Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 12
12 \ FIMMTUDAGUR13. FEBRUAR1997 Klám & kvenfyrirlitning, samfélag & þegnskapur, stríðsskaðabætur til HHfters arti Witl ut M rheliew'Sbi^Reirk of Booics ‘Hamlet’ & Co. - Geoffrey O’Brien Louis Menand tekst það sjaldgæfa í New York Book Review; að stækka verkið sem til umfjöllunar er með því að gera gagnrýnina um það að sjálfstæðu listaverki. Svo ís- lensk hliðstæða sé tekin þá gerði Þórbergur Þórðarson það sama fyrir Hornstrendinga- bók áður en lýðveldið var stofnað. Viðfangsefni Menands, sem er reglulegur skríbent í bók- menntatímaritið sem kemur út aðra hverja viku en kennir ann- ars ensku í City University í New York, er kvikmynd Milos- ar Formans, The People vs. Larry Flynt, sem stuttlega var getið í þessum dálki fyrir þremur vikum. Larry Flynt stofnaði herra- tímaritið Hustler á áttunda ára- tugnum í kjölfar kynlífsbylting- arinnar. Fyrir voru tímarit eins og Playboy og Penthouse sem gáfu sig út fyrir að vera annað og meira en berar stelpur í lit. Viðtöl við frægðarmenni, dýrir bílar og nýjustu hljómflutn- ingstækin voru á síðum P-tíma- ritanna. Hustler gaf lítið fyrir giassúrinn. Fastur dálkur var „Asshole of the month“ og í öðrum birtist klámfengið veggjakröt sem lesendur sendu inn og fengu greiðslu fyrir. Sá sem þetta skrifar átti um skeið kost á tímaritum ættuð- um frá bandaríska sjóhernum á Miðnesheiði en þurfti að bít- ast um lesninguna við aðra unglinga. Aldrei brást að Hustl- er gekk fyrst út. Myndirnar voru sexaðri, brandararnir grófari og tildrið minna. Hvaða áhuga höfðu strákar í Keflavík á viðtali við Jimmy Carter eða nýjustu línunni frá Pioneer sem hvort eð er var ófáanleg á íslandi og þær gömlu handan kaupgetu þeirra? 1 þessu sam- hengi er ákaflega hressandi að heyra lesendaprófíl Hustlers. Utangátta og fjárvana, segir Menand um dæmigerðan les- anda Hustlers og má heimfæra það bæði á þá sem bjuggu í Brooklyn og Keflavík. Hustler náði sér á strik eftir að það birti nektarmyndir af Jacqueline Kennedy sem Flynt keypti fyrir 18 þúsund dollara af laumuljósmyndara er sat fyrir fyrrverandi forseta- frú Bandaríkjanna undan grísku eyjunni Skorpios. Blanda af ósvífni og tilhöfðun til forvitni sem flestir hafa og skammast sín fyrir (en svala í laumi) gerði það að verkum að tímaritið seldist mánaðarlega í 2,5 milljónum eintaka undir lok áttunda áratugarins. Dómsmálið, sem mynd For- mans dregur nafn sitt af, hófst með því að Hustler sneri út úr Campari-auglýsingu. Campari var auglýst í tímaritum með mynd af þekktum einstakling- um og í þykjustuviðtali sögðu þeir hvernig hefði verið að fá það í fyrsta skipti með óbeinni tilvísun til fyrstu kynlífsreynsl- unnar. Hustler birti mynd af drykknum og sjónvarpspredik- aranum Jerry Falwell og lét hann lýsa því að hafa fyrst fengið það hjá mömmu sinni í útihúsi og að hafa oft predikað drukkinn. Falwell hafði engar vöflur á og stefndi Flynt fyrir meiðyrði og krafðist skaðabóta. Hann efndi líka til fjáröflunarátaks til að verja minningu móður sinn- ar og sendi tæplega 800 þús- und bréf til stuðningsmanna sinna. Fjáröflunin skilaði Fal- well 700 þúsund dollurum. Menand segir að í dómsmál- inu kristaliist