Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1997 23 Ekki missa a • • • m • • • m • • • • • Konur skelfa Fimmtíu og sex sýning- ar voru á leikritinu Konur skelfa í fyrra á Litla sviöi Borgarleik- hússins og komust færri aö en vildu. Um síðustu helgi var tekiö til við aö sýna verkið aftur vegna fjölda áskorana og var upp- selt á fyrstu sýningu. Leikritiö, sem er eftir Hlín Agnarsdóttur, sem jafnframt er leik- stjóri, gerist allt á kvennaklósetti á skemmtistað í Reykjavlk og fjallar um fimm ólíkar konur á öllum aldri og einn myndarlegan karlmann, sem eru úti aö skemmta sér laugar- dagskvöld nokkurt um miöjan vetur. Poki af hamingju Bag of Joys er hljómsveit skipuö þremur ungum Breiöhyltingum. Sveitin spilar á tónleikum í Hinu húsinu á föstudaginn klukkan 17, en eins og flestum ætti aöj/era kunnugt eru ávallt síödegistónleikar á föstudögum í Hinu húsinu og ýmsar skemmtilegar hljómsveitir hafa fengiö aö spreyta sig þar. Aö sögn Sölva H. Blöndal, fram- kvæmdastjóra síðdegistónleikanna, má búast viö mjög skemmtilegum tónleikum á föstudaginn. „Þau spila Nú er hver að verða síðastur Athugaðu vel hvar þú færð mest og best fyrir peningana þína. Við vorum ódýrari í fyrra og erum það enn, hjá okkur færðu fermigar- myndatökur frá kr. 15.000.- Ljósmyndastofan MYND sími: 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 3020 3 Ódýrari tölvuleikjapopp, mjög skemmtileg og sérstök tónlist," segir hann. „Þau eru með Casio-hljómborö sem telur í taktinn fyrir þau og spila á gítar og hljómborð meö auk þess aö syngja. Þetta er alveg bráö- skemmtilegt band. Ég hef séö þau einu sinni og þaö var mikil skemmt- un að því.“ Allirí Hitt húsiö á föstudaginn. Þar veröur nú fjör þegar þeir loks hafa opnaö kaffihús. Þá er hægt aö skreppa þangað á föstudögum, fá sér kaffi og hlusta á unga og upp- rennandi tónlistarmenn kasta perl- um fyrir áheyrendur. Tónlistargóðgæti á Hótel íslandi Blúsarinn Magnús Eiríksson er trú- lega einn besti og ástsælasti laga- höfundur íslendinga síðustu ár. Hann hefur sent frá sér margar klassískar poppblúsperlur eins og til dæmis Braggablús, Ó þú, Gleði- bankinn, Einhuers staðar einhvern tímann aftur og svo mætti lengi telja. Nú á aö heiðra hann meö stórsýningu á Hótel íslandi og-verö- ur frumsýningin á laugardagskvöld. Margir þekktir taka þátt í sýning- unni og má þar nefna Pálma Gunnarsson, en þeir hafa bruggaö margt saman Magnús og Pálmi. Tónlistarstjórn veröur aö sjálfsögöu í höndum hljómsveitarstjóra húss- ins, Gunnars Þórðarsonar, og Eg- ill Eðvarðsson leikstýrir. „Þaö kom til tals aö vera meö svona sýningu í fyrra," segir Magnús. „Þá var bara svo stuttur fyrirvari að því var slegiö á frest þangað til núna.“ Hvað ertu búinn að semja mörg lög í gegn- um tíðina? „Ég held að þaö séu um 140-150 lög og textar. Við vitum ekki hversu mörg- um lögum viö getum troðið aö á sýning- unni. Viö byrj- uöum meö allt of mörg lög og erum núna aö ham- ast við aö skera niður." Þú tekur þátt í sýn- tngunm, er það ekki? „Jújú. Ég verö þarna sem söngvari og gítar- leikari og jafnvel munn- hörpuleik- ari. Ég er ekki aöal- númeriö. Ég er bara svona gestur og sit til hliöar og læt lítiö á mér bera. Fylgist meö.“ Líst þér vel á laugardaginn? „Manni finnst alltaf vera of stuttur fyrirvari. Þaö mætti vera meiri tími í aö æfa, —■ mánuður I viöbót." Pink Floyd aftur á Gauknum Ein elsta krá landsins, Gaukur á Stöng, býöur upp á marga áhuga- veröa tónlistarmola um helgina og má þar nefna hljómsveitina Jetz meö Gunnar Bjama úr Jet Black Joe sálugu í broddi fylkingar. Hún spilar í kvöld. Meðlimir hljómsveit- arinnar Zölku munu standa fyrir framan gesti staöarins föstudags- og laugardagskvöld. Sunnudags- og mánudagskvöld veröa svo Dúndur- fréttirnar meö Pink Floyd- og Led Zeppelin-efni sitt. Dálkahöfundur hefur áöur lofaö þessa hljómsveit fyrir túlkun sína á Pink Floyd-lögum og ætlar aö gera þaö aftur núna. næstu en forráðamenn Músíktil- rauna hvetja