Helgarpósturinn - 23.11.1995, Síða 12

Helgarpósturinn - 23.11.1995, Síða 12
12’sm F1MMTUDAGUR 23. NÓVEMBER1995 Það má kannski segja að Siv Friðleifsdóttir sé einn af fáum þingmönnum sem hafa haldið uppi fjöri á óvenjudaufu þingi. Egill Helgason skrifar um þetta óvenjulega eintak á Alþingi Islend- inga, unga og framhleypna framsóknarkonu af mölinni. með vöxtum þegar tíminn er réttur,“ segir Birgir. Siv er hins vegar ný tegund af framsóknarmanni að því Ieytinu að hún leitar stanslaust inn í sviðsljósið meðan óbreyttir framsóknarþing- menn hafa hingað til verið þekktastir fyrir að þegja þunnu hljóði. Framsóknarmaður segir í samtali við Helgarpóstinn að mörgum þyki Siv helsti frek og ágeng, ekki síst þyki konum í flokknum nóg um framgang hennar og finnist hún trana sér óþarflega fram. Hins vegar sé staða hennar óneitanlega nokkuð sterk að vera ung og lagleg kona í jafnmiklu karla- samfélagi og Framsóknarflokk- urinn er og því eigi hún kannski auðvelt með að vera eftirlæti manna þar, eins og framsóknarmaður orðar það. Þótt Siv verði raunar seint talin einhver sérstök mælsku- kona er að minnsta kosti víst að hún á auðvelt með að skjóta flestum framsóknarmönnun- um á þingi ref fyrir rass í fjöl- miðlum og er sagt að sumum þeirra athyglisglaðari í hópi þeirra hafi sárnað það nokkuð. Engin draktarkona Sigurgeir, bæjarstjóri á Sel- tjarnarnesi, segist ekki búast við að Siv rekist vel í neinni hjörð, enda gusti af henni hvar sem hún komi. Þingmaður sem hefur fylgst grannt með Siv álítur þó að ekki sé einleik- ið hversu sjálfstæð Siv hefur reynst í hugsun: „Siv er líklega alveg gersneydd hugsjónum en dæmigerð fyrir ungan og framagjarnan stjórnmálamann sem ætlar að hafa lifibrauð af pólitík. Hún hefur þess vegna úti allar klær að flytja mál sem hún heldur að muni þóknast kjósendum. Stundum verður henni reyndar hált á því, eins og þegar hún hélt að hún yrði vinsæl út á að viðurkenna að hún bryti lög sem enginn fer eftir, en fékk yfir sig vandlæt- ingu siðapostulanna." I svipaðan streng tekur Magnús Ámi Magnússon varaþingmaður, sem þekkir vel til Sivjar í gegnum samstarf ungliða stjórnmálaflokkanna: „Hún lagði úr höfn með pok- ann fullan af kosningaloforð- um sem hún verður látin éta eitt af öðru það sem eftir er kjörtímabilsins. Framsókn hef- ur það fram yfir aðra stjórn- málaflokka að hafa aga á sínu liði og Siv mun fá að kenna á því.“ Framsóknarmenn flestir líta hins vegar á Siv sem hinn mesta vonarpening, enda eru þeir máski ekkert sérstaklega vanir því að hafa unga, að- sópsmikla og sjarmerandi þingkonu í röðum sínum. Birg- ir Guðmundsson á Tímanum talar líklega fyrir munn ýmissa framsóknarmanna þegar hann segist telja Siv duglega og metnaðargjarna konu sem ekki eigi í vandræðum með ímynd sína, ólíkt því sem kannski hefur iengi viljað loða við framsóknarmenn. Birgir: „Siv er köld að marka sér sér- stöðu, til dæmis þegar hún sat fyrir sem mótorhjólagella; hún er ekkert rög við að vera ögr- andi og engin svona draktar- kona þótt hún geti kannski verið það líka.