Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 19
F1MMTUDAGUR13. FHBRÚAR1997 19 ENSKI BOLTINN íþróttir Sigurdur Ágústsson sknfar STAÐAN Smeichel með rauða nefið. Ár- ið 1991 rann út atvinnuleyfi kappans og hann hélt heim á leið en sneri fljótlega aftur og þá til Birmingham. Árið '94 varði hann átta vítaspyrnur og var öðrum fremur maðurinn á bak við Coca Cola-bikarinn sem Villa vann fyrir ári. Hvað tjcrist næst? Neitar einhver dómari að fara til ísafjarðar nema fá dagskort í Seljalandsdal? Pað er með ólíkindum hvað dómarar hér á landi kom- ast upp með. Leik Tindastóls og Grindavíkur var frestað vegna þess að einn dómari kærir sig ekki um að fara norð- ur á Sauðárkrók, á launum og dagpeningum, til að dæma leik. Að mati dómarans var allt eins líklegt að hann yrði veður- tepptur fyrir norðan og það hugnaðist honum ekki. Hingað til hefur veðurfælni og hr^eðsla við að verða hríðfastur ekki verið næg ástæða fyrir lið að fresta leikjum. Liðsmenn eiga fyrst og fremst að hugsa um að koma sér á staðinn þar sem leikurinn fer fram og hingað til hefur lítið mark verið tekið á veðurfælni þeirra. KKÍ hefur alltaf verið frekar snefsið á að fresta leikjum, sem eðlilegt er, á þeirri forsendu að það sé mikilvægt að fylgja leikjaplan- inu. Enn sem komið er hefur dómaranefndin ekki komið saman til að fjalla um málið, en það hlýtur hún að gera. Ef ekki þá er Bleik bru^ðið. Fram- kvæmdastjórn KKI er vorkunn; þeir fá að vita með alltof stutt- um fyrirvara að Bergur vill ekki fara norður og það er ekk- ert grín að redda dómara á hálftíma, þegar heil umferð er spiluð. Hljóti viðkomandi dómari engar ávítur fyrir þetta fram- tak sitt eða refsingu, þá er þetta fordæmisgefandi. Fram- vegis þegar dómarar eru illa upplagðir þá bara fresta þeir leikjum! Skítt með liðið sem bíður úti á velli, skítt með áhorfendur. Þetta mál verður dómara- stéttinni ekki til framdráttar, sérstaklega ekki ef hér verður látið við sitja. Hitt er svo einn- ig athygli vert að í dómara- nefnd KKÍ eru bara starfandi dómarar og ef við gefum okkur að Bergur sé í nefndinni þá flytti hann líklega tillögu á næsta fundi þess efnis að hon- um verði vikið tímabundið frá störfum í refsingarskyni! Það hljómar hjákátlega að starf- andi dómarar fjalli sífellt um eigin mál. Áhugamaður um körfubolta hafði samband við blaðið og sagði bagalegt að hann og fé- lagi hans, sem óku um 120 km leið (fram og til baka) til að fara á leikinn, færu fýluferðir á völlinn. Hann hefði hringt á Sauðárkróksflugvöll og kannað með flug og þar á bæ var sagt að leiguflugvél aðkomuliðsins kæmi, það yrði flogið, svo vin- urinn ók af stað. Umræddur dómari ætti að borga þessum pilti kílómetragjald, bensín- peninga og laun í tvo tíma fyrir ómakið. En það er ekkert víst að Bergur kæri sig neitt um það, enda er hann dómari og gerir bara það sem honum sýnist. næsta víst að allir — utan Cary Charles — verði klárir í slag- inn gegn Coventry 19. feb. Landsliðsmenn verða þó á fleygiferð í þessu átján daga hléi og alls