Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 29.08.1996, Qupperneq 14

Helgarpósturinn - 29.08.1996, Qupperneq 14
14 RMMTUDAGUR 29. ÁGÚST1996 Fram undan eru merk tímamót hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Aldarafmælis félagsins verður minnst á veglegan hátt og af þessu tilefni spjallaði Sæmundur Guðvinsson við Þórhildi Þorleifsdóttur leikhússtjóra. Þau átök sem urðu hér síðastliðinn vet- ur skildu eftir sig sár en nú leggjast allir á eitt um að græða þau sár og hefja leikinn að nýju... Eg held að það hafi aldrei verið sýnd svona mörg ís- lensk verk á einu leikári hjá Leikfélagi Reykjavíkur eða öðr- um leikhúsum landsins. En þegar stórafmæli er annars vegar eru nokkrar leiðir til að halda upp á það. Til dæmis að vera að heiman, bjóða aðeins nokkrum vinum eða þá að hafa opið hús þar sem allir eru vel- komnir. Og það er einmitt það sem við ætlum að gera í tilefni aldarafmælisins; bjóða öllum til okkar,“ sagði Þórhildur Þorleifsdóttir, leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, í sam- tali við Helgarpóstinn. Leikfélagið verður 100 ára í vetur og hefur nú kynnt hvað boðið verður upp á í Borgar- leikhúsinu í tilefni afmælisins. Það vekur sérstaka athygli að ein sjö íslensk leikverk verða sýnd af þessu tilefni. Þórhildur var spurð hvað réði því eink- um að aldarafmælisins væri minnst með þessum hætti. „Okkur var auðvitað mikiil vandi á höndum þegar ákveða skyldi hvernig best væri að halda upp á þessi merku tíma- mót. Eitthvert eitt sérstakt verk til að sýna sem afmælis- leikrit er vandfundið. Við eig- um ekki auðuga klassík að sækja í hvað varðar íslensk leikrit og sum sem teljast til okkar bestu verka hafa nýlega verið sýnd. Ef ákveðið hefði verið að taka eitt erlent sígilt stórverk til sýningar er því miður ólíklegt að aðsókn hefði orðið sem skyldi. Því var það niðurstaðan að dreifa afmælis- veislunni á heilt ár og færa áhorfendum og leikhúsinu þá gjöf að ráða svona marga ís- lenska höfunda til að taka þátt í þessari afmælisveislu.“ Nú er því stundum haldið fram að leikhúsin séu rög við að taka ný íslensk leikrit til sýningar þrátt fyrir mikið framboð. Leikhúsin þori ekki að taka þá áhœttu og sœki því frekar í að sýna verk þekktra erlendra höf- unda. „Að vissu leyti er nú ekki sanngjarnt að halda þessu fram. Ég held að það sé óvenjumikið sýnt hér af verk- um innlendra höfunda miðað við það sem gerist með öðrum þjóðum. Ég var einmitt að lesa helsta leikhúsblað Þýskalands þar sem fjallað er um leiklistar- hátíðir og þar er spurt hvar nýju leikritaskáldin sé að finna. Það má ef til vill segja að þetta sé alþjóðleg kreppa. En ég held að hlutfall innlendra verka sé óvenjuhátt í leikhús- um hér á landi. Það berst mjög mikið af ís- lenskum handritum til leikhús- anna en J)að er ekki þar með sagt að hægt sé að sýna þau öll. Það er mjög dýrt að leggja í þann kostnað að vinna með höfundum þar til verk er orðið sýningarhæft. Ef leikhúsin fá ekki handrit sem eru nokkurn veginn tilbúin þarf mjög mikla peninga og vinnu til að koma þeim áfram. Staðreyndin er sú að það er mjög flókið ferli að skrifa fyrir leikhús og engin til- viljun að heimsbókmenntirnar eiga mun minni afrakstur í leik- ritaskrifum heldur en í skáld- sögu- og ljóðaskrifum. En á síðasta ári var Borgarleikhúsið að gera tilraun með höfunda- smiðju og það er í fyrsta sinn sem gerð er markviss tilraun í þá átt að leiða fólk áfram á þessari braut. Vonandi getum við haldið þeirri starfsemi áfram næsta vetur.“ En svo við víkjum aftur að afmœlinu sjálfu. Verður eitt- hvað meira um að vera en leiksýningarnar sem þegar hafa verið kynntar? „Já. Það er verið að skrifa sögu Leikfélags Reykjavíkur og það rit kemur væntanlega út í kringum afmælið. Við verðum einnig með stóra afmælisdag- skrá hér í húsinu sem verður með nokkuð öðrum hætti en sýningarnar sem fara fram á leiksviðunum. Þetta verður dagskrá sem tengist Leikfélag- inu og sögu þess. Við reynum að skyggnast í það hvernig samfélagið var á hverjum tíma og hvernig leikhúsið var. Það verður borið niður hér og þar í sögu félagsins með nýstárleg- um hætti og má segja að sú sýning berist víða um húsið. Það verður leikið og sungið og sagt frá, bæði í máli og mynd- um, og óhætt að segja að þetta verður fjölbreytt afmælisdag- skrá. Ýmislegt fleira er í bígerð og fleiri en Leikfélag Reykjavík- ur koma við sögu.