Helgarpósturinn - 23.11.1995, Page 24
24
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995
Bíóborgin
Dangerous Minds ★★ Michelle
Pfeiffer reynir að bjarga unglingum
í stórborgarslömmi með því að
kenna þeim ljóð. Ósköp vel mein't.
Showgirls 0 Ljót, löng og leiðinleg
mynd um andstyggilegt fólk. Nóg
er af holdinu — en hvað með það?
Brýrnar í Madisonsýslu The Bridges
of Madison County ★ ★★ Clint hefði
kannski mátt skjóta smá, en gerir
þetta samt fjarska vel.
Under Siege 2 ★ Steven Seagal fór
á kostum í flugvélamóðurskipinu,
en hann verður óttalega ráðleysis-
legur um borð í lest.
Bíóhöllin
Benjamín dúfa ★★★★ Hugljúf
mynd sem rambar stundum á
barmi tilfinningaseminnar en dett-
ur þó aldrei fram af.
NetiO The Net ★★ Sandra Bullock
er sæt og tæknin voða ný, en það
kviknar aldrei í púðrinu.
Casper ★★★ Fínar brellur og góð
ærsl, líka þekkileg angurværð sem
svífur yfir vötnum.
Ógnir í undirdjúpunum Crimson Tide
★★★ Smart mynd en hljóðið er
smartast. Gefið því eyra.
HundalíflOl Dalmatians ★★★
Hundarnir eru ósköp sætir en
kvenvargurinn svakalegt flagð.
Háskólabíó
Jade ★ Óspennandi tryllir sem
dregst skelfilega á langinn og lofar
miklu meiru en hann getur staðið
við.
Fyrir regniö ★★★★★ Gagnmerk og
átakanleg mynd sem lýsir því
hvernig kynþáttahatur eyðileggur
gamalgróið samfélag á Balkan-
skaga.
Glórulaus Clueless ★★★★ Alicia
Silverstone er æðisleg smápía og
stelpurnar eru sætar, klárar og
klikkaðar. Ferlega sniðug mynd.
Aö lifa ★★★★★ Epísk og stórbrot-
in mynd þar sem er rakið líf faller-
aðrar landeigendafjölskyldu á tíma
Maós formanns. Fyrir bíófólk en
þó ekki síður áhugamenn um sagn-
fræði.
Apollo 13 ★★★★ Tæknin er stór-
kostleg en það er maðurinn sem er
mesta undrið.
Vatnaveröld Waterworld ★★ Kevin
Costner er með tálkn og sundfit;
kannski háir það honum svolítið.
Laugarásbíó
Hættuleg tegund Species ★★ Ein-
hvers staðar á milli Aliens og In-
vasion of the Body Snatchers —
og ansi slepjulegt.
Dredd dómari Judge Dredd ★ Það
er sjón að sjá Stallone í fínasta
dressi frá Versace, stretsbuxum og
plankaskóm.
Elnkalíf ★★ Þráinn er eins og full-
orðinn maður sem villist óboðinn
inn í partí hjá unglingum — en
reynir að þrauka.
Regnboginn
Kids ★ Sérdeilis óskemmtileg
mynd um unglingalýð í stórborg.
Mikið af hálfberum smástrákum,
en myndin hefur varla annan til-
gang en að hneyksla.
Aö yfirlögöu ráði Murder in the First
★ ★★ Nöturleg mynd um dóms-
morð og niðurlægingu. Kevin Ba-
con er átakanlegur að sjá.
Braveheart ★★★ Mitt í blóðinu og
forinni nær Mel Gibson að kveikja í
þessu líf. Það leynir sér ekki hvað
hann er vel heppnaður tappi.
Sagabíó
Dangerous Minds ★★ Michelle
Pfeiffer reynir að bjarga unglingum
í stórborgarslömmi með því að
kenna þeim ljóð. Ósköp vel meint.
Hættuleg tegund Species
★ ★ Einhvers staðar mitt á milli
Alien og Invasion of the Body
Snatchers — og ansi slepjulegt.
Stjörnubíó
Benjamín dúfa
★ ★★★ Strákarnir fjórir leika af
innlifun og sannfæringarkrafti —
sem einkennir raunar myndina
alla.
