Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1997 Framtíö Alþýöublaösins hefur veriö í mikilli óvissu síöustu vikur en nú viröist lausnin fengin. Össur Skarphéöinsson, þingmaöur Alþýöuflokks- y ins, er oröinn ritstjóri, aö minnsta kosti í bili. Hvernig er svo nýja starfið, Össur? Össur til bjargar minnsta blaöinu „Ég tek þessu eins og hverju öðru sem á mínar fjörur rekur,“ segir þingniaðurinn. „Þetta bar mjög brátt að og ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en seinnipart mánudags. Síðan hef ég ekki haft mjög mikinn tíma til að velta þessu fyrir mér. Hér hafa verið mjög aðkallandi verk- efni, að koma blaðinu út á nýjum stað, en blaðið er flutt úr Al- þýðuhúsinu upp í gamla ísafold- arhúsið við Brautarholt. Þannlg að jrað eru umsvif.“ Hvernig er að vera bœði al- þingismaður og ritstjóri. Er þingmannsstarfíð svo litilvœgt að þú getlr sinnt ritstjóra■ starfí líka? „Ég tel að mér verði ekki skotaskuld úr því að sinna rit- stjórastarfinu með þingmennsk- unni. Þetta fellur að mörgu leyti saman. Alþýðublaðið er pótitfskt blað og það liggur í eðli slíkra blaða að þau skrifa fyrst og fremst um stjórnmál. Sem þing- maður og í stjórnarandstöðu þarf ég að setja mig vel inn í mörg mál, einmitt inál sem eru efst á baugi. Það er það sem þetta blað hefur skrifað um og mun skrifa um. Ég minni líka á að ég skrifaði 300 blaö- síðna bók á síð- asta ári, Urriða- dans. Mér tókst að gera það bærilega með starfi mínu í þinginu. Svo er líka hefð fyrir því að forystu- menn I stjórnmálaflokkum hafi samhliöa verið ritstjórar pólit- ískra málgagna.“ Er þetta bráðabirgðastaða hjá Alþýðublaðinu? „Þetta er „um tímabundið skeið“ eins og segir í fréttatil- kynningunni sem send var um þessa ákvörðun. Það er alveg klárt að þetta er tímabundin ráðning. Ég er þátttakandi í björgunarleiðangri. Þess var far- ið — ineð engum fyrirvara — á ieit við mlg að ég yrði meðlimur í þessari björgunarsveit. Mér þyk- ir vænt um Alþýðublaðið og mér þykir vænt um þá sem hafa stað- ið að þessu blaði á síöustu árum. Ég hef ineira en snefil af róman- tík í eöli núnu og mér þætti afar slæmt að sjá þetta biað hverfa. Þess vegna var erfitt fyrir mig að skorast undan þessu þegar Jón Baldvin iiorfði í augu mín og sagði „Gerðu það“.“ En það eru ennþá þreifíng- ar í gangl um framtið blaðs- ins? „Ég ímynda mér það já. Ég gerði það sjálfur að tillögu í ræðu, sem ég hélt á flokksstjórn- arfundi Alþýðuflokksins, að þess yrði freistað að kanna hvort hægt væri að sameina fieiri smá- fjólur á akri vinstrimennskunn- ar. Ég ímynda mér að það sé eitt- hvað sem menn eru til í að skoða. Ég tala þar sérstaklega fyrir minn munn. En 1 hreinskiini sagt kom ég ekkert að þessum viðræðum og fylgdist ekki einu sinni með þeim og þetta kom allt saman mjög flatt upp á mig þeg- ar þróunin hneig í þennan far- veg.“ Verða einhverjar breytingar á blaðinu? „Mér hefur nú ekki gefist tóm til þess að íhuga það mjög. Með nýju fólki eru alltaf einhverjar nýjar áherslur. Ég var meira en sáttur við það Alþýðublað sem Hrafn .lökulsson gaf út. Ég tel það raunar hafa verið eitt af glæstustu skeiðunum í sögu blaðsins. Og á meðan hans naut við hafi þetta verið best ritaða blað í það núnnsta á íslandi og þótt víðar værl leítað. Ég yrði nú ánægður ef mér tækist meö ein- hverjum hætti að slaga upp í það. En ég er raunsær maður og geri mér ekki óhóílegar vonir.