Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1997 Hvað er að gerast í bandarískum fagur- bókmenntum? í sumarhefti breska tímaritsins Granta á ““síðasta ári gefur að líta brot úr því besta sem er að gerast meðal ungra höfunda í Banda- ríkjunum í dag. Um eitt þúsund skáldsögur sem taldar eru til fagur- bókmennta eru gefnar út ár- lega í Bandaríkjunum. Eðli sínu samkvæmt er flóra banda- rískra bókmennta afar víðfeðm og fjölskrúðug. Afþreyingar- e- bókmenntir: reyfarar og ástar- sögur; eru þar mjög áberandi enda seljast þær í risauppjög- um. Fagurbókmenntir skipa þó sinn sess og einstaka bók í þeim flokki kemst inn á hina eftirsóttu metsölulista. Breska tímaritið Granta er bókmenntatímarit sem kemur út ársfjórðungslega. Tímaritið er jafnan helgað því nýjasta sem er að gerast í bókmennt- um auk þess sem t því eru birt- ar ferðasögur sem oftar en ekki vekja sterkar tilfinningar viðkvæmra sálna. Það má segja með nokkrum sanni að Granta sé ekki tímarit sem eltir /^meginstrauma hverju sinni og það er af mörgum talið allrót- tækt innan sinnar greinar. Granta er afar útbreitt og marglofað tímarit. Hið fræga tímarit New York Times Book Review segir fá tímarit standa Granta á sporði og efnistök þess séu undraverð. Blöð á borð við Newsweek, London Times og The Wall Street Joum- al hafa heldur ekki verið spör á stóru orðin. Tímaritið hefur þó í gegnum tíðina hneykslað rainsæid - um hvaö skrifa ungir rithöfundar í Bandaríkjunum? Sherman Alexie er af indíána- ættum og ólst upp á verndar- svæði í Washington-fylki. Þótt Ál- exie sé ekki nema rétt þrítugur hefur hann gefið út meira en þrjú hundruð Ijóð, sögur, rítgerðir og þýðingar. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín. Sögubrotið sem birtist í Granta er úr nýjustu bók Alexie, Killing Indians, sem kom út í októ- ber síðastliðnum. Saga hans geríst á verndarsvæði indíána og þótt kaflinn í tímaritinu spanni ekki nema nokkrar síður verður ekki hjá því komist að kynnast töfrum höfundar. Alexie er afar mynd- rænn í frásögn sinni en sagan er umfram altt full af hlýju, jafnvel þegar hann lýsir erfiðleikum og reiði þeirra sem búa við þröngan kost á vemdarsvæðunum. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 - 21. útdráttur 3. flokki 1991 - 18. útdráttur 1. flokki 1992 - 17. útdráttur 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 -16. útdráttur -12. útdráttur -10. útdráttur - 9. útdráttur - 6. útdráttur - 3. útdráttur - 3. útdráttur - 3. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. apríl 1997. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV þriðjudaginn 11. febrúar. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Ú&2 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS [J HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900 Elizabeth McCracken er mennt- aður bókasafnsfræðingur, fædd og uppalin í Boston. Sögukaflinn sem birtist í Granta er úr nýjustu skáldsögu hennar, The Giant’s House. Aðalpersóna bókarínnar er, eins og MacCracken sjálf, bókasafns- fræðingur á þrítugsaídrí. Hún verður ástfangin af ungum pitti sem er tíður gestur á bókasafninu. Pitturínn á í erfiðleikum því hann þjáist af sjúklegum líkamsvexti. Þetta er afar hrífandi og óvenjuleg ástarsaga sem spannar tíu ára samband tvímenninganna. McCracken er afbragðsgóður stíl- isti og er saga hennar án efa með því skemmtilegasta í tímaritinu. margan manninn og á heimasíðu þess má oft finna skondnar athuga- semdir frá óánægðum les- endum. Hinir útvöldu Árið 1993 efndi tímaritið til bókmenntasamkeppni meðal ungra rithöfunda á Bretlandseyjum. Þessi keppni þótti takast svo vel að á síðasta ári ákváðu for- svarsmenn tímaritsins að efna til sams konar keppni í