Tár úr steini
★ ★★★ Fín mynd og á allt annan
hátt en þær íslensku bíómyndir
sem rísa undir nafni, alvörumeiri,
vandaðri, stærri í sniðum.
Vondir krakkar, góðir krakkar
Kids
Regnboginn
★
Clueless
Háskólabíó
★★★★
Nú á aldeilis að hneyksla.
Framan í mann er hent
hópi amerískra lágstétt-
arunglinga sem allir eru eigin-
lega sama persónan með
sama hundrað orða forðann
Bíó
' y L.
Egill
ÉrjsM Helgason
og það mestanpart klúryrði —
og maður á að trúa því að
þetta sé alveg ofboðsleg
ádeila á bandarískt þjóðfélag.
Þetta gefur sig út fyrir að vera
geigvænlega raunsætt, hrá
mynd og óvægin, og maður á
ábyggilega að verða alveg
bugaður maður — nema þá að
maður sé eins og leikstjórinn
og fái kikk út úr því að
hneykslast eða hneyksla
hressilega.
Ég las í einhverju blaði að
handrit Kids væri skrifað af
tvítugu nördi sem aldrei kem-
ur út fyrir hússins dyr, en hef-
ur setið inni og ímyndað sér
að svona hagi sér allir krakk-
arnir sem vilja frekar skemmta
sér ærlega en vera með hon-
um: Þeir drekki bjór allan lið-
langan daginn, renni um á
hjólabrettum, tali klúrt, sofi
hjá smástelpum, nauðgi smá
ef færi gefst og gangi í skrokk
á einhverjum vitleysingum.
Svona eru þeir semsé ungling-
arnir í myndinni og samfélagið
svaka úrkynjað, en þótt þetta
eigi vísast að vera einhvers
konar cinéma verité á enginn
þeirra foreldra, eða að
minnsta kosti eru þeir ekki
sýnilegir, enginn fer í skóla
eða vinnur fyrir sér eða þarf
að hafa áhyggjur af því að
kunna að lesa eða eiga ekki
fyrir dópi eða bjór; þetta er
„Allirbúa í hroðalega
ósmekklegum húsum og
eru gjörsamlega ómót-
stœðilegir, og þá ekki síst
stúlkan Chersem erskírð
eftir þekktri söngkonu og
hlýturað vera frábœrasta
smápía í heimi. “
semsagt algjör draumaheimur
fyrir svona hundrað prósent
nörd eins og handritshöfund-
inn, Harmony Korine.
Þetta er líka draumaheimur
fyrir leikstjórann, fimmtugan
pervert sem gæti svosem ekki
staðið meira á sama um ung-
lingana, nema af því þeir eru
svo skemmtilega mjóslegnir
og hárlitlir og eiginlega ekkert
bólugrafnir og þarna fær hann
svo mörg tækifæri til að
mynda stráka sem eru helst
alltaf berir að ofan og eru
svona eins og spilltir englar,
en smástelpurnar kannski
ekki alveg jafn sætar en góðar
samt þegar sést í naflann á
þeim. Þetta er einkennilega
húmorsnauð og óskemmtileg
bíómynd, en sé eitthvað
hneykslanlegt við hana er það
helst grasserandi pedófílían
sem er megininntak hennar.
í útlendum blöðum hef ég
verið að lesa að fólk sé annað-
hvort AT/ds-megin í lífinu eða
C/ue/e.s.s-megin í lífinu. Ég segi
glaður að ég er Clueless-meg-
in.
Clueless gerist í heimi þar
sem er alltaf frábært veður, all-
ir aka um í sportbíl eða jeppa
og tala linnulaust í GSM-síma;
allir búa í hroðalega ósmekk-
legum húsum og eru gjörsam-
lega ómótstæðilegir, og þá
ekki síst stúlkan Cher sem er
skírð eftir þekktri söngkonu og
hlýtur að vera frábærasta
smápía í heimi, svo tandur-
hrein og falleg í sálinni þrátt
fyrir hvað hún er yndislega
snpbbuð.
Á þessum stað eru allir góð-
ir og glaðir kjánar, eða að
minnsta kosti afar uppteknir
við sitt; þetta er að sumu leyti
Hluti viðtals féll niður
Vegna tæknilegra mistaka
féll niður upphaf viðtals
við Áma M. Mathiesen í síð-
ustu viku. Það fer hér á eftir,
en Árni er beðinn velvirðingar
á mistökunum.
