Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 10
FlMIVniJDAGUR 2L SEPTEMBER1995 Önnur vinsæl kenning hefur verið sú að við fall kommúnismans hafi Björn „misst glæpinn", hann hafi tapað óvininum sem hann studdi sig við og þá hafi þeir dottið hvor um annan þver- an, hann og Árni Bergmann. Ásgeir Sverrisson blaðamaður, sem starfaði með Birni á Morgun- blaðinu, segir af og frá að k'aldastríðið sé árátta sem Björn er heltekinn af: „Ég sé ekki að hann hafi lent í neinu hugmyndafræðilegu tómarúmi eftir kaldastríðið. Hann var náttúrlega geysimik- ill andstæðingur kommúnismans; þetta var íde- ólógísk barátta sem hann tók þátt í, herferð sem fór meðal annars fram á síðum Morgunblaðsins. Andstæðingar Björns geta haft á þessu sínar skoðanir en þeir sem jafna honum saman við McCarthy hafa ekki lesið sögubækurnar sínar, það er svívirðileg samlíking. Þetta voru atburðir sem ég held hann hafi séð fyrir og það er mikil della að hann hafi orðið fyrir einhverju áfalli þegar kommúnisminn féll.“ Leiðin langa í utanríkisráðuneytið Það er óumdeilt að Björn Bjarnason hefur mikla þekkingu á alþjóðamálum, hann hefur skrifað greinar um öryggismál í erlend fræðirit og er meðlimur í Intemational Institute ofStrateg- ic Studies, virtri stofnun sem fjallar um slík efni. FAÐIR OG SOMJR „Það sem mótar manninn er náttúrlega sér- kennilegt allt saman. Hann er sonur sénís og fær uppeldi í samræmi við það. En þetta mun hafa verið ástríkt heimili, þrátt fyrir að karlinn væri sérkennilegur á marga lund. Það voru ríkar væntingar gerðar til hans, sem hann reynir af fremsta megni að standa undir. En ég held að hann hafi ekki verið alinn upp í metorðagirnd, heldur miklu fremur ábyrgðartilfinningu sem hafi mótað hann mjög mikið.“ Andrés Magnússon. Mörgum kynni að þykja svo augljóst efni í utan- ríkisráðherra einkennilega sett í menntamála- ráðuneytinu. Flestir telja enda að Björn hafi lengi stefnt á utanríkisráðuneytið. Kaldastríðs- orðsporið sem af honum fer gæti máski orðið honum til trafala á leiðinni þangað; samstarfs- flokkum sjálfstæðismanna gæti þótt hann of ein- BANDAMAÐURIMN BJÖRN „Björn var formaður utanríkisnefndar seinni hluta seinasta kjörtímabils. Ef allt hefði verið með felidu hefði Björn átt að vera nánasti sam- starfsmaður utanríkisráðherra. Reynsla mín af því samstarfi er sú að ber er hver að baki sem á Björn að bandamanni. Það kenndi mér að þeir sem nú stýra Sjálfstæðisflokknum hafa ekki enn lært þá list að deila völdum með öðrum. Hall- dór á eftir að komast að því.“ Jón Baldvin Hannibalsson. dreginn til að þeir kæri sig um að fá hann í emb- ættið. Á tíma síðustu ríkisstjórnar var Björn lykil- maður í mótun utanríkisstefnunnar, á seinni hluta kjörtímabilsins var hann formaður utan- ríkisnefndar og hann var helstur hvatamaður að því að ísland gerðist aðili að Vestur-Evrópusam- bandinu — mörgum þótti það fráleitt ráðslag, en í ljósi breyttrar vígstöðu í heiminum verða nú fáir til að gagnrýna þá ákvörðun. Undir lok starfstíma stjórnarinnar sinnaðist Birni og Jóni Baldvini Hannibalssyni, einkum í Evrópumálum, og virtist um tíma sem milli þeirra væri fullur fjandskapur. „Ef allt hefði verið með felldu hefði Björn átt að vera nánasti samstarfsmaður utan- ríkisráðherra. Reynsla mín af því samstarfi er