annars vegar klámritaiðnaðurinn sem spratt upp á áttunda áratugnum og hins vegar uppgangur krist- inna trúarsafnaða sem náðu saman undir regnhlífarsamtök- unum Moral Majority, Sið- vandi meirihlutinn. Hvort- tveggja eru afturhaldsöfl sem eigi það sameiginlega markmið að setja skömmina aftur inn í kynlífið. Playboy, skrifar Menand, var stofnað 1953 sem tímarit um lífsstíl. Nektarmyndirnar voru ekki af konum sem maður skammaðist sín fyrir að kynna fyrir fjölskyldunni. Konurnar í Playboy voru heiðvirðar og ekki minnsti vottur um að þær hefðu þörf fyrir kynlíf. Konurn- ar í Hustler og álíka útgáfum, aftur á móti, voru með kynlíf á heilanum. Kvenímyndin í Hustler var í anda poppsál- fræði ‘68-kynslóðarinnar sem undir yfirskini frjálsra ásta kynti undir þeirri hugmynd að konur nytu kynlífs á groddara- legan hátt, gjarnan með ívafi ofbeldis. Nektarmyndirnar af Jacqueline Kennedy voru inn- rás í einkalíf hennar. Blaðið með forsetafrúnni fyrrverandi seldist í metupplagi en tímarit- ið var fordæmt fyrir tiltækið. Larry Flynt hafði það til sann- indamerkis um hræsnina í samfélaginu og undir það er tekið í kvikmyndinni. Menand lítur öðrum augum á málið. Ekkert óeðlilegt er við það að vilja sjá nektarmynd af frægri konu en álíka náttúru- legt er að finna til sektar um leið í ljósi þess hvernig birt- ingu myndanna bar að. Löng- unin til að sjá myndirnar er fullkomlega í takt við sannfær- inguna um að það sé rangt, löngunin er í sjálfu sér niðr- andi. Hustler stuðlaði ekki að heiðarlegri og jafnréttissinn- aðri kynlífsumræðu. Þvert á móti. Tímaritið vísaði veginn afturábak, til þess tíma þegar konan átti að skammast sín fyrir kynhvötina. Playboy gerði út á léttúð en Hustler á sektina. Og það sama gerðu kumpán- ar eins og Jerry Falwell. Hann, ásamt mönnum eins og Jim Bakker, Jimmy Swaggart og fleiri sjónvarpstrúboðum, hefði verið óhugsandi fyrir daga kynlífsbyltingarinnar. Og það er engin tilviljun að í kjöl- far klámiðnaðarins óx sjón- varpstrúboðunum fiskur um hrygg. Falwell boðaði aftur- hvarf til for- tíðar, þar sem karlmenn voru útivinnandi og konan beið heima stillt og prúð og bóndan- um til þjónustu. Andstæðan við þennan heim er konan sem lætur kynlíf sf íkn stjórna sér og breiðir úr sér á síð- um Hustlers. Hnignun klámrit- anna og sjónvarps trúboðanna bar að á sama tíma. Bakker og Swaggart voru á forsíð- um dagblaða fyrir hór- lífi og samneyti við vændiskonur og ekki síður fyrir græðgi og fjár- málamisferli. A síðasta áratug féil útbreiðsla Hustlers og P-tímaritanna, bæði fyrir tilstilli hins opin- bera og almennrar óánægju með holskeflu klámiðnaðarins. Árið 1987 þegar mál Flynts og Falwell fór fyrir Hæstarétt var hvorugur svipur hjá sjón. Eftir klám og kvenfyrirlitn- ingu er gott að lesa um samfé- lagshyggju og þegnskap. í Tim- es Literary Supplement skrifar Richard Sennett um nýjustu bók bandaríska félagsfræð- ingsins Amitai Etzioni, The New Golden Rule. Etzioni er helsti frumkvöðull samfélags- hyggjunnar í bandarískum stjórnmálum og hefur m.a. sannfært gáfaðri helminginn af Clinton-hjónunum sem skrif- aði bók í anda hennar, It Takes a Village eða Þorp þarf til. Sennett, sem kennir félags- fræði við New York