Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 18
F1MMTU0AGUR 29. ÁGÚST1996 18 {tilefni af komu bresku hljómsveitarinnar Blur hingaö til lands á næstunni spjallaði SigurðurÁgústsson viö Þorstein Kragh, framkvæmdastjóra tónleikanna, um Blur, umboösménnsku, Uxa ogfleira... Byrjaði allt í rjúpu með Bubba Island er orðið að uppá- haldslandi popparanna. Á Þessu ári hafa Bowie og Pulp skemmt landanum, að ógleymdri sjálfri Björk. Nú bætist enn I fríðan flokk íslandsvina ársins 1996 og ólíkt mörgum öðr- um íslandsvinum er hér um að ræða menn sem eru ástfangnir af landi og þjóð eins og kemur berlega í ljós í eftirfarandi viðtali við Þorstein Kragh, um- boðsmann, tónleikahald- ara og altmugligtmand. „Var blekktur í þetta“ Denni, eins og Þorsteinn Kragh er kaliaður, er einn fárra íslendinga sem hafa haft um- boðsmennsku hljómsveita að aðalvinnu. Það liggur því bein- ast við að spyrja hvernig hann hafi dregist inn í þennan heim. „Það var á rjúpnaveiðum með Bubba uppi á Héraði. Hann sagði að sig vantaði um- boðsmann og bað mig að taka það að mér. Ég sagði nei. Það varð þó úr að ég ákvað að hjálpa honum með eina tón- leika; ég var blekktur í þetta. Þetta var fyrir 7 árum.“ Þú ert nú einmitt frœgur fyrir að hafa verið umboðs- maður frœgustu hljómsveita og listamanna íslenskra og má þar nefna, auk Bubba, KK og Jet Black Joe, að ógleymdum Richard Scobie. En heimsfrœgðina hlaustu eftir að til ryskinga kom á ísafirði þegar þú varst með hljómsveitina Jet Black Joe á þínum snaerum. Varðst frœgur að endemum. „Isafjarðarmálið er búið og gert. Þar fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Við urðum innlyksa á ísafirði og þar fram eftir götunum. Það er ekkert meira um það að segja.“ Seinþreyttur til vandræða þótt ég sé skapmikill Nú er einn fyrrum skjól- stœðinga þinna, Bubbi Mort- hens, landsþekktur fyrir boxáhuga og hefur sjálfur sagt frá því að í eina tíð hafi honum oft verið laus höndin við heimamenn. Lœrðirðu þetta afhonum? „Nei,“ segir Denni og hlær dátt. „Þótt ég sé skapbráður maður þá er ég seinþreyttur til vandræða og stofna aldrei til slagsmála. Hvað Bubba varðar má hann eiga það að eftir að ég kynntist honum er hann mikill friðarins maður.“ Berðu kala til ísfirðinga eftir að hafa fengið að dúsa saklaus í dýflissunni með Páli Rósinkrans heila nótt? „Nei, alls ekki, ísfirðingar eru gott fólk og þar á ég marga góða vini.“ Skífumenn hafa samband... Árið í ár hefur verið ís- lenskum tónlistaráhuga- mönnum gott; Ash, Cardigans, Björk, Bowie ojg Pulp hafa þeg- ar spilað fyrir Islendinga og nú er von á einni allra stærstu sveitinni í bransanum: Blur. Verða þetta ekki stærstu tón- leikar sem haldnir hafa verið hér? „Það hafa margar góðar sveitir sótt okkur heim; Led Zeppelin, Deep Purple, Kinks og þar fram eftir götunum. „Jarvis hefur í blaðaviðtölum sagt Islandsferðina standa upp úr eftir 15 ár í bransanum. Betri gerast meðmælin varla." Þetta verða þó með stærri tón- leikum hér.“ Hvernig kom það til að þú gerðist framkvœmdastjóri tónleikanna? „Ég byrjaði að vinna fyrir Uxa-menn fyrir tveimur árum og var þá í því að flytja inn hljómsveitir í samvinnu við þá. Reyndar meira svokallaðar ,,indie“-hljómsveitir eins og Drumclub og mjög mikið af DJ- um. Svo tók ég að mér verkefni fyrir Uxa, Ash-tónleikana sem gengu vel fyrir sig þótt fleira fólk hefði mátt mæta. Síðan var það Pulp og þegar Skífan ákvað að halda veglega 20 ára afmælishátíð var mér boðið að sjá um framkvæmdastjórn á Blur-tónleikunum sem ég og þáði. Þar fyrir utan var ég bú- inn að ná ágætu sambandi við Blur-menn. Þeir hafa sömu út- gefendur og Pulp. Þeir þekktu til mín úti og því var ekki erfitt að fá samþykki þeirra.“ Margt farið til fjandans... Það hlýtur að hafa verið erfitt að koma íslandi inn á landakort erlendra hljóm- sveita eftir að misgáfulegir menn fengu misgáfulegar hljómsveitir til landsins þar sem orð og efndir fóru ekki alltaf saman. Það hefur varla verið til að bœta fyrir fámennið hér. „Þetta hefur verið þrotlaus vinna í tvö ár. Það hefur margt farið til fjandans og ekki bætir úr skák að við erum ansi fá og því verður eitthvað annað en gróðasjónarmið að ráða ferð- um hljómsveitarinnar.