sú að ber er hver að baki sem á Björn að banda- manni. Sú reynsla kenndi mér að þeir sem nú stýra Sjálfstæðisflokknum hafa ekki enn lært þá list að deila völdum með öðrum,“ segir Jón Baldvin. Varnarliðssveitaútspil Björns vakti mikla furðu. Margir hafa gert því skóna að þarna hafi ráðherrann hreinlega misst fótanna, eða að minnsta kosti varpað þessu fram á kolvitlausum tíma. „Mig grunar raunar að þetta hafi verið eins konar flassbakk aftur í fortíð Björns þegar hann var einn af helstu haukum kaldastríðsins,“ segir Össur Skarphéðinsson. En þeir sem telja að Björn hafi hlaupið á sig vanmeta kannski klókindi hans í pólitík. í fyrsta lagi er vel hugsanlegt að stofnun varðsveita njóti mun meira fylgis en menn hyggja — kannski ekki síður til að aga þjóðina til verka en verja landið — og í öðru lagi er bent á að hér sé Björn f raun að sýna Halldóri Ásgrímssyni í tvo heimana; „að taka framfyrir hendur utanríkisráðherra til að sýna hver valdið hefur, hver það er sem í rauninni er utanríkis- málasérfræðingur þjóðarinnar númer eitt, tvö og þrjú“, eins og einn viðmælandi blaðsins orð- ar það. Samherjar Björns hafa þó á þessu miklu ein- faldari skilning. Óli Björn Kárason, ritstjóri Við- skiptablaðsins, segir: „Umræðan um heimavarn- arlið endurspeglar hugmyndir Björns. Honum svíður hversu við íslendingar erum upp á aðrar þjóðir komnir í varnarmálum. Hann vill að við tökum meiri þátt í þeim og telur beinlínis að það sé ein af forsendum þess að við séum lýðfrjáls Þjóð.“ Bjöm brosir Um Bjarna Benediktsson er sagt að að hann hafi verið einþykkur stjórnmálamaður, oft óþarflega tortrygginn og jafnvel hefnigjarn. Víst er þó að Bjarni mýktist með árunum, en það var varla fyrr en á seinni hluta ferils síns að hann varð sá landsfaðir sem hann er gjarna talinn nú- orðið. Eðlilega hefur Björn fengið mót af föður sínum og raunar er sagt að þegar ísland var hálf- lamað eftir brunann 1970 hafi orðið ljóst hversu mikill persónustyrkur og sjálfsagi bjó í þessum unga manni. TORTRYGGM „Það eru fáir sem mér hefur gengið verr að nálgast sem persónu, mér fannst hann alltaf tortryggja mig og kann enga skýringu á því. En þá fór ég að heyra útundan mér að menn fram- arlega í Sjálfstæðisflokknum kvörtuðu undan þessu sama, svo það voru fleiri í sömu stöðu. Það gæti semsagt reynst honum erfitt að um- gangast fólk sem pólitíkus." Atli Rúriar Halldórsson.a Hannes Hólmsteinn telur að á síðustu árum hafi Birni tekist að losna undan því álagi að vera sonur Bjarna Benediktssonar en það hafi verið honum ákveðin byrði áður fyrr; hann hafi orðið „frjáls af föður sínurn". En líkt og Bjarni á yngri árum hefur Björn tæpast haft orð á sér fyrir lip- urð í mannlegum samskiptum. Atli Rúnar Hall- dórsson: „Það eru fáir sem mér hefur gengið verr að nálgast sem persónu, mér fannst hann alltaf tortryggja mig og kann enga skýringu á því. En þá fór ég að heyra útundan mér að menn framarlega í Sjálfstæðisflokknum kvörtuðu und- an þessu sama, svo það voru fleiri í sömu stöðu. Það gæti semsagt reynst honum erfitt að um- gangast fólk sem pólitíkus." Þeir sem hafa haft nánari kynni af Birni hafa aðra sögu að segja. „Margir eru haldnir mis- skilningi um hann, sem stafar af því að hann á til að vera þurr á manninn. Það hefur farið illa í suma