Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 9
RMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1997 9 mm ■hm ■ \ mm *«» >i,, . >i Á irkinu geturðu verið hver senr er og litið út eins og þig langar til. Málið getur að vísu orðið eilítið flókið ef einhver falast eftir alvöru stefnumóti. Ebkhuginn á irkinu;-) Ef bj^ðunarkennd þinnl farðu þá bara út af rásinni. Vinkona mín er með irkið í tölvunni sinni og hún dvelst orðið öllum stundum fyrir framan tölvuna. Hún seg* ist hafa eignast mikið af góð- um vinum gegnum tölvuna, hún hefur meira að segja lent á séns. Hún hefur líka sagt mér að fullt af fólki verði jafn- vel ástfangið gegnum irkið og mörg irkissambönd hafi endað í hjónabandi. Þá erum við að tala um alvöru hjónabönd, þ.e. fólk ákveður stefnumót og svo giftist það. Annar kunningi minn, sem er óvirkur alki, bregður sér stundum á alþjóð- legan AA-fund á irkinu. Sextán ára piltur sem ég þekki hefur eignast fjórar kærustur í gegn- um irkið. Lærðir sem leikir nota irkið bæði í leik og starfi. Guðmundur Ólafsson, hag- fræðingur og lektor við HÍ, segist notfæra sér mikið þá möguleika sem irkið býður upp á. Hann segir irkið vera eitt besta fundarform sem hugsast geti. Engin hætta á óþarfa blaðri og svo er fundar- gerðin tilbúin til prentunar um leið og fundi lýkur. Þeim sem ekki hafa farið inn á irkið finnst eflaust erfitt að ímynda sér að hægt sé að tjá sig við aðra manneskju gegn- um tölvu. Ekkert andlit og þar með engin svipbrigði og augnatillit, engin blæ- brigðarík rödd heldur ein- göngu tölvuskjár og lykla- borð. Margrét Pálsdóttir, málfræðingur og irk- ari, segir að það geri þessi tjáskipti ein- mitt svo spennandi. „Útlitið skiptir ekki máli, eingöngu persónuleik- inn.“ Margrét segist hafa eignast Ef einhver er svo illa upp- lýstur aö vita ekki hvaö irkið er þá er þaö eins konar spjallnet. Fólk alls staöar aö úr heiminum spjallar saman gegnum tölvuna og þaö kostar bara fimmtíu krónur á klukkutímann! Á irkinu getur fólk látiö drauma sína rætast, þaö getur veriö einhver allt önnur manneskja, þaö er hægt aö eignast vini á irkinu, þaö er hægt aö stunda kynlíf á irkinu... Irkiö er út af fyrir sig heill heimur og þar gerast ótrúlegustu hlutir eins og Svanbjörg Einarsdóttir komst aö raun um. marga góða vini í gegnum ir- kið og hún líkir því við kaffi- hús. „Þú ferð á kaffihús og lít- ur yfir salinn. Ef þú sérð ein- hvern kunnugan sestu niður og spjallar. Þegar ég kem heim til mín lít ég að sama skapi inn á irkið og sé hvort einhver vina minna er þar. Ef svo er sest ég niður og spjalla. Ef enginn kunnugur er á ferli sinni ég öðru,“ segir Margrét. Feimnin og hræðslan sigr- uð! Ég ákvað að sinnuleysi mitt fyrir þessari tækninýjung væri ekki nútímakonu sæmandi. Ég dreif mig því í mína fyrstu irk- isferð. í fyrstu leið mér líkt og ég væri stödd á stórum flug- velli og skildi ekki leiðbeining- arnar og rataði ekki um bygg- inguna. Samtalsrásirnar skipta hundruðum og það var ill- mögulegt að átta sig á hvert umræðuefnið væri, nema helst á þeim rásum sem eru auð- kenndar með „sex“. Ofan á allt saman var ég líka plöguð af feimni og hræðslu. Með ótrúlegum viljastyrk komst þó ég yfir þessa van- máttartilfinningu og skellti mér inn á rás sem virkaði sakleysisleg. Ég sló glað- hlakkalega inn „halló öll- sömul“. Fólkið sem var fyrir á rásinni sinnti mér ekki í neinu held- ur hélt áfram sínu þvaðri, sem þó virtist ekki vera sér- lega áhugavert. Eng- inn heilsaði mér eða kallaði á mig í einka- viðtal. Ég heilsaði aft- ur og spurði hvort einhvern langaði til að spjalla við mig. Þá loks fékk ég spurn- ingu. Where are you from? Það léttist á mér brúnin og ég sagði öll- um sem sjá vildu hvaðan ég væri og bjóst við að fá undrunar- og að- dáunarhróp og spurning- ar um fal- legu eyjuna mína. En eina svarið sem ég fékk var „coo!