Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR1997 13 Ttímanar leggjast í ferðalög Ferðamenn frá ýmsum Asíu- löndum sem teljast betur stæð en önnur hafa í auknum mæli lagst í ferðalög sl. ár. Jap- anir eru nú trúlega eftirsóttast- ir allra ferðamanna, þar sem þeir hafa orð á sér fyrir að eyða verulegum fjármunum í þeim löndum sem þeir heim- sækja. í samantekt ferðamálaráðs Taiwan kemur fram að þar fara menn í auknum mæli í ferðalög og árið 1996 fóru um 5,2 millj- ónir Taiwana í utanandsferðir. Þar sem íbúar eru alls 21,5 milljónir má sjá að þetta er mjög hátt hlutfall. Taiwanar ferðast mikið inn- an Asíu af auðsæjum ástæð- um, eða tæplega helmingur, fjórðungur fer til Bandaríkj- anna og fjórðungur til Evrópu- landa eða um 1,3 milljónir Tai- wana. Einnig hefur ferðafólki til Taiwan fjölgað og bráða- birgðatölur frá 1996 eru að þangað hafi komið um 2,4 milljónir ferðamanna. Yfir 5 milljónir Taiwana af 21,5 milljónum fóru í utanlandsferðir á síðasta ári. Vissirdu? • Varsjá er eina höfuðborgin í fyrrverandi kommúnistalöndum Austur-Evrópu sem aldrei dreif í að reisa styttu af Stalín. • Á Spáni er hlutfallslega mest landrými lagt undir vínekrur. • Bandaríkjamenn fóru í 277 milljón ferðir í viðskiptaerindum árið 1996. • í Belgíu eru rösklega 2.100 súkkulaði- búðir. Hjá hverjum sitjaí viltu flugvél? Fodor-fyrirtækið, sem er þekkt fyrir útgáfu ferða- bóka frá öllum heimshornum, gerði nýlega könnun á því hjá hverjum fólk vildi SÍST sitja í flugvélum. Niðurstöður voru í grófum dráttum þessar: 39% vildu ekki sitja hjá illa þefjandi fólki 19% fannst afleitt að hafa ungbörn við hlið sér 17 sögðu að feitir farþegar væru plága því þeir sulluðu drykkjum og mat niður á sig og nærstadda 12,4% afbáru ekki kjaftagleiða farþega Einnig voru nefndir til sögu sem hvimleiðir sessunautar fólk sem sæti við glugga en þyrfti einlægt að fara á salern- ið með tilheyrandi brambolti, nokkrum fannst versti ferðafé- laginn sá sem ekki togaðist orð upp úr og loks sá sem talaði með fullan munninn. Guggenheim-sa&i opnað í Bilbao Cuggenheim-safn sem þykir sérstak- lega eftirtektarverð bygging verður opnað í Bilbao á Norður-Spáni á sumri komanda. Þar verða nítján glæsilegir sýningarsalir, fyrirlestrastofur, veitinga- stofur, kvik- myndahús og ótalmargl annað. Frank Ge- hry teiknaði bygginguna og sumii hafa látið Ferðalög Jóhanna Kristjónsdóttir skrifar svo um mælt að hún eigi eftir að verða tákn Bilbao eins og óperuhúsið í Sydney er fyrir þá borg. Sýningar verða á verkum Picassos, Chagalls o.fl. auk alis kyns sýninga á verkum spánskra og evrópskra nútíma- listamanna. Upplýsingar um opnun má fá hjá Mu- elle Evaristo Churruca, s. 34 423 2799. Aðgangur að setustoffum Pinter stjómar nýj asta| Karlmaður sem fer oft utan á vegum fyrirtækis sem hann starfar hjá hafði sam- band við ferðasíðu. Hann sagði launastefnu fyrirtækisins vera að starfsmenn flygju á al- mennu farrými — Y. Hann þyrfti iðulega að bíða nokkrar klukkustundir á flug- völlum eftir tengiflugi og sagð- ist hafa heyrt að unnt væri sums staðar að fá aðgang að setustofum vallanna þar sem farþegar á viðskiptafarrými og fyrsta farrými gætu hreiðrað um sig í rólegu andrúmslofti. Honum fannst mjög stressandi að bíða á flugvöllum og langaði að vita hvar/hvernig væri að fá þennan eftirsótta setustofuað- gang. Eftir því sem ferðasíða kemst næst veitir IAPA-kortið, sem gullkortshafar VISA fá, að- gang að setustofum á stöku flughöfnum. Fyrir nokkrum ár- um var sett á laggirnar fyrir- Hann getur því skrifað til: tæki sem hefur einmitt þetta Priority Pass, P.O. Box 120, að markmiði: að Y-farþegar fái Croydon CR9 4NU, Englandi, aðgang að setustofum. sími: 44 181 