Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR13. FEBRUAR1997 10 HELGARPÓSTURINN Útgefandi: Lesmál ehf. Framkvœmdastjóri: Árni Björn Ómarsson Ritstjóri: Páll Vilhjálmsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Vinstristrategía Frj álsrar fj ölmiðlunar Fjölmiðlasaga landsins er samofin pólitískri sögu þjóðarinn- ar. Sjálfstæðisflokkurinn sem við þekkjum í dag var við stofn- un á þriðja áratugnum uppnefndur Morgunblaðsflokkurinn. Málgögn Framsóknarflokksins, Tíminn sunnan heiða og Dagur fyrir norðan, voru stofnuð áður en flokkurinn var orðinn full- veðja. Alþýðublaðið varð snemma valdamiðstöð Alþýðu- flokksins og Þjóðviljinn var forsenda fyrir kosningasigrum Sósíalistaflokksins um miðja öldina. Stofnun Dagblaðsins á áttunda áratugnum tengdist átökum í Sjálfstæðisflokknum en viðskiptasjónarmið réðu því að Dagblaðið sameinaðist Vísi á ný undir heitinu DV. Með DV snerist taflið við. Áður laut viðskiptalífið stjórnmál- um, núna er frumkvæðið hjá fjármálamönnum. Á örfáum árum er fjölmiðlakerfi landsins gerbreytt. Þjóðvilj- inn fór í gjaldþrot, Framsóknarflokkurinn kom Tímanum fyrir hjá útgáfuféiagi DV, Frjálsri fjölmiðlun, sem síðar eignaðist Dag og sameinaði gömlu framsóknarútgáfurnar. f síðustu viku leysti Frjáls fjölmiðlun til sín Alþýðublaðið. Eigendur Frjálsrar fjölmiðlunar, feðgarnir Sveinn R. Eyjólfs- son og Eyjólfur Sveinsson, gefa sig út fyrir að vera ópólitískir útgefendur. Og þótt Eyjólfur hafi verið aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra er honum sjaldan núið um nasir að halda flokkspólitík að ritstjórnunum sem eru á forræði hans. En það er af því að menn horfa ekki í rétta átt. Feðgarnir vita sem er að í blaðabransanum liggja öll sóknar- færi til vinstri því að þeim á hægri hönd er Morgunblaðið. Guðmundur Magnússon, fréttastjóri DV, missti vinnuna þegar vinstristrategía Frjálsrar fjölmiðlunar tók á sig mynd. Guð- mundur er úr valdahópnum í kringum forsætisráðherra og á ritstjórn DV var litið á hann sem útsendara Davíðs. Hægrislagsíðan sem DV fékk á sig með ráðningu Guðmundar var Frjálsri fjölmiðlun til trafala og hann var látinn fara. Þegar Frjáls fjölmiðlun tók að sér Tímann var ritstjóri ráð- inn Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Með ráðningu þingmannsins vannst tvennt. í fyrsta lagi eru send skýr skilaboð um pólitíska samúð útgáfunnar, hún átti áfram að liggja hjá Framsóknarflokknum í þeirri von að gamlir áskrif- endur héldu tryggð við málgagnið. í öðru lagi er ólíklegt að þingmaður í fullu starfi hafi metnað eða tíma til að móta nýtt dagblað. Ekki fyrr en með sameiningunni við Dag var tíma- bært að þróa nýtt blað og vinstrimaðurinn Stefán Jón Haf- stein, aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í borg- arstjórnarkosningunum, var fenginn til verksins. Á sjálft flaggskipið, DV, var Silja Aðalsteinsdóttir, fyrrver- andi ritstjóri Þjóðviljans, ráðin til að veita menningardeild blaðsins forstöðu. Leikurinn var endurtekinn með ráðningu Össurar Skarphéð- inssonar í ritstjórastól Alþýðublaðsins. Nýir útgefendur gera ekki ráð fyrir að Alþýðublaðið eigi sér langra lífdaga auðið. Á föstudegi var tilkynnt að blaðið yrði gefið út til reynslu fram að áramótum en þriðjudaginn þar á eftir var rætt um að end- urskoða útgáfuna í haust. Alþýðublaðið á að renna inn í Dag- Tímann við fyrstu hentugleika. Dagblöð stjórnmálaflokkanna voru lengst af lýðveldissög- unni snar þáttur í sérkennum þeirra. Ekki aðeins voru blöðin vettvangur fyrir áróður og pólitíska stefnumótun, heldur héldu þau á loft heimsmynd sem lesendur fundu til sam- kenndar með. Nú þegar viðskiptasjónarmið ráða ferðinni hverfur þessi samkennd. Alþýðublaðið skilur sálina eftir í Alþýðuhúsinu jafnvel þótt ritstjórnin öll og Össur til viðbótar flytji inn í höfuðstöðvar Frjálsrar fjölmiðlunar og fái pláss hjá Viðskiptablaðinu. Feðgarnir í Þverholtinu veðja á að vinstriflokkarnir leggi málgögn sín inn til útgáfunnar, Vikublað Alþýðubandalagsins er eitt eftir. En til að nýja árdegisblaðið fái einhvern tilgang þurfa A-flokkarnir og Framsóknarflokkurinn að sameinast. I stjórnmálum er fullt af tækifærum fyrir metnaðarfulla fjár- málamenn eins og Eyjólf Sveinsson og Jón Ólafsson á Stöð 2, sem á þriðjungshlut í Frjálsri fjölmiðlun. Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Síini: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 5524888, símboði (augl.) 846-3332, dreifing: 5524999. Netfang: hp@this.is Áskrift kostar kr. 800 ú mánuði efgreitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. siðvendni, skrauthvörf og ritskoðun Siðvandur borgari (til hægð- arauka nefndur SB í eftir- farandi umli) ritar í Helgarpóst 06.02.1997 (undir nafninu Les- andi) og bendir réttilega á það að ég noti orð eins og lands- byseðjót, þorpsfífl, aumingi, fæðingarhálfviti og fáviti um það sem SB sjálf/ur kallar „þroskaheftan mann“. Það er rétt með farið hjá honum/henni. í umli minu um þjóðarkarakter hér í blaðinu 30.01.97 notaði ég öll þessi orð. Og þó ég virðist hafa sært SB með þessu orðbragði ætla ég samt ekki að biðja hann af- sökunar. Þvert á móti. Þessi orð viðhafði ég að vandlega yfirveguðu ráði. Bar skrifin aukin heldur undir góð- an vin minn sem ég treysti manna best til að líta eftir bar- baranum í mér (auk þess sem hann á þroskaheftan einstak- ling í fjölskyldu sinni og má því vel dæma um þetta efni). Eftir að hafa kynnt sér það að enginn var persónulega krenktur af þessu umli mínu fannst honum ekki nema eðli- legt að nota þessi orð. Efni pistilsins þurfti á svona orða- fari að halda til að geta skilað fullri meiningu. Hefði nefndur landsbyseðjót einhvern tíma verið til þá væri hann nú löngu dauður og ætti ekki afkomend- ur. Það hefði SB getað kynnt sér með einu símtali áður en hann settist niður og greindi sjúk- dóm minn sem „djúpstæða for- dóma og hyldjúpa mannfyrir- litningu". Orðalag þessarar sjúkdóms- greiningar ber það með sér að SB er ekki með öllu fordóma- heft/ur (svo notuð séu sams konar skrauthvörf og hann vill sjálfur hafa). Eins hitt, að sið- vendni er, sem betur fer, bara þunn skel utan á karakternum. En fordómar gagnvart for- dómum eru nú einu sinni siða- boð „velferðarríkisins“. Um það héfði ég löngu átt að vera búinn að skrifa, svo nú má ég til með að þakka SB fyrir að vekja máls á þessu fyrir- bæri með bréfi sínu. Athugum það nánar. Ef mig ekki misminnir um textann frá 30.01. var ég þar að grufla í sambandi þjóðar (kjós- aÞorgeir Þorgeirson enda) annars vegar og stjórn- málamanna hins vegar og þurfti í því samhengi að grípa til orðaforða sem hafði merk- ingu (og fordóma). Ég var þó ekki að nota þessi orð „stjórnmálamönnum til vansa“ eins og SB segir. Mig mundi aldrei svo mikið sem dreyma um að segja stjórn- málamönnum neitt til vansa. Það er mér ofvaxið, enda sjá þeir best um það sjálfir. En ég þurfti samt orð með fulla ótví- ræða merkingu fyrst ég var nú að velta fyrir mér afstöðu lif- andi fólks (kjósenda) til þeirra. Og sá sem brúkar orð með ótvíræðri merkingu er kominn inn á bannsvæði. Hvernig stendur á því? Jú, velferðarríkið er hugsjón um jafnræði og almenn rétt- indi. Ekki er það upphafsmönn- um þeirra góðu hugsjóna að kenna þó sporgöngufólkið hafi vikið sér undan framkvæmd hennar og allri vitlegri um- ræðu með jrví leggja bann á notkun flestra þeirra orða sem merkja eitthvert vandamál- anna sem til stóð að leysa. Og fyrjrskipa skrauthvörf í staðinn. Siðareglur ofdekraðra milli- stétta Ieggja bann á það að tala um negra, fávita, vanþróaðar þjóðir, tatara, eskimóa, lappa og indíána. Þess í stað ber að nefna þessi fyrirbæri litað fólk, þroskahefta, fólk á þróunar- svæðum, rommfólkið, inúíta, sama og frumbyggja Ameríku. Og nú má ekki lengur kalla ungt fólk eiturlyfjasvelgi held- ur er það „í neyslu“. Svona tepruskapur leysir náttúrlega engan vanda, enda varla til þess ætlaður. Vandinn sem leysa þarf er eftir sem áður þessi: að láta negra, fávita, vanþróaðar þjóð- ir, tatara, eskimóa, lappa og indíána njóta jafnræðis. Það gerum við best með því að breyta hugarfarinu og segja þessi orð með öðrum hljómi sem kemur innan frá. Þar ger- ist hugarfarsbreytingin, hitt er bara flótti sem smám saman hefur orðið að ritskoðun allra tungumála. Getur ekki verið að þetta siðaboð skrauthvarfanna sé upphaflega komið frá einhverj- um lobbýistum hjá Sameinuðu þjóðunum? Hápunktur þessarar vit- leysu var altént í Noregi fyrir skemmstu, þegar norska mál- nefndin ákvað að útrýma Norðmönnum í nafni skraut- hvarfamannréttindanna. „Orðið rnaður," segir nefnd- in, „er karlkyns og fer í bága við jafnréttislög.