óvíst hvernig lands- leikirnir fara með þá: Gareth Southgate, Steve Staunton, Riccardo Scimeca, Lee Hendrie, Savo Milosevic og Sasa Curcic. STOÐUGIR, EN YANT- AR SKÆÐAN SOKN- ARMANN Liðinu hefur gengið vel það sem af er tímabilinu. Strákarn- ir frá Villa Park hafa einungis einu sinni lotið óþyrmilega í gras, en það var 0-3-tap gegn Liverpool í janúar, á móti kom að þeir söltuðu Wimbledon 5-0 rétt fyrir jólin. Það má því með sanni segja að liðið hafi varist vel og skynsamlega, en sóknar- leikurinn hefur ekki verið nægilega beittur. Brian Little hefur gert margar tilraunir til að ná sér í sóknarmann, hann hefur gert tilboð í Stan Colly- more, (Liverpool) Duncan Ferguson (Everton) og Peter Van Hooydonk (Celtic) en fengið kaldar kveðjur frá stjór- um leikmannanna, enda ekki skrýtið. Þó er talað um að Tre- vor Sinclair gæti verið á leið- inni til Villa og sá skemmtilegi leikmaður myndi ljá framlínu Vill nýja vídd. Dwight Yorke, Trinidad- og Tobago-búinn, hefur spilað vel í vetur. Það er þó talsverður dagamunur á honum, t.a.m. var hann ekki á skotskónum gegn Liverpool í 3-0-tapinu. Yorke er þó útsjón- arsamur og eldfljótur fram- herji sem hefur splundrað öll- um vörnum enskra liða á leik- tíðinni þótt oft hafi vantað herslumun til að skora. Hann er ekki sérlega sterkur en mjög yfirvegaður þegar hann kemst í færi, skoraði 25 mörk í fyrra og var valinn leikmaður ársins hjá liðinu. Aðdáend- ur elska hann og hann á sitt eigið lag, Dwight Yorke (New York-lag Sinatra). Serbinn Savo Mi- losevic er ótrúlegur jójóleikmaður, einn daginn gengur allt upp hjá honum og þann næsta er hann eins og slakur firma- spilari. Óstöðugleiki hans er ein helsta ástæða þess að Little leitar að sókn- armanni, Savo má þó reiknast til tekna að hann er ekki nema 23 ára og verð- ur án efa einn af bestu senterum heims þegar fram í sækir. Hann var um tíma orðaður við Perugia, en hætti við að fara eftir að honum fór að ganga betur. ÁSTRALI AF SERB- NESKUM ÆTTUM Markmaðurinn er sá sem hvað best hefur spilað í vetur hjá Villa. Mark Bosnich er 25 ára Ástrali sem spilaði með Man. Utd. á árunum '89-'91. Á þeim tíma spilaði hann þrjá leiki, enda ekki fyrir hvern sem er að taka stöðu eins besta markmanns heims, Peters vinna boltann til baka. Mjög duglegur. Mark Draper er „playmaker- inn“ á miðjunni. Hann getur gert allt, nema skotið. Hann er leikinn, sterkur, vinnusamur, á góðar sendingar og er skap- andi, en hefði skorað margfait fleiri mörk í fyrra gæti hann skotið af einhverju viti. Draper er þó ein af framtíðarstjðrnum Villa. Sasa Curcic er framsæk- inn miðjumaður sem yfirgaf stóra fiskinn'T litlu tjörninni til að halda sæti sínu í landsliði Serbíu. Guðni og félagar í Bolt- on hafa þó ekki saknað hans sárt. Curcic er sprækur miðju- maður, afar framsækinn og duglegur að skapa færi og skora úr þeim. Hann gefur Villa nýja vídd og hjálpar landa sín- um Savo mikið. Carl Tiler er eitt af vinnudýrum Villa á miðj- unni. Hann er ósérhlífinn og duglegur en ekki neitt