Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1997 18 Þeir sem hafa einhverju sinni upplifað að sjá manneskju í altæku flogi þekkja hræðsluna sem því fylgir. Skyndilega stífnar líkaminn upp, viðkom- andi gefur frá sér skringileg hljóð, jafnvel óp, kippist til og froðufellir og viðstöddum dettur einna helst í hug að hann sé að kveðja þennan heim, sem getur vissulega gerst í einstaka tilfellum; ef hjartað ræður ekki við þau feikilegu átök sem eiga sér stað í líkamanum á meðan á floginu stendur. Því hljóta það að vera mikil átök fyrir móður barns með mikla flogaveiki að búa við sívarandi ótta og hræðslu, eins og Auður Jónsdóttir komst að þegar hún ræddi við Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur leikkonu, sem á flogaveika dóttur. Baráttan fj/rir veikum bömi Guðlaug María með dæturnar, Elínu Sigríði og Unni Sesselju. Læknir, læknaðu hana! segir maður, og í flestum til- fellum er eitthvað hægt að gera til að koma á jafnvægi en svo eru það hin tilfellin, eins og í okkar tilviki, að það er allt reynt, allt saman, alls kyns lyfjagjafir og ráð og aðferðir — meira að segja andalæknar — og ekkert dugir til. Fyrst um sinn er maður bara hissa. Hissa á því af hvetju hlutirnir fara ekki afturí sitt eðlilega horf. „Við vorum ekki viðstödd þegar Ella fékk fyrsta flogið, hún fékk það á leikskólanum. Þegar hún fékk hins vegar ann- að flog stuttu seinna þá brun- uðum við með hana á spítala þar sem við heyrðum í fyrsta skipti orðið flogaveiki tengjast okkar fjölskyldu," segir Guð- laug Maria. Guðlaug María er einn þeirra sjálfboðaliða sem hafa háð harða baráttu fyrir málefnum fólks með flogaveiki. Hún hefur sótt ráðstefnur erlendis um flogaveiki og var einn af stofn- endum foreldradeildar LAUF og formaður féiagsins í tvö ár. Starfið fyrir LAUF á rætur að rekja til Elínar dóttur Guðlaug- ar og eiginmanns hennar, Ól- afs Hauks Símonarsonar rit- höfundar, en Ella eins og hún er kölluð er með flókna floga- veiki og hefur fengið stór altæk flog auk kippafloga og störu- floga og þarf mikilla lyfja við. Engin ein einhlít skýring er til á því hvers vegna Ella er með flogaveiki en sú staðreynd að hún skuli vera með hana hefur þýtt mikla baráttu fyrir þau öll í gegnum tíðina. „Eg er mjög gjarnan hrædd um dóttur mína en reyni samt eftir bestu getu að svipta hana ekki sjálfstæði sínu. Þar af leið- andi hef ég oftar en ekki leyft henni að gera hluti gegn minni betri vitund, eins og að fara í tívolí og sund með félögum sínum. En þrátt fyrir ítarlegan lestur yfir henni og vinum hennar hef ég samt sem áður setið eftir heima skjálfandi á beinunum og full ógleði við til- hugsunina eina um að eitthvað komi fyrir,“ segir Guðlaug ró- lega en ákveðin á svip. „Þetta ætti ekki að vera svona erfitt, því ef fyllsta öryggis er gætt þá geta þessi börn að sjálfsögðu farið í sund eða tívolí, það er alveg jafnmikil hætta á að hjartasjúklingur fái slag í tí- volítækjunum eins og að þau fái krampa. Það er bara númer eitt, tvö og þrjú að allur aðbún- aður sé í lagi, öryggisslár og annað slíkt. Eins með sund- laugarnar, þar þarf eftirlitið að vera hundrað prósent og sund- verðir verða að hafa augun hjá sér, en þeir eiga að þekkja rétt viðbrögð og gera það yfirleitt. Ég hef hvatt fólk með floga- veiki til að láta sundlaugar- verðina vita áður en það fer í sund, enda er starfsfólk sund- lauganna svo að segja hætt að spyrja: „Og hvað geri ég ef þú færð flog?“ Að Irffa eftir því sem vind- urinn biæs En hvernig œtli granda- lausum foreldrum verði við þegar þeim er skyndilega til- kynnt að barnið þeirra sé með flogaveiki? „Ja, maður segir þetta: „Læknir, læknaðu hana!