Fyrst aðeins um ríkisstjórn-
ina. Ertu ánœgður með hana?
„Ég er ánægður með sumt,
en annað ekki. Það eru meiri
rólegheit yfir þessari ríkis-
stjórn en þeirri síðustu, ekki
sömu upphlaupin og stórkost-
legar yfirlýsingar um alls kyns
mál. Maður hefur ekki á tilfinn-
ingunni að samstarfsflokkur-
inn sé að reyna að slá keilur á
kostnað okkar. Ég held að fólk
kunni að meta þetta.
Hins vegar er þessi stjórn
þyngri, það er ekki sama
snerpan. Það getur raunar ver-
ið af hinu góða. Það ríkir meiri
bjartsýni um framtíðina núna
en áður og þá getur verið
betra að hafa styrkari stjórn
og rólegri. Á síðasta kjörtíma-
bili þurfti kannske meiri
snerpu.
Eitt fer þó í taugarnar á mér
og það eru landbúnaðarmálin.
Niðurstaðan úr búvörusamn-
ingnum var fyrirsjáanleg, úr
því okkur tókst ekki að mynda
stjórn með Alþýðuflokknum.
Niðurstaðan hefði orðið lík
þessari í hvaða stjórnar-
munstri öðru sem er og í þess-
ari ríkisstjórn hefur vera
Framsóknarflokksins í henni
þau áhrif að búvörusamning-
urinn varð ekki eins og bezt
varð á kosið.“
Þú vildir halda gamla stjórn-
arsamstarfinu áfram?
„Já, ég sagði það í upphafi,
en það var ekki raunhæfur
kostur miðað við úrslit kosn-
inganna. Forsenda þessarar
skoðunar minnar var til dæm-
is landbúnaðarmálin og ákveð-
inn málefnalegur samhljómur í
utanríkisviðskiptamálum og
raunar viðskiptafrelsi bæði
innan lands og utan.
Við áttum hins vegar í svo-
litlum vandræðum í ríkisfjár-
málum, þar sem Framsóknar-
flokkurinn er líklega auðveld-
ari í samstarfi. Ég hef á tilfinn-
ingunni að Framsóknarflokk-
urinn verji ekki einstaka þætti
velferðarkerfisins af jafnmikilli
eigingirni og Alþýðuflokkurinn
gerði stundum."
Sýnist þér það vera raunin í
fjárlagagerðinni núna?
„Ég veit ekki hversu miklar
ályktanir er rétt að draga
strax, en markmið fjárlaga-
frumvarpsins gefa ákveðnar
vísbendingar. Menn þóttust
líka merkja það af málflutningi
Framsóknarflokksins í kosn-
ingabaráttunni í vor að hann
hefði breytzt nokkuð. Hvort
það eru raunverulegar breyt-
ingar veit maður ekki, það
mun koma í ljós. En ég vil gefa
samstarfinu öll tækifæri til að
skila árangri."
eins og í leikriti eftir Oscar Wil-
de eða sögu eftir P.G. Wode-
house og það eru eiginlega
engir bakþankar eða komplex-
ar eða alvöru vandamál og eng-
in spilling og enginn sem miss-
ir neitt sakleysi. Þvert á móti,
þetta er bíómynd sem hendist
áfram í dásamlegu áhyggju-
leysi, full af brakandi sniðugum
tilsvörum (unglingarnir í þess-
um heimi hafa nefnilega góðan
orðaforða) og alveg laus við að
taka sig, persónurnar sínar eða
yfirleitt neitt hátíðlega. Og er
fyrir vikið einhver fyndnasta
og frísklegasta mynd sem lengi
hefur sést í bíó.
Dodo-lilla-dakinn
Ísíðasta þætti ræddi ég
nokkuð um slakan árangur í
baráttu skólamanna gegn
þágufallssýkinni svonefndu.
En hvernig ætli standi á að
ekki hefur tekist betur til?
Ef við fylgjumst með barni
sem er að læra málið sjáum
við að eitt stig málþroska tek-
ur við af öðru. Fyrst
lærir barnið algeng,
notadrjúg orð eins
og mamma, pabbi
og nei. Svo fer það
að mynda heilar
setningar, stuttar
fyrst en smám sam-
an verða þær lengri
og flóknari að gerð.