tækni- tröll. Tommy Johnson hefur gegnt svipuðu hlutverki en var oft á tíðum varamaður þangað til í vetur. Honum finnst fátt skemmtilegra en að skjóta á markið og fyrir vikið kalla áhangendur liðsins hann „Sup- er Tom“. Mörkin eru ekki alveg í samræmi við fjölda skota en hann menn skora ekki nema skjóta eins og hann segir sjálf- ur. Þá eru ótaldir ungir og efni- legir menn sem hafa verið að spila vegna meiðsla: Riccardo Scimeca, Julian Joachim og Lee Hendrie. Fyrir þessa menn verður án efa erfitt að tryggja sér stöðu í liðinu þar sem fyrir eru fjórir útlendingar og fimm írskir landsliðsmenn. Þrátt fyrir að liðið verði ekki með í titilbaráttunni nema að nafninu til munu The Villans berjast fyrir Evrópusætinu. Þeir spila skemmtilega knatt- spyrnu og ef Little selur ekki lykilmenn má búast við þeim — firnasterkum — á næsta ári. Prátt fyrir að Villa hafi unn- ið sinn fyrsta sigur á árinu gegn Sunderland fyrir tíu dög- um veit Brian Little fram- kvæmdastjóri að á brattan er að sækja. Urslitin blekkja Little ekki hætishót. Þrátt fyrir sigur- mark Milosevic gegn Sunder- land eru vandamálin mörg. Markið var nóg til að Serbinn fengi nafnbótina maður leiks- ins, sem væri ágætt ef hann hefði gert eitthvað annað í leiknum — sem hann gerði ekki. Aston Villa er með 39 stig og því enn með í baráttunni um titilinn, þótt ekki sé líklegt að risarnir gefi allir eftir á enda- sprettinum. Markmið Villa þessa dagana er Evrópusæti annað árið í röð. Aston Villa og Sheffield Wednesday eiga það sammerkt að hafa treyst á að sigurvegarar beggja bikar- keppnanna kæmu úr hópi fimm efstu liða. Gerðist það gæfi sjöunda sætið rétt til þátt- töku í Evrópukeppni félags- liða. (Efstu sætin tvö í meist- arakeppninni, næstu fjögur í UEFA og svo, sjöunda sætið í Evrópukeppni bikarhafa.) Lík- urnar á þessu eru þó ekki mikl- ar um þessar mundir. Eina leiðin fyrir Little og lærisveina hans er að skríða upp í fimmta sætið, upp fyrir Wimbledon og Chelsea í síðustu 13 leikjunum. Það gæti reynst Aston villa um megn því Chelsea leikur betur og betur og „The Crazy Gang“ á tvo leiki til góða. Góðu fréttirnar eru þær að Villa getur farið að stilla upp sínu sterkasta liði eftir mikla blóðtöku vegna meiðsla. Sjúkraþjálfari liðsins telur Það er lykilatriði fyrir Aston Villa að Steve Staunton spili vel. Miðað við leikina sem Aston Villa á eftir er ekki ólíklegt að liðið nái Evrópusæti Mið. 19. feb. Coventry (h) Lau. 22. feb. Nottingham Forest (ú) Sun. 02. mars Liverpool (h) Mið. 05. mars Leicester CHy (ú) Lau. 08. mars Wimbledon (ú) Lau. 15. mars West Ham United (h) Lau. 22. mars Blackbum Rovers (ú) Lau. 05. apr. Everton (h) Lau. 12. apr. Derby County (ú) Lau. 19. apr. Tottenham Hotspur (h) Þri. 22. apr. Leeds United (ú) Lau. 03. maí Middlesbrough (ú) Sun. 11. maí Southampton (h) „GUÐ OG ÓSKILGETN- IR SYNIR HANS“ Það eru engir aukvisar sem standa pligtina fyrir framan Bosnich. Villa-vörnin hefur staðið sig frábærlega og ein- ungis Arsenal og Liverpool hafa fengið á sig færri mörk. Segja