Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1996 Rómantík Kazuo Ishiguro The Unconsoled Faber and Faber Itd. 1996 Enn eitt meistara- stykkið! Nýjasta stórvirki japanska höf- undarins Kazuo Ishiguro er nú fáanlegt f kilju. Þetta er fjóröa skáldsaga Ishiguro og nefnist hún á frummálinu The Unconsol- ed. Flestum er í fersku minni síö- asta bók Ishiguro, Remains of the Day, sem var þýdd á ís- lensku af Sigurði A. Magnús- syni og kallaöist Dreggjar dags- ins. Eftir þessari bók var síöan gerö kvikmynd meö þeim Emmu Thompson og Anthony Hopk- ins í aöalhlutverkum. Bæöi bók og kvikmynd fóru sigurför um heiminn og geröu Ishiguro heimsfrægan. The Unconsoled segir frá pían- ista, herra Ryder, sem er stadd- ur f ótilgreindri evrópskri borg. Hann telur sig vera kominn til þess aö halda eina tónleika en eftir því sem Iföur á söguna gerir hann sér grein fyrir að fólkiö sem hann kynnist og þarf aö hafa samskipti við ætlast til mun meira af honum. Sagan líö- ur áfram Ifkt og í draumi; og um leiö og fólkið í kringum Ryder veit nákvæmlega hvaö gerist eykst óvissa og örvilnan pfanist- ans. Ishiguro tekst frábærlega upp í persónusköpun sinni og skapar þeim meiri dýpt en hann hefur áöur gert í fyrri skáldsög- um. Ishiguro nær til hjarta lesand- ans, sagan er í senn fyndin og dapurleg. Kannski er þetta ögn undarleg skáldsaga en umfram allt er hún mannleg. The Un- consoled er án vafa besta verk Ishiguro og fyrir þá sem kunnu aö meta Dreggjar dagsins er þessi bók hreinasta skyldulesn- ing. Bókin er 535 sföur, fæst hjá Máli og menningu og kostar 995 krónur. BARBARA VINE Barbara Vine The Brimstone Wedding , Penguin Books 1996 Ástarævintýri breskr- ar hefðardömu Ruth Rendell þarf vart þarf að kynna fyrir íslendingum. Hún hefur í gegnum tíöina verið afar afkastamikill höfundur á sviði spennusagna. Ófáar sögur henn- ar hafa veriö teknar upp fyrir sjónvarp og hafa íslenskir áhorf- endur oft notiö góös af þvf. Ruth Rendell skrifar The Brim- stone Wedding undir dulnefninu Barbara Vine. The Brimstone Wedding er áhrifamikil skáldsaga um ástar- ævintýri sem endar illa. Aðalper- sóna sögunnar er Stella, 72 ára og dauövona, sem býr á fínu elli- heimili á Englandi. Stella er hefö- ardama í orðsins fyllstu merk- ingu og Iftur sjálfa sig allt öðrum augum en aöra fbúa elliheimilis- ins. Hún trúir ungri starfsstúlku fyrir ævisögu sinni, sem er á köfl- um engin hversdagssaga. The Brimstone Wedding er af- ar vel gerö af höfundarins hendi og f raun kveöur hér viö annan hljóm en viö eigum kannski aö venjast. Þetta er ákaflega skemmtileg og spennandi saga sem auövelt er aö mæla meö. Bókin er 312 síöur, fæst hjá Máli og menningu og kostar 1.195 krónur. Saddir lesendur— saddir Maðamenn Ifjölmennari þjóðlöndum en íslandi eru gefin út allnokkur áreiðanleg og virðuleg frétta- blöð, nokkur subbufréttablöð og loks fjöldinn allur af minni blöðum, sem kalla mætti „hina pressuna", hinn vaikostinn. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós, að ritstjórnar- stefna hinna virðulegu blaða, s.s. New York Times, L.A. Tim- es, Wall Street Journal og ann- arra stórborgarblaða, sé svo einhliða og oftast hliðholl stjórnvöldum, að ekki sé hægt með góðri samvizku að halda því fram, að þessi blöð þjóni eðlilegu hlutverki sínu sem upplýsingamiðlar. Gagnrýn- endur þessara blaða segja eitt- hvað á þá leið, að þeim stjórni efnaðir og saddir menn, sem búi til blað handa söddu fólki. Þar er markaðurinn fyrir blað- ið, hjá þeim sem hafa nóg til hnífs og skeiðar. Vissulega er fjölmiðlaflóran vestan hafs litrík og ekki hlaupið að því fyrir þessi virðulegu blöð, að þjóna þörf- um allrar þjóðarinnar. Enda er lesendahópurinn svo sem ekki stór miðað við