Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 2
2 RMMTUDAGUR 20. MARS1997 Innlend dagskrárgerð í rúst eftir samruna Stöðva 2 og 3 „Einstaklingar og fyrirtæki liggja í valnum," segir einn heimildamanna Helgarpóstsins um þær sviptingar sem nú fylgja í kjölfar sameiningar Stöðva 2 og 3. Síðustu mánuð- ina höfðu fjölmargir einstak- lingar og fyrirtæki unnið að inn- lendu efni fyrir Stöð 3 og Stöð 2 svaraði samkeppninni með því að auka kaup á innlendu efni. Eftir sameininguna er ailt skor- ið niður við trog sem unnt er að skera og jafnvel gengið á gerða samninga. Eftir standa ónotuð tæki og atvinnulausir einstak- lingar. Staða mála á þessum vett- vangi er sögð óhemju viðkvæm þessa dagana og viðmælendur HP í dagskrárgerðargeiranum vildu ekki tjá sig undir nafni, enda flestir í viðræðum við Stöð 2 um efndir á samningum sem þeir höfðu á sínum tíma gert við Stöð 3. Svo mikið er þó ljóst að Stöð telur sig ekki hafa neitt að gera með allt það efni sem á döfinni var, ýmist þegar unnið, í vinnslu eða þá í undir- búningi. Samkeppnin hleypti lífi í dagskrargerð Fyrir aðeins fáeinum mánuð- um virtist framundan björt tíð með blóm í haga á sviði ís- lenskrar dagskrárgerðar fyrir sjónvarp. Sú samkeppni sem fyrirsjáanleg var milli Stöðvar 2 og Stöðvar 3 leiddi til þess að mikill fjörkippur kom í þessa til- tölulega ungu atvinnugrein. Síð- ustu mánuðina fyrir andlátið hafði Stöð 3 gert allmikið af samningum við ýmsa aðila um framleiðslu á innlendu sjón- varpsefni. Afleiðingin varð sú að forráðamenn Stöðvar 2 sáu fram á nauðsyn þess að auka innlenda dagskrárgerð til að mæta fyrirsjáanlegri sam- keppni á þessu sviði. Þegar stöðvarnar sameinuð- ust svo fyrirvaralaust eina nótt- ina hvarf þessi hvatning til auk- innar framleiðslu á innlendu efni eins og dögg fyrir sólu. Þrátt fyrir fögur fyrirheit var strax ljóst að forráðamenn Stöðvar 2 hefðu ekki í hyggju að taka til sýningar allt það efni sem búið var að leggja drög að. Þær vikur sem liðnar eru frá sameiningunni hafa svör verið dræm þegar dagskrárgerðar- menn hafa leitað eftir upplýs- ingum um framhaldið. Allt fram í lok síðustu viku hafa svörin verið þau að á Stöð 2 væru menn að reyna að gera sér heildarmynd af ástandinu. Vilja losna við sem mest Nú virðist orðið fullljóst að á Stöð 2 hyggjast menn losa sig út úr nánast öllum þeim samn- ingum sem þeir geta, með fáein- um undantekningum þó. Sumt af því efni sem búið var að vinna fyrir Stöð 3 telja yfirmenn á Stöð 2 ekki henta til sýningar þar og því kann svo að fara að ýmist efni sem dagskrárgerðar- fólk hefur verið að vinna að undanförnu verði alls ekki sýnt. Þeir sem unnu að dagskrár- gerð fyrir Stöð 3 munu hafa nokkuð misjafnlega trausta samninga í höndunum. Þótt þeir samningar sem frágengnir voru muni í flestum tilvikum halda er fullljóst að ekkert verður úr því framhaldi sem margir dagskrárgerðarmenn gerðu sér vonir um. Einn þeirra dagskrárgerðar- manna sem Helgarpósturinn ræddi við nefndi þann mögu- leika að samningum um sam- eininguna yrði rift. „Þá færi ís- lensk margmiðlun að öllum lík- indum beint í gjaldþrot og við myndum án alls efa tapa öllu sem við höfum lagt í þetta.“ Einkavæðing ríkisbankanna á rauðu Ijósi—efling ríkisbanka á grænu Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra fylgdust náið með þróun samninga á milli Landsbankans og Vá- tryggingafélags íslands frá því í næstsíðustu viku og lögðu blessun sína yfir þá fyrirætlan ríkisins að færa út kvíarnar á ís- lenzkum fjármálamarkaði þvert á yfirlýsta stefnu þeirrar ríkisstjórnar sem þeir eru í for- ystu fyrir. í stað einkavæðingar ríkisbankanna samþykktu þeir þegjandi og hljóðalaust að Landsbankinn legði fram 3,4 milljarða króna til kaupa á hlut Eignarhaldsfélags Brunabóta- að selja tryggingar. Ríkið ábyrgist greiðsluna