Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 16
16ma RMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1997 Dans er kuenréHinclabarátta Heiðar Ástvaldsson er' ör- ugglega betri dansari en kokk- ur því hann segist varla að kunna að sjóða egg. Hann var því í vanda, því allir kunna að sjóða egg, og þar sem hann var staddur á Húsavík að kenna éT* bæjarbúum dans gat hann ekki leitað í uppskriftasmiðju eigin- konunnar. En Heiðar reddaði sér fyrir horn og leitaði til frænku sinnar, sem búsett er á Húsavík. Hann eldaði réttinn Nautnasegg með frænku sinni til að ekki væri hægt að segja að hann kannaðist ekki við þennan prýðisrétt. Heið- ar veit því að rétturinn er eink- ar ljúffengur en ekki vill hann fullyrða hvort hann muni ráða Til að mynda hefur Heiðar ekki fengið gómsætið eða öllu held- ur gómsaltið saltfisk nema tvisvar í ríflega þrjátíu ára hjú- skapartíð. Siginn fisk fær hann aldrei, nema einu sinni á ári fær hann skötu hjá tengdó, og kúttmaga hefur hann ekki bragðað síðan á uppvaxtarár- unum á Siglufirði. Dúfnaát og gorkúlur „En ég hef borðað ýmiskon- ar furðufæði á þessu þrjátíu ára tímabili þótt ekki hafi það komið úr eldhúsi konunnar. í Egyptalandi borðaði ég eitt sinn dúfu. Ég man að ég horfði á þennan smáfugl og ákvað að reyna ekki að komast að því hvað þetta væri. Belgísk kona, sem sat við borðið með okkur hjónunum, vildi ólm komast að því og æddi af stað til að spurja þjónninn. Á meðan borðaði ég mjög hratt til að seðja hungrið, því mig grunaði að ég myndi missa matarlyst- ina um leið og ég vissi hvað þetta væri,“ segir Heiðar hlæj- andi. „Eflaust eru þetta for- dómar, því dúfan var ósköp bragðgóð. Annars hafa nú ríkt gríðarlegir fæðufordómar hér á landi í gegnum tíðina. Það kvað svo rammt að þeim að við létum t.d. síldina bara synda óáreitta í kringum land- ið og datt ekki í hug að leggja okkur hana til munns. Við drápumst líka frekar úr hor en að borða hrossakjöt. Ég man þegar ég var lítill drengur að það bjó tannlæknir í þorpinu sem þótti mjög einkennilegur fyrir þær sakir að hann fór stundum upp í fjall að tína sveppi. Bæjarbúar hneyksluð- ust óskapíega á þessu og fannst það hin mesta vitleysa að tína gorkúlur!“ Danskennsla er kvenrétt- indabarátta Heiðar segist óttast að með því að afhjúpa algjöra van- kunnáttu sína í matreiðslu hljóti allir að telja hann hina skelfilegustu karlrembu. En sú er ekki raunin því Heiðar hefur á annan hátt reynt að bæta samskipti kynjanna; með því að kenna dans. „Það er gríðar- lega ríkt í strákum að fyrirlíta stelpur og finnast þær óæðri og ómögulegar og ekki við þær ræðandi. Dansinn hjálpar til við að koma á eðlilegum sam- skiptum milli kynjanna og draga í leiðinni úr fordómum og feimni. Ég skil eiginlega ekki af hverju kvenréttindasamtök berjast ekki fyrir því að dans verði almennari en nú er.“ Heiðar segir best að byrja að leiða kynin saman í dans þegar þau eru sem allra yngst, 3-4 ára, því þá eru kynjafordómar ekki til í þeirra huga. Um leið og þau séu orðin 9-10 ára göm- ul eru strákarnir orðnir upp- fullir af leiðindahugmyndum um stelpur. Hann segir stráka þó yfirleitt ná áttum og fara að haga sér eins og menn eftir tvo eða þrjá danstíma. „Að auki er dans ákaflega þroskandi og manninum eigin- legur. Þótt reynt verði að banna dans þá er það ekki hægt. Ég trúi því til dæmis ekki að fólkið í Afganistan hætti að dansa þótt dans hafi verið bannaður þar. Fólkið þar raul- ar vafalítið með sjálfu sér, t.d. yfir pottunumm og tekur lítil dansspor," segir Heiðar. Vantar dansstaði Heiðar segir íslendinga ágætisdansara þegar þeir á annað borð gefi sér tíma til að sinna dansinum. „íslendingar eru ákaflega rómantísk þjóð, sem kemur fram í ást á rúmbu og valsi, sem