“ Er allt að falla í Ijúfa löð í Leikfélaginu eftir lcetin sem urðu fyrr á þessu ári? „Já, ég held að allir hafi orð- ið sammála um að nú yrði að hefjast annar kapítuli. En það fer ekki hjá því að þau átök sem urðu hér síðastliðinn vet- ur skildu eftir sig sár og það þurftu allir að leggjast á eitt um að græða þau sár og hefja leikinn að nýju. Hitt er svo ann- að mál að það má ekki heldur gera alltof mikið úr þessu. Ef fólk myndi lengra en nokkra mánuði aftur í tímann þá er það nú svo að saga jafnt Leik- félagsins sem Þjóðleikhússins einkennist bæði af góðærum og lakara tíðarfari ef svo má taka til orða. Það eru ekki mjög ^ mörg ár síðan svipað umtal J var um Þjóðleikhúsið og átti ji sér stað um Borgarleikhúsið. é Þá voru uppi háværar raddir § um að það ætti bara að loka Þjóðleikhúsinu, segja upp öll- um leikurunum og leigja húsið út til leikhópa af því þá áraði illa. En það rétti úr kútnum, rétt eins og við ætlum að reyna að gera núna hjá Leikfélaginu. Það skiptast á skin og skúrir á þessum vettvangi sem annars staðar en nú erum við öll önn- um kafin við að undirbúa glæsilega afmælishátíð sem best,“ sagði Þórhildur Þorleifs- dóttir leikhússtjóri. Verkefnaskrá LR á aldarafmælinu íslenskur farsi fyrst á dagskrá Fyrsta frumsýningin á aldarafmæli Leikfé- lags Reykjavíkur verður í næsta mánuði. Þá verður tekið til sýningar nýtt leikrit eftir Áma Ibsen sem ber heitið Ef ég vœrí gull- fiskur. Þetta er farsi að fyrirmynd frönsku meistaranna Georges Feydeau (Fló á skinni) og Eugéne Labiche (ítalskur strá- hattur). Leikritið fjallar um íslenskan sam- tíma — íslenska stórfjölskyldu, fjármál, frama og framhjáhald. í september verður enn fremur frumsýnt Largo Desolato eftir Václav Havel. Þetta er áhrifamikið verk eftir forseta Tékklands. Gamansemi er á yfirborðinu en djúpur harmur býr undir. Skáldið er hér hvorki að fjalla beinlínis um eigið líf né umhverfi held- ur hefur verkið víðtæka skírskotun í jwer- sagnakenndum heimi. Trúðaskólinn eftir Friedrich Karl Waechter/Ken Campell er trúðleikrit fyrir börn sem frumsýnt verður í október. Þar segir frá skólagöngu trúðahóps og baráttu þeirra við sjálfa sig og kennarann. Kennslu- stundir enda í óyfirstíganlegri óreiðu og í skólaferðalagi gerast ólíklegustu atburðir. í október verður einnig frumsýnt gaman- leikritið Svanurinn eftir Elizabeth Egloff. Þessi bandaríski gamanleikur er dulúðugt og áleitið verk. Leikritið er mjög óyænt og undarlegt, fyndið og ljóðrænt. Þetta er sam- starfsverkefni við leikfélagið Annað svið. Dðminó eftir Jökul Jakobsson verður svo frumsýnt í desember. Dularfullt leikrit, í senn einfalt og flókið, sem sýnir okkur ráð- villt fólk í þjóðfélagi allsnægta. Jökull var eitt merkasta leikskáld þjóðarinnar og flest leikrita hans voru frumflutt af Leikfélagi Reykjavíkur. Margir telja Dóminó eitt besta leikverk Jökuls enda hlaut það mjög góðar viðtökur þegar það var frumflutt í Iðnó 1972. í janúar verður frumsýnt nýtt íslenskt leikverk með söngvum byggt á Ijóðum eftir Tóméis Guðmundsson og er höfundur þess Karl Ágúst Úlfsson. Leikverkið nefnist Fagra veröld. I febrúar verður Frumsamið dansverk og La Cabina 26 eftir Jochen Ulrich á fjölum Borgarleikhússins. Þetta er ein sýning þar sem flutt eru tvö verk eftir eitt fremsta dansskáld álfunnar. Ulrich hefur stjórnað danshópnum Tanz-Forum í Köln frá stofn- un árið 1971. Þetta er samstarfsverkefni við fslenska dansflokkinn. Völdundarhus eftir Sigurð Pálsson verður frumsýnt í mars. Þetta er átakaverk sem gerist á síðasta áratug tuttugustu aldar. Öfl- ugar valdablokkir takast á um ákveðið verksmiðjuhús og hvernig eigi að nota það. Bakgrunnur atburða og persóna er Reykja- vík