“. Ég horfði döprum augum á þvaður fólksins örlitla stund og ákvað fljótlega að gefa skít í það. Sannast sagna var ég bæði undrandi og reið yfir fálæti þessa fólks. Mér hafði skilist að inni á irkinu ríkti frjálsleg og skemmtileg stemmning, all- ir væru jafnir og feimni og önnur tjáskiptavandræði væru engum fjötur um fót. Nema kannski ef þú ert virkilega leið- inlegur þá skini það væntan- lega í gegn. Kannski var ég svona óttalega leiðinleg?! Ég gat þó ekki með nokkru móti skilið hvernig þetta fólk teldi sig hafa efni á að komast að þeirri niðurstöðu eftir ein- göngu tvær setningar frá mér. Þetta fannst mér lýsa fádæma hroka. Sadómasó hommar og þýskunemar Ég horfði angistarfull á skjá- inn; hvernig lendir maður eig- inlega í ævintýrum á irkinu? Ég ákvað að taka á mig rögg og smella mér inn á einhverja af mörgum kynlífsrásum. Skyndilega var ég stödd inni á rás með hómósexual mönnum sem spjölluðu frjálslega um svipunotkun í kynlífi! Mér of- bauð, en þar sem ég var orðin virkilega örvæntingarfull ákvað ég að sigla undir fölsku flaggi og vera hommi dag- stund úr lífi mínu. Lífsreynsla sem fáar konur hafa upplifað! Ég er að vísu lítið inni í kynlífi sadómasókískra homma en ákvað þó að koma með at- hugasemd um svipur og laug því til að það væri mín stærsta gleði að verða fyrir svipu- höggi. Þeir virtu mig ekki við- lits. Það hljóp í mig þrjóska og ég hélt áfram að tjá mig um umræðuefni rásarinnar, en viti menn. Mér var hreinlega kast- að út af rásinni. Líklega hef ég ekki verið mjög sannfærandi sadómasó hommi. En það mátti reyna. Þar sem ég var dálítið „sjokkeruð“ eftir þessa reynslu ákvað ég að prófa enn á ný einhverja venjulega rás og spjalla um eitthvað sem stæði mér nær og ég hefði meira vit á. Ég brá mér inn á spænska rás. Þar voru fyrir þrír einstaklingar sem spjöll- uðu ákaft um þýsku og erfið- leikana við að læra það flókna tungumál. Þarna var eitthvað sem ég hafði eitthvert vit á þannig að ég heilsaði glað- hlakkalega, en það gerir mað- ur með broskarli.:-) Horfið á hlið og þá sjáið þið snotran broskarl. Þeir héldu áfram sínu spjalli og virtu mig að vettugi. Ég fylgdist smástund með samræðum þeirra og ákvað síðan að koma með gáfulegt innlegg í umræðuna. Engin viðbrögð. Þá ákvað ég að trompa þá með því að segja þeim að þýska væri smá- mál samanborið við íslensku. Ég bjóst hálfpartinn við aðdá- unarhrópum yfir mikilli tungu- málakunnáttu minni en eina svarið sem ég fékk var: Jæja, og af þessu eina jæja skein fyr- irlitning á mér og mínu monti. Tárin spruttu fram í augu mín og ég dreif mig lúpuleg og nið- urlægð burt af rásinni. Kona í áhættuhópi! Ég var sár, bitur, þjökuð af höfnunartilfinningu og sjálfs- virðing mín var engin. Eins og allir vita eru stúlkur sem svona er ástatt fyrir í miklum áhættuhópi. Þær lenda gjarn- an í óttalegri vitleysu og ástar- þörf þeirra rekur þær oft út í kynlíf með bráðókunnugum karlmönnum, sumar enda jafn- vel í vændi! Mér leið sem sagt ósköp illa og í angistarfullri leit minni að'athygli og vænt- umþykju lagði ég í þann í hættulega leik að fara inn á rás sem hét Groupsex. Þar hitti ég fyrir Carmen, Nice og Leon49. Carmen, sem líklega hefur liðið illa eins og mér, spurði hvort einhver vildi iðka kynlíf með henni. Nice kvaðst reiðubúinn til þess. Ég horfði forviða á þessar samræður. Carmen spurði hvort hann vildi vera ofan á eða undir. Nice vildi vera ofan á en vildi fyrst forleik. Tölvan