Helgarpósturinn - 23.11.1995, Síða 3
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER1995
3
im
Flestir bendir til að Valdi-
mar Jónsson, sem oftast
er kenndur við veitinga-
staðinn Valhöll á Þingvöllum
(Valdi í Valhöli), sé nú endan-
lega kominn á mölina eftir að
hafa verið hótelstjóri í sveit-
inni í mörg ár. Á dögunum fjár-
festi faðir hans nefnilega í veit-
ingastað í miðborginni en
hann á fyrir tvö hótel; Hótel
Valhöll og Hótel Örk í Hvera-
gerði. Valdimar stýrir nú Car-
uso, sem staðsettur er á Þing-
holtsstræti 1, gegnt Sólon ís-
landus, og mun væntanlega
gera, að minnsta kosti þar til
Valhöll skríður úr híðinu í vor.
Risið á Caruso hefur ekki verið
hátt að undanförnu en hækkar
væntanlega með nýjum eig-
endum...
Skyndilegt brotthvarf
Bjama P. Magnússonar
úr starfi sveitarstjóra í
Reykhólahreppi á sér langar
og flóknar
skýringar
og tengist
kaupum
hreppsins
á jörð sem
var í eigu
R a n n -
s ó k n a -
stofnunar
landbún-
aðarins.
B j a r n i
mun hafa varað hreppinn við
kaupunum vegna kostnaðar
sem nam um það bil skatttekj-
um hreppsins í heilt ár, en þau
voru frágengin þegar hann tók
við starfinu. Bónda nokkrum í
sveitinni voru síðan seld bú-
stofn og fjárhús á jörðinni, en
sjálfur keypti Bjarni íbúðar-
húsnæði þar. Þau kaup öll
flæktust svo verulega þegar
kom í ljós að jörðin sú arna
var hvergi til í löglegum jarða-
bókum, heldur hafði verið „bú-
in til“ með lögum árið 1944. Af
þessum sökum var ekki hægt
að gefa út afsal og aðra papp-
íra tengda kaupunum, en úr
málavafstrinu öllu varð svo til-
færsla á peningum á milli
Bjarna og hreppsins sem nú
eru gerðar athugasemdir við.
Kunnugir telja að Bjarni hafi
skýlaust framið þá gjörninga í
heimildarleysi, en fullyrða
jafnframt að það hafi ekki ver-
ið í eigin ábataskyni, enda hafi
hann ekkert haft upp úr þessu
persónulega. Hreppurinn gerir
nú fjárkröfur á hendur Bjarna,
en búast má við umtalsverð-
um gagnkröfum frá honum áð-
ur en öll kurl eru komin til
grafar...
4 Iþýðubandalagsfélögin
/\ Birting og Framsýn í
JL JLReykjavík sameinast um
næstu helgi, sem þykja nokkur
tíðindi. Birting var á sínum
t í m a
h u gs u ð
sem vett-
v a n g u r
„lýðræð-
i s k y n -
s 1 ó ð a r -
innar“ og
annarra
s e m
stóðu fyr-
ir utan
flokkinn
og náði nokkrum árangri sem
slík. Framsýn er mun yngra fé-
lag sem erfiðara hefur gengið
að skilgreina sig. En eins og
haft er eftir Arthuri Morthens,
varaformanni Birtingar, í Morg-
unblaðinu í gær:
„Þegar menn fóru að ræða
saman kom í ljós að menn
höfðu mjög svipaðar skoðanir
á fjölmörgum rnálurn." Það
kom sem sagt í ljós að þegar
fólk, sem hafði verið nokkur ár
saman í flokki, fór loksins að
tala saman, hafði það bara
nokk svipaðar skoðanir. Ja
hérna hér...
Það eru ótrúlegar tölur
sem berast af samdrætti
hjá bókaútgefendum á
síðustu árum. Samkvæmt upp-
lýsingum, sem Viðskiptablaðið
aflaði sér,
nam sam-
dráttur í
fyrra hjá
stærstu
útgefend-
um alls
tæplega
280 millj-
ónum, en
er hvorki
meira né
minna en 600 milljónir á síð-
ustu þremur árum. Ekki er
hægt að fullyrða að hér sé
virðisaukaskatti einum um að
kenna, en jafnljóst er að skatt-
urinn sá ætlar ekki að skila
miklum tekjum í ríkis- .
sjóð. Bókaútgefendur
varast þó að kveinka
sér mikið yfir þessum
tölum, þótt einhverj-
um þætti ástæða tií,
því slíkt ýti aðeins
undir neikvæða af-
stöðu fólks til bókar-
innar sem dýrrar
vöru. Þess er þó
varla langt að bíða að
einhver af menning-
arvænni þingm'önn-
um landsins leggi tii
að virðisaukaskattur
af bókum verði felld-
ur niður og þá stend-
ur upp á Framsóknar-
flokkinn að efna lof-
orð sín þess efnis frá
því í vor...
kokteil
Hún er komin:
m
Bókaútgefendur
munu varla aug-
lýsa það fyrir
þessi jól að íslenskar
bækur hafi ekki
hækkað í verði, en
það hefur verið eitt
helsta slagorð þeirra
undanfarin ár. ís-
lenskar skáldsögur
virðast þetta árið
ætla að kosta tæp-
lega fjögur þúsund
krónur, en dýrustu
geisladiskar, sem
helst keppa við bæk-
ur á markaðnum,
kosta um tvö þúsund
krónur...
Fyrir rúmu ári
opnuðu tvö pör,
þau Bára Hólm-
geirsdóttir og Alfreð
Kristinson ásamt
þeim Sigrúnu Guð-
nýju Markúsdóttur
og Gísla Gíslasyni,
tískuverslunina Flau-
el við Laugaveg. Þrátt
fyrir að margar slíkar
séu þar fyrir þótti
fljótt sýnt að áhugi
væri fyrir því sem
verslunin hefur upp á
að bjóða, því á einu
ári hefur Flauel náð
að festa sig vel í
sessi. Og nú í haust
náðu eigendur versl-
unarinnar augljós-
lega — ef horft er yfir
unglingahópa — enn
og aftur að veðja á
réttan hest með því
að kaupa inn mikið
magn af kanaúlpum.
Það var Sigrún Guðný
sem sá komandi tísku
fyrir þegar hún var á
tískusýningum er-
lendis fyrir rúmu ári,
en frá upphafi hefur
það einmitt verið hún
sem hefur haft
gleggsta sýn á þarfir
unga fólksins. Það er
því vel að á dögunum
náðist samkomulag
um að hún og Gísli
keyptu hlut Alfreðs
og Báru. Kaupverð
fékkst ekki uppgef-
ið...
Rescue 911 kvikmyndaði eina af sögum þessarar bókar og
hefur sýnt tveimur öðrum mikinn áhuga
verðursýnd
heim á næstunni
Tiu þyrlufiugmenn bjarga
skipverjum af Goðanum
Skipverjum af Tungufossi
Drukknandi manni bjargað
úr Hvítá
(nniiokuðu fólki bjargað úr
brennandi fjölbýlishúsi
Ótrúlegir atburðir í
Reykjavíkurhöfn
ri