Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 14
14 , sími 564 2141 Talaðu við okkur um BÍ LARÉTTJ N GAR BÍLASPRAUTUN RMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER1995 Þess er minnst víða um heim á þessu ári að 100 ár eru liðin frá fyrstu opinberu kvikmyndasýningunni sem haldin var í París í desember 1895. í samstarfi ætla Há- skólabíó og Hreyfimyndafélagið að fagna þessum tímamótum á næstunni með því að sýna nýlegar kvikmyndir víðs vegar að úr heiminum í bland við eldri myndir sem sumar eru sígildar en aðrar kannski öllu fremur skrítnar. Er ætlunin að myndirn- ar verði sýndar á samtals 100 sýningum, en fyrst myndanna er Temptation ofa Monk sem verður í bíóinu um helgina. Af öðrum myndum sem þykja eftirtektarverðar má nefna Burnt by the Sun eftir Nikita Mikhailov sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin í ár. Sýningarnar á gömlu myndun- um verða spilaðar af fingrum fram eftir því hvernig stendur í /úmið hjá þeim í Háskólabíói, en heyrst hefur að á dagskrá verði meðal annars trílógían um Guðföðurinn og myndir með kempunum Jerry Lewis og Dean Martin... Sem kunnugt er standa yfir ráðuneytisstjóra- skipti í utanríkisráðu- neytinu og tekur Helgi Ág- ústsson sendiherra við af Róbert Trausta Ámasyni. Alþýðublaðið greindi frá því fyrr í vikunni að Helgi, sem nú snýr heim frá störfum í London, hefði einmitt gengið í Framsóknarflokkinn í vor, um það leyti sem Halldór Ásgrímsson varð utanríkisráð- herra. Annars telur blaðið að Helgi hafi ver- ið orðaður við Alþýðuflokkinn... Amiðvikudag birtist í Morgunblaðinu heilsíðuauglýsing á vegum átaksins „Karlar gegn ofbeldi“ og skrifa þar 125 málsmetandi karlmenn á öllum aldri undir yfirlýsingu gegn ofbeldi. Það á greini- lega ekkert að fara milli mála að enginn þessara karlmanna beitir ofbeldi, eða er það slys að í áskoruninni stendur berum orðum: „Við undirritaðir skorum á aðra karlmenn að axla ábyrgðina á ofbeldinu og taka höndum saman um að vinna gegn því hvar sem það birtist“... 'yrir nokkru var ákveðið að halda áfram með tísku- og dægurmála- þáttinn Fisk án reiðhjóls og verður hann á vetrardagskrá Stöðvar 2. Sem fyrr eru það Heiðar Jónsson snyrtir og Kolfinna Baldvinsdóttir sem eru andlit þáttanna, en einhverjum sögum fór af því eftir samstarf þeirra síðasta vetur að hug- myndirjjeirra um þáttinn væru vægast sagt ólíkar. Ákvörðun um hvort framhald verður á samstarfi þeirra tveggja var ekki tekin fyrr en seint í sumar, en Helgarpósturinn hefur heimildir fyrir því að staða Kolfinnu hjá Stöð 2 sé mun tvísýnni en Heiðars... Verfð relkomin I UMFERÐINNI ERU ALLIR í SAMA LIÐI UMFERÐAR RAÐ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.