“ Litla framsóknar- maddaman Avenju fremur dauflegu þingi er helst að eitt- hvert líf hafi verið í kringum unga framsóknar- konu, Siv Friðleifsdóttur, sem vann óvenjuglæsilegan sigur fyrir flokk sinn á Reykjanesi í kosningunum í vor. Strax þá vakti Siv athygli fyrir að hafa ekkert sérstaklega framsóknar- legt yfirbragð — það sást meira að segja til hennar þar sem hún ók um leðurklædd á mótorhjóli — og fyrir að taka í ýmsum málum aðra afstöðu en flokksforystan: Þess er helst að minnast að fyrir kosning- arnar boðaði hún sjávarút- vegsstefnu sem forystan kann- aðist ekki við að væri stefna flokksins og var hálfpartinn í andstöðu við kvótakerfið sem sannarlega hefur leikið kjör- dæmi hennar grátt. Þetta skilaði Siv ábyggilega ófáum atkvæðum, en nú þegar rúmt hálft ár er liðið frá kosn- ingunum má ef til vill segja að yfirlýsingarnar séu að koma aftur í höfuðið á henni. Nýskeð komu fokreiðir trillukarlar saman á mótmælafundi á Aust- urvelli og hermdu meðal ann- ars loforð upp á Siv sem stóð þar í miðri þvögu. Sjónarvottar segja að Siv hafi verið hálfráða- laus og að endingu sagt með uppgjafartóni við hina herskáu sjósóknara: „Ég man ekki eftir öllum þessum loforðum." Þýðir þetta að Siv Friðleifs- dóttir sé mesti lýðskrumarinn í Framsóknarflokknum, eins og einn af eldri og ráðsettari þing- mönnum hans mun hafa látið um mælt, eða er hún einfald- lega nútímakona sem er ein- kennilega sett í stjórnmála- flokki karlskrögga? Kannski er eitthvað hæft í hvoru tveggja, en fyrst og fremst þarf Siv lík- ast til að giíma við hið vanda- sama hlutskipti að vera fram- sóknarmaður á mölinni, að þurfa að skapa sér einhverja sérstöðu sem fellur borgar- fólki í geð án þess að segja sig úr lögum við flokk og forystu. Nútíminn i Framsókn Fyrir síðustu kosningar lét Framsóknarflokkurinn einskis ófreistað að kynna sig sem nú- tímalegan stjórnmálaflokk. Það er erfitt að telja kjósend- um trú um að Páll Pétursson og Guðni Ágústsson séu nú- tímamenn, Halldór Ásgríms- son er ekkert tiltakanlega nú- tímalegur heldur, svo hitinn og þunginn af öllum þessum nýja tíma Framsóknar lenti á Siv Friðleifsdóttur. Undir þessari kröfu hefur Siv reynt að rísa síðan hún settist inn á Alþingi í vor. Hún hefur sýnt sig að vera afar metnaðar- gjörn, kannski framhleypin á köflum, og hefur beitt sér í ýmsum málum sem flestir myndu líklega seint bendla hinn svifaseina Framsóknar- flokk við. Fyrir utan að hafa tekið sjálfstæða, þó máski ögn tvíbenta, afstöðu í sjávarút- vegsmálum hefur hún talað fyrir jöfnun kosningaréttar, hún hefur lagt til að ráðherrar séu ekki jafnframt þingmenn, hún hefur beitt sér fyrir því að úreltar reglur um útivistartíma barna verði slegnar af og ásamt nokkrum öðrum þing- mönnum hefur hún lagt fram frumvarp um að áfengiskaupa- aldur verði lækkaður í átján ár. Siv vakti einnig mikla athygli þegar hún talaði gegn því að ís- lenskar konur færu á kvenna- ráðstefnuna í Kína, en þar var hún á þveröfugri skoðun við flokksbróður sinn og formann, utanríkisráðherra. í forystugrein Alþýðublaðs- ins á þriðjudag er fjallað um þá fyrirætlun Sivjar að leggja fram þingsályktunartillögu um jöfn- un atkvæðisréttar. Segir í greininni að í þingflokki Fram- sóknar hafi verið valtað yfir hana þegar hún gerði sig lík- lega til að flytja tillöguna, en loks hafi hún í staðinn fengið að flytja fyrirspurn um málið. Segir loks í forystugreininni: „Sú staðreynd að Siv skyldi láta bjóða sér að draga þings- ályktunartillöguna til baka er til marks um tvennt: Átakan- legan skort á skoðanafrelsi í þingflokki Framsóknar og hraðan flótta mótorhjólakapp- ans undan kjósendum og kosn- ingaloforðum." „Hún dinglar innan rammans" Það er þó kannski fulldjúpt í árinni tekið að Siv sé að reyna að leika einhvern pólitískan einleik í óþökk flokksforyst- unnar. Framsóknarmaður sagði í samtali við Helgar- póstinn að Siv þyrfti varla að óttast að vera lamin niður ef hún gengi ekki lengra en