hljómsveitir til aö skrá sig sem fyrst því þeir eru aö byrja aö raöa hljómsveitunum á keppnis- kvöldin. Fyrsta kvöldiö er 6. mars. Ekki er búiö aö ákveöa hverjar veröa gestahljómsveitir Músíktil- rauna í ár, en sigurvegarinn fyrir tveimur árum, Botnleöja, spilar þó úrslitakvöldiö. Til mikils er að vinna, því margar sigurhljómsveitir hafa náð langt í bransanum og má þar nefna Botnleðju aö sjálfsögðu, Kolrössu krókríöandi og Greifana. Eins má geta þess aö megastjarn- an Björk Guðmundsdóttir hóf feril sinn með þvl aö taka þátt I Músíktil- raunum. Emilíana Torrini líka. Bú- ist er við aö hún skemmti ásamt hljómsveit eitt keppniskvöldiö. Frístældans íTónabæ Mikið er um aö vera þessa dagana I Tónabæ, en fyrir utan Músíktil- raunir verður úrslitakeppni I frístæl- dansi fyrir unglinga 13-17 ára hald- in núna á föstudagskvöldið. Keppt er bæöi I hóp- og einstaklingsdöns- um og koma keppendur hvaðanæva af landinu, en undankeppnir hafa verið um allt land síöustu mánuði. 300 krónur kostar inn á keppnina og veröur trúlega mikið fjör hjá ung- lingunum. Unglingastjarnan Magn- ús Scheving veröur kynnir auk þess sem hann sýnir þolfimiatriöi. Ókeypis námskeið um Internetið Internetiö nýtur æ meiri vinsælda hér á íslandi og viröist hálfgert Int- Brfu mei vandemél í hérsuerii ? Reyndu BIO+ finnsku hársnyrtivörurnar. Pær virka gegn: PSORIASIS EXEMI FLÖSG SKÁN KLÁÐA HÁRLOSI BIO+ frábær lausn á vandamálum í hársverði. Sölustaðir: Apótek og hársnyrtistofur Þið sem hafið gaman af hljómsveitinni Pink Floyd — hvort sem þið reykið hass eöa ekki — ættuö umhugsunarlaust aö skella ykkur á Gaukinn sunnudags- eöa mánu- dagskvöld og svlfa á braut dreymandi Pink. Floyd-tónlistar eins og hún verður best úr hljóö- færum gerö. Andrea Gylfadóttir verður svo meö Blúsmönnum sínum þriðjudags- og miöviku- dagskvöld, en Andrea verður með hljómsveitinni Todmobile, sem útnefnd er til margra tónlistarverölauna, aö skemmta I félagsheimilinu Stapa I Njarðvík á laugardags- kvöldiö. Hér áöur fyrr var það mjög vinsælt meðal borgarbúa aö fara sætaferöir á sveitaböll, eins og þau voru kölluö, og var Stap- inn mjög vinsæll hér I den. Nú má búast viö aö aðeins Reykjanes- bæjarbúar mæti á svæöiö og dansi viö magnaöa tónlist Todmó- bílanna. Frægð Nú hafa ti in á næsta leiti Nú hafá tuttugu hljómsveitir skráö sig til keppni I fimmtándu MúsíktilraunirTónabæjar, en skráning hófst um miðjan janúar. Skráningu lýkur um mánaöamótin ernetæði hafa gripiö um sig meðal Frónbúa. Ekki eru allir samt meö þá kunnáttu sem þarf til aö flækjast um Veraldarvefinn og hafa Tækni- valsmenn ákveðiö aö bjóöa upp á stutt námskeið I verslunum sínum til aö hjálpa fólki af staö inn I al- þjóðlegan heim tölvunnar. Nám- skeiöiö verður nú á laugardaginn, en áður hefur fyrirtækiö haldiö tvö námskeiö. Aö sögn Hjartar Vigfús- sonar, verslunarstjóra Tæknivals I Skeifunni, hafa viðtökur veriö mjög góðar. „Viö höfum fengiö fulla versl- un af fólki þessi tvö skipti sem viö höfum haldið þetta námskeiö," seg- ir hann. „Viö tökum fyrir heimasíðu- gerö og almenna notkun Netsins og hvernig á aö nota sér þaö." Er flókið að nota Internetið? Þarf maður að fara á nám- skeið? „Þegar fólk hefur ekki gert hluti áö- ur er gott aö fá aðstoð til aö koma sér af staö. Þetta eru ekki tölvu- námskeið heldur er þetta eins og hálfs tíma sýnikennsla. Vonandi geta menn farið heim eftir hana og prófaö sig áfram sjálfir. Þetta er voöa einfalt og margir eiga allar græjur sem þarf, — treysta sér bara ekki til aö byrja." Námskeiðið er ókeypis og veröur I verslunum Tæknivals I Skeifunni frá hálfellefu til hálftólf og á Reykjavík- urvegi I Hafnarfiröi frá hálftólf til hálfeitt. Hverjir „Já, það skal ég segja þér,“ segir Edda Björg- vinsdóttir leikkona. „Eg er að fara til Hellu. Eg og Róbert Óliver, sonur minn þriggja ára, ætlum að fara að passa systurdóttur hans, sem er að verða tveggja ára. Foreldrar hennar eru að fara á þorra- blót hjá kjúklingasláturhúsinu á Hellu, ef ég man rétt. Eða kannski er það bara hjálparsveitin sem er að fara að halda þorrablót, ég er ekki alveg viss. Það er að minnsta kosti þorrablót á Hellu á laugardagskvöld,“ segir Edda og hlær mikið í símann. „Við ætlum að hafa það ofsalega huggulegt og fá okkur vídeó og nammi og passa litla engilinn." Ferðu oft austur á Hellu? „Já, ég geri það nú reyndar, við skrönglumst þangað eins oft og við getum. Nú er það bara spurning hvort þeir moka fyrir rút- unni. Ég trúi ekki öðru.