Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1997 mmm álbræðslu studla ad lakari lífskjörum - segir Rnnur Ingólfsson iðnaðarráðherra og telur að bygging álvers á Grundartanga sé for- senda aukinnar verðmætasköpunar... „Jú, ég get ekki sagt annað en að andstaðan við byggingu ál- vers á Grundartanga hafi kom- ið mér á óvart, því að í eitt ár hefur verið stöðug umræða um fyrirhugaða byggingu,“ segir Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra. Mörg spjót hafa staðið á honum að undanförnu, en and- stæðingar álvers hafa verið iðnir við að láta andúð sína í ljós. Finnur segir að þessi and- staða komi of seint því málið hafi verið vel kynnt. „Árið 1990 var gefinn út bæklingur til kynningar á svæðinu og árið 1994 var samþykkt skipulag fyrir Grundartangasvæðið þar sem skýrt var tekið fram að það væri stóriðjusvæði. Um- hverfismat var síðan staðfest árið 1996. í ljósi þessa hefði engum átt að blandast hugur um hvað væri framundan." En nú hefur Högni Hans- son, umhverfisfrœðingur frá Landskrona í Svíþjóð, gert athugasemdir við umhverfis- matið. Dregurðu athuga- semdir Högna þá í efa? „Ég trúi og treysti mati okkar færustu vísindamanna á þessu sviði. Ég er ekki að draga úr gildi Högna sem vísindamanns, en þessum athugasemdum hef- ur verið svarað af okkar vís- indamönnum. Án þess að fara efnislega út í svar þeirra er ljóst að í greinargerð Högna gætir örlítils misskilnings, enda voru þar bornir saman ólíkir hlutir en í umhverfismat- inu.“ Mikið í húfi Heldurðu að þessi harða andstaða sem haldið er uppi af andstœðingum álvers á Grundartanga valdi því að almenningi snúist hugur í af- stöðu sinni í málinu? „Ég vona það, út frá íslensk- um hagsmunum, að þessum hópi takist ekki að koma í veg fyrir byggingu álvers. Við þurf- um á þessari efnahagslegu bú- bót að halda svo okkur takist að bæta hér lífskjör. Við íslend- ingar gerum kröfur um hærri laun, lægri skatta, fullkomið heibrigðis- og menntakerfi og ekkert atvinnuleysi. Til að svo megi verða þurfum við frekari verðmætasköpun. Það er ríkis- stjórnin að gera með því að stuðla að byggingu þessa blessaða álvers. Það er því ekki marktækt að segja að finna verði aðrar leiðir en byggingu stóriðju til að auka verðmæta- sköpun í landinu. Þeir sem halda slíku fram eru einfald- lega að segja að þeir vilji hafa hér önnur og lakari lífskjör en víða erlendis. Ef slíkur hugsun- arháttur yrði ofan á yrðum við að hætta að bera okkur saman við aðrar þjóðir í þessum efn- um.“ Þú telur að það sé ekki skammgóður vermir að byggja álver - en því hefur meðal annars verið haldið fram af háskólamönnum að slíkur efnahagsbati vœri að- eins tímabundinn... „íslenskt efnahags- og at- vinnulíf á að byggjast á vexti lítilla ojg meðalstórra fyrir- tækja. Aliðnaður og stóriðja eiga að vera ábót á þetta öfluga og blómlega atvinnulíf. Ástæð- an er nefnilega sú að í kringum stóriðjuframkvæmdir verða til lítil og meðalstór fyrirtæki og á þeim munum við þurfa að byggja þegar horft er fram á veginn. Það má geta þess í framhjáhlaupi að bygging ál- vers er ekki það eina sem er á döfinni á vegum iðnaðarráðu- neytisins. Það er margt annað í „Eg vona það, út frá íslenskum hagsmunum, að andstæðingum álvers takíst ekki að koma I veg fýrir byggingu þess.