Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1997 »míœmí jÁygit *] ílríjíjjii'jjjíiii^jjjj Frá manninum sem kemur „Frá manni sem ég hef verið að undirstinga um skipulagðar ferðir til Prag og það á að vera jákvætt, því þá get ég farið og bankað upp á hjá manninum sem býr á efstu hæð í mörg hundruð ára gömlu húsi á horni Nerudovagötu. Nei, ég veit bara að hann býr þar. Hann hlýtur að gera það. í sjö ár dreymdi mig sama drauminn, ég var að keyra nið- ur sömu götuna. Ég hafði aldr- ei séð þessa götu, vissi ekki hvar hún var, hélt einhvern veginn að hún væri í Stykkis- hólmi, hún var eitthvað svo Stykkishólmsleg. Svo var það í fyrra að ég var í Prag með syst- ur minni og mági. Við vorum að koma út úr kastalanum, þegar ég sé allt í einu þessa götu fyrir framan mig. Mágur minn, sem trúir ekki á drauma eða neitt þannig, sagði það lág- mark að taka mynd af mér í götunni. Hann tók sextán 36 mynda filmur í Prag, hver ein; asta mynd heil, nema þessi. í kringum gluggana á efstu hæð- inni lýsir rauður rammi. Þetta er yfirnáttúrulegt, þetta eru forlög, ég veit að þarna býr maður sem er mér ætlaður. Svo ég banka sem sagt upp á, fæ hann og flyt til fegurstu borgar í heimi. Þá þarf ég aldr- ei framar að vinna og hætti að sjálfsögðu með hinn ævinsæla poppþátt Milli mjalta og messu og get einbeitt mér að því að kynna þetta fallega land fyrir íslendingum, sem er ekki vinna, heldur skemmtun.“ (í þessu er mögulega fólgið 1 prik fyrir Stykkishólm: Ef gata í fegurstu borg heims er tekin fyrir götu í Stykkishólmi, er þá Stykkishólmur ekki næstfeg- ursta borg í heimi?) j\nna Kristine Magnúsdóttir, úthaldari Milli mjalta og messu á Rás 2 Hvaða símtal dreymir þig um að fá? Það eru gerðar meiri kröfur til útlits kvenna og um leið er það dýrara í rekstri en útlit karla. Laun kvenna eru á heild- ina lægri og þá atvinnuleysis- bætur þeirra líka. Því grípum við til konu í dæmið sem við setjum upp. Hún á aðeins rétt á lægstu bót- um og fær uppbót hjá Félags- málastofnun. Þannig nær hún rúmum 53 þúsundum á mán- uði. Hún er einstæð, en við ætlum ekki að ganga alla leið og gefa henni barn eða börn. Ferli hennar gæti orðið svona: Hún harkar það á bótunum eða gefst upp eftir tveggja mánaða atvinnuleit og flytur, tímabundið, heim til foreldra sinna í sparnaðarskyni. Mán- aðamótin á eftir uppgötvar hún sér til óblandinnar undr- unar, að hún er komin í forsjá foreldra sinna (sem þiggja lægsta ellilífeyri) og að bætur hennar eru orðnar að vasa- peningum stálpaðrar stúlku, eða rúmar 2-7 þúsundir. Hún borgar heim. Hvar byrjar hún að spara? í fyrstu hættir hún að kaupa inn er augnháraliturinn, þá standa augnhárin föl og visin út úr öðrum farða og hann verður tilgangslaus. Hárið fær að vaxa úr sér á milli klipp- inga. Hér höfum við þá konu í óstraujaðri blússu með ósnyrt andlit og óklippt hár í eigin músalit, í pilsi, en sokkabux- um sem eru dröfnóttar af sliti og í skóm með niðurgengnum, ólystilegum hælum. Nema hún velji síðbuxur til að breiða yfir sokkaleysið og útiloki með því fyrirfram þriðjung þeirra starfa sem hún sækir um. Jakkinn eða kápan eru nú tvö- föld fórnarlömb: Hún gat ekki látið þau í hreinsun, en hún þorði heldur ekki að þvo þau. Það sést. Þessi kona hefur hverfandi möguleika á að fá aftur