Þar kemur að barnið
er orðið altalandi.
Enn er þó málnot-
andinn ungi óviss
um beygingu ein-
stakra orða. Hann
tekur fúslega við
leiðréttingum, festir
þær sér í minni og
endurraðar mál-
fræðikerfinu sem
hann er búinn að
koma sér upp. (Nú
var ég kominn á flug
í þessari hugljúfu
lýsingu og nærri bú-
inn að bæta við „í
litla heilanum sín-
um“ en hætti við
það af því að það
gæti misskilist.) Svo eykst
færnin í meðferð málsins,
hætt er að leiðrétta barnið:
það veit orðið hvað telst rétt
mál og hvað rangt í því um-
hverfi sem það lifir og hrær-
ist í; á heimilinu, barnaheimil-
inu og meðal leikfélaganna.
Barnið er komið með mál-
kennd.
Þegar eitthvað fer í bága
við málkennd okkar finnst
okkur það vera rangt mál.
Setjum nú svo að barn sé alið
upp við að segja mér langar
og mér dreymir, engu síður en
mér finnst og mér sýnist. Svo
kemur biessað barnið í skóla
og kennarinn segir að rétt sé
að segja mér finnst og mér
sýnist, en hins vegar eigi að
segja mig langar og mig
dreymir. — Barninu finnst
kennarinn hafa rangt fyrir
sér. En hann er kennari, full-
orðinn maður og búinn að
læra heil ósköp. Barnið veit
að hann hefur rétt fyrir sér.
En það er hægara sagt en
gert fyrir skólanemann okkar
að venja sig af málnotkun
sem honum finnst rétt og er
honum svo töm að hann beit-
ir henni ævinlega ósjálfrátt
nema kannski þegar hann er
að gera verkefni um óper-
sónulegar sagnir í málfræð-
inni.
„lesum ekki fyrir börn
eins ogþau séu ein-
hverjir aular. Þar á ég
bœði við lesefnið og
framburðinn. “
Af framansögðu má ráða að
ég tel heimilin bera mesta
ábyrgð á því hvernig til tekst
um máluppeldið. Þess vegna
er feikilega mikilvægt að upp-
alendur barna sinni þeirri
skyldu sinni að láta börnin
heyra málið. Það þarf að tala
við börn, lesa fyrir þau, fara
með vísur og kenna þeim
þær; syngja fyrir þau og með
þeim. Ef lestrargeta eða
söngvísi er af skornum
skammti má stöku sinnum
leika fyrir þau plötur og
snældur með sögum og söng-
iögum og leyfa þeim að horfa
á myndbönd með ísiensku
tali.
Þegar við lesum upphátt
fyrir lítil börn veljum við vita-
skuld léttar bækur í fyrstu
með mörgum myndum. „Lest-
urinn" er líklega í upphafi
fyrst og fremst spjall um
myndirnar, við fáum barnið
til að benda á dýr og hluti og
herma eftir nöfn
þeirra. Smám sam-
an fær textinn
meira vægi og þar
kemur að barnið
hlustar á mynd-
lausa sögu ef svo
ber undir. Og eitt
ætla ég að boða hér
og nú og leggja á
ríka, þunga og
mikla áherslu:
Lesum ekki fyrir
börn eins og þau
séu einhverjir aul-
ar. Þar á ég bæði
við lesefnið og
framburðinn. Það
er ekkert nauðsyn-
legt að velja ein-
tómt „smábarna-
efni“ fyrir smábörn
og „barnaefni" fyrir
stálpaðri börn. Þau
þola vel að heyra
annað slagið tor-
meltari texta. Og í
öllum bænum lesið
fyrir börn á manna-
máli en ekki með
einhverjum do-do-lilla-
dákinn-sóni.
(Ýmsir agnúast út í siettur.
Margir lesendur kannast ugg-
laust við tvær sögur af kenn-
urunum. Annar sagði við
nemendur sína: „Engar
enskuslettur, please.“ —
Hinn hafði, eins og fleiri, mikl-
ar áhyggjur af enskum áhrif-
um á íslensku en var farinn
að huga að því að friða síð-
ustu dönskusletturnar. Hann
sagði eitt sinn í tíma: „Nú er
svo komið að dönskuslettur
eru alveg fyrir £>;'.“)