Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1997 7 Álits tölvunefndar hefur ekki veriö leitað. Skrásetning algeng í trássi við bann nefndarinnar. ÉT Islensk fyrirtæki geta fengið uppsett símkerfi sem gerir yfirmönnum fært að hlusta á og jafnvel taka upp símtöl und- irmanna sinna án vitundar þeirra. Flestir innflytjendur símkerfa selja og setja upp símkerfi sem bjóða upp á þennan möguleika. Allnokkur dæmi eru um að möguleikinn sé notaður og yfirmenn hlusti á símtöl undirmanna. Þá er orðið alltítt að fyrirtæki haldi skrá yfir alla símanotkun starfsmanna og virðist lítið eða ekkert gert með úrskurði tölvunefndar, sem þó hefur lagt bann við slíkri skráningu. Flest eða öll símkerfi sem flutt eru inn og sett upp í fyrir- tækjum eða stofnunum hafa þennan hlustunarmöguleika innbyggðan. Yfirleitt eru hlust- unarvalkostirnir tveir. Annars vegar heyrist viðvörunartónn þegar farið er inn á símtal. Þessi valkostur mun hugsaður tii þess að unnt sé að láta menn vita ef annað símtal bíð- ur eða starfsmaðurinn þarf að sinna áríðandi verkefni. Yfirmenn mega — undir- menn ekki Hinn möguleikinn og hinn eiginlegi hlerunarbúnaður virkar þannig að viðkomandi starfsmaður verður þess alls ekki var þótt yfirmaður hans sé að hlusta eða jafnvel taka einkasamtal hans upp á segul- band. í litlum símkerfum sem notuð eru í smærri fyrirtækj- um eru símtækin forrituð sér- staklega ef nota á þessa þjón- ustu. 1 stærri símkerfum er símtækjunum skipt í allt að tíu réttindaflokka í eins konar pýr- amídakerfi. Símtæki forstjór- ans getur þannig verið eitt sér í hæsta réttindaflokki og úr því er þá hægt að hlera símtöl allra starfsmanna. Þeir sem hafa símtæki í næsta réttinda- flokki fyrir neðan geta svo hlerað símtöl allra sem eru lægra settir. Þess er sem sagt vandlega gætt að undirmenn geti ekki hlerað símtöl þeirra sem eru hærra settir. Sölumenn símkerfa sem skiptist nokkurn veginn til helminga hvort fólk lætur sér nægja að fá greiðsluþjónustu eða tekur einnig greiðsludreif- ingu þannig að sama upphæð komi til greiðslu mánaðarlega, segir Sigurveig Jónsdóttir upplýsingafulltrúi. Sigurveig segir reynsluna af þessari þjónustu mjög góða, enda vaxi vinsældirnar mjög ört. „Þetta hefur létt veruleg- um áhyggjum af mörgum við- skiptavinum okkar og sparað þeim talsverða fjármuni, vegna þess að í þessu kerfi eru reikn- ingarnir greiddir á réttum tíipa.“ Ódýr þjónusta Greiðsluþjónustan er ódýr hjá bönkunum. Kostnaðurinn er á bilinu 2.600 til 4.200 krón- ur á ári. Ódýrust er þjónustan hjá íslandsbanka. Þar er tekið mánaðargjald, sem er eingung- is 120 krónur, en til viðbótar greiðir notandinn 1.200 krónur fyrir greiðsluáætlun sem gerð Helgarpósturinn ræddi við staðfestu að hlerunarmögu- leiki símkerfanna væri notaður af fyrirtækjum. Skráning simtala í banni tölvunemdar Allmörg fyrirtæki og stofnan- ir nota sér þann möguleika símkerfanna að skrá öll símtöl starfsmanna. Með þessu móti er unnt að fylgjast nákvæm- lega með því hvert starfsmenn- irnir hringja og t.d. sjá hvort einhver notar símann óhóflega mikið í eigin þágu. Slík skrán- ing hefur verið kærð til tölvu- nefndar, sem hefur bannað hana. Sigrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri tölvunefnd- ar, sagði að einu sinni hefði verið gefið leyfi fyrir skráningu símtala í stóru fyrirtæki. í þvi tilviki hefðu þó fyrirtækinu verið settar strangar reglur um er í upphafi. Hjá Landsbankan- um er kostnaðurinn 2.900 krónur á ári. Þetta svarar til tæplega 250 króna mánaðar- gjalds. Hjá Sparisjóðunum er stofngjaldið 1.000 krónur og mánaðargjaldið 200 krónur. Dýrust er greiðsluþjónustan hjá Búnaðarbankanum, sem tekur 1.200 króna stofngjald og síðan 250 krónur á mánuði. Hér er raunar í öllum tilvik- um átt við allan pakkann, að greiðsludreifingu meðtalinni, en nokkuð misjafnt er eftir stofnunum hvaða heiti eru höfð um einstaka liði. Verulegar niðurgreiðslur Það þarf ekki að bera þessar tölur saman við önnur þjón- ustugjöld sem innheimt eru af bönkunum til að sjá að gjaldið getur ekki staðið undir kostn- aði við þjónustuna. Greiðslu- þjónustan er verulega niður- greidd. Forsvarsmenn bank- anna höfðu yfirleitt ekki á reið- um höndum beinar skýringar á framkvæmdina. Fyrirtækinu var gert að setja skilti á hvert símtæki þar sem skýrt var frá að símtöl úr þessu tæki væru skráð í símstöðinni. Auk þess varð þetta fyrirtæki að setja upp sérstaka síma sem ekki voru tengdir símstöðinni. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem Helgarpósturinn fékk hjá sölumönnum þeirra fyrir- tækja sem selja og setja upp símkerfi er þó ljóst að skráning símtala viðgengst í miklu fleiri fyrirtækjum en sótt hefur verið um leyfi fyrir til tölvunefndar. Sigrún Jóhannesdóttir sagði hins vegar að símahler- anir í fyrirtækjum hefðu enn ekki komið fyrir tölvunefnd, enda kvaðst hún gera ráð fyrir að slík mál ættu einfaldlega heima hjá lögreglu. Allt of langt gengið Afstaða þeirra söluaðila sem þessari staðreynd, en viður- kenndu á hinn bóginn að það væri að minnsta kosti ekki hagnaður af þessari starfsemi. Samkeppni bankanna hefur farið harðnandi á undanförn- um árum, ekki síst samkeppn- in um viðskiptavini. Á árum áð- ur virtu margir að vettugi til- raunir bankanna til að gera fólk að sínum viðskiptavinum og höfðu hiklaust viðskipti við fleiri en eina bankastofnun. Fjölmargir litu á þetta sem nauðsyn. Þá reyndi fólk oft að láta mánaðarlaunin sín velta á milli sem flestra banka til að geta fengið lán í þeim öllum þegar t.d. kom að því að kaupa íbúð. Það er enda opinbert leynd- armál innan bankanna að ástæðan fyrir niðurgreiðslu á þjónustu sem þessari er eink- um sú að hún bindur við- skiptavinina fastar við bank- ann en flest önnur viðskipti. Almennt munu bankarnir leggja áherslu á starf þjónustu- HP hefur rætt við er nokkuð misjöfn. Póstur og sími er lang- stærsti aðilinn á þessu sviði og hefur selt og sett upp einhver þúsund símkerfa. Eiríkur Sig- urgeirsson, verkstjóri í not- endabúnaðardeild, segir þann möguleika hafa verið fyrir hendi lengi að koma inn í sím- töl, svo sem til að láta vita að annað símtal bíði. „En þá heyr- ist undantekningarlaust við- vörunartónn,“ segir Eiríkur. Hann kannast ekki við að þær gerðir símkerfa sem Póst- ur og sími flytur inn bjóði upp á þann möguleika að hlusta á símtöl annarra án þess að við- vörunarsónn heyrist. Svo mik- ið er víst að Póstur og sími hef- ur ekki sett upp slíkan búnað, að sögn Eiríks. „Það er einfald- lega ekki leyfilegt og auk þess verð ég að segja fyrir mig að mér fyndist það allt of langt gengið.“ fulltrúanna. Þeir veita per- sónulegri þjónustu en áður tíðkaðist og skapa viðskipta- vininum því þá tilfinningu að hann eigi samleið með bankan- um sínum. Bankakerfið að yfirtaka gluggaumslögin? Sá fjöldi sem notfærir sér greiðsluþjónustu bankanna hefur farið mjög vaxandi á allra síðustu árum. Ekki vildu allar bankastofnanir gefa upp hversu margir notfærðu sér nú þessa þjónustu. Eftir þeim upplýsingum sem fengust má þó gróflega áætla að milli 30 og 40 þúsund einstaklingar noti greiðsluþjónustu af einhverju tagi. Talsverður meirihluti þessa fólks hefur kosið að fá bankann til að hjálpa sér við að dreifa útgjöldunum jafnt á mánuði ársins. Að sögn Eddu Svavarsdótt- ur, forstöðumanns markaðs- deildar Búnaðarbankans, kom mikili kippur í greiðsluþjónust- „Baby listening“ Aðrir söluaðilar kváðust flestir geta boðið viðskiptavin- um sínum þann möguleika að hlusta á símtöl annarra án vit- undar þeirra. Hjá Nýherja, sem hefur verið á þessum markaði í rúmt ár, sagði sölumaður að sérstakt lykilnúmer þyrfti til að unnt væri að tengja þennan möguleika. Lykilnúmerið feng- ist ekki hjá framleiðandanum nema eigandi símkerfisins sækti um það skriflega. Hjá Heimilistækjum sagði starfsmaður sem rætt var við að oftar væri það svo að við- skiptavinir bæðu um að hler- unarmöguleikinn væri tekinn af þegar símkerfin væru sett upp, en þess væru þó dæmi að fyrirtæki notuðu innkomu án viðvörunartóns eða „baby lis- tening" eins og hann nefndi þennan möguleika. Tölvunefnd kemur þetta ekkert við Þótt Póstur og sími bjóði viðskiptavinum sínum ekki upp á hlerunarbúnað gildir