jafn vel launað og jafn hreinlegt starf og hún var í áður. Ferlið frá ætíð góðu útliti til tilviljana- kennds útlits er stutt, fjórir til sex mánuðir. Það tekur svip- aðan tíma að vinna það upp aftur á fullum launum. Hafa at- vinnurekendur íhugað þetta? blöð, leigir færri spólur, fer sjaldnar í bíó, lærir að baka pizzu, minnkar kókið, endur- nýjar ekki sólbaðskortið. Það dugir ekki til. Hún sleppir út- sölunum, árshátíðinni og lottó. Samt dugir ekki. Enn fækkar hún og minnkar við sig og nú fer hárskolið, naglalakkið og viðgerðin á skóhælunum. Því næst gossa sokkabuxurnar, straujárnið bilar og er það bara áfram, og hún hættir við að setja dragtina í hreinsun. Það kemur í ljós að sumar dragtir þola ekki þvott. Það er farið að ganga á snyrtivörurnar, ef eng- Hvernig fólk ráða at- vinnurekendur til starfa? Fólk sem býður af sér góðan þokka. I hverju felst góður þokki? Fyrstu áhrifín eru af út- litinu, á eftir koma fas og framkoma. Hversu lengi helzt at- vinnulausri manneskju á snyrtilegu útliti og góðu yfirbragði? Kynbólm Ekki Fátt er jafn örvandi í morg- unsárið og góð kynlífs- könnun. Hún gæti staðfest gamlan grun; aðrir komast yfir meira, aðrir hafa minna fyrir því, aðrir finna minna fyrir því... já, góð könnun gæti kom- ið í staðinn fyrir kynlíf. Spurningu vikunnar var beint til kvenna. Þær voru ekki valdar af handahófi. Aðeins konur í störfum sem fylgir ábyrgð, ákvarðanataka og mannaforráð eða konur í sjálf- stæðum rekstri voru spurðar. Þær voru á aldrinum 40-55, eða þroskaðir, yfirvegaðir einstak- linsar. I spurningunni fólst hverju væri fórnandi fyrir gott og nægilegt kynlíf. Hún var orðuð svona: Ef þú dyttir yfir ofurelskhug- ann og hann gæti ekki hitt þig nema í vinnutíma þínum, hvað værirðu reiðubúin að ganga langt? Tækirðu þér frí, hag- ræddirðu vinnutíma þínum varanlega, skiptirðu jafnvel um vinnu? Tæplega 100% þeirra sem náðist til svöruðu játandi. Þar fór kenningin um Allt fyrir starfsframann. Aðeins tvö og hálft neikvæð svör bárust. Þau voru orðuð: „Nei! — annars hittirðu illa á mig, ég var að byrja nýtt líf fyr- ir tveimur dögum af því að ég var búin að kolsteypa öllu með einmitt þessu.“ „Bæði og — ég gerði það á meðan ég væri að ná í hann. En ég skipti ekki um vinnu.“ „NEI! Hagrædd þú þínum tíma eftir minni vinnu!" Jákvæð svör voru m.a.: „Þú getur nú rétt ímyndað þér!“ „Vinnu?! Ég skipti um land!“ „Ég vildi fá fleiri svona spurningar á mánudags- morgni. Þær eru svo hvetj- andi.“ „Maður getur alltaf unnið, en maður getur ekki alltaf elsk- að.“ „Þó það nú væri, fólk hefur drepið sig fyrir annað eins.“ Meðal úrtaksins sem ekki náðist í: „Nei, hún er ekki heima. Hún skrapp til útlanda til að sofa hjá.“ Fersk beitilönd, nýir brunn- ar á Nelly’s Café. Guððððdóm- legar gengilbeinur, hálfnaktir, eggjandi, stálpaðir þjónar, sama kjötið á stólunum. Inn af: Salerni. Tvö. Jafnrétt- issalerni, ekkert kynjamisrétti. Annað er breiðdyra og rúm- gott fyrir fatlaða. Dyrnar eru svo breiðar, að hver sá hjóla- stóll sem æskir inngöngu flýg- ur inn. Þótt tvíburahjólastóll væri. Innifyrir: Nægilegt svig- rúm fyrir hjólastólarallí. Til að komast inn í sal- ernisálmuna þarf niður tvö þrep. Til að komast í brynn- ingarhæð á Nelly’s þarf upp stiga. Engar rennibrautir sýni- legar, hvorki