Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1397 11 \ Framtíð hugmynda o g hagvajctar Pað lágu stórar spurningar fyrir á umræðufundi Fram- tíðarstofnunar um hugarfar og hagvöxt í Norrræna húsinu sl. mánudagskvöld. „Spurt verður m.a. hvort efnishyggjan eða hagvaxtartrúin sé líkleg til að verða áfram ríkjandi á næstu áratugum eða hvort önnur lífs- gildi, svo sem félagsleg, sál- ræn, menningarleg eða um- hverfisleg markmið muni þoka efnishyggjunni úr sessi. Þá verður einnig rætt hvort efnis- hyggjan hljóti að grafa undan mannlegu samfélagi eins og margir gagnrýnendur hennar hafa haldið fram,“ sagði í fréttatilkynningu. Segja má að spurningin um vægi og áhrif efnishyggju í framtíðinni hafi orðið aðalefni fundarins. Stefán Ólafsson prófessor lýsti í framsögu sinni megindráttum í því hug- myndasögulega yfirliti sem er að finna í riti hans Hugarfar og hagvöxtur og helstu niðurstöð- um athugana sinna á sam- bandi milli hagsældar og ákveðinna viðhorfa meðal 15 ríkra þjóða, þ.á m. íslendinga. Stefán taldi fátt benda til þess að efnishyggja væri á undan- haldi, þess sæjust t.d. ekki sér- stök merki hjá ungu kynslóð- inni. Hins vegar kynni þetta hugarfar að fá á sig fjölbreytt- ari mynd í framtíðinni. í framlagi þeirra sem sátu við pallborð á fundinum var þetta ekki dregið í efa en Vil- hjálmur Ámason dósent benti undir lok rökræðunnar á að hugtakið efnishyggja hefði ver- ið notað í heldur óljósri merk- ingu á fundinum og spurði hvað átt væri t.d. við með því að bregðast við vanda á for- sendum efnishyggju. Vanda- mál, sem fylgja hagvexti og sí- vaxandi neyslu, voru ekki dregin fram að ráði fyrr en orð- ið var gefið laust. Steingrímur Hermannsson seðlabanka- stjóri taldi að efnishyggja mætti ekki verða ráðandi í framtíðinni og dró upp sláandi mynd af því hvernig efnahags- starfsemin er farin að bitna á lífríkinu, valda víðtækum um- hverfisspjöllum. í hefðbundna hagvaxtarútreikninga vantaði afskriftir þegar gengið er á auðlindir. En krafan um endur- bætta útreikninga verður sí- féllt þyngri, t.d. væri brugðist við henni hjá sérstakri um- hverfisdeild í Alþjóðabankan- um. Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor gagnrýndi ofurvægi þeirrar viðmiðunar sem nefn- ist verg landsframleiðsla í riti Stefáns og minnti á að hag- vöxtur í hverju landi segir lítið um farsæld þegnanna. Aukinn kostnaður við mannlíf og rekstur reiknast sem hagvöxt- ur! Og Björn Guðbrandur Jónsson umhverfisverkfræð- ingur benti á grundvallarbreyt- ingar, sem mannkynið stendur nú frammi fyrir: fólksfjölgun- ina og hina stjarnfræðilegu aukningu á.veltu efnis og orku. Þessi vandi gerir kröfu um að leitað sé nýrra lausna. Að leita lausna Leitin að lausnum fékk ekki mikinn tíma á fundinum en sitthvað í máli þeirra sem töl- uðu frá pallborði minnir mig á sitthvað sem þær hljóta að byggjast á. Margrét Björns- dóttir, endurmenntunarsjóri HÍ, og Gylfi Arabjörnsson, hagfræðingur ASÍ, viku t.d. að tengslum milli efnishyggju og samfélagshyggju: í ríkjum, þar sem hagsæld ríkir, gætti einnig félagslegrar ábyrgðar og þar er félagsstarfsemi af ýmsum toga fjölbreytt. Þetta minnir mig á hve víða