stærð þjóðar. Þau stærstu seljast í svona einnar til tveggja milljóna ein- taki upplagi. Það er ekki hátt hlutfall þjóðarinnar. Þessi blöð eru hvort tveggja landsblöð og svæðisblöð. Markhópurinn er vel skilgreindur og bæði reynslan og rannsóknir hafa sýnt, að þessum blöðum sé ekki hollt að taka á eða fjalla um umdeild mál nema slíkt sé óhjákvæmilegt. Bandarískir lesendur gera reyndar miklar kröfur til fjölmiðla um, að þeir stingi á kýlum. En sé tekið mið af verðlaunaveitingum fyrir beztu fréttamennskuna, beztu greinaflokkana, beztu rann- sóknarblaðamennskuna o.s.frv. kemur í ljós, að þessi verðlaun vinna yfirleitt hlut- fallslega lítil og meðalstór staðarblöð eða staðarútvarps- og sjónvarpsstöðvar. „Hin pressan", lítt útbreidd, hirðir jafnframt nokkur verðlaun. Mogginn og DV væru „ræflar“ Hætt er við, að Morgunblaðið væri „ræfill" á borð við Alþýðu- blaðið eða Vikublaðið, ef það hefði hlutfallslega svipaða út- breiðslu og t.d. NYT. Sama væri að segja um DV. Lykillinn að velgengni Moggans og DV Bók sem skjgti ir máli „Ef ég lít yfir minn æviferil og rifja upp öll þau býsn sem ég hef lesið þá er eitt verk sem hvað mest áhrif hefur haft á mig. Það er fimm binda verk eftir Doris Lessing sem heitir Children of Violence og er úttekt á 20. öidinni. Bókin hefst í Afríku og fer síðan til Bretlands og er eflaust sjálfsævisöguleg að einhverju leyti. Doris Lessing býr yfir þeim einstæða hæfileika að geta skilgreint nútímann, af Fríöa Á. Sigurðardöttir þeim sökum fer hún auðvitað í taugarnar á mörgum. En þetta verk opnaði betur augu mín fyrir þeim tímum sem við lifum á, tím- um ofbeldis og breytinga. Aftur á móti er þessi bókaflokkur mjög erfiður aflestrar að því leyti að það er gengið óskaplega nærri manni. Þetta verk stendur upp úr í mínum huga ásamt bókunum um Línu langsokkA að Sníða blöðunum þrengri stakk hvað varðar frelsi og óhæði. Barnaskapur alþýðublaða- manns Tekið skal fram, að þessi blöð eru hvort á sinn hátt prýðilegir fjölmiðlar. Hins veg- ar er hollt að gleyma því ekki, að tjáningarfrelsinu eru settar alls kyns skorður. Vandi DV og Morgunblaðsins er t.d. sá, að blöðin þurfa að hafa þjóðina góða. Það má ekki styggja hana, því þá fer hún í fýlu. Þess vegna kjósa þessi blöð stund- um fremur að þegja en segja sannleikann um það, sem þjóð- in á og verður að vita. Slík ákvörðun kemur fréttamati ekkert við. Þetta er rekstrar- spursmál. Þessi staða blað- anna kallar á vonda íhalds- semi. Eignarhald á fjölmiðlum hef- ur áhrif á ritstjórnarstefnu þeirra. Nú er Alþýðublaðið komið undir verndarvæng þeirra feðga Eyjólfs og Sveins hjá DV-veldinu og Össurí þing- manni gefið hálft ár til að fjölga áskrifendum um 300-500 stykki! Það er nú allt og sumt. Þessi samningur krata og Frjálsrar fjölmiðlunar er reyndar kafli út af fyrir sig. Núna langar mig einungis að benda blaðakonu á Alþýðu- blaðinu, sem sagði í útvarpi, að „þetta veldistal er bara klisja“, á, að þetta veldistal er engin klisja. Ekki einu sinni tugga. Þetta. er talinn einn aðalvand- inn, sem steðjar að fjölmiðlun á vorum tímum! Það er barna- skapur að halda, að duglegir athafnamenn í fjölmiðlarekstri taki að sér rekstur fyrirtækis, sem tapar og hefur nánast allt- af tapað peningum, einungis í góðgerðar- eða vinaskyni við formann Alþýðuflokksins! Alvara - «■-/ . Keith Middiemas o.fl. Orchestrating Europe The Informal Politics of European Union 1973-1995 Fontana Press Á bakvið tjöldin í Brussel Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins (ESB) hefur f slnni þjónustu sextán þúsund starfs- menn. Nefndir á vegum fram- kvæmdastjórnarinnar, Evrópu- þingsins og ráöherraráösins eru ótalmargar. Þegar meötaldir eru fulltrúar samtaka og fyrirtækja