fastar né færan- legar. Verða alltaf tveir stera- stæltir dyraverðir til taks til að sveifla hjólastólum upp stigann og koma þeir sprett- andi til að hnykkja þurfandi niður þrepin tvö? Dýravmurmn Kona í sjónvarpinu vildi að fleiri legðu hund á plóginn. Amíty- ville- sóffnn Hann var einu sinni dökk- brúnn. Nú er hann marmaralit- ur. Gáróttir hringir sem minna á árhringi í tré, hvítir innst, dvína út í grátt, þá brúnt á hvíldartím- anum, síðan vaxtarskeið í hvítu, rénun í gráu, brúnt hlé. Hringur eftir hlykkjóttan hring breiðir sig yfir sætin. Niður bakið liggja lóðréttar rákir, þykkari efst, þynnast niður. Þær líkjast reka- röndinni sem verður eftir í fjör- unni þegar flóðinu snýst hugur. Þetta hvíta er salt. Það er unnið úr konum. Undið úr kon- um niður í sófann. Sófinn hefur þá náttúru, að í hann sækja grátsólgnar eiginkonur. Allar giftar arftökum Hannibals Lect- er. Það er ekki fyrirhafnarlaust að ná fundum sófans. Hann er, eins og aðrir dýrgripir, geymd- ur handan rammgerra dyra og það þýðir ekki að veifa vasa- klútnum og pípa „Sesam” fyrir framan þær. Nei. Það þarf að berja hnúunum látlaust í harð- viðinn þar til ófreskjan sem gætir sófans rís af værum blundi og ráfar til dyra. Ófreskj- an, eins og allt hennar kyn, hef- ur veika hlið: Hún trúir því að einhvern tíma sendi einhver henni blóm. Því opnar hún fyrir hverjum sem er. Enginn er jafn staðráðinn og ráðþrota, örmagna kona. Inn og upp í dimmbrúnan faðm sófans. Yfir allar kemur skorðað fas, einbeitt, einarðlegt. Hefst svo harmsagan. Sakaskráin byrjar á stráka- pörum: Hann þvær ekki upp. Bætir svo í með misindi, afbrot- um, glæpum og stórglæpum. Engillinn sem var leiddur upp að altarinu verður að djöfli í smóking. Tárin drjúpa, líða, renna, gus- ast, spýtast. Vætla, leka, gjálfra, buna, fossa. Hníga, hrjóta, streyma. Brotsjór lífsins gengur yfir sófann. Konurnar eru efna- verksmiðjur, þær breyta kaffi { tár. Undir lokin gráta þær í brúnu. Matartímar, háttatímar fljúga framhjá. í dagrenningu rísa þær upp úr saltdýi sófans og hverfa, undnar og ákveðnar á braut. Vík brott, Satan, úr lífi mínu. Ár eftir ár, áratug eftir áratug. Á milli horfir sófinn á banda- rískar fjölskyldumyndir í sjón- varpinu; barnsrán, sifjaspell, misnotkun, morð. Þar kom að sófinn hafði verið að skilja við Halldór í átján mánuði, án þess þó að hafa nokkru sinni verið giftur hon- um. Síbyljan um demónískar til- hneigingar var kyrjuð yfir hon- um og látin flæða ofan í hann, bundin og innsigluð með salti. Þá varð vart við persónuleika- breytingar í sófanum. Nú er sófinn haldinn öllum þeim illu karlöndum sem salt- aðir voru ofan í hann. Hann er hættur að bíða eftir að grát- sólgnar konur sæki hann heim. Síðla kvölds um helgar, þegar ófreskjan blundar, læðist hann út og fer á barina. Þar mjakar hann sér upp að ungum, óskemmdum stúlkum, vefur kö- grinu um ökkla þeirra, hnykkir í hnésbæturnar með sætisbrún- inni og fellir þær ofan í.sig. Sam- stundis þrútna hvarmar þeirra, beizkjubragð fyllir munninn og þær snúa sér að næsta pilti og ausa hann óorðnum vonbrigð- um. Ef þær rífa sig ekki sam- stundis upp úr saltbrögðum sófans sezt harmurinn í þær og ætir sálina og þeim verður aldr- ei ástar auðið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.