annað um skráningu símtala, sem tölvunefnd hefur þó lagt bann við nema að uppfylltum ströngum skilyrðum. Eiríkur Sigurgeirsson kvað engar hömlur lagðar á skráninguna af hálfu Pósts og síma, þau fyr- irtæki sem nýttu þennan möguleika í símkerfinu gerðu það á eigin ábyrgð. Póstur og sími gerðu skráningarmögu- leikann virkan ef um það væri beðið en gengi t.d. ekki úr skugga um að leyfi tölvunefnd- ar lægi fyrir eða að símar væru merktir með viðvörun um skráningu. Sömu sögu var að segja hjá öðrum seljendum símkerfa. Ekki virðast neinar hömlur á því að upp sé settur búnaður til að skrá símtöl. Sölumenn sem rætt var við settu sig jafn- vel sumir í stellingar til að verja rétt fyrirtækisins til að fylgjast með símanotkun starfsmanna. Einn fullyrti að tölvunefnd kæmi þetta ekkert við. Sá hinn sami sneri við blaðinu eftir að una þegar Ríkisútvarpið og raunar fleiri aðilar tóku að bjóða afslátt af reikningum sem greiddir eru með þessum hætti. Aðrir forsvarsmenn bank- anna voru á sama máli hvað varðar þessa aukningu á síð- asta ári. Sem dæmi má nefna að Ólafur Helgi Guðgeirsson, markaðsstjóri hjá Sambandi sparisjóða, kvaðst álíta að fjöldi þeirra sem nota greiðslu- dreifingu sparisjóðanna hefði a.m.k. þrefaldast á síðasta ári. Ef reiknað er með að þeir einstaklingar sem nýta sér þjónustuna séu fulltrúar jafn- margra heimila lætur nærri að meira en þriðjungur heimila á landinu öllu láti bankann sjá um gluggaumslögin sín. Með sama áframhaldi má e.t.v. reikna með að í framtíðinni fækki mjög gluggaumslögun- um sem detta inn um bréfalúg- ur fólks um hver mánaðamót. honum var bent á að tölvu- nefnd hefði haft afskipti af slík- um málum og fullyrti eftir það að alls staðar þar sem honum væri kunnugt um skráningu símtala væri bæði viðvörun um það á hverju símtæki og starfsfólk hefði auk þess að- gang áð símasjálfsala. Lagabrot eða bara siö- leysi? Það merkilega er að í lögum er hvergi að finna ákvæði sem beiniínis bannar símhleranir vafningalaust. Aftur á móti eru til lagaákvæði til skilgreiningar á því hvenær hleranir skuli leyfðar. Þannig er í lögum um meðferð opinberra mála að finna ákvæði um að lögregla þurfi dómsúrskurð til að beita símhlerunum við rannsókn mála. í fjarskiptalögum er að finna ákvæði sem bannar skráningu og notkun upplýsinga sem fengnar eru með hlerunum sem ekki hefur fengist sérstakt leyfi fyrir. Samkvæmt fjar- skiptalögunum er ekki beinlín- is bannað að hlera símtöl, en enginn vafi getur hins vegar leikið á því að óheimilt er að taka þau upp og sömuleiðis er bannað að hagnýta sér upplýs- ingar sem fengnar eru með þeim hætti. í almennum hegn- ingarlögum eru ákvæði um friðhelgi einkalífsins. Það eru þessi ákvæði sem tölvunefnd vísar til þegar hún leggur bann við skráningu símtala, sem óhjákvæmilega virðist mun minna brot en hlerun. Sé tekið mið af úrskurðum tölvunefnd- ar í þessa veru virðist ljóst að nefndin myndi seint leggja blessun sína yfir það athæfi forráðámanna fyrirtækja að hlera símtöl starfsmanna. Þótt lagabókstafurinn taki e.t.v. ekki af öll tvímæli voru lögfróðir viðmælendur HP þó á því að símhleranir án sam- þykkis eða vitundar viðkom- andi og án sérstaks leyfis gætu tæplega undir nokkrum kring- umstæðum talist lögmætar. Bankinn skammtar vasa- peninga Það er auðvitað mjög mis- munandi hversu stór hluti launa fer til greiðslu reikninga um hver mánaðamót hjá fólki sem lætur viðskiptabankann sinn sjá um greiðslurnar. Hjá Búnaðarbankanum er raunar viðhöfð sú regla að ekki er tek- ið meira en helmingur af út- borguðum launum fólks til greiðslu á reikningum. Þess eru dæmi að fólk komi nánast með öll fjármál sín til þjónustufulltrúans og biðji bankann einfaldlega að sjá um þetta. Ef skuldir eru miklar og hafa jafnvel safnast upp getur svo farið að lítið standi eftir á launareikningi og fyrir kemur að bankinn skammti nánast vasapeninga eins og einn við- mælandi komst að orði. „Það kemur fyrir að fólk hringi í þjónustufulltrúann til að spyrja hvort það geti leyft sér þetta eða hitt.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.