Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 18
 FlMMrnjDAGUR 2X SEPTEMBER1995 Flest íþróttafélög á íslandi ern smá og févana og varla hœgt að ætlast til þess að þau reisi leikvanga eins og Wem- bley eða Nou Camp. En þau reyna að spjara sig og nú síðustu árin hafa mörg þeirra verið í óða önn að koma upp áhorfendastúkum—sem sumar hljóta að teljast með sérkennilegustu íþróttamannvirkjum... Stúkur bæjarins (og nágrannabyggðanna) Víkingur má muna fífil sinn fegri og líka þetta mannvirki sem er áhorfendastæðið við knatt- spymuvöll félagsins í Blesugróf. í fyrrahaust sást til ungs fólks sem tíndi stuðsveppi á þessu svæði. Á íslenskan mælikvarða telst stúkan við gervigrasvöllinn í Laugardal nokkuð vegleg bygging. Þar era sjaldnast neinir áhorfendur, nema kannski þegar þar fer fram úrslitaleikur Reykjavíkur- mótsins á vorin. Annars hefur stúkan fyrst og fremst þann tilgang að koma í veg fyrir að boltinn lendi úti í móa þegar honum er sparkað út af vellinum. Stúkan við FH-völlinn í Kapla- krika er bara nokkuð reisu- legt mannvirki. Hið einkenni- lega er að hún stendur bara við annan helming vallarins. Úr henni er því best að horfa á fótbolta sem er spilaður á eitt mark. Heiðursstúkan á Valsvellin- um við Hlíðarenda. Þaraa fá engir að sitja nema sérstak- lega góðir Valsmenn og vinir þeirra. Stúkan er að mestu reist úr spónaplötum og geng- ur í daglegu tali undir nafn- inu „bálkösturinn". Stúkan við Laugardalssundlaugina er eitthvert stærsta íþrótta- mannvirki á íslandi. Nýskeð hafa líka farið fram á henni gagn- gerar viðgerðir vegna steypuskemmda. Eiginlegir áhorfendur sjást aldrei í stúkunni, utan hópar ferðamanna sem eru komnir til að skoða sundlaugagesti. Þijá daga á sumrin nýtist stúkan til sólbaða. Kópavogur hefur alltaf verið seinheppnastur byggðarlaga þeg- ar arkítektúr er annars vegar. Það er eins og stúkan við Breiða- bliksvöllinn hafi verið hrærð saman úr afganginum af steyp- unni sem Hamraborgin var byggð úr, og snögghætt þegar steypan var á þrotum. Annar kosturinn við stúkuna er að úr henni er ágætt útsýni út á völlinn; hinn kosturinn er að þegar maður situr í henni sér maður hana ekki. Bak við vegginn í hægra horninu er pláss fyrir hörðustu Breiðabliksmenn. Tvífarar Það er fleira en hárið, dulúðugur svipurinn og djúpúðg augun sem sameinar þau Bob Dylan og Jónu Rúnu Kvaran miðil. Þeir sem hafa heyrt í Jónu Rúnu vita að röddin er henn- ar aðalsmerki, alveg eins og Dylans. Og eins og Dylan var yf- irleitt hátt uppi líður Jónu Rúnu best ofar mannheimum. Það er helst að Jóna Rúna sé ögn glaðlegri á svipinn, enda með ólíkindum jákvæð eins og alþjóð veit. „Vinsamlegast hafið meðferðis hrein nœrföt“ Helgarpóstinum barst óvenjulegt fax um daginn, afrit af bréfi frá lögreglustjór- anum í Reykjavík til þjóðþekkts fjöl- miðlamanns. Faxið var sent af vinnustað hans, stórum fjölmiðli í Reykjavík, og virtist við fyrstu sýn býsna forvitnilegt. Bréfsefnishaus og undirskrift virtust ekta, en textinn var óvenjulegur. Við nánari skoðun var augljóst að um var að ræða brandara og um leið óvenjurætna atlögu að mannorði viðkomandi. Eflaust vakti fyrir sendendum faxins að HP myndi fjalla um „málið“ og þeim verður hér með að þeirri ósk sinni. Nafni fjölmiðlamannsins verður haldið leyndu til að firra vinnufélaga hans grun um að hafa sent faxið. Þeim seku ber hins vegar að þakka fyrir ágætan brandara. Reykjavík, 25. júrtí 1995 Jón Jónsson Austurstrœti 46 Reykjavík Embœtti lögreglustjórans f Reykjavík hefur borist kvörtun vegna framgöngu yðar laugar- LÖGREGLUSTJÓRiNN i REYKJAVfK HMrftooðtu 116 • 5*ml«#*0*0 S*iyk.j*vlk 7.5. júnl 1995. Embacti Lögreglustjfirana i Reykjavik hefur borlat -kvörtun vegna fram*öngu yöar laugardaginn 24. Júnl sl. G«8tir á barna- og fjölskylduakamtun I Mosfollsbs sáu kl. 15.44 hvsr blfreið yöar var ekið á íxr.tal sverður.i hraða i gegnum bainn. Þcgar bifreiðih var á móts vlð oliusölu Easó var dregin niður framrúpa farþegamegin og afturendi beraður 1 fttt að sanácocaigescun Eirm þeirro, Þuríöur Sólraundardóttlr, bar kennsl & það aem fyrir augu bar og telur hön sig hafa fullviasu ifyrir þvl að þar híifi þftr verið A ferð. Uœratt atvik olli miklu uppnáini & hátiðinni og þurfm nokkrir goata að leita aðhlynningar. Reyndar hafa ' anbattinu einnig borist fyrirapumir um heimiiiofang yðar og hefur þaö vetlð l&cið í té. Embacti lðftregluatjóra hefur ákveðið að þér natið tll yfirheyralu og akoðunor að Hverfisgötu 119 föatudagllnn 30. júni nk., harb. 14. 