Helgarpósturinn - 18.04.1996, Side 12

Helgarpósturinn - 18.04.1996, Side 12
12 FIMMTUDAGUR1B. APRÍL1996 \ Topp 10 lislinn — yfir þá hluti sem Jón Baldvin Hannibalsson hefði getað sagt við Bryndísi sína Schram þegar hann kom heim í ýsuna eftir að hafa heyrt að sinn forni fjand- maður, Ólafur Ragnar Grímsson, væri langvinsæl- asti forsetaframbjóöandinn. 1. „í fyrsta lagi: Er þessi þjóð gengin af göflunum. Aldrei nokkurn tímann hefði mér dott- ið í hug aö þessi staöa kæmi upp. Verð ég þá ekki aö skipu- leggja hægrikratana mína í fylk- ingu gegn honum?" 2. „í öðru lagi: Hvernig í ósköpun- um á ég aö orka þaö, að standa upp í þinginu og segja: Forseti vor, herra Ólafur Ragnar Grímsson! — og hrópa svo fer- falt húrra, honum til heiðurs?" 3. „í þriðja lagi: Össur Skarphéð- insson og Ólafur Ragnar eru vinir. Hrafn Jökulsson og Ólafur Ragnar eru vinir. Verður þeim þá ekki boðið í öll fínu partýin út á Bessastöðum, en ekki mér? Verð ég ekki skilinn út- undan?" 4. „í fjóröa lagi: Alveg þori ég að veöja, að þjóðin ætlar að kjósa ' Ólaf vegna þess að hann kann þá fögru list að halda kjafti. Hvers vegna get ég ekki fyrir mitt litla líf haldiö kjafti? Svona einu sinni og einu sinni..." 5. „í fimmta lagi: Fleygðu þessari ýsu í ruslið. Ég er að fara með þig á Holtið, kelli mín. Ég veit aö þessi dagur er síðasti gleði- dagur lífs míns og það er eins gott að nýta hann út í ystu æs- ar." 6. „í sjötta lagi: Djöfull andskoti er þetta gott á Davíö Oddsson. Mér líður eiginlega strax betur þegar ég hugsa hversu hörmu- legar sálarkvalir Davíð hlýtur aö taka út núna. Gott á Hannes líka..." 7. „í sjöunda lagi: Ég er búinn aö leita logandi Ijósi aö forseta- efni innan fjölskyldunnar og ekki fundið neitt skárra en Gunnu, mig, þig og Ellert. Er þetta ekki fullkomlega vonlaust stríð?" 8. „í áttunda lagi: Þaö er náttúr- lega sárara en tárum taki, að nú get ég ekki orðiö utanríkis- ráðherra á nýjan leik. Þaö er vitaskuld útilokað að ég verði fylgdarsveinn Ólafs á ferðum erlendis." 9. „í níunda lagi: Eggja-Grímur hefði án vafa tekið þessu eins og hverju öðru hundsbiti og ró- iö eða sigið þetta úr sér. Hvað get ég tekið til bragðs annað en að fara í laugina? Þetta nú- tímalíf..." 10. „Eru menn búnir aö gleyma Svart á hvítu-hneykslinu, sklt- legu eðli Davíðs, Skattmanni, skoðanaskiptunum, flokka- flakkinu — brennivínsmálinu og skinkumálinu? Nei, bíddu- bíddu... Það vorum við!" Páll Rósinkrans: „Þetta byrjaði alltsaman á því að ég fór að finna allskonar mannakorn, eða ritningarbrot úr Biblíunni, á gólfinu heima mér. Ég hafði oft staðið mig að því að reyna sjálfur sannfæra fólk um að Guð væri til — án þess þó að ég hafi komið mér í að leita hans sjálfur. En svo fann ég mannkorn sem á stóð eitthvað á þessa leið: Pú sem sem fræðir aðra og segir að eigi megi stela eða drýgja hór, en gerir það samt sjálfur... Þú sem þannig fræðir aðra, því fræð- ir þú ekki sjálfan þig?“ „Ég er forfallinn frelsaður trúar- ofstækismaðuru .. s Mynd: Jim Smart Mikið vatn hefur runnið til sjávar í lífi Páls Rósin- krans, einnar skærustu rokk- stjörnu íslands, frá því að hann brá sér vestur um haf eftir ára- mót ásamt félögum sínum úr Jet Black. Förinni var nánar tiltekið heitið á hið árlega rokkmót South by South-West í Austin í Texas. Fjögur þúsund bönd víðsvegar að úr heiminum sótt- ust eftir að komast á hátíðina, en aðeins 200 hrepptu hnossið. Og þar á meðal var íslenska eð- alrokksveitin Jet Black Joe. Upphaflega stóð til að fara til London, en að sögn Páls, sem er söngvari hljómsveitarinnar, freistaði tilboðið frá Bandaríkj- unum meira, enda eru á hátíð- inni jafnan samankomnir frá öll- um heimshornum allir þeir sem með einum eða öðrum hætti tengjast plötuiðnaðinum. Þótt óvissa ríkji nú með framtíð Jet Black Joe var í framhaldi hátíð- arinnar ráðist í að ræða við bandarísk plötuútgáfufyrirtæki. Nú nýverið gerði hljómsveitin samning í Japan, en hafði fyrir nokkru gert útgáfusamninga á Norðurlöndum og í Benelux- löndunum. Eigið þið von á að eitthvað komi út iír þessurn samning- um í bráð? „Þetta er allt svo mikil bull og vitleysa, að það er best að bíða ekki eftir neinu. Ef maður ætlaði að vera að pæla í slíku færi mað- ur nú fyrst í hundana. Það er bara best að líta það sem happ- drættisvinning ef eitthvað kem- ur út úr þessu. Á meðan reynir maður bara hugsa um sjálfan sig og það sem maður er að gera.