er farið að líta til þess sem kalla má þriðja starfsgeir- ann, þ.e. hinnar ólaunuðu vinnu í fjölskyldum og félög- um, þegar menn velta fyrir sér framtíð vinnu og velmegunar þótt launavinna og ríkisrekst- ur dragist saman. Við íslend- ingar getum byggt á sterkri sjálfsbjargarhefð og sjáum þess dæmi að samstarf hins opinbera, einkum sveitarfélag- anna, og ýmiss konar félaga- samtaka er að styrkjast; t.d. í sambandi við skógrækt og aðr- ar náttúrubætur, íþróttir o.fl. sem styrkir samskipti og gott mannlíf. Þórður Friðjónsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofn- unar, minnti m.a. á mikilvægi þess að efla lýðræði og beita upplýsingatækninni markvisst til að berja í markaðsbresti og koma í veg fyrir Vcixandi ójöfn- uð. Hann kvaðst ekki ósam- mál^Steingrími en auðlindirn- ar hefðu reynst endingarbetri eða teygjanlegri en oft hefði verið spáð og markaðslausnir mætti nota til að nýta þær markvisst. Það minnir á að leita má lausna með því að auka það sem nefnt er grænir skattar og raunar voru nokkrir á fundinum sem viku að nauð- syn þess að gera svokallaðan fórnarkostnað sýnilegan, láta þá sem menga eða valda spjöllum með framleiðslu sinni eða neyslu borga kostnaðinn. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsókna- ráðs, staldraði í sínu máli m.a. við spurninguna um farsæld. Hann sagði frá nýlegri rann- sókn, sem hollenskur fræði- maður hefur gert. Þar er kann- að viðhorf til lífsgæða með því að spyrja hve mörg ár svar- andinn búist við að lifa ham- ingjusamlega. íslendingar sveifla sér í efsta sæti með 62 ár og næst á eftir koma Hol- lendingar, Svíar og Svisslend- ingar. Þetta vekur hjá mér spurningu um hvort það sem á hátíðlegu máli og jafnframt nokkuð óljósu er kallað að efn- ishyggja muni ríkja áfram merki ekki einfaldlega það sem Iiggur í augum uppi: allir vilji jafnan hafa það gott! En þá er ósvarað spurningunni um hvað í því felst, hvað verður tengt hamingjusamlegu lífi í framtíðinni. Hagsæld, tími og hamingja Þótt hagvaxtargagnrýni sé farin að heyrast hér á landi er hagvöxtur enn talinn sjálfsagt keppikefli af flestum álitsgjöf- um þjóðarinnar; helsta þjóðfé- lagslega markmið íslendinga. Þó á margt í þeirri hagvaxtar- gagnrýni, sem hæst ber er- lendis, hliðstæðu hér á iandi. Við getum eins og ýmsir aðrir efast um gildi þess að tengja aukna hagsæld við hagvöxt, hvað þá farsæld. Er í rauninni eftirsóknarvert að gera sífellt fleiri viðfangsefni manna að markaðsvöru og verkefni opin- berra eða einkarekinna stofn- ana? Er hugsanlegt að heilsu- rækt og menntunarviðleitni beri meiri árangur með sjálfs- bjargarviðleitni og sjálfsnámi en stofnanastarfi og viðskipt- um við heilsuræktarstöð? Ekki skilar skólakerfið mikilli stærð- fræðikunnáttu eins og kunnugt er! Ekki er heilbrigðisþjónustu beint að heilbrigðum Íífshátt- um svo neinu nemi og vafa- samt að það borgi sig að reyna það. Er víst að dagvistarstofn- anir sinni uppeldi betur en for- eldrar? Er víst að gagn sé að öllum þeim sérfræðingaráðum „Er hugsanlegt að heilsu- rækt og menntunarvið- leitni beri meiri árangur með sjálfsbjargarviðleitni og sjálfsnámi en stofn- anastarfi ogviðskiptum við heilsuræktarstöð? Ekki skilar skólakerfið mikilli stærðfræðikunn- áttu eins og kunnugt er! Ekki er heilbrigðis- þjónustu beint að heilbrigðum lífsháttum svo neinu nemi og vafasamt að það borgi sig að reyna það.