þetta, þvert á móti væri hún ómiss- andi hluti af þeirri ímynd sem flokkurinn er að reyna að koma sér upp. Það væri heldur enginn járnagi í flokknum, að minnsta kosti ekki lengur, heldur frekar ákveðinn andi sem menn undirgengjust sjálf- viljugir. Forystan gerði sér mætavel grein fyrir því að það væri ekki ýkja nútímalegt að flokksmenn væru sú einlita hjörð sem lengstum hefði setið í þingflokki Framsóknar. Þetta vissi Sif og hún gengi á lagið að son tannlæknir og Björg Ju- hlin Ámadóttir kennari og er hún önnur í röð fjögurra systk- ina. Eldri systir hennar Ingunn er tannlæknir, en yngri bræður hennar Ámi og Friðleifur eru þekktir handboltamenn. Siv er gift Húnboga Þorsteinssyni skrifstofustjóra og eiga þau tvo syni. Fjölskyldan hefur lengst af búið á Seltjarnarnesi og er tekið til þess hversu sam- hent hún er. Þeim sem þekkja til Sivjar ber saman um hversu metnað- argjörn ung kona hún er. Hún hefur alla tíð verið mikið fé- lagsmálatröll, hún hefur átt langa setu í stjórn Norræna fé- lagsins og stjórnum og nefnd- um á vegum Æskulýðssam- bands íslands. Hún var for- maður Sambands ungra fram- sóknarmanna 1990 til 1992 og 1990 settist hún í bæjarstjórn Seltjarnarness sem efsti maður á sameiginlegum framboðs- lista vinstrimanna, sem hún átti mikinn þátt í að koma sam- an, þá aðeins 27 ára. Því sæti heldur hún enn. Sigurgeir Sigurðsson, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi, hefur allnokkra reynslu af því að vinna með Siv: „Ég er búinn að þekkja hana nánast frá fæð- ingu,“ segir hann. „Hún er mik- ill keppnismaður og gefur sig ekki fyrr en ' lengstu lög. Það er óhætt að hæla henni fyrir það. Hún er kannski nokkuð fljót á sér stundum, en það er nokkuð sem kemur fyrir flesta pólitíkusa einhvern tíma. Það kemur vafalaust með aldrinum og meiri þátttöku í pólitík að hugsa sig um tvisvar áður en hún taiar.“ Kristín Ástgeirsdóttir, þing- kona Kvennalistans, segir að hún telji Siv hressa, opna og sjálfstæða konu, en er sam- mála Sigurgeiri um að hún eigi til að vera fullfljótfær. Framsóknarkonum verður nóg um Kosningasigurinn sem Siv skóp flokki sínum síðastliðið vor var slíkur að henni virtust um tíma allar leiðir færar. Strax á fyrsta kjörtímabili sínu á Alþingi gat hún gert tilkall til ráðherradóms, og sumir segja raunar að hún hafi freistað þess, en orðið að láta í minni pokann fyrir Páli Péturssyni. Þá hafði hún augastað á emb- ætti þingflokksformanns, en það féll í skaut hinni gamal- reyndu Valgerði Sverrisdótt- ur. Siv varð því að gera sér að góðu að vera óbreyttur þing- maður og raunar telur Birgir Guðmundsson, fréttastjóri á Tímanum, að hún sé hæst- ánægð með það, enda sé ekki hægt að væna hana um metn- aðarsýki. „Hún ákvað að leggja sitt inn á bankabók og hirða skapa sér sérstöðu, en gætti sín þó vel á að það væri allt innan skikkan- legra marka. Halldór hefði til dæmis líklega vitað fyrirfram um upp- hlaup hennar í sjávarút- vegsmálunum fyrir kosn- ingarnar í vor. „Hún dinglar innan rammans," voru óbreytt orð þessa framsóknarmanns, og hann bætti við: „Það springur enginn stjórn- málaflokkur á útivistar- tíma barna.“ Fljótfær keppnismaður Siv Friðleifsdóttir er fædd 1962, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og tók próf í sjúkraþjálfun frá Háskól- anum. Foreldrar hennar eru Friðleifur Stefáns- Sigurgeir Sigurðsson: „Hún hefurþess vegna úti allarklœrað flytja mál sem hún heldur að muni þóknast kjósendum. “

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.