“ Er ekki rétt að þú dreifir huganum með því að vinna á dekkjaverkstœði? „Jú, góður vinur minn opnaði fyrir skömmu dekkjaverkstæði og smurstöð í Garðabænum og bauð mér að vera með í verk- efninu. Ég ákvað bara að kýla á það. Það er auk þess ágætt að reyna að prófa lifa eðlilegu lífi og komast í daglega rútínu eftir allt rokkaralífernið." Guð sagði mér að snúa við blaðinu Það fór í loftið nýverið, að þú vœrir frelsaður. Hefur það eitthvað með það að gera, að þú ert í innsta hring Krossins sem frœndi söng- konunnar Sigríðar Guðna- dóttur og nátengdur forstöðu- manninum Gunnari Þor- steinssyni? „Það er rétt að ég er í innsta hring fjölskyldunnar, en þetta fólk hefur síður en svo eitthvað verið að röfla í mér. Þetta virkar ekki þannig. Ég trúi því að Guð sé lifandi og ekki dáinn úr öllum æðum eins og þorri fólks vill al- mennt halda. Ég fann það bara sjálfur, að það var verið að herja á mig. Guð var að segja mér að ég þyrfti að snúa við blaðinu.“ Hvernig kom það til? „Þetta byrjaði alltsaman á því að ég fór að finna allskonar mannakorn, eða ritningarbrot úr Biblíunni, á gólfinu heima mér; mannakorn sem komu væntanlega þangað af sjálfu sér. Ég hafði oft staðið mig að því að reyna sjálfur að sannfæra fólk um að Guð væri til — án þess þó að ég hafi komið mér í að leita hans sjálfur. En svo fann ég mannkorn sem á stóð eitthvað á þessa leið: Þú sem sem frœðir aðra og segir að eigi megi stela eða drýgja hór, en gerirþað samt sjálfur... Þú sem þannig frœðir aðra, því frœðir þú ekki sjálfan þig? Mannakornið endaði á þessari setningu: Yðar vegna verður nafn Guðs fyrir lasti með- al heiðingjanna.. Þetta þýðir með öðrum orðum, að ég trúði en gerði síðan tóma steypu sjálfur." Frelsaðist þú á einni nóttu? „Neinei, þetta var lengi að gerjast innra með mér. Það var ekki fyrr en fyrir þremur mán- uðum, að ég byrjaði ég að fara á samkomur. Það greip mig svona rosalega.“ Hvað var það —stemmning- in...? „Ekki beint stemmningin. Mál- ið er, að Guð er til. Og ef þú leit- ar hans af einlægni og trú þá snertir hann þig. Þá lætur hann finna fyrir sér. Frelsun gengur ekki út á, að einhver sé að heila- þvo einhvern. Það er algjör mis- skilningur að einhver prestur geti — af því hann er góður ræðumaður — troðið einhverju inn í hausinn á manni. Frelsunin gerist innra með hverjum og einum. Eins og Biblían segir er orð Guðs lifandi og talar til þín — ef þú ert tilbúinn til þess að hlusta. Það getur enginn sann- fært neinn um að Guð sé til. Hver verður að finna það hjá sér sjálfur, en þá verða þeir líka að leita sjálfir." Ég er hamingjusamur Hefur trúin breytt lífi þínu? „Ég hef aldrei verið betri, ég er hamingjusamur maður...“ Ertu þá búinn að segja skil- ið við töffarann í þér? „Ég er náttúrlega ennþá ég, en maður er kannski samt að breytast jafnt og þétt. Það teng- ist líka bara almennum þroska. Annar útbreiddur misskilningur er sá, að fólk almennt heldur að það að fara á svona ofsatrúar- samkomur geri það að verkum að maður megi ekki gera þetta eða hitt; að maður megi hvorki drekka né reykja, konur verði að ganga í pilsi og svo framveg- is.“ Lifir þú lifir eðlilegu lífi? „Jájá, en hvað er annars eðli- legt líf? Málið er það, að maður fer á svona samkomur til þess að gefa Guði séns á því að snerta mann. Það sem við ger- um er ekki svo mikið á okkar valdi. Við erum ekki að berjast við það af því okkur langar til þess, heldur er Guð að gefa okk- ur eitthvað af sínu eðli. Mann fer bara að langa til þess að gera annað en maður hefur hingað til gert.