“ sem boðin eru til sölu á mark- aði? Ef við efumst og tökum meira af slíku í eigin hendur með sjálfsnámi, heilsurækt, betri samskiptum við börn okkar og barnabörn þá drög- um við úr hagvexti. En ætli við séum betur eða verr sett með því? Sennnilega betur. Hvað er unnið með því að binda sífellt stærri hluti at- vinnu og tímanotkunar við- skiptavafstri og annarri þjón- ustu innan hins formlega hag- kerfis? Þetta skapar bara stress, samviskubit og tíma- skort. Er ekki eins gott að vinna minna og eiga meiri tíma fyrir sjálfan sig og sína nán- ustu? Fyrir 20 árum birti Gylfl Þ. Gíslason, hagfræðiprófess- or og jafnaðarmannaleiðtogi, ítarlega ritgerð í Fjármálatíð- indum sem nefnist Hagsæld, tími og hamingja. Þar er marg- ar merkar athugasemdir og niðurstöður að finna. M.a. seg- ir á einum stað: „Sé það rétt, að efnahagsframfarir, vaxandi gæðaframleiðsla og síhækk- andi tekjur valdi síauknum tímaskorti, mun reynast erfitt að auka farsæld með því einu að auka neyzlu. Þess vegna þarf að hugleiða hvort ný markmið séu ekki nauðsynleg í þjóðfélaginu og mannlífinu." Skyldi niðurstaða slíkra hug- leiðinga fela í sér meiri breyt- ingar nú en fyrir 20 árum? Það vitum við ekki. En við vitum að margt hefur breyst á síðustu áratugum: íslendingar hafa lært að það er vænlegra fyrir efnahag þjóðarinnar að veiða hæfilega mikið og nota til þess sem fæst skip og sem minnsta orku en að veiða sem mest og eiga sem flest fiskiskip. Þeir eru að læra að valt er að treysta hefðbundnum skólum til að annast menntun og að aukin heilbrigðisþjónusta tryggir ekki heilbrigði. Óskin um meiri tíma til samskipta við sína nánustu er útbreidd. Er ekki vel hugsanlegt að hug- myndir manna um gott líf séu að fjarlægjast svokallaða efnis- eða neysluhyggju? Ef við endum á kaldhæðinni hagvaxtargagnrýni mætti segja sem svo: Hagvöxtur sam- kvæmt hefðbundnum þjóð- hagsreikningum tryggir ekki hagsæld fremur en aukinn kostnaður arðsaman rekstur fyrirtækja. Hagvöxtur hvílir nefnilega nú orðið einkum á því að ýmsiss konar kostnaður við mannlíf og rekstur hækkar, s.s. vextir af skuldum heimila og hins opinbera, tilraunir til að selja offramleiðslu og nýj- ungar með dýru auglýsinga- skrumi, kostnaðarsöm við- brögð við umferðarslysum, mengun, auknum úrgangi, fíkn- efnaneyslu o.fl. glæpum auk þeirra kostnaðarliða sem áður er getið. Flestir viðurkenna fúslega að hagvöxtur er ekki mælikvarði á farsæld og e.t.v. er skemmra en margur hyggur í það að almennt verði efast um gildi þeirrar viðmiðunar þegar ætlunin er að meta hag- sæld. Stóri bróðir fykjist með unglingum Stórátak er nú hafíð í því skyni að gera fsland eitur- lyQalaust árið 2002. Fyrsti hluti þess, samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, félags- málaráðuneytis, heilbrigðis- ráðuneytis og Reykjavíkur- deildar Rauða krossins, er í burðarliðnum og miðar að því að fínna þá unglinga sem hafa hafíð neyslu vímuefna eða reglubundna