680 1338, fax: 44 er 16, „Live forever“ númer 15, „Cigarettes & alcohol“ númer 14, „Don’t look back in anger“ númer 13, „Wonderwall" númer 12 og „Whate- ver“ númer 11. Þrjá síðustu mánuði hefur hljómsveitin verið við upptökur á þriðju breið- skífunni. Það er liðið ár frá því að „Don’t look back in anger" kom út á smáskífu og svo sann- arlega kominn tími á útgáfu á einhverju nýju. Sem undanfari næstu plötu verður líklega söng- ullinn „It’s getting better man“. David Ga- han, söngvari Depeche Mode, dó um mitt síðasta ár, reyndar aðeins í tvær mínútur. Her- óínneysla, sjálfsmorðstil- raun, hjarta- áfall, handtaka vegna eiturlyfja og að lokum meðferð til að takast á við fíknina sem stjórnað hefur lífi hans í hálf- an áratug hafa tafið útkomu nýs efnis frá DM. Nýja smáskífan, „Barrel of gun“, kom út 3. febrúar og er fyrsta nýja efnið frá DM síð- an 1993. Þá kom út áttunda hljóð- versplatan „- Songs of faith and devotion”. Ástand söngvar- ans olli m.a. því að Alan Wilder tók pokann sinn, Wilder kom inn hljómsveitina eftir brothvarf Vince Clarke 181 688 6191. Þegar menn gerast félagar fá þeir sent félagakort sem er ekki ósvipað krítarkorti. Þeir fá einnig senda litla bók með lista yfir flug- hafnir sem veita aðgang að setu- stofum, hvaða skilyrði fylgja o.s.frv. í þessum bæklingi er tekið fram hvenær stofurnar eru opnar og hvað þar er í boði. Stundum er dvalartími takmarkaður og gestir eiga ekki rétt á nema ákveðnum fjölda drykkja. Gesturinn greiðir ákveðið ár- gjald en framvísar síðan kortinu í setustofunum og kvittar fyrir. Fyrir þá sem oft eru á ferðalög- um, þurfa að bíða meira en klukkutíma eða tvo og leiðist ys- inn í flughöfnum má mæla með þessu. Mörgum finnst gott að geta slapp- að af í kyrriátrí setustofu meðan beðið er eftir flugi. verki sínuí Á Pinter-leikhúshátíð í Dublin dagana 7.-27. apríl nk. telst það til tíðinda að Harold Pinter stjórnar uppfærslu á nýj- asta verki sínu, Ashes to Ashes, í Gate- leikhúsinu, en það leikhús hefur frá fyrstu tíð sinnt verk- um Pinters mjög vel. Þá leikur Pinter í The Collection, sem verður sýnt fyrstu viku hátíðarinnar, í leikstjórn Karel Reisz, sem stýrði leikgerð Pinters á Eiginkonu franska liðsforingjans, nú A kind ofAlaska. Nánari upplýsingar um hátíðina er að fá í Gate-leikhúsinu, s. 353 1874 4045. („Yatzo“, ,,Erasure“) árið 1982. Clarke hætti vegna þess að hann fílaði ekki tónleikaferðir. Það var kannski eins gott, því Devotion- ferð DM stóð yfir í 14 mánuði. Hljómsveitin er því aftur orðin tríó og gefur út plötuna „Ultra" síðar á árinu. Depeche Mode er stórt nafn í poppheiminum og þeir halda því fram að engin starfandi bresk hljómsveit hafi selt fleiri plötur. Reef skutust á topp breska breiðskífulistans með nýju plötuna „Glow“. Hinn 23 ára síð- hærði Gary Stringer er andlit hljóm- sveitarinnar, sem er frá Glastonbury, stofnuð í London árið 1992. í haust náðu þeir upp í 6. sæti með smáskíf- una „Place your hands“. David Bowie varð fimmtugur 8. janú- ar sl. og hélt í tilefni af því heljarinn- ar veislu. í 33 ár hefur hann verið í if skemmtiiðnaðinum og átt þar sínar hæð- ir og lægðir. í nóv- ember lauk hann upp- tökum á 21. hljóð- versplötu sinni, „Earthlings”, sem var að koma á markað. Bowie segist enn hlusta daglega á plötuna og hættir ekki að njóta henn- ar, uppáhaldið hans er lag sem heitir „Seven years in Tibet“ með seiðandi trommutakti og saxófóns- hljómi. Aðspurður um það hvaða verk sín hann hlust- aði enn á í dag svaraði hann: „Not Ziggy,“ en segist hafa farið að hlusta aftur á „Low“ þegar hann vissi að Trent Reznor (Nine inch nails) væri mikill aðdáandi þeirrar skífu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.