University, er ekki par hrifinn af speki Etzi- onis og finnst hún grunn. Sam- félagshyggja í þessari útgáfu er flöt, leitast við að finna sam- nefnara með því að slétta út ólíkar skoðanir. Þorgeir Þor- geirson í HP í dag gerir grein fyrir sömu viðleitni eins og hún birtist í meðferð tungu- málsins. í flötu útgáfunni vantar af- stöðuna í samfélagshyggjuna. Maður breiðir ekki yfir ágrein- ing með því að setja jafnaðar- merki milli ólíkra siðferðis- og menningargilda. Farsælla er að PORN AND RY FLYNT’ UfS MENAND m Tiepolo at the M< rancis Haskc Jrr** m, Louis Menand skrifar glæsilegan kvik- myndadóm í New York Book Review þar sem rök eru færð fyrír gagn- kvæmni klámiðnaðaríns og sjónvarps- trúboðsins... samfélagshyggja Etzionis fær háðulega útreið í Times Literary Supplement... og Die Zeit upplýsir að Hitler hefði átt rétt á bótum frá þýska ríkinu sem stríðsfómaríamb, samkvæmt þeim reglum og hefðum sem í gildi eru. vaða í um- ræðuna, taka afstöðu og leitast við að útskýra hvers vegna samféiagið ætti að taka þessa stefn- una eða hina í velferðar- málum (utanríkispólitík, menntamálum o.s.frv.). Dýpri hugsuðir en Etzi- oni, t.a.m. Michael Waltzer og Michael Sandel, taka háskann með í reikninginn þegar þeir leita valkosta við ríkjandi pólitíska hugs- un, en báðir Mikkarnir samfélagssinnar. ZEIT ilajj fui dic lam í ■ H iM. i/r Á ■ *): eru Lífsháskinn er fyrir hendi hjá Þjóðverjum. Umræðan um líf- eyri stríðsglæpamanna komst á dagskrá með heimildaþættin- um Panorama sem sýndur var á A7?D-sjónvarpsstöðinni. Vikublaðið Die Zeit fer í saum- ana á málinu og varpar ljósi á mótsagnakenndan veruleika lífeyrisgreiðslna þýska ríkisins til stríðskynslóðarinnar. Böðl- arnir í fangabúðum nasista fá lífeyri og hafi þeir orðið fyrir líkamstjóni fá þeir sérstakar bætur fyrir það á meðan fang- arnir sem böðlarnir mis- þyrmdu fá engar bætur. Sam- kvæmt reglunum, segir í Die Zeit, hefði Hitler fengið skaða- bætur frá þýska ríkinu ef hann hefði lifað stríðið. Hitler slas- aðist í tilræði sem honum var sýnt 20. júlí 1944, tilræðis- mennirnir voru þýskir herfor- ingjar sem vildu semja frið að foringjanum látnum. Nú eru engar líkur til að Hitler hefði sloppið lifandi frá Núrnberg- réttarhöldunum eftir stríð en Eva Braun, ekkja foringjans, hefði átt tilkall til bóta að bóndanum gengnum. Hún kaus hins vegar að fylgja hon- um inn í eilífðina. Ekkja Rein- hards Heydrich lifir í hárri elli og fær opinberar bætur vegna þess að þýskur dómstóll dæmdi henni þær. Heydrich, sem nefndur var böðull Tékkó- slóvakíu og tékkneskir and- spyrnumenn felldu eins og lesa má í bókinni Sjö menn við sólarupprás eftir Antony Bur- gess og kom út á íslensku, var úrskurðaður sem stríðsfórnar- lamb og þar með fór frúin á framfærslu hins opinbera. Á meðan fá þúsundir fórnar- lamba nasismans ekki krónu með gati frá þýska ríkinu. Fimm söluhæstu smáskífurnar á Bretlands- eyjum árið 1996 voru: „Say you’ll be there“ með Spice girls númer 5, „Return of the Mack“ með Mark Morrisson númer 4, „Spacemen" með Babylon Zoo númer 3, Spice girls með lag- ið „Wannabe“ númer 2 og „Killing me softly" með Fugees númer 1. Fimmta breiðskífa Blur kom í verslanir 10. febrúar. Platan