er fjöldinn oröinn legíö. Formlegar reglur um þetta apparat eru til en þær ná ekki nema aö hluta til utan um starfsemi ESB. Eftir þvi sem stofnun er stærri og yngri eru minni líkur fyrir því aö hún lúti fastmótuöu skipulagi. Formlegt skipulag er sjaldnast nægilega ítarlegt til aö festa starfshætti stofnana. Ávallt verö- ur til óformlegt fyrirkomulag sem jafnan ræöur miklu um úrslit mála. ESB er fremur ung stofnun í samanburöi viö þjóðríkin sem aö sambandinu standa. (ís- lenska lýðveldiö er aöeins nokkr- um árum eldra.) Sagnfræöingurinn Keith Middlemas leitast viö í þessari bók aö gera grein fyrir kaupunum á eyrinni f Brussel. Hann reynir aö sjá í gegnum yfirlýsingamar um hvaö ESB standi fyrir og komast til botns í raunverulegum árangri þessara fjölþjóðasam- taka. Viötöl vfc þátttakendur og áhorfendur á vettvangi eru uppi- staöan í heimildum ritsins og á þeim grundvelli er valdauppbygg- ingin metin. Annar sagnfræöingur, Richard T. Gríffiths. skrifar um aðdragandann aö ESB og styöst viö nýjar rannsóknir sem annars vegar sýna fram á aö ástandiö á meginlandinu eftir stríö hafi ekki veriö eins skelfilegt og áöur var taliö og hins vegar aö Banda- ríkjamenn beittu sér fyrir sam- runaþróun vesturhluta álfunnar. Ameríkanar sáu fyrir sér Banda- riki Evrópu, byggö upp á líkan hátt og stjórnkerfi guös útvaldrar þjóöar. Bókin fæst hjá Máli og menn- ingu og kostar 2.195 kr. Erlendar skáldsögur eru um þess- ar mundir seldar meö 30% afslætti í Máli og menningu. Fiölmiðlar Halldór Halldórsson skrifar er vitanlega einmitt ótrúlega mikil útbreiðsla, sala, miðað við mannfjölda á þessum ein- um allra minnsta markaði í heimi. Þessi tvö blöð sér á parti eru reyndar stór fyrir- tæki á íslenzkan mælikvarða. Morgunblaðið má eiga það, að í seinni tíð hefur blaðið látið blaðamenn sína vinna í æ meira mæli góðar úttektir á málefnum, sem alla varðar. DV byrjaði að spara fyrir nokkrum árum og mér virðist sú stefna enn við lýði. Upp úr þessum „fátæka“ jarðvegi spratt furðu- lega þunn fréttastefna með for- síðuuppsláttum um harmræna atburði, s.s. „Ég hélt að putt- inn væri að síitna af“ eða eitt- hvað í þeim dúr. En um bæði þessi blöð gildir hið sama og um söddu, virðu- legu blöðin í okkar heimshluta: Fréttastefnan ber þess merki, að verulegt tillit sé tekið tií þeirrar innbyggðu óskar herra- manna samfélagsins: að vera til friðs. Það er vitaskuld ekk- ert óeðlilegt, að hugsunin sem liggur til grundvallar ritstjórn- arstefnu fjölmiðla sé ólík eftir fjölmiðlum. Það er hins vegar óeðlilegt, að fjölmiðlarnir, sem stundum eru kallaðir „fjórða valdið“, skuli draga dám af heimspeki og hugsun fram- kvæmdavaldsins og sérhags- munum viðskiptalífsins. Svarið við grundvallarspurningunni „hvað er frétt?“ hefur almennt ekki vafizt fyrir mönnum. En skilgreiningin hlýtur að draga dám af ritstjórnarstefnu blaðs og rekstrarstefnu, þótt frétt sé alltaf frétt, hvort sem hún er „Vandi DV og Morgun- blaðsins er t.d. sá, að blöðin þurfaað hafa þjóðina góða. Það má ekki styggja hana, því þá fer hún í fýlu. Þess vegna kjósa þessi blöð stund- um fremurað þegjaen segja sannleikann um það, sem þjóðin á og verður að vita. Slík ákvörðun kemur frétta- mati ekkertvið. Þettaer rekstrarspursmál.11 birt eður ei. Það þótti fráleitt á upphafsárum DB og DV, „frjálsum og óháðum blöðurn", að flokksmálgögn segðu frétt- ir. Slíkar fréttir bæru flokkalit. Þetta er bæði rétt og rangt. Sömu rökum má beita núna þegar DV og Morgunblaðið eru orðin þátttakendur hvort í sínu fjölmiðlaveldinu. Hags- munir þessara blaða eru orðn- ir samtvinnaðir pólitískum og peningapólitískum hagsmun- um, sem óhjákvæmilega hlýtur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.