má að Paul McGrath, sem aðdáendur Villa kalla Guð, hafi kennt Villa hvernig á að spila vörn því hann var kóngur í sínu ríki og spilaði varla lélegan Ieik; æfði ekkert heldur spilaði bara. Þáverandi framkvæmdastjóri (Big Ron) sagði eitt sinn um hann og lík- amlegt ástand hans: „Ef McGrath væri hestur þá væri löngu búið að farga honum, sem betur fer er hann ekki hestur!" Southgate, Staunton, Eh- igou, Nelson og Wright hafa spilað vörnina að mestu, en endrum og eins hefur South- gate spilað á miðjunni, en hann var keyptur sem miðju- maður til klúbbsins frá Palace. Southgate er af nýrri kynslóð varnarmanna, les leikinn vel og líður vel hafi hann boltann. Fernando Nelson var keyptur frá Portúgal til að leysa af Cary Charles, sem er meiddur. Portúgalinn hefur leikið vel í vörn og á miðju Villa, er fljótur og leikinn. Maðurinn með hið óskiljan- lega og hljómfagra nafn Ugo Ehiogu er kallaður, öðrum varnarmönnum fremur, „Son- ur Guðs“ af aðdáendum Villa þar sem hann hefur tekið við stöðu McGraths. Hann er sterkur og fljótur miðherji og geysisterkur í loftinu. Hann er ekki sá teknískasti og stutta spilið hjá honum er fremur slappt. Það er þó sjaldgæft að hann eigi lélega leiki og þeir eru ekki margir sem hafa betur í tæklingu gegn honum. Steve Staunton hefur átt við meiðsl að stríða og því ekki verið jafn- öflugur í vetur og ‘93-’95. Vinstri löppin á honum er einstök og fyrirgjafirnar frábærar. Horn- spyrnur frá Staun- ton skapa alltaf usla og einu sinni skoraði hann úr horni. Nái Staun- ton sér á fullt á næstunni er möguleikinn á Evrópusætinu ágætur. Alan Wright er skemmtilegur leik- maður, örsmár en gefur ekki tommu eftir. Hann er snöggur, áræðinn og leikinn vinstri- fótarmaður sem hefur nýst Villa bæði í vörn og á miðju. Almennt er talið að hann fái tækifæri með landsliðinu þegar og ef Stuart Pearce hættir. MIÐJAN STERK Fyrirliði írska landsliðsins, Andy Townsend, fer fyrir sín- um mönnum á miðjunni. Kall- inn er að ná sér á strik eftir frekar léleg ár með Villa. Hann nýtur góðs af að hafa unga og fríska stráka eins og Ian Tayl- or í kringum sig. Taylor er eini heimamaðurinn í liðinu og er vinnuhesturinn, sér um að Lið Leikir u J T Möri( Mörk Stig (skor)lá sig) Manchester United 25 14 8 3 50 28 50 Liverpool 25 14 7 4 4 20 49 Arsenal 25 13 8 4 44 23 47 Newcastle United 25 13 6 6 50 30 45 Chelsea 24 11 8 5 38 33 41 Wimbledon 23 11 6 6 36 28 39 Aston Villa 25 11 6 8 32 25 39 Sheffield Wednesday 24 8 11 5 26 27 35 Everton 25 8 7 10 34 38 33 Tottenham Hotspur 24 9 4 11 27 33 31 Leeds United 25 8 6 11 21 27 30 Sundertand 25 7 8 10 23 32 29 Blackbum Rovers 24 6 9 9 26 25 27 Leicester City 24 7 6 11 25 35 27 Coventry City 25 6 9 10 23 33 27 Derby County 24 5 10 9 22 30 25 Nottingham Forest 25 5 8 12 23 40 23 West Ham United 24 5 7 12 20 32 22 Southampton 23 5 5 13 32 41 20 Middlesbrough 24 5 7 12 30 44 19 Aston Vaa stefnir á Evrópusæti „Guð og synir hans" hjá Astonvilla heimsóttir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.