sem komast í tæri við hann en þekkja hann ekki, en raunar held ég að hann hafi verið að ala þetta af sér í pólitíkinni,“ segir Andrés Magnússon sem starfaði með Birni á Morgun- blaðinu. Raunar er til þess tekið að Björn hafi verið óvenju brosmildur þegar hann lagði í prófkjörið fyrir fimm árum. Birna Þórðardóttir er reyndar ekki mjög trúuð á þetta bros: „Ég hef stundum efast um að hann eigi til alvöru bros — hvort það nái nokkurn tíma til augnanna." Vinir og samstarfsmenn Björns segja hins vegar að hann geti verið rífandi skemmtilegur: „Það halda margir að hann sé fúll en það er alls ekki rétt. Hann hefur ágætis húmor, getur gert grín að sjálfum sér — og öðrum — og kann að taka stríðni.“ Andrés Magnússon: „Helsti gallinn við hann, ef svo má segja, er að hann á til að gera sömu kröfur til annarra og sjálfs sín — og það eru feikimiklar kröfur. Á Mogganum var fólk sem ekki gat staðið undir þeim væntingum. Björn tók því, en leiddist það frekar.“ Metnaðarfullur ráðherra Það virðist útbreidd skoðun, bæði meðal sam- herja Björns og andstæðinga, að hann sé sá ráð- herra ríkisstjórnarinnar sem líklegastur er til stórra verka. Fáir ráðherranna virðast standa honum á sporði í vinnusemi og vinnubrögðum. Markmið Björns virðast líka skýrari en flestra ráðherranna; flestir telja að minnsta kosti víst að hann stefni að breytingum á rekstri Ríkisút- varpsins og einnig er vitað að Björn er hlynntur einkaskólum. Til marks um nýja tíma er nefnt að Björn hafi að fyrra bragði kallað Eirík Jónsson, formann Hins íslenska kennarafélags, á sinn fund strax og hann varð ráðherra, en Eiríkur hafði þá verið að sækjast eftir fundi með Ólafi G. Einarssyni svo vikum ef ekki mánuðum skipti. Björn ætlar sér því óefað að setja mark sitt á Björn Bjarnason menntamálaráðherra í samtali við Stefán Hrafn Hagalín Það þarfað aga þessa þjóð í samtölum Helgarpóstsins við fólk sem kunnugt er þínum störfum virðast flestir sammála um að þú sért einna iíklegastur ráðherranna til stórra verka. Hvað segirðu um það? „Það er nú alltaf spurning um hvað menn eiga að miða við þegar þeir tala um stór verk. En það er altént ekki gott ef of miklar væntingar eru bundnar við störf manns. Það verður bara til þess að valda vonbrigðum ef vonir rætast ekki. Ég kom inní þetta starf með mjög skömmum fyrirvara. Það var laugardagskvöldið 22. apríl sem ég vissi að ég yrði ráðherra og 23. apríl var stjórnin mynduð. Ég kom því í sjálfu sér ekki með nein vel ígrunduð og hátíðleg loforð um mikl- ar breytingar. En ég mun að sjálf- sögðu reyna að vinna verkið eins vel og ég get og vonandi skilar það ein- hverjum árangri. Annars er þetta ekki eingöngu á mínu valdi því ég þarf að fá stuðning við flestar mínar aðgerðir innan tveggja þingflokka og ríkis- stjórnarinnar áðuren þær verða að veruleika." Ríkisstjórnin hefur verið sökuð um að vera ríkisstjóm kyrrstöðu — jafnvel afturhalds — og hugmynda- fræðilegra leiðinlegheita. Ertu sátt- ur við þennan stimpil? „Ég held að þetta sé nú aðallega stimpill sem andstæðingar ríkis- stjórnarinnar hafa gefið henni. Ástæð- an er að öllum líkindum sú, að það hefur ekki farið eins mikið fyrir þess- ari ríkisstjórn í fjölmiðlum og þeim stjórnum sem á undan komu. Eg held að það sé ekki vegna þess að hún sé ekki að sinna verkefnum sínum. Frem- ur stafar þetta af því að ráðherrar nú eru ekki jafn málglaðir og ráðherrar í fyrri stjórnum og þeir telja ekki nauð- synlegt að setja mál í einhverja spennu í opinberum umræðum áður- en komist er að niðurstöðu. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það sé ekki aðalsmerki ríkisstjórnar að vera mikið í fjölmiðlum með þau mál sem hún er ennþá að fjalla um.“ Ertu þá að segja að innan fyrri rík- isstjóma hafi verið minna um heil- indi og samhug miðað við núver- andi stjóm? „Ég ætla ekkert að tala um heilindi eða samhug í þessu samhengi þarsem þau orð gefa til kynna, að maður sé að saka aðra um einhver óheilindi. Ég vil ekki nálgast málið þannig. Það er al- veg ljóst að þessi ríkisstjórn hefur ör- uggan þingmeirihluta og það skapar vissa festu í samstarfi af þessu tagi. Ég myndi hinsvegar ætla að það væri erfiðara fyrir Framsóknarflokkinn en Sjálfstæðisflokkinn að vera í þessari ríkisstjórn. Það hlýtur að vera mun erfiðara að koma inní ríkisstjórn úr stjórnarandstöðu en fyrir flokk að halda áfram í stjórn. Ég er þannig sannfærður um að í umræðum um stjórnmálin á næstu vikum og mánuð- um muni stjórnarandstaðan einbeita sér að því að gera Framsóknarflokk- inn tortryggilegan. Mér virðist sem andstæðingarnir hafi fullan hug á því að standa að slíkum árásum. Stjórnar- andstaðan gerði það á þinginu í vor og ég held að hún muni gera svo áfram og ásaka Framsóknarflokkinn um hluti sem áreiðanlega eru mjög ósanngjarnir. Það sem vantar náttúr- lega í stjórnmálaumræðuna hér — og sérstaklega finnst mér að fjölmiðlar eigi að sinna því betur — er að bregða upp vissu samhengi mála. Það hefur verið sagt við mig — og það er stund- um rétt — að fjölmiðlar gangi milli manna til að fá þá til að segja eitt og annað um náungann. Þetta líkist helst því sem tíðkast í kjaftasögum og snakki um náungann í þorpum og smábæjum." Þú talar um traustan meirihluta á þingi. Ef Alþýðuflokknum hefði gengið betur í kosningunum hefði Sjálfstæðisflokkurinn þá myndað ríkisstjóm með Alþýðuflokksmönn- um — eða lágu kannski fleiri ástæð- ur en meirihlutaspumingin að baki stjómarmyndun með Framsóknar- flokknum? „Einsog þú manst þá snerist kosn- ingabaráttan að miklu leyti upp í átök milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks. Það kom okkur sjálfstæðis- mönnum nokkuð á óvart hvernig Al- þýðuflokkurinn kaus að haga sinni kosningabaráttu þarsem hann lagði sig í framkróka við að gera okkur tor- tryggilega í ýmsum meginmálum. Þetta setti sterkan svip á málflutning Alþýðuflokksins og miðað við hvernig flokkurinn hagaði sinni kosningabar- áttu — og beindi spjótum sínum svona að okkur — þá er ég ekki viss um að það hefði verið auðvelt verk að sætta menn í þessum tveimur flokk- um eftir kosningar. Á það reyndi í sjálfu sér ekki og aldrei var farið útí neinar málefnaumræður þarsem meirihlutinn var svo naumur að það þótti óskynsamlegt. Og Alþýðuflokk- urinn þurfti ekkert að vera hissa á að niðurstaðan varð þessi. En ég vil hins- vegar ekki ganga svo langt að segja, að það hafi verið útilokað að þessir tveir flokkar hefðu náð saman." Á ráðstefnu Samtaka um vestræna samvinnu var haft eftir þér: „Án bandarisks herafla á íslandi og án öryggistryggingar vamarsáttmálans frá 1951 stæði þetta land berskjald- að fyrir vopnuðum hópum glæpa- manna og hersveita, sem kynnu að vilja ráðast á eða leggja ísland undir sig.