á þessari öld. Ofsafengið andrúmsloft, svefnleysi, spenna og þreyta. í mars frumsýnir Leikfélagið enn fremur Ástarsögu 3 eftir Krístínu Ómarsdóttur. Þetta er óvenjulegt leikrit um ást á hrakhól- um og vináttu sem er líka ást. Við erum leidd inn í táknrænan ástarskóg sem fólk er alltaf að lenda í. Þegar kemur fram í apríl verður Vor í Týr- ól eftir Svein Einarsson frumsýnt. Þetta er söngleikur, byggður að hluta á Sumar í Týr- ól eftir Ralph Benatzky. Tónlistin er eftir hann og fleiri. Atburðirnir gerast í frægu gistihúsi við Wolfgang-vatn í Týról síðla vetrar. Gistihúsið er rekið af íslenskri konu og er afar vinsæll gististaður íslenskra hópa í skíðaferðum. Frá síðasta starfsári halda áfram sýning- ar á Stone Free, Konur skelfa og Barpar. Þá má nefna að vikulegir tónleikar verða í sam- vinnu við Stöð 2 og Bylgjuna, kynningar- heimsóknir grunnskólabarna, ævintýraleik- ritið Gulltáraþöll og danssýningin Kaldur sviti. -SG Við bjóðum öllum í afmælið Menningarmolar ■ Á laugardaginn veröur opnuö sýning á verkum Valgerðar Guð- laugsdóttur í Gallerí Greip aö Hverfisgötu 82. Valgeröur lauk námi í skúlptúrdeild Myndlista- og handíöaskóla íslands áriö 1994. Þetta er hennar fyrsta einkasýn- ing en hún hefur tekiö þátt í sam- sýningum heima og erlendis. ■ Stjörnubíó hefur í nokkra daga endursýnt kvikmyndina Tár úr steini sem fjallar um tímabil í ævi tónskáldsins Jóns Leifs. Kvik- myndin hefur aö undanförnu veriö sýnd á kvikmyndahátíöum í Bandaríkjunum og víös vegar um Evrópu. Með haustinu veröur hún einnig sýnd á kvikmyndahátíð í Ástralíu. Tár úr steini hefur hlotiö ýmiss konar viðurkenningu og góöa dóma. Síðasta sýning á Tári úr steini veröur í Stjörnubíói í kvöld klukkan 19 og er það aö öllum líkindum síöasa tækifærið til að sjá myndina í bíói hérlendis. ■ Aðalsteinn Bergdal leikari hefur tekið saman dagskrá um Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi sem flutt veröur í Dav- íöshúsi á Akureyri á föstudags- kvöldiö klukkan 20.30 og einnig á laugardag klukkan 17. Að- gangseyrir er 500 krónur og hús- iö verður opnaö hálftíma áður en dagskrá hefst. Dagskránni er ætl- að að höfða jafnt til þeirra sem vilja efla kynnin viö Davíð Stef- ánsson og skáldskap hans sem og þeirra sem þekkja hann gjörla og þrá af honum sífelld kynni. ■ Á sunnudaginn klukkan 20 veröa fyrstu tónleikar starfsársins í tónleikaröö Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar. Á tónleikunum koma fram þrír strengjaleikarar, Guðný Guðmundsdóttir fiölu- leikari, Unnur Sveinbjamardótt- ir víóluleikari og Nina G. Flyer sellóleikari. Þær munu flytja trió eftir Schubert og Dohnanyi og dúó eftir Mattinu og Ravel. Tón- leikamir í tónleikarööinni veröa fimm í vetur. Sérstakir tónleikar veröa haldnir þann 29. september til heiöurs Halldóri Haraldssyni píanóleikara sem lætur nú áf störfum meö tríóinu. Peter Maté tekur viö sem píanóleikari triósins en aörir meðlimir verða eftir sem áöur Guöný Gúömundsdóttir og GunnarKvaran sellóleikari. ■ Á laugardaginn opnar Gréta Mjöll Bjamadóttir sýningu á grafíkverkum í Gallerí Horninu aö Hafnarstræti 15. Gréta nefnir sýningu sína Var — ný þrykk af gömlum klisjum, sem vísar til þess aö verkin eru þrykk af göml- um legsteinum við Suöurgötuna. Tæknin er upprunnin í Kína en þarlendir grafíklistamenn taka þrykk af letursteinum. Gréta Mjöll hefur haldið fjölda einka- og sam- sýninga, meðal annars í Kína, Danmörku og Svíþjóð. Sýning Grétu Mjallar stendur til 18. sept- ember. ■ Á Óháðri listahátíö veröa mynd- listarsýningar á ýmsum stööum í borginni. í Eldgömlu Isafoldi Þingholtsstræti verður Innsetning fyrir líkama, Hvíld, sýning Sigur- bjargar Eiðsdóttur. í sal Is- lenska grafíkfélagsins aö Tryggva- götu 15 sýna Kristbergur Pét- ursson og Sveinbjöm Halldórs- son. í Suöurgötu 7 sýna þau Tómas Ponzi, Lína Rut, Jóhann Valdimarsson og Jón Sæmund- ur Auðarson. í Gallerí Fischer- sundi sýna Anna Braga, Thom- as Elovsson, Ámi Guðmunds- son og Per Huttner.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.