“ „Siðareglur ofdekraðra millistétta leggja bann á það að tala um negra, fávita, vanþróaðar þjóðir, tatara, eskimóa, lappa og indíána. Þess í stað ber að nefna þessi fyrirbæri Iitað fólk, þroskahefta, fólk á þróunar- svæðum, rommfólkið, inú- íta, sama og frumbyggja Am- eríku. Og nú má ekki lengur kalla ungt fólk eiturlyfja- svelgi heldur er það „í neyslu“.“ Finna verður annað orð sem nær yfir bæði kynin (Norð- menni væri kannski lausnin ef þessi volaða þjóð, sem maður þorir varla lengur að nefna, væri ekki búin að týna niður danskri tungu). íbúar Noregs verða fljótir að gleyma öðrum jafnræðiskröf- um í rifrildi um þetta. Hér er flóttinn frá jafnréttis- hugsuninni kominn á leiðar- enda, orðinn að hreinræktuð- um fasisma. Ritskoðun sem ætlar að útrýma heilli þjóð. Segir ekki Njáluhöfundur að Bergþóra væri drengur góður? (En Snorri segir að drengir heiti góðir menn og batnandi.) Ber nú ekki íslenskri mál- nefnd að ritskoða Njálu og láta hana héðan af segja að Berg- þóra sé góð stelpa? En hvað mundi það merkja? Þannig er nú skrauthvarfa- mannúðin. Hjartveikur aumingi sem ég þekki fær stundum sára bring- spalaverki og ætlaði að leysa málið með því að kalla þetta brjóstsviða. Það gerði hann í nokkra mánuði. Afleiðingin var magasár (enda ér brjóstsviði nokkurs konar skrauthvörf fyrir byrj- andi magasár). Og nú er hann með tvenna sjúkdóma fyrir einn. Þannig fer þeim sem ætla að leysa öll vandamál með fagur- gala. Heimurinn breytist ekki mikið við það. Maður sem ég kannast við álpaðist um daginn á fund hjá mannréttindafrömuðum hér í bæ. Þessi náungi er enginn mannréttindafrömuður sjálfur, en hann ver sig ef hann er beittur rangindum. Ef hver og einn gerði það mundum við enga mannréttindafrömuði þurfa. Okkar manni líkaði ekki það sem hann heyrði, fannst það enga staðgóða merkingu hafa. Ræður frömuðanna voru ein- tóm skrauthvörf. Þetta rifjast einhvern veginn upp núna. Á útleiðinni (af mannrétt- indafrömuðasamkomunni) var minn maður að tuldra fyrir munni sér nýtt orð: sauma- klúbbamannréttindi. Honum þótti ekki góðs að vænta af öllu þessu skraut- hvarfatali. Hann vissi eiginlega ekki hvort það var orsök eða afleið- ing. Yfirleitt er það ríkisvaldið sem brýtur rétt á einstakling- um. Mannréttindafrömuðirnir eru flestir á launum hjá ríkinu. Af merkingarlausu skraut- hvarfatali þeirra verður ekki annað ráðið en það sé algjört sæluríki, sem greiðir þeim launin. Saumaklúbbamannréttinda- þvaður. Nú er orðið þó komið á prent. Frá lesendum ■ Maður á landsbyggðinni vakti athygli á furðulegri fram- komu útibússtjóra Landsbank- ans í plássinu og taldi meira en tímabært að fjallað yrði um hana. ■ Ungur alþýðuflokksmaður í Hafnarfirði kom að máli við ritstjórn og sagði frásögn af fundi Alþýðuflokksins í Hafn- arfirði á baksíðu síðasta tölu- blaðs í öllum meginatriðum ranga. Hann kaus að gera ekki skriflegar athugasemdir, enda væri það aðeins til að skemmta skrattanum. ■ Lesandi hringdi og þakkaði fyrir leiðara síðasta tölublaðs um Framsóknarflokkinn. Við- komandi taldi það síst ofmælt að Framsóknarflokkurinn hefði ekki staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. ■ Maður af erlendu bergi brot- inn heimsótti ritstjórnina til að kynna forsjárdeilu sem hann á í við fyrrverandi sam- býliskonu sína. Maðurinn telur að íslensk yfirvöld brjóti rétt erlendra manna á svipaðan hátt og tyrknesk brjóta á Sophiu Hansen.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.