“ og í flestum tilfellum er eitthvað hægt að gera til að koma á jafn- vægi en svo eru það hin tilfell- in, eins og í okkar tilviki, að það er allt reynt, allt saman, alls kyns lyfjagjafir og ráð og aðferðir — meira að segja andalæknar — og ekkert dugir til. Fyrst um sinn er maður bara hissa. Hissa á því af hverju hlutirnir fara ekki aftur í sitt eðlilega horf. Það verður skyndileg breyt- ing á lífi manns og sú breyting felst fyrst og fremst í því að maður þarf að slá af kröfum gagnvart vinnunni sinni. Hætt- ir að geta gert áætlanir fram í tímann og þarf að lifa eftir því sem vindurinn blæs hverju sinni. Ef ég ætla að taka að mér eitthvert verkefni verð ég fyrst að finna manneskju sem ég treysti fullkomlega til að taka við foreldrahlutverki mínu á meðan, flestum nægir að vinna úti og sjá um heimili og ég er ekki til í þríriti þótt ég þarfnist þess með. Fyrir utan það að eðli flogaveikinnar og birting- armyndir hennar eru þannig að fólk verður hvíldarlaust og útkeyrt þegar verst lætur.“ Gleðilaus skólaganga Nú er eitt prósent íslend- inga með flogaveiki, hvernig reynist íslenskt skólakerfi börnum með flogaveiki? „Endalaus tregða,“ segir Guðlaug María og það kennir þreytu í röddinni. „Það á alltaf að „sjá til“, stuðningskennsla fæst ekki fyrr en barnið hefur dregist aftur úr eða er komið út í vandræðasúpu. Fyrirbyggj- andi aðgerðir eru ekki til hér- lendis þótt það sé þekkt og viðurkennt í öðrum löndum að börn með erfiða flogaveiki sem taka mikið af lyfjum þurfa frá upphafi mikla uppörvun og stuðning til að dragast ekki aft- ur úr. Með faglegum úrræðum er hægt að koma í veg fyrir smækkaða sjálfsmynd barn- anna og gleðilausa skólagöngu þeirra. Það á nefnilega ekki að taka fjögur eða fimm ár að koma hlutunum í viðunandi ástand.“ Fór í Kennaraháskólann til að reyna að skilja kerfið „Það endaði með því að ég fór í kennslu- og uppeldisfræði því mér fannst ég kannski ekki hafa nægan skilning á því hvernig þetta kerfi virkaði. Að minnsta kosti reyndist það dóttur minni ekki nógu vel. Svo ég lauk prófi frá Kennara- háskóla íslands fyrir tveimur árum. Upp úr því er mín skýr- ing sú að lítil þekking kennara á hvers kyns frávikum standi í veginum, þeir tá ekki nógu mikla fræðslu um slík mál. Því fer sem fer: Að mikill tími for- eldra — sem eru ekki heldur neinir sérfræðingar — fer í það að útskýra fyrir þeim sem vita ■ ennþá minna. Ég veit satt að segja ekki lengur hverjir eiga að ákveða það nógu fljótt hvaða börn fá hvernig aðstoð, það eru til margar tegundir af flogaveiki og ef það er enginn sem þekkir til kennslufræðilegra úrlausna fyrir þessi börn þá þurfa allir foreldrar barna með flogaveiki að vera sérfræðingar. Þeir þurfa að uppgötva sjálfir að það þarf taugasálfræðinga til að greina börnin þeirra og leið- beina kennurunum um kennsluaðferðirnar." Hver ber ábyrgð á mennt- un veikra barna? „Ég get búið til dæmi sem sýnir einna best hversu erfitt er að ákvarða hvað sé í hvers verkahring: Góður sérgreina- kennari og áhugasamur nem- andi með flogaveiki sem stund- ar sitt uppáhaldsfag hjá hon- um. Veika barnið fer á spítala í nokkurn tíma og þegar það kemur til baka treystir kennar- inn sér ekki til að gefa því meira en sjö í einkunn á þeirri forsendu að barnið hafi ekki náð að skila öllum verkefnum og taki ekki nógu vel leiðsögn eftir spítaladvölina. Frá sjónar- hóli barnsins er skýringin svona: Það skilur ekki alveg það sem er verið að fást við í tímunum eftir spítaladvölina því það missti úr og er ekki inni í því sem er verið að gera. Ég spyr bara: Er það barns- ins að útvega sér verkefnin sem þarf til að ljúka kvótanum, er það foreldranna að eltast við stundakennara sem vinnur á mismunandi tímum eða er það kennarans að sjá til þess að barnið fái verkefnin í hend- urnar? Hver ber ábyrgð á menntun veikra barna?