hvorir tveggja eru afar blíðir og rómantískir dansar. íslendingar eru eins og landið sjálft; hrjúfir á yfirborð- inu en undir niðri leynist glóð,“ segir Heiðar. Hann hefur þó áhyggjur af dansmenningu þjóðarinnar. „Eitt stærsta þjóðareinkenni íslendinga er að í þá hleypur æði fyrir hinu og þessu, hvort sem það er fótanuddstæki, myndbands- tæki, þráðlaus sími eða ístog- ari. Og nú vilja allir krár, sem spretta upp eins og gorkúlur. Þessir staðir eiga það flestir sameiginlegt að dansgólf eru engin. Það að fara út nú til dags gengur út á það að sitja á rassinum og drekka. Fólk sem langar til að dansa á í hrein- ustu vandræðum. Á þeim fáu stöðum þar sem er vísir að dansgólfi er alltaf fólk að dansa. Ástandið er betra úti á landi að því leyti að þar eru haldin böll — núna eru það Nautnaseggur 2-3 ýsuflök, skorin í bita egg hveiti karrí salt og pipar 11/2 peii rjómi sojasósa ostur Fiskinum velt upp úr eggi og hveiti sem salti, pipar og karríi hefur veriö biandaö út í. Fisk- urinn er steiktur á pönnu og síöan settur í eldfast mót. Rjóminn og sojasósa eftir smekk látin krauma I pönnu í 3 mín. og svo hellt yfir fiskinn, ostur settur ofan á. Bakað í 200* heitum ofni í 25 mín. Meö þessu er gott aö hafa soðin hrísgrjón og banana sem eru skornir niður og steiktir í smjöri. Einnig er mjög gott aö hafa meö þessu ávaxtasalat sem samanstend- ur af 1 dós af kokteílávöxtum sem safinn hefur verið síaöur frá og hræra þeim saman viö 1 dl af sýröum rjóma. þorrablót o.fl. — og fólkið dansar á þessum stöðum, það er ekki bara drukkið. Lands- byggðarfólk á líka þessi fínu fé- lagsheimili með stórum dans- gólfum og allir kunna grunn: spor í gömlu dönsunum. í Reykjavík eru engir svona staðir og raunar enginn staður til að fara að dansa nema helst diskó. Ekki það að ég hafi neitt á móti diskói, en það eiga líka að vera til staðir þar sem hægt er dansa suður-ameríska dansa eða gömlu dansana. Dans er manninum eiginlegur, bætir samskipti og kætir lund. Dans er menningarlegt atriði," segir Heiðar að lokum. I mat hiá Heidari Ástvaldssyni við að elda hann einn og óstudd- ur. Enda væri þá hætta á að kona hans myndi skikka hann í eld- húsið þegar hann kæmi til Reykja- víkur! En þrátt fyrir skort á mat- reiðsluhæfileik- um hefur Heiðar áhuga, ánægju og skoðanir á mat. Aftur á móti ein- skorðast fæðuval á heimilinu við bragðlauka eigin- konunnar þar sem hún sér um eldamennskuna. Súkkulaði í stað þunglyndislyfja. Sælgætisfíkn er akkilesarhæll margra. í þeim hópi getur jafnvel leynst fólk sem að öðru leyti hefur tekið upp heilbrigð- an lífsstíl, stundar leikfimi, íhug- un eða aðra sjálfstjórn. Fólk sem hefur gefið upp alla óholl- ustu og setur aldrei inn fyrir sín- ar varir majónes, beikon eða smjör en þegar kemur að sæl- gæti hverfur allt sem heitir sjálf- stjórn. Þetta veldur mörgum, sérstaklega konum, miklu hug- arvíli, því lífið gengur út á það hjá mörgum að vera í góðu formi fyrir nú utan kröfurnar um að hafa fullkomna stjórn á gjörðum sínum. Vafalítið kannast margir við þau ósköp að bregða sér inn í sjoppu í þeim saklausa og heil- brigða tilgangi að kaupa flösku af sódavatni. En skyndilega rennur á mann einhvers konar æði, öll sjálfstjórn hverfur og maður gengur út með stóran poka fullan af kúlum, karamell- um, hlaupi, lakkrís, súkkulaði- stykki... og allt endar þetta ofan í manns eigin maga. Það er líka vel þekkt árátta að fleygja sér yfir súkkulaðistykki og önnur sætindi þegar depurð hellist yf- ir og lífið virðist einskis nýtt. Stundum er manni fróun í sæl- gætisátinu en oft hellist yfir mann samviskubit og biturð yfir eigin viljaleysi. En örvæntið ekki, því svo virðist sem þessi fíkn sé ekki svo slæm eftir allt saman, að minnsta kosti