Bandaríkjunum. Tilgang- ur keppninnar var í báðum tilvikum að tilnefna tutt- ugu bestu ungu rithöfund- ana í hvoru landi fyrir sig. Ófáar efasemdaraddir heyrðust og þeir voru Edwidge Danticat er langyngst ríthöfundanna tuttugu, aðeins 28 ára gömul. Hún er fædd á Haiti en þaðan eru foreldrar hennar. Danticat fluttist til Bandaríkjanna þegar hún var tólf ára. Hún lauk meistaragráðu í skapandi skrífum frá Brown University og í kjölfarið fylgdu tvær bækur; Breath, Eyes, Memory sem kom út áríð 1994 og ári síðar kom út smásagnasafn hennar Krík? Krak! en sögumar gerast allar á Harti. Danticat vann lengi vel við handritaskrif og hand- ritalestur hjá hinum fræga banda- ríska kvikmyndaleikstjóra Jonat- han Demme en hann hefur ómæld- an áhuga á öllu sem viðkemur Ha- iti. Sögubrot Danticat era úr skáldsögu sem hún á enn ólokið. Þar leitar hún enn á heimaslóðir en sagan fjallar að meginhluta um fjöldamorð á fjörutíu þúsund manns, sem vora framin á landa- mæram Haiti og Dóminíska lýð- veldisins áríð 1937. margir sem töldu að þótt slík keppni gengi á Bretlandi væru Bandaríkin of stór og fjölmenn til að sama fyrirkomulag gæti gengið þar. En forsvarsmenn tímaritsins létu raddir efa- semda sem vind um eyru þjóta enda ekki vanir því að láta telja sér hughvarf. Skilyrði til þátttöku í keppn- inni voru þau að keppendur urðu að vera bandarískir þegn- ar, ekki eldri en fertugir og hafa að minnsta kosti sent frá sér eina smásögu eða skáld- sögu. Mörg hundruð handrit bárust til keppninnar og eftir að hafa komist í gegnum síu fimm dómnefnda, sem voru staðsettar á jafnmörgum stöð- um í Bandaríkjunum, var gef- inn út listi yfir fimmtíu og tvo höfunda. Yfirdómnefnd, sem var meðal annars skipuð fræg- um höfundum á borð við Ro- bert Stone, Anne Tyler og To- bias Wolff, var falið að tilnefna tuttugu bestu úr þessum hópi. Eftir mikla yfirlegu dómnefnd- ar leit listinn dagsins ljós og eru brot úr verkum þessara höfunda birt í síðasta sumar- hefti Granta. Gildi bókmenntaverð- launa Bókmenntasamkeppni og bókmenntaverðlaun af ein- hverju tagi eru velþekkt fyrir- bæri í velflestum löndum heims. En hvaða gildi hafa slík verðlaun, annars vegar fyrir höfundinn sem hlýtur þau og hins vegar fyrir bókmenntirnar og bókamarkaðinn í heild? Ian Jack, ritstjóri Granta, spyr sig þessara spurninga í inngangi Granta. Hann telur bókmenntaverðlaun vissulega vera uppörvandi fyrir þann rit- höfund sem þau hlýtur og hljóti alltaf að hvetja hann til frekari dáða. Með verðiaunum fær rithöfundurinn loks umb- un fyrir sleitulausa baráttu sína við skáldagyðjuna. Þá telur Ian Jack bókmennta- verðlaun ekki síður mikilvæg fyrir bókmenntamarkaðinn en ekki er óalgengt að sala bóka allt að fjórfaldist í kjölfar verð- launa. Hann veltir því næst fyrir sér hvort listi yfir tuttugu bestu ungu rithöfundana í stóru landi sem Bandaríkjunum geti verið trúverðugur. Hlýtur ekki slíkur höfundalisti að orka tví- mælis? Ian Jack heldur því fram að ef verk höfunda sem lentu í tuttugasta til fertugasta sæti hefðu verið valin hefði út- koman kannski orðið aðeins öðruvísi en umfram allt ekki lakari á nokkurn hátt. Að hans mati vantar marga þungavigt- armenn á listann. Endurreisn raunsæisins Séu sögubrot höfundanna tuttugu skoðuð nánar má greina að þau endurspegla að mörgu leyti þær breytingar sem hafa átt sér stað í banda- rískum bókmenntum síðastlið- in tuttugu til þrjátíu ár. Megin- breytingin er líklega endur- reisn raunsæisins sem hefur frá því um og upp úr 1970 ver- ið að sækja í sig veðrið, aðal- lega á kostnað póstmódern- ískra tilraunabókmennta sem þá tóku að víkja hægt og bít- andi í fyrstu fyrir sósíalreal- isma, sem oftast einkenndist af mjög pólitískt meðvitaðri hugsun, en