“ Ertu þá hœttur að drekka og reykja?p „Ég reyki nú ennþá, en ég hef ekki drukkið í einhverja tvo mánuði. Það vita það allir, að fyllerí er tóm vitleysa. Hver ein- asti kjaftur viðurkennir það. Hver einasti kjaftur veit líka, að það er alger vitleysa að reykja. Og allt það sem er í raun og veru fyrir okkur í lí/inu er vit- leysa. En einhverra hluta vegna gerum við það. Við megum ekki gleyma því að ástæðan fyrir því að Jesús Kristur kom á jörðina er sú, að við gátum ekki gert það sem við vildum gera. Við gátum ekki fylgt orðum Guðs; boðorðunum tíu til dæmis. Við gátum ekki gengið gegnum þetta líf án þess að ljúga. Við gátum ekki gengið gegnum þetta líf án þess að stela, drýgja hór eða hvað sem er. Þess vegna kom Jesús Kristur; til þess að gefa okkur séns á því að fá fyrirgefningu. Við réðum ekki við syndir okkar, þess vegna biðjum við hann um að gefa okkur sitt eðli svo að við getum þroskast. Margir halda að um leið og þeir skíri barn sitt eigi það greiða leið inn í himnaríki, sem er algjör misskilningur. Hugur verður að fylgja máli. Það sama á við um fermingar. Pælið í hræsninni. Það er bara hræsni að vilja bara gjafirnar og búið.“ Fermdist ekki — Er auð- mjúkur maður Varst þú ekki einn af þeim sem fermdist til þess að fá gjafir? „Ég fermdist ekki einu sinni, en ég hélt hins vegar veislu og fékk gjafir. Ég var samt á þeim tíma löngu búinn að ákveða að ganga þann veg sem ég er á núna, en fór svo í uppreisn." Sœkir þú oft samkomur? „Að meðaltali tvisvar sinnum í viku. Þetta er orðið mitt djamm. Á svona samkomnum verður fólk drukkið af anda Guðs í stað þess að þurfa hella í sig flösku af brennivíni.;.“ Sem sterkur söngvari — yf- irgnœfir þú ekki allt og alla á samkomunum? „Nei, ég er auðmjúkur maður, en ég hef verið að syngja svolít- ið gospel. Það er mikið af góðu tónlistarfólki á samkomum hjá Krossinum sem sést best á því að það hafa verið gefnar út nokkrar plötur á vegum Kross- ins.“ Ætlar þú að snúa þér að go- spelsöng? „Já, það er framtíðaráformið. Það getur verið að ég syngi inn á plötu sem líknarfélagið Kross- götur ætlar að gefa út í sumar. Það félag hefur líka verið að gefa út trúarsöngva með Bjögga, Diddú og fleirum þeim til styrktar stúlknaheimilinu. Ég get þó ekki hugsað mér að syngja tónlist í anda þeirra, enda snýst gospel um lofjörðar- texta til dýrðar Guði. Ekki um einhverja ákveðna tónlista- stefnu, eða einhverja vitleysu.“ Jet Black Joe og gospel- tónlistin Hefur þér tekist að fú fé- laga þína úr Jet Black Joe til þess að fremja lofgjörðartón- list með þér? „Já, raunar. Ég og Gunnar Bjami höfum verið að tala um það okkar á milli, að gera jafn- vel gospelplötu, en ég býst við að hún verði gerð í mínu nafni. Mér finnst ekki passa, að Jet Black Joe fari allt í einu að syngja lofgjörðarsöngva Guði til dýrðar.“ Er kannski stutt í það að þú fáir Jet Black Joe með þér í Krossinn? „Ég skal ekki segja um það. Hver maður verður að velja fyr- ir sjálfan sig. Það er allt í bið- stöðu með hljómsveitina hér heima þótt verið sé að vinna í okkar málum erlendis. Sjálfur stefni ég að því að gera gospel- plötu fyrir jólin. Það er allavega draumurinn og ég býst við því að allir textarnir verði á ensku sem fyrr. Á meðan ég, söngvar- inn, er forfallinn og frelsaður trúarofstækismaður býst ég við að lítið heyrist frá Jet Black Joe.“ Eru félagar þínir ekkert móðgaðir út í þig, að vera leysa svona upp liljómsveit- ina? „Þeir tóku vel í þetta, enda ekkert nema gott um þetta að segja. Ef mér líður vel þá eru þeir ánægðir. Ég er líka sann- færður um að þeir og fólk al- mennt veit að það er bæði til gott og illt, hvernig sem svo- sem það skilgreinir og réttlætir það illa gagnvart sjálfum sér. — En þetta er allt gott og bless- að.“ Ein skærasta rokkstjarna íslands, Páll Rósinkrans úr Jet Black Joe, frelsaöist fyrir þremur mánuðum og gekk í Kross- inn. í samtali við Guðrúnu Kristjáns- dóttir segir hann frá þeirri upplifun og deilir þeim draumi sínum, að syngja inn á heila lofgörðarplötu — Guði til dýrðar — fyrir jólin.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.