“ Léttur kvíðbogi Þegar skólagöngu Ellu lýk- ur, kvíðir Guðlaug María þá framtíð hennar sem mann- eskju með flogaveiki? „Eg kvíði í sjálfu sér framtíð allra barnanna minna og ber léttan kvíðboga vegna heims- ins alls. Ég held að allir foreldr- ar beri ákveðinn ugg í brjósti á tímum eiturlyfja, mengunar og ofbeldis. Þeir foreldrar sem eru svo heppnir að eiga heil- brigð börn geta ekki heldur verið óttalausir — hversu greind og falleg sem börnin eru — um að þau lendi í eitur- lyfjum eða verði fyrir ofbeldi hvort sem um er að ræða ger- endur eða þolendur. En allt er þetta nú hluti af því að vera foreldri. Ari Eldjárn skrifar kvikmyndir Kominn tmi til... The Long Kiss Goodnight ★★★ Abalhlutverk: Geena Davis og Samuel L Jackson Leikstjóri: Renny Harlin Það var nú heldur betur kominn tími til að Renny Harl- in færi að gera einhverja góða mynd til tiibreytingar. Eftir hina hörmulegu Cutthroat Is- lartd og hina fáránlegu Cliffhan- ger varð hann virkilega að taka sig á. Og það hefur hann svo sannarlega gert. í þessari mynd leikur Geena Davis konu sem missti minnið fyrir átta árum og hefur ráðið einka- spæjara til að grafast fyrir um fortíð sína því hana hefur dreymt svo undarlega drauma upp á síðkastið... Einkaspæjar- inn (Samuel L. Jackson) er hálfgerður hallæristöffari sem kemst óvart í feitt þegar hann finnur út hver hún var. Það versta er að hver hún var er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Fyrr en varir eru þau komin á flótta undan alls kyns óþjóða- lýð og er fjölskylda Geenu líka komin í ógöngur. Renny Harlin leikstýrir á hæfilegum hraða og býður upp á mörg ljómandi vel útfærð spennuatriði en dramatísku at- riðin eru sum tilgerðarleg og væmin. Samuel reytir af sér brandar- ana og dæiir út frösum á færi- bandi og Geena Davis hefur heldur betur breyst síðan í Cutthroat Island. Það mætti líkja því við hamskipti. Margt í myndinni er ótrúlegt en kemur trúverðuglega út fyrir tilstilli réttrar notkunar á tæknibrell- um og útskýringa. Myndin er góð spennumynd með húmor þó að hún verði svolítið væm- in í endann. Áslirósam- lyndraBelga The Eighth Day ★★★★ Aóalhlutverk: Pasqual Duquenne og Daniel Auteuil Leikstjóri: Jaco van Dormel Hér höfum við framlag Belga til Óskarsverðlaunanna í ár og er ég iila svikinn ef hún fær ekki tilnefningu. Af hverju? Ein- faldlega út af því að þetta er frábær mynd. Myndin fjallar um tvo menn sem fyrir tilviljun rekast hvor á annan. Þessir menn eru svo líkir og einnig svo ólíkir. Báðir eiga þeir í erf- iðleikum með eitthvað og eru orðnir leiðir á einhverju en vandi þeirra er hins vegar gjör- ólíkur. í fyrstu hunsa þeir hvor annan og skoðanir hvors ann- ars, en þegar fer að líða á myndina fara þeir að skilja hvor annan betur og eru farnir að líkjast hvor öðrum meira. Myndin kennir manni að dæma bókina ekki eftir káp- unni heldur rannsaka innihald- ið og dæma þannig. Þetta er einmitt það sem allir taka feil á. Georg, sem er þroskaheftur, er orðinn vanur því að fólk hræðist hann og vilji ekkert með hann hafa, en þegar hann hittir Harry, taugastrekktan viðskiptajöfur sem er með fjöl- skyldulífið í molum, þá er hann orðinn þreyttur á því að láta alla kasta sér frá sér og bók- staflega hangir utan í Harry þar til Harry fattar að ef til vill er Georg eini vinur hans. Það er sama sagan með Georg. Harry er eini vinur hans, fyrir utan mömmu hans sem er löngu dáin og systur hans sem á fordómafullan eiginmann sem vill ekki sjá Georg. Þessir tveir menn hjálpa hvor öðrum í gegnum ýmsa hrakninga og í lokin eru þeir orðnir betri ein- staklingar. Þessi gullfallega mynd er nokk- uð sem ég mæli eindregið með ef maður vill hafa eitthvað af góðri lífsspeki með í skemmt- uninni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.