seinna fyrir mjög amerísku raunsæi sem nú Iifir góðu lífi. Margir kannast vænt- anlega við raunsæismálarann Norman Rockwell sem mörg- um finnst að hafi tekist öðrum betur að fanga hið sanna fjöl- skyldulíf og í umfjöllunum um verk margra þessara ungu höf- unda hefur verið bent á að þar megi oftsinnis finna anda Rockwells svífa yfir vötnunum. Ungir rithöfundar í Banda- ríkjum nútímans eru að stærst- um hluta til mjög vel menntað fólk og eru flestir aldir upp í út- hverfunum. Ástæðan er sú að fólk í úthverfum er líklegra til þess að senda börn sín til mennta og þar af leiðandi einn- ig ala af sér rithöfunda. Það sem flestir rithöfundanna tutt- ugu eiga sameiginlegt er opinn og einfaldur stíll, sem minnir kannski stundum á blaðastíl. Þeir halda sig oftast við eigin heimahaga og takast á við sögupersónur sínar af alúð og væntumþykju. Þetta bók- menntaeinkenni þekkjum við vel hér á landi þar sem ungir íslenskir höfundar hafa undan- farið færst frá því að skrifa bækur með miklum stílein- kennum, þar sem áherslan var á formið, til einfaldari og að- gengilegri stíls. Við lestur tímaritsins er ljóst að höfundarnir eru að skrifa um þann veruleika sem stend- ur þeim næst; þeir reyna al- mennt ekki að sækja vatnið yf- ir lækinn. Sumir finna að því að þessi nýjasta kynslóð rithöf- unda hafi þröngt sjónarhorn og segja að það finnist varla nokkur á meðal þeirra sem læt- ur sig varða víðtækari vanda- mál; til dæmis vanda þjóðar- innar eða alheimsins, hvað þá að hann hafi skoðun á því hvernig sé hægt að leysa þau. Þegar upp er staðið má einn- ig vel segja að sameiginlegt einkenni ungra rithöfunda sé áherslan á söguna sjálfa; ef fjallað er um vandamál af ein- hverjum toga er það gert í gegnum söguna. Áherslan á söguna er ekki einvörðungu ríkjandi viðhorf í bókmenntum nútímans heldur má einnig greina áhrif þess í myndlist en þó sérstaklega í kvikmyndalist, þar sem menn í ríkari mæli leggja áherslu á söguna á kostnað formsins. Ian Jack fer ekki villur vegar þegar hann segir að allt efni tímaritsins sé í hágæðaflokki. Öll sögubrotin voru áhugaverð og til þess eins fallin að kveikja löngun hjá manni að komast yfir bækur þessara höfunda til þess að geta lesið þær í heild sinni. aþ Búi Hirst gerir myndum spænsku vefldna Elín Hirst, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, hyggst gera heimildamynd um spænsku veikina sem lék þjóðina grátt árið 1918. Á páskum verður sýnd í Sjónvarpinu fyrsta heimildamynd Elínar, Fangarnir á Mön. - Hátt á þriðja hundrað manns dóu í spænsku veikinni sem barst sennilega hingað frá Bretlandi. Bænum var skipt upp í neyðarsvæði og til eru frásagnir af ömurlegum aðstæðum fólks þar sem börn fundust lifandi við hlið látinna for- eldra. Stóratburðir eins og fullveldið 1. desember 1918 féllu í skuggann, segir El- ín. Hún leitar eftir fóiki sem man' spænsku veikina og vill ræða þá reynslu. Um páskana verður sýnd í Sjónvarpinu heimildamyndin Fangarnir á Mön sem Ei- ín gerði um þá Þjóðverja sem búsettir voru hér á landi í síðari heimsstyrjöld. Eftir hernám Breta voru Þjóðverjarnir teknir til fanga og sendir á eyjuna Mön í írlandshafi þar sem þeir voru í haldi til ársins 1945. Meðal fanganna var afi Elín- ar. Og œtlar fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2 alfarið að leggja fyrir sig kvikmyndagerð? - Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það. Mér finnst spennandi að fást við þetta og eftir heimildamynd um spænsku veikina stefni ég að framhalds- mynd um fangana á Mön. Annars veit maður ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, segir Elín. Elín Hirst lettar eftir fólki sem lifði spænsku veikina 1918.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.