3. hað. Vinaamlegast hafið meðferðla lirein nmrfðt. daginn 24. júní sl. Gestir á barna- og fjöl- skylduskemmtun í Mosfellsbæ sdu kl. 15.44 hvar bifreið yðar var ekið á umtalsverðum hraða í gegnum bœinn. Þegar bifreiðin var á móts við olfusölu Essó vardregin niðurfram- rúða farþegamegin og afturendi beraður t átt að samkomugestum. Einn þeirra, Þuriður Sðlmundardóttir, bar kennsl á það sem fyrir augu bar og telur hún sig hafa fullvissu fyrir því að þar hafið þér verið á ferð. Umrœtt atvik olli miklu uppnámi á hátíð- inni ogþurftu nokkrir gesta að leita aðhlynn- ingar. Reyndar hafa embœttinu einnig borist fyrirspurnir um heimilisfang yðar og hefur það verið látið í té. Embœtti lögreglustjóra hefur ákveðið að þér mœtið til yfirheyrslu og skoðunar að Hverfisgötu 119, föstudaginn 30. júní nk., herb. 14, 3. hœð. Vinsamlegast hafið með- ferðis hrein nærföt. Virðingarfyllst Fhl. (fyrirhönd lögreglustjóra) Elsa Jónsdóttir Vnglingarnir slá Jónasi við Hvert er mál málanna? Vitaskuld málið. Ákveðið hefur verið að þetta blað láti sig mál málanna einhverju varða og undirritaður ætlar, a.m.k. næstu vikurnar, að fjalla um sitthvað sem tengist tungu Mál málanna Guðni Kolbeinsson feðranna, móðurmálinu. í þessum fyrsta þætti ætla ég að gera málfar unglinga að um- ræðuefni. Oft er talað um orð- fæð þeirra og málfátækt. Þeir sem hæst hafa um slíkt vitna gjarnan í fyrri tíðar menn sem höfðu gott vald á íslensku og mikinn og góðan orðaforða, jafnvel í höfunda fornritanna. En er það sanngjarnt? Gagn- vart fyrri tíðar mönnum, á ég við. Ef við gætum vakið Jónas Hallgrímsson upp og sent hann með einhverjum ung- lingnum í kennslustund í sam- félagsfræði, þaðan heim í eld- hús, svo út í kjörbúð og loks á hljómsveitaræfingu, er ég ansi hræddur um að listaskáldið góða skorti víða orð, þar sem unglingurinn ætti þau mörg. Ég er nefnilega handviss um að unglingur á 20. öld, sem gjör- þekkir tölvuna sína, tónlistina, íþróttirnar, kvikmyndirnar og rafmagnstækin heima hjá sér og veit sitthvað um bíla, vél- sleða, stangveiði og skokk, hef- ur mun meiri orðaforða en listaskáldið góða. Hugleiðum aðeins þær kröf- ur sem við gerum til barna og unglinga nútímans. Mín kyn- slóð er alin upp við orðaforða aldarinnar sem leið. En það var einmitt orðaforðinn sem hafði dugað þjóðinni í þúsund ár, við torfristu, heyskap, tó- vinnu og sjóróðra. Gjörbreyttir atvinnuhættir tæknialdar hafa kallað á ný orð sem við höfum tileinkað okkur jafnóðum og þau urðu til. Gamla málfarið, með högldum sínum, reiptögl- um, amboðum og hákarlasókn- um, var það tungumál sem við lærðum í bernsku. Þetta kom allt af sjálfu sér hjá okkur. En við, sem eigum rætur okkar í árabátaöld, krefjumst þess af æsku landsins að hún „Afi og amma eru ýmist í vinnu eða eróbikk og langafi og langamma í þjónustuíbúð svo að samvistirnar við þœr kynslóðireru stopular. “ skilji og noti orðtök á borð við að færa út kvíarnar, hafa töglin og hagldirnar og heltast úr lestinni. Og þegar við tölum um orðfæð unglinga erum við oftast að tala um að þau kunni ekki skil á torfbæjartungunni. En hvar á æskufólk að læra að nota þessi orðtök, sem eru okkur svo töm af því að við ól- umst upp við þau? Eiga börn að læra þennan orðaforða í samtölum við foreldra sína? Varla er hægt að krefjast þess. Ef blessuð börnin heyra ein- hvern tíma rödd sívinnandi foreldra sinna er umræðuefnið naumast atvinnuhættir alda- mótamanna. Afi og amma eru ýmist í vinnu eða eróbikk og langafi og langamma í þjón- ustuíbúð svo að samvistirnar við þær kynslóðir eru stopul- ar. Eigum við að láta skólana um þetta máluppeldi? Eða skiptir þetta kannski engu máli? Eigum við að hætta þessari heimtufrekju? Hugleiðum það í viku.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.