hjá mér pípti skyndilega. Leon49 vildi fá mig í einkasamtal. Ég heils- aði Leon49. Hann spurði mig hvað ég væri gömul. Ég sagði honum það og spurði hann að aldri. Svo skemmtilega vildi til að hann bar nafn með rentu. Leon49 var einmitt 49 ára. Hann spurði mig hvemig ég vildi haga kynlífi okkar. Eg starði á skjáinn og satt að segja var blygðunarkennd minni alvarlega misboðið. Þrátt fyrir leikni mína í vélrit- un létu puttarnir ekki að stjórn! Leon49 fannst ég held- ur lengi að svara og krafði mig svars. Ég ákvað að líta á þetta undarlega ævintýri sem já- kvæða lífsreynslu og náði loks tökum á fingrasetningunni. Ég svaraði Leon49: „Ég er öll þín, taktu völdin í þínar hendur." Þá kom þessi einkennilega og móðgandi spurning um hvort ég væri virkilega kona! Það fauk illilega í mig. Hvernig leyfði Leon49 sér að efast um kvenleg gildi mín. Ég „hreytti" í hann að auðvitað væri ég kona, annars væri ég varla með honum í einkasamtali heldur stödd inni á homm- arás! Leon49 var greinilega viðkvæmur maður og ofbauð framkoma mín og yfirgaf mig jafnskyndilega og hann hafði birst mér. Ég var öskureið út í Leon49, en þar sem hann var farinn gat ég ekki haldið áfram að vera með skítkast. Tölvan pípti. Irkiskynlíf og lygar Hr. Nice var búinn að ljúka sér af með hinni blóðheitu Carmen en hafði greinilega ekki fengið nóg. Við heilsuð- umst og hann spurði mig hvernig ég liti út og hverju ég íklæddist. Ég vildi ekki fyrir nokkurn mun missa herra Nice burt eins og Leon49. Svona langt var ég leidd! Ég hegðaði mér satt að segja eins og versta lauslætisdrós. Ég blikkaði Hr. Nice ;-) og sagðist vera lítil og dökkhærð og í engu nema Chanel 5. Hr. Nice líkaði þessi lýsing vel. Hann gat auðvitað ekki vitað að ég væri í raun og sannleika há, ljóshærð og kappklædd! Hr. Nice sagði mér að hann sjálfur væri hár, myndarlegur, ljós- hærður og græneygður og sæti kviknakinn fyrir framan tölvuna sína. Hann hefur ör- ugglega verið að ljúga eins og ég, en ég ákvað að slá til og sjá hvað gerðist með hinum græn- eygða Nice. Hr. Nice var nokk- uð ákafur og vildi strax bregða á leik. Ég átti í stökustu vand- ræðum til að byrja með því ég vissi ekki hvernig í ósköpun- um ég ætti að svara þessari áleitni... Til að ofbjóða ekki blygðunarkennd lesenda ætla ég ekki að hafa eftir það sem fór okkur Hr. Nice á milli. Ég verð að viðurkenna að ég fékk ákaflega litla ánægju út úr ævintýri mínu með Hr. Nice nema æfingu í klámfenginni ensku og mikið fliss. Kynferðis- lega veitti þetta samtal mér ekki neitt. Aftur á móti tjáði Hr. Nice mér ánægju sína yfir þess- um leik okkar. Ég gat auðvitað ekki sært herra Nice og ákvað því að vera artarleg og gladdi hann með að segja honum að hann væri með ólíkindum góð- ur elskhugi. Þetta virtist gleðja hr. Nice. Það er gott og kristi- legt að gleðja annað fólk, hugs- aði ég með mér svona til að róa aðeins samvisku mína. Samtal okkar þróaðist síðan á einhvern undarlegan hátt út í sakleysislegt rabb um mjólkur- vörur og ágæti þeirra. Svo kvöddumst við. Ef til vill getur kynlíf á irkinu verið skemmtilegt, að minnsta kosti er þetta svo umtalað fyrir- bæri að heilu bækurnar fjalla um kynlífsástundun á irkinu. Irkiskynlíf hefur vissulega tvo augljósa og ótvíræða kosti. Maður getur sest niður algjör- lega ótilhafður og náð sér í irk- iselskhuga. Seinni kosturinn er sá að hættan á smitsjúkdómum er engin. Nema tölvuvírusum! Þeir eru vissulega hvimleiðir en þeir drepa þó engan! En mér fannst þetta ævintýri mitt með Hr. Nice heldur bragð- dauft. Má ég nú biðja um eitt- hvað áþreifanlegra!!;-)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.