er hún algeng og virðist eiga sér líkam- legar skýringar. Það er gamalkunn kenning að sælgætisát á vanmáttarstund sé eins konar afturhvarf til ánægju- tilfinninga og -stunda í æsku. þegar við vorum börn var okkur gjarnan launað að vel loknu verki eða fyrir prúðmannlega hegðun með súkkulaðistykki. Einnig fengum við sælgæti í skemmtilegum veislum eða öðr- um skemmtunum. Sælgæti er því tengt gleðistundum og í þessi ánægjuminni æskunnar erum við að leita þegar við á döprum stundum fullorðinsár- anna hámum í okkur sælgæti. Síðari ár hafa fræðingar ekki látið sér nægja þessar skýringar sálfræðinnar og leita nú að lík- amlegum orsökum þessarar al- mennu og sterku sætindaþarfar mannkynsins. Nýleg bandarísk rannsókn leiðir að því getum að sykur- og fitublandan í sælgæti hafi svip- uð áhrif og ópíum á heilann; sljóvgi og slái einnig á verki. Með sælgætisáti erum við því að leita í ákveðna líðan og því geti sælgæti einnig leitt til fíkn- ar. Önnur rannsókn bendir til þess að kolvetnissamböndin í sælgæti hafi þau áhrif á heilann að aukning verði á taugaboðefn- inu serótónín. Serótónín hefur áhrif á skap og andlega líðan og er virkni margra þunglyndis- lyfja svipuð, t.d lyfsins Prozac. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra ætti kannski að velta því fyrir sér hvort draga mætti úr notk- un þunglyndislyfja með því að hvetja sjúklinga til súkkulaðiáts. Slík meðferð gæti til að mynda Súkkulaði betra en kynlíf! Tuttugu ástæður ti! að taka súkkulaði framyfir kynlíf • Þú getur FENGIÐ súkkulaði • „Ef þú elskar mig verðurðu að kyngja þessu“ fær nýja og raun- verulegri merkingu með súkkulaði • Súkkulaði veitir gleði og fullnægju þótt það sé orðið lint • Þú ert aldrei of ungur eða of gamall fyrir súkkulaði • Þú getur án ótta fengið þér súkkulaði undir stýri • Þú getur látið súkkulaði endast eins lengi og þú vilt! • Þú getur jafnvel fengið þér súkkulaði fyrir framan mömmu þína • Þótt þú bítir harkalega í hneturnar mun súkkulaðið ekki kveinka sér • Stærð súkkulaðis skiptir ekki máli • Fólk af sama kyni getur fengið sér súkkulaði saman án þess að eiga á hættu fordóma og svívirðingar # Þú getur fengið eins mikið af súkkulaði og þú ræður við # Orðið „skuldbinding" fælir súkkulaðið ekki frá • Þú heldur aldrei vöku fyrir nágrönnunum með súkkulaði • Þú getur fengið þér súkkulaði við skrifborðið þitt án þess að hneyksla vinnufélagana • Þú getur beðið ókunnugan um súkkulaði án þess að eiga löðr- ung á hættu # Með súkkulaði færðu aldrei hár í munninn # Með súkkulaði þarftu aldrei að gera þér upp fullnægingu # Þú verður ekki ófrísk af völdum súkkuiaðis • Þú getur fengið þér súkkulaði hvenær sem er mánaðarins • Það er auðvelt að komast yfir gott súkkulaði kallast SS-meðferðin, þ.e sjúk- lingar á súkkulaði. Frá aldaöðli hefur mannkynið sótt í sætt bragð og tekið það fram yfir biturt eða rammt. Þetta er fullkomlega eðlilegt, því sætt bragð gefur til kynna nauðsynlegar hitaeiningar en biturt eða rammt bragð þýðir eitrað. Þetta er okkur eiginlegt, eins og sést best á því að þegar litlum börnum er gefið eitthvað rammt eru þau fljót að frussa því út úr sér með viðbjóði. Hita- einingar eru aftur á móti ekki lengur lífsspursmál í hinum vestræna heimi og raunar á stór hiuti fólks í hatrammri baráttu við að innbyrða sem minnst af þeim. En þráin og jafn- vel þörfin fyrir sælgæti er sterk. Raunar eru margir þeirrar skoðunar að megrunarárátt- an hafi þau áhrif að sælgæti verði enn meira lokkandi. Þörfin verður að lokum yfirþyrm- andi og þá nægir ekki bara einn lítill kandísmoli. í ljósi ofan- greindra ástæðna er líklega bara best að leyfa sér af og til að leita í þá huggun sem sælgætið er.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.