“ Sem dæmi um umfang tón- leikanna má nefna að um 100 manns verða í vinnu á vegum tónleikahaldaranna þann 8. september, auk þess sem margir hafa unnið að þessu með öðru í nokkrar vikur. Fyrir þá allra forvitnustu má geta þess að símareikningur Denna hleypur á mörgum tugum þús- unda og hundruðum, og það eru ekki „0-900“ númer sem hann er að hringja í. „íslandsferðin stendur upp úr“ Hvernig kom það til að Blur ákvað að spila á land- inu? „Björk bauðst til að lána Jar- vis Cocker, söngvara Pulp, íbúðina sína í viku í fyrra í viku. Hann dvaldi tvo daga í Reykjavík og restinni eyddi hann úti á landi. Jarvis sagði Damon hversu vel sér hefði líkað dvölin og eins og menn vita hrifust bæði Jarvis og Damon af Iandinu. Ég fékk upp- hringingar frá umboðsmönn- um Pulp og Blur, Richard Pri- est og Ifan Thomas, þar sem þeir þökkuðu kærlega fyrir móttökurnar fyrir hönd hljóm- sveitanna. Richard Priest sagði Pulp ekki hafa haft það jafn þægilegt og átt jafn góðan tíma á hljómsveitarferðalagi og hér á íslandi. Það verða að teljast góð meðmæli því hljóm- sveitin hefur verið að í 15 ár. Jarvis var spurður að því I við- tali ekki alls fyrir löngu í bresku pressunni hvað stæði upp úr eftir ailan þennan tíma og hann sagði að að það væri íslandsferðin.“ Oasis væntanleg? Ætti þá ekki að vera lítið mál að fá þekkt fólk til að koma til Islands eflir allt þetta stjörnuflóð? „Það vilja mjög margir koma og án þess að fara nánar út í þá 266 bjórar, 5 naríur og margt fl Að mörgu smálegu er að hyggja þegar súper- grúppa á borð við Blur sækir landann heim. Þeir sem hafa haldið Blur-menn einhverja sóða eru á villigötum því þeir vilja hafa tiltækar nýjar boxaranærbuxur baksviðs eftir tónieikana. Það er Eikl Feíti á Salatbarnum sem sér til þess að enginn Blur- manna verði hnugginn í bragði og hann mun sjá til þess að eftirfarandi óskir Blur verði virtar. Hér fer á eftir listi, ættaður frá Blur, með fyrirmælum um hvað skuli vera við höndina í það og það skiptið. Við komu sveitarinnar: Ferskir ávextir Fat, ídýfa og flögur og bragðsterkt snakk Gott úrval osta Kex og smurostar fyrir ofangreind atriði Úrval gosdrykkja (20 dósir) Tveir lítrar af ferskum appelsínusafa 1 lítri af ferskri léttmjólk Aðstaða til að búa til te og kaffi 10 eins lítra flöskur af lindarvatni Diskar, hreinlætisvörur og fleira: 20 vatnsglös (ekki plast) 30 vínglös 20 kampavínsglös 20 viskíglös 5 pör af boxaranærbuxum 5 pör af svörtum gæðasportsokkum íslenskar kræsingar (komið okkur á óvart) 10 pakkar af Marlborough Light 5 pakkar af Camel Filter Vasi með ferskum blómum Sjúkrakassi Nægar birgðir af ís, bali til að kæla bjórinn i og fata til að skenkja drykki í 10 handklæði 2 sápustykki 1 sjampóflaska 1 pakkning af einnota rakvélum 1 raksápa 40 mínútum áður en fara á bak- sviðs: 30 flöskur af innflutt- um gæðabjór (ekki Mill- er, Bud o.s.frv.) 1 flaska af evrópsku gæðarauðvíni (franskt, spænskt, ítalskt...) 1 tappatogari Baksviðs, 10 mínútum fyrir tónleikana: 15 handklæði 20 eins lítra vatnsflöskur 20 plast-„glös“ 30 flöskur af innfluttum gæðabjór (ekki Miller, Bud o.s.frv.) Eftir tónleikana (sjjáið til þess að þessu verði komið iyrir í búningsherberginu meðan hljómsveitin er á sviðO: 200 flöskur af innfluttum gæðabjór (ekki Mill- er, Bud o.s.frv.) 8 flöskur af evrópsku gæðarauðvíni (franskt, spænskt ítalskt...) 1 flaska af Martini (dry) 1 flaska af bresku gini (Bombay Saphire myndi koma sér vel) 2 Iítrar af indversku tóniki 2 ferskar sítrónur, beittur hnífur og skurð- bretti 6 flöskur af gæðakampavíni (hafið hugfast að kampavín kemur eingöngu frá Champagne-hér- aðinu í FRAKKLANDI) 6 dósir af Guinnes-bjór 1 flaska af Remy Martin koníaki Og...hvaðeina sem þið haldið að okkur muni líka ATH. Vinsamlega hafið hugfast að allir með- limir hljómsveitarinnar eru grænmetisætur - EKKERT KJÖT í búningsherbergið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.