inniheldur 14 lög, upptöku- stjóri er Stephen Street og hljóðritað var í London og á íslandi eins og innfæddir aðdáend- ur muna. Undanfari breiðskífunn- ar, söngullinn „Beetlebum“, kom út 20. janúar og náði strax í fyrstu atrennu toppsæti breska listans. Damon Albarn var inntur eftir því hvort rétt væri að nýja platan hljómaði virkilega eins og „The Fall“? Hann svaraði því til að þeir væru ein af fáum breskum hljóm- sveitum sem notuðust við sams- konar upptökuferli og Blur við gerð nýju plötunnar. Þá er ekkert verið að liggja langtímum saman yfir hlutunum heldur er þeim lokið af fljótt og örugglega. Damon segir sveitina hafa orðið fyrir töluverðum áhrifum frá Pavement og sé spenntari fyrir nýja efninu frá þeim en U2. Þá sagði hann að ekki hefði verið mögulegt að vinna nýju plötuna ef þeir hefðu ekki horfið úr sviðsljósinu og látið stórar tónleikauppákomur lönd og leið. I ramir í U2 hafa verið að tjá sig um aðdáun sína á danstónlist og þau áhrif sem hún hefur á nýju breiðskífuna „Pop“ sem kemur út 3. mars. Hljómsveitin segist hafa komist að því að þeir hafi hver í sínu horni verið að hlusta á samskonar músík. Bassistinn Ad- am Clayton á Leftfield, Massive Attack og Underworld á meðan Bono og Edge hlýddu á Prodigy, Chemical Brothers, Oasis og fleira. Þeir fullyrða að áhrifanna verði vart á nýju plötunni, segja að mikil- vægt sé að vera opinn fyrir ferskum vind- um í því sem maður tekur sér fyrir hendur. Á plötunni verða því andstæður, annars vegar tónlist í anda Lennons/McCartneys og Lous Reed og hins vegar tækni- vædda hip-hoppið sem fer svo geyst á þessum lokaárum 20. aldar- innar. Bresku tónlistarverðlaunin verða afhent 24. febrúar. Spice girls hljóta fimm tilnefningar og jafna þar með met Oasis frá síðasta ári. Mælt er með stúlkunum sem bestu bresku hljómsveitinni og bestu ný- liðunum og „Wannabe" sem bestu bresku smáskífunni. Manic street preachers, sigurvegararnir í lesendakosningum blaða eins og MM og NME, fylgja fast á eftir Spice girls með fjórar tilnefningar, einnig sem besta hljómsveitin. w Ilesendakosningu Melody Maker var Beck val- inn besti karlkynsflytjandi og Björk Guð- mundsdóttir besti kvenkynslistamaðurinn og þar að auki kona ársins. Bjartasta vonin er talin Kula Shaker í valinu um bestu hljómsveit, breiðskífu og smáskífu ársins. Þá hlutu Manic street preachers fyrsta sætið í öllum þremur : : j L a» 4 i tilvikunum með , plötuna ‘ „Everything must go“ og lagið „A de- ; sign for Iife“. Oasis gerir út frá óháðu fyr- irtæki á Bretlandi sem heitir Creati- on, og eru þá að sjálfsögðu sjánleg- ir á óháðu vin- sældalistunum sem birtir eru í bresku tónlistar- blöðunum. í ársuppgjörinu var lagið „Don’t look back in anger" númer 1 á smáskífulistan- um og á breiðskífulistanum áttu þeir Oasis- drengir tvö efstu sætin; „What’s the story morning glory" í fyrsta sæti og fyrri platan, sem gefin var út í ágústmánuði 1994, var önnur sölu- hæsta á óháða breiðskífulistanum yfir árið 1996. Eina vikuna í desember sl. áttu Oasis níu sæti í röð á óháða smáskífulistanum. „Sha- kermaker" númer 19, „Supersonic" númer 18, „Roll with it“ númer 17, „Some might say“ núm-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.