“ Rætt við Eyþór Gunnarsson í Mezzoforte Stjömurí Inaónesíu og Búlgaríu Hljómsveitin Mezzo- forte er lífseig þrátt fyr- ir að ekki fari mikið fyr- ir henni á vinsældalist- um og í tónleikahaldi hérlendis. Það hefur aft- ur á móti farið þeim mun meira fyrir þeim austur í Indónesíu und- anfarin ár, en þar njóta þeir mikilla vinsælda og hafa sótt eyjarnar heim þrisvar undanfarin ijög- ur ár. Þeir komu úr síðustu ferð sinni þangað í desember síð- astliðnum með viðkomu og tónleikahaldi í Búlgaríu. Eyþór Gunnarsson, einn meðlima hljómsveitarinnar, segir Ind- ónesíu-ævintýrið hafa byrjað árið 1993. „Skyndilega fengum við þetta áhugaverða boð um að spila á djasshátíð sem við höfðum aldrei heyrt um í Jak- arta. Aðstandendur hátíðar- innar buðust til að borga flutn- ing, ferðir, uppihald og dágóð laun. Við álwáðum að slá til þótt við hefðum ekki hugmynd um út í hvað við værum að fara,“ segir Eyþór. Það kom þeim félögum því mjög á óvart þegar við þeim blöstu plaköt hátíðarinnar þar sem þeir voru feitletraðir og efstir á lista. Með öðrum orðum voru Mezzoforte stjörnur hátíðar- innar og mikið hampað. M.a. birtist stór litmynd af meðlim- um hljómsveitarinnar á for- síðu stærsta blaðsins í Jakarta og undir stóð Hip, hip, húrra! „Við höfðum ekki hugmynd um að við værum yfirhöfuð þekktir í Indónesíu. Að vísu virðist bræðingstónlist og seinni tíma djass njóta tölu- verðra vinsælda í Asíu, en það var ekkert sem hafði gefið til kynna að við værum neitt sér- staklega vinsælir í Indónesíu. Plötusala þar var ekkert sér- stök, enda ekki við því að bú- ast, því plötumarkaðurinn þarna og raunar í allri Asíu byggist á sjóræningjastarf- semi. Við sáum ólöglegar plöt- ur með sjálfum okkur og fleir- um, til að mynda Björk.“ Síðan þetta var hefur hljómsveitin heimsótt Indónesíu tvisvar. Árið 1994 spiluðu þeir víða um Indónesíu og einnig í Malasíu og Singapor. Alls stað- ar var þeim tekið með kostum og kynjum, bjuggu á glæsihótelum og alltaf var troðfullt á tónleika. íbúar Indónesíu eru um 160 milljónir og búa á um fjórtán þúsund eyjum. Und- anfarið hefur landið notið mikilla vin- sælda ferðamanna, sérstaklega eyjan Balí. Eyþór segir Indónesíu vissulega vera afar heillandi og sannkallaða par- adís, að minnsta kosti fyrir þá sem eiga peninga. „Auð- æfum landsins er mjög misskipt. Það eru náttúrulega ekki mikil merki um fátækt á Hilton-hót- elinu í Jakarta en maður sér t.d. á leiðinni út á flugvöll kofa- hreysi sem ekki ættu að standa uppi. Þarna er geysileg auðæfi að finna og hins vegar algjöra fátækt," segir Eyþór. Tekið sem stórstjörnum í Búlgaríu Eyþór segir Mezzoforte hafa spilað í mörgum löndum sem venjulega eru ekki áfangastað- ir tónlistarmanna. Síðasta landið sem þeir sóttu heim var Búlgaría. „Viðtökurnar þar voru með ólíkindum,“ segir Ey- þór. „Við vorum sóttir út á flugvöll í risavöxnum límósín- um og það varð ekki þverfótað fyrir ljósmyndurum sem jafn- vel gerðust svo áleitnir að stinga hausnum inn í drossí- urnar. Svona nokkuð átti sér kannski stað á Garden Party- tímabilinu en ekki lengur og þetta kom okkur algjörlega í opna skjöldu. Þetta var satt að segja fullkomiega súrrealísk upplifun,“ segir Eyþór og hlær. Mezzoforte hélt eina tón- leika í Búlgaríu og var aðsókn á þá mjög góð. „Það kom okkur mjög á óvart miðað við efnahagsástandið í landinu, því fólk var að borga sem svar- ar mánaðarlaunum fyrir aðgöngumiða á tónleikana." Ey- þór kveður höfuð- borgina, Sófíu, hafa verið heldur drungalega og allt mjög litað af þreng- ingunum sem þar ríkja. Þrátt fyrir allt hafi fólkið þó verið ákaflega skemmti- legt og reynt að láta fara sem best um þá félagana þótt hótelin hafi ekki jafnast á við Hilton í Jakarta. Mezzoforte orð- in sígild Eyþór segir það alltaf koma þeim jafn mikið á óvart hvað hljómsveitin er Iífseig og líklega megi segja að þeir séu að verða eins konar klassík. „Úr því tónlistin er enn spiluð, fólk kaupir plötur og mætir á tónleika þá sjáum við ekki neina ástæðu til að leggja árar í bát. Þetta gefur okkur tæki- færi til að ferðast og gera ýmis- legt sem við annars gætum ekki gert.