“ ^ „Ég ætla að vera heima og passa,“ segir Gunn- laugur Guðmundsson stjörnuspekingur. „Ég á eina dóttur og eina þriggja ára dótturdóttur og hana ætla ég að passa. Það getur vel verið að ég fari með hana niður að tjörn að gefa öndunum og jafnvel í húsdýragarðinn. Annars er ég frekar heimakær maður, - - enda í Nautinu.“ „Laugardagurinn fer í hefðbundin skyldustörf," segir Georg Magnússon, hljóðmeistari hjá Ríkisútvarpinu. „Ég verð heima hjá mér og fer með dótturina í ballett og svo framvegis. Ætli ég reyni ekki að synda að- eins og hressa mig við. Svo fer það eftir veðri hvað maður gerir við húsið, hvort maður þarf að moka tröppurnar til að mynda. Svo gæti alveg eins hugsast að maður færi út um kvöldið. Brygði sér í bæinn, á kaffihús eða eitthvað. Sunnudagúr- inn er svo nokkuð merkilegur. Á mánudaginn er nefnilega bein útsending, sem við stöndum að í útvarpinu, til Evr- ópu, EBU- tónleikar svokallaðir. Sunnudagurinn fer allur í að und- irbúa þá. Kór Langholtskirkju og einsöngvarar undir stjórn Jóns Stefánssonar syngja í gegnum gervihnött til gjörvallrar Evrópu á mánudagskvöldið. Þetta er mjög merkilegt, því hér mælast hlust- endur í einhverjum þúsundum og stundum tugþúsundum, en núna erum við að spila fyrir milljónir! Bjarni Rúnar Bjamason tónmeistari og ég sjáum alveg um þessa útsendingu. Það má ekk- ert út af bregða hjá okkur því það er mikið í húfi.“ „Ég, skal ég segja þér, ætla að vinna um helgina fyrir þetta litla góða blað. „Best skrifaða blað á Norðurlöndum" eins og Össur og Jón Baldvin segja," segir Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðakona Al- þýðublaðsins. „Ég ætla til dæmis að skrifa grein um nýlátinn sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi. Svo höfum við Jón Bald- vin lengi ætlað að gera út um ágreining okkar um- Kína. Hann er bara svo upptekinn maður, en ég vonast til að geta tekið viðtal við hann um helg- ina.“ Ætlarðu að vinna alla helgina? „Ég hef, síðan ég hóf störf á Alþýðublaðinu fyr- ir einu og hálfu ári, ekki átt neitt einkalíf. Þetta er eins og að hafa alið barn: Þú færð ekkert frí! Þetta er kröfuhörð vinna ef þú ætlar þér að vinna hana vel en þú ert alltaf að skapa, sem gerir hana að skemmtilegustu vinnu sem ég hef unnið. Kannski er Alþýðublað- ið stóra ástin í lífi mínu. Ég fórna öllu fyrir hag blaðsins," segir Kolbrún og hlær. „Ég fer annars aldrei á bari, mér leiðist það. Eg fæ mér stundum nokkur rauðvínsglös á kvöldin og hlusta á fal- lega tónlist eða les góða bók óg mun halda þeim sið áfram. En ég hef aldrei haft þessa þörf fyrir að fara á Kaffibarinn til að sýna mig og sjá aðra. Heyrðu, ég gleymdi einu. Ég ætla auðvitað í hóf á laugardagskvöld til Dagnýjar Kristjánsdóttur, sem ver doktors-"' ritgerð sína um Ragnheiði Jónsdóttur rithöfund á laugardaginn. Þar ætla ég að skemmta mér með feminístanum og vinkonu spurt... Ef þú fengir að ferðast í tíma og rúmi, hvert myndirðu þá fara? Sigmar B. Hauksson: „Já, stórt er spurt. Ég myndi gjarnan vilja líta inn á söguöld." Til að smakka matinn? „Nei, en ég hef verið afar forvitinn að fá að vera uppi á íslandi á elleftu öld. Það er vegna þess að þrátt fyrir að ég hafi meira að segja reynt að gera sjónvarpsþátt um efnið, þá hef ég aldrei áttað mig á því hvernig daglegt líf fólksins var á þeim tíma. Hvað það hugsaði og annað slíkt. Það væri mjög áhuga- vert að fylgjast með hvað var að gerast þá.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.