“ bígerð. Það má nefna verkefni sem stuðla að því að endur- vekja prjónaiðnaðinn; við höf- um verið í samstarfi við sæl- gætisiðnaðinn og skipað nefnd sem tengist útflutningi á ís- lenskri hestamennsku. Þá er sérstakt verkefni í gangi sem stuðlar að því að efla nýsköpun og framleiðni í fyrirtækjum og svo mætti lengi telja. Þessi vinna sem hefur verið unnin á vegum ráðuneytisins hefur hins vegar ekki farið eins hátt og fyrirhugaðar álversfram- kvæmdir." Megum vera stolt af lág- um launakostnaði Er eitthvað hœft í þeim orð- um álversandstœðinga að í bœklingnum sem gefinn var út á vegum iðnaðarráðuneyt- isins, þar sem kostir stór- iðjuvers eru tíundaðir, hafi verið látið í veðri vaka að hér vœru laun lœgri en víða annars staðar? „Það voru nokkur atriði sem fóru fyrir brjóstið á fólki. í fyrsta íagi var það gagnrýnt að íslendingar geta boðið eitt- hvert lægsta orkuverð í Evr- ópu. Væri ekki nær að vera stolt af því en að skammast sín fyrir það? Enda kynnum við forkólfum álfyrirtækja málið með fullri reisn. í öðru lagi var það gagnrýnt að hér eru ein- hverjar minnstu frátafir frá vinnu í heimi. Er það ekki eitt- hvað tii að státa s.ig af? í þriðja lagi er sagt í bæklingnum að við séum með lágan launa- kostnað. Það þýðir ekki að launin séu lág heldur að skatt- arnir sem lagðir eru á launin séu lægri en í löndum í kring- um okkur. Launakostnaður hjá fyrirtækjum er því minni hér á landi en annars staðar.“ En er það ekki staðreynd að laun eru lœgri hér en í ná- grannalöndunum? „Ég veit það bara að laun iðn- aðarmanna í dagvinnu hjá ísal eru u.þ.b. 40% hærri en laun al- mennra iðnaðarmanna á höf- uðborgarsvæðinu á sama tíma. Þessar upplýsingar hef ég ann- ars vegar frá ísal og hins vegar frá kjararannsóknarnefnd. For- stjóri álversins hefur staðfest þessar tölur sem fram komu hjá mér í fjölmiðlum fyrir skömmu og ef eitthvað er eru þessi laun hærri. Við getum því verið ánægð með að fá inn í landið atvinnustarfsemi sem býður hærri laun en við höfum verið með hingað til.“ Framsóknarfiokknum refsað fyrir að efla kosn- ingaloforðin Framsóknarflokkurinn hefur að undanförnu dalað talsvert í skoðanakönnun- um, bœði í dreifbýli og þétt- býli, eftir mikla fylgissveiflu fyrir síðustu kosningar. Því hefur meðal annars heyrst fleygt að flokkurinn hafi ekki gert upp fortíð sína við landsbyggðina... „Framsóknarflokkurinn er flokkur allrar þjóðarinnar og skiptir þar engu máli hvort það er í dreifbýlis- eða þéttbýlis- kjördæmum. Framsóknarflokk- urinn vann sína tvo stærstu sigra í Reykjavík og á Reykja- nesi í síðustu alþingiskosning- um. Það skóp kosningasigur flokksins. Nú er Framsóknar- flokkurinn stærsti flokkurinn í fjórum kjördæmum og sá næst- stærsti í fjórum til viðbótar. Við höfum áður gengið í gegn- um þrengingar í skoðanakönn- unum. Dæmi um það er þegar mánuður var til síðustu alþing- iskosninga og flokkurinn fékk um 5% í skoðanakönnun í Reykjavík og því var spáð að ég myndi ekki ná kjöri. Þegar á hólminn var komið fengum við 15% í Reykjavík og okkur vant- aði aðeins 600 atkvæði á land- inu