“ Hefurðu trú á að við þurfum sérstaklega að búa okkur undir að veija landið slíkri innrás? „Eg vona að sá dagur muni aldrei renna upp. En ég held að því betri ráðstafanir sem við gerum til að koma í veg fyrir það, því minni líkur séu á að slíkt gerist. Það geta auðvitað orð- ið slys og hörmulegir atburðir gerst sem við ráðum ekkert við, en við eig- um ávallt að búa þannig um hnútana, að hættur séu útilokaðar einsog frek- ast er kostur. Það höfum við gert með varnarsamningi við Bandaríkin og að- ildinni að Atlantshafsbandalaginu, en aðstæður eru að breytast ört. Menn þurfa ekki að hafa fylgst mjög grannt með umræðum um alþjóðamál til að átta sig á því.“ Því hefur verið fleygt í umræð- unni, að þú hafir varpað fram hug- myndinni um 500-1.000 manna vamarsveitir á þessum tímapunkti vegna þess að þú hafir persónulega vitneskju um að Bandaríkjamenn muni minnka verulega umsvif sín á íslandi í nánustu framtíð. „Það er ekki rétt. Og ég var ekki að tala um hlut Bandaríkjamanna í því máli mínu á þessari ráðstefnu sem vakið hefur mesta athygli. Þráttfyrir að ég gegni embætti menntamálaráð- herra þá talaði ég kannski fyrst og fremst á þessari ráðstefnu sem sér- fræðingur í öryggismálum. Ráðstefn- an var ákveðin og ég tók að mér að flytja þar erindi áðuren ég varð menntamálaráðherra. Auðvitað get ég ekki þrætt fyrir það að vera í því starfi sem ég gegni, en á ráðstefnunni kom ég fram sem sérfræðingur í varn- ar- og öryggismálum. Það sem ég var einna helst að gera á þessum fundi var að vekja máls á því, að kannski væri komið nýtt svið í umræður um varnar- og öryggismál; svið sem snerti okkur íslendinga og við gætum ekki vænst þess að aðrar þjóðir kæmu og tækju af skarið fyrir okkar hönd. Við verðum að vera reiðubúin til að bregðast sjálf við breyttum að- stæðum. Aðuren varnarliðið kom — þegar samningurinn um aðild að Atl- antshafsbandalaginu var gerður árið 1949 — þá óttuðust menn að hér kynni að verða uppreisn kommúnista. Þetta var rætt útí Washington í tengslum við aðild íslendinga að Atl- antshafsbandalaginu og það var alla tíð ljóst að við Islendingar ætluðum sjálfir að sjá um mikilvæga þætti í gæslu á innra öryggi. Spurningin snýst núna um hvort við þurfum að fara að gera það með öðrum hætti en hingaðtil. Hefur eitthvað breyst eða gerst sem veldur því að við þurfum að fara að velta því fyrir okkur? Ég tel að svo sé. En ég geng út frá því sem vísu — og ég undirstrika það — að við munum halda áfram samstarfi við Atl- antshafsbandalagið og Bandaríkin um kafbátaleit, loftvarnir og annað slíkt. Við munum ekki geta sinnt svo stór- tækum verkefnum.“ En nákvæmlega hveiju getum við sinnt á tímum aðþrengds ríkissjóðs — munum við í nánustu framtíð hafa efni á því að stofnsetja 500- 1.000 manna vamarsveitir? „Ríkissjóður er aðþrengdur og auð- vitað er þetta ekki eitthvað sem á að gera á næsta ári eða þarnæsta. En þetta eru hugmyndir sem við þurfum að velta fyrir okkur og ekki allt hefur mikinn kostnað í för með sér. Sumt flokkast undir skipulagsatriði eða áhersluatriði. Við höfum hér land- helgisgæslu, víkingasveitir og aðrar

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.