun Davíðs og félaga að
hann sitj'i þar áfram, enda sjálfurhelstur súpugerðar-
maður. Kann þó vera Ólafurhugsi sitt... “
Palladómur
Menningarlegt stolt á sterum
Á ensku er til hugtakið „sore
loser“ um þá sem kunna ekki að
tapa. Nú sé ég ekki betur en
Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld
sé að búa til hugtakið „sore
winner" eftir síðustu viðskipti
þeirra kolleganna Jóns Ásgeirs-
sonar.
Það sem gerðist var þetta: Jón
Ásgeirsson tónskáld sakaði
Hjálmar um að hnupla frá sér
tónstefi úr Vísum Vatnsenda-
Rósu og nota það í kvikmyndina
Tár úr steini. Þeir félagar þurftu
hinsvegar ekki að spjalla saman
nema hálfa eftirmiddagsstund
til að komast að þeirri niður-
stöðu að Jón ætti ekkert í stef-
inu og engu hefði verið stolið
sem ekki væri sjálfsagt að stela.
Því til sönnunar var dregið upp
gamalt handrit Jóns sem búið er
að ljósrita og dreifa út og suður í
þrjátíu ár, og er, fyrir þá sök
eina, óvart áreiðanlega lífseig-
asta keðjubréf íslandssögunnar.
Venjuleg tónskáld hefðu hald-
ið að þarmeð væri sagan búin.
Neinei. Hjálmar H. Ragnarsson
virðist eiga erfitt með að vinna.
Hann ber sér á brjóst svo bylur
í, heimtar opinbera afsökunar-
beiðni ellegar tækifæri til að
„með reisn verja heiður minn og
sæmd“. Notar svo tækifærið og
dylgjar um að það vammlausa
Morgunblað sé með í samsær-
inu gegn Hjálmari og ljósritinu.
Það hefur raunar tíðkast með-
al villimanna að svívirða lík and-
stæðinga sinna að bardaga lokn-
um, flá af þeim höfuðleður eða
sneiða af aðra' iíkamsparta til
sönnunar um frækilegan sigur.
Um það hefur þó verið almennt
samkomulag meðal vestrænna
að þetta væri ekki til eftirbreytni
kristnum mönnum. Hæfiíegt
stolt er öllum til góðs, hefði ver-
ið sagt í tíð Vatnsenda-Rósu, en
stórmennska er líka partur af
sæmd hvers manns.
Vatnsenda-Rósa hefði aldrei
gúterað það sem stórmennsku
að hreyta ónotum í höfund
Þrymskviðu og Sjöstrengjaljóðs
í rifrildi útaf gömíu þvældu ljós-
riti. Því síður afþví ofaníkaupið
„Dregið var upp
gamalt handrit Jóns
sem búið er að ljós-
rita og dreifa út og
suður í þrjátíu ár og
er þessvegna lífseig-
asta keðjubréf ís-
landssögunnar.“
kemst tónskáldið á eftirlauna-
aldur eftir þrjár vikur.
En svona breytast tímarnir og
ef Vatnsenda-Rósa mætti mæla
á nútímatungu er ekki ólíklegt
að hún hefði kallað þessi við-
brögð Hjálmars einskonar, jah,
máski menningarlegt stolt á
sterum.
SVEINN