öllu til að fá þrjá menn kjörna á þing í kjördæminu. Sömu sögu^ má segja um Reykjanes. Ég tek skoðana- kannanir alvarlega því þær mæla það andrúm sem uppi er á hverjum tíma. Ég er þó langt í frá áhyggjufullur vegna stöðu flokksins." Telurðu þig geta skýrt fylg- istap í skoðanakönnunum? „Ráðherrar flokksins hafa unnið að erfiðum málum. Við erum í erfiðleikum í heilbrigðis- málum og erum að skapa hundruð nýrra starfa með byggingu álversins. Svo virðist sem það sé verið að refsa fram- sóknarmönnum fyrir að byggja upp atvinnulífið. En við megum ekki gleyma því að flokkurinn var kosinn til þess að fjölga störfum. Við erum að vinna að þessu kosningaloforði, sem og mörgum öðrum, og því finnst okkur hart ef á að refsa okkur fyrir að efla kosningaloforðin. Ef okkur tekst að ljúka þessum málum á farsælan hátt verða ný störf ekki 12 þúsund fyrir aldamót eins og við lofuðum heldur nær því að vera 15 þús- und.“ Fjárhagsumhverfi margra ís- lenskra fjölskyldna hefur gjörbreyst á undanförnum ár- um með aukinni og breyttri þjónustu bankastofnana. Síð- ustu misserin hefur slíkur vöxtur hlaupið í greiðsluþjón- ustu bankanna að líkja má við sprengingu. Greiðsluþjónust- an er stórlega niðurgreidd, enda bindur þessi þjónusta marga viðskiptavini svo fast við bankann að hverfandi líkur eru til að þeir skipti um banka. Greiðsluþjónustan og önnur aðstoð og fyrirgreiðsla þjón- ustufulltrúanna léttir mörgum tilveruna og getur í mörgum tilvikum sparað stórfé. Á hinn bóginn er fólk bundið í báða skó þegar búið er að gera greiðsluáætlun. Segja má að í sumum tilvikum séu bankarnir farnir að úthluta fólki vasapen- ingum. Sumir hringja í þjón- ustufulltrúann sinn til að spyrja hvort þeir geti leyft sér þetta eða hitt. IbgþúsuncEr * irasapeninga h*i bankanum Lífið fyrír og eftir greiðsludreifingu Greiðsluþjónusta og greiðsludreifing er tiltölulega nýlegt fyrirbrigði sem felst í því að viðskiptabankinn tekur að sér að sjá um greiðslu gíró- seðlanna. Búnaðarbankinn mun hafa riðið á vaðið síðla árs 1993. Fólk velur sjálft hvaða skuldir og reikninga það vill fela bankanum að sjá um og því gefst einnig kostur á að dreifa heildargreiðslum ársins þannig niður að sama upphæð sé skuldfærð í hverjum mán- uði. Þeir sem það vilja geta líka a.m.k. í sumum bankastofnun- um skilið sumarfrísmánuðinn út undan og haft þannig úr meiru að spila þá. „Ég líki því ekki saman hversu miklu léttbærara lífið er orðið,“ sagði einn viðmæl- andi Helgarpóstsins. „Ég miða hiklaust við þetta sem tíma- mót og tala um lífið fyrir og eft- ir greiðsludreifingu." Þessi þjónusta er sem sagt sniðin eftir óskum viðskiptavinar- ins og að sögn þeirra bankastarfsmanna sem rætt var við er mjög misjafnt hversu stóran hluta þjónustunnar fólk nýtir sér. Sumir láta bankann einvörðungu sjá um einhver ákveðin lán eða reikninga, aðrir koma nánast með öll fjármál fjölskyldunnar á herðunum og biðja þjónustufulltrúann sinn að greiða úr flækj- unni. Hjá íslandsbanka Þess eru dæmi að fólk komi nánast með öll fjármál sín tit þjónustufulltrúans og biðji bankann einfaldlega að sjá um heimilisreksturinn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.