“ Hljómsveitin hefur í hyggju að gefa út plötu á árinu og eins munu þeir leggja land undir fót, þótt ekki sé stefnan tekin á nein sérkennileg lönd að þessu sinni. „Við förum ef til vill til Noregs í mars og síð- ar á árinu munum við líklega fara til Þýskalands, Hollands, Belgíu og Englands.“ Eyþór segir gríðarlega dýrt að fara í tónleikaferðir og vita- skuld fylgi því aukakostnaður að „gera út“ frá íslandi. „Við reyndum að búa á Englandi um tíma og það gekk ekki sérlega vel. Eftir á að hyggja var kannski ekki mjög skynsamlegt að fara til Englands. Þetta virt- ist vera réttlætanleg ráðstöfun á sínum tíma en það er einfald- lega ekki nógu stöðugur mark- aður fyrir svona tónlist þar. Ég segi ekki að við hefðum átt að fara til Indónesíu en líklega hefðum við verið betur settir á einhverju Norðurlandanna. Þar eigum við stöðugan mark- að, sérstaklega í Noregi, þar sem við seljum meira af plöt- um en nokkurs staðar annars staðar, að minnsta kosti miðað við höfðatölu. En ég hef engan áhuga á að flytja af landi brott aftur, ég hreinlega nenni því ekki. Ég er íslendingur og það fer ágætlega um mig hér.“ Eyþór Gunnarsson: Ég hef engan áhuga á að fiytja af landi brott aftur, ég hreinlega nenni því ekki. Ég er Islendingur og það fer ágætlega um mig hér. IMeðanmáls Hinn ástsæli söngvari okkar íslendinga, Björgvin Halldórsson, vann í síðustu viku söngvakeppni á írlandi með lagið sem hann söng í Evróvisjón í fyrra. Ertu á leiðinni að verða heimsfrægur? „Neinei. Þetta er bara liður í mörgum verkefnum sem mað- ur tekur sér fýrir hendur. Sjálfsagt er ég þekktari í vissum deildum en áður. En það er alltaf gaman að taka þátt í einhvers konar keppni og ganga vel." Hvaða listamaður hefur haft mest áhrifá þig? Þeir eru margir, en ég nefni The Beatles, með Lennon og McCartney í broddi fylkingar. Hvaða stjómmálamaður lifandi eða látinn er í mestu uppáhaldi hjá þér? John F. Kennedy. Hvaða skáldsagnapersónu vildirðu helst líkjast? Það er voðalega erfitt að fara út í þetta. Ef ég ætti að nefna einhvern í fljótu bragði, þá yrði það einhver af frábærum per- sónum Ernests Hemingway. Hvaða persóna mannkynssögunnar vildirðu helst hafa verið? Tónskáldið Giacomo Puccini. Hann samdi allar fallegu óperurnar. Efþú fengirað lifa lífinu aftur myndirðu þá breyta ein- hverju? Þetta er þetta stóra EF alltaf. Ég myndi sjálfsagt breyta ein- hverju. Ég myndi bara ekki segja neinum frá því. Hver er merkilegasti atburður sem þá hefur upplifað? Ætli það sé ekki fæðing barnanna minna. Hver er merkilegasti atburðurinn sem þú œtlar að upplifa? Aldamótin 2000. Hvaða atburður, verk eða manneskja hefur mótað lífs- viðhorfþitt framar öðru? Ég veit ekki hvaða atburður það gæti verið. Ég held að það sé ávallt röð atburða sem mótar okkur öli. Efþá œttir kost á að breyta einu atriði í þjóðfélaginu eða umhverfinu, hvaðyrði fyrir valinu? Einmitt í dag myndi ég vilja lækka verð á nauðsynjavörum hér á íslandi. Sérðu eitthvað sém ógnar samfélaginu öðru fremur? Þynningu ósonlagsins. Mottó? Taka einn dag í einu og vera bjartsýnn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.