áfengis- neyslu og bjóða þeim og for- eldrum þeirra viðeigandi að- stoð. Hefur því heyrst fleygt að skólastjórar skrái niður þá nemendur sem þá grunar að hafi neytt áfengis og láti for- eldra vita. Sú hugmynd hefur sætt nokkurri gagnrýni. Um- boðsmaður bama er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þessa leið. HP hafði samband við Kristínu A. Ámadóttur, aðstoðarmann borgarstjóra, en Reykjavíkurborg á fram- kvæði að samstarfinu og ræddi við hana um leitarstarf í gmnnskólum. „Gagnrýnin sem komið hefur fram á þetta verkefni er að ein- hverju leyti á misskilningi byggð, enda verkefnið enn á vinnslustigi. Undirbúnings- nefnd hefur skilað tillögum sem nú eru til athugunar hjá ýmsum aðilum sem eiga eftir að gefa umsögn um þær og út- færa nánar,“ segir Kristín. „Enn er verið að leita að bestu leiðum til þess að ná árangri og við, sem að undirbúningn- um höfum komið, höfum ekki haft nein áform um að ungling- ar væru skráðir með sérstök- um hætti. Við höfum einfald- lega verið að ræða með hvaða hætti þeir aðilar, sem vinna með börnum og unglingum, geta brugðist við ef grunur leikur á að barn á grunnskóla- aldri sé í neyslu eða komið á hættulega braut í þeim efnum. Hvernig er þá hægt að bregð- ast við og hvernig geta aðilar unnið saman þannig að það sé gripið í taumana áður en í óefni er komið hjá viðkomandi barni.“ Það hefur aldrei komið til tals að börn og unglingar sem neyta áfengis yrðu skráð? „Það var í raun tilviljun að orðið „skráð“ skyldi notað í þeim drögum og hugmyndum sem fyrir liggja. Þar segir líka að fara skuli með allar per- sónulegar upplýsingar og skráningu þeirra samkvæmt Krístín: Faríð verður með allar persónulegar upplýsingar og skráningu þeirra samkvæmt regl- um um meðferð trúnaðargagna. reglum um meðferð trúnaðar- gagna. Markmið verkefnisins er að bregðast við því ef börn og unglingar á grunnskólaaldri eru farin að neyta áfengis eða annarra vímuefna, þannig að hægt sé veita þeim og fjöl- skyldum þeirra viðeigandi ráð- gjöf og þjónustu. Nemendaráð- um skólanna er ætlað að vera vettvangur samráðs skóla, barnaverndaryfirvalda, lög- reglu og félagsmiðstöðva. Þetta eru okkar hugmyndir. En það má bara ekki gleyma því að það á eftir að yfirfara þess- ar hugmyndir og þær eru með- al annars í skoðun núna hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Barnaverndarstofu og for- manni og framkvæmdastjóra barnaverndarnefndar Reykja- víkur. Öll umræðan er í raun- inni farin að snúast um aukaat- riði í stað aðalatriða. Það er hlutverk allra þessara aðila, sem að verkefninu standa og þeirra sem reiknað er með að komi að framkvæmdinni, að bregðast við því ef þeir skynja að börn eru í hættu. Við erum einfaldlega að leita leiða til að gera þeim kleift að sinna skyldu sinni með árangursrík- um hætti.“ Eru yfirvöld ekki að fara út fyrir sitt svið í þessum málum? „Við ættum ef til vill frekar að spyrja okkur að því hvort yfirvöld, skólayfirvöld, félags- málayfirvöld og aðrir sem vinna með börnum, geti horft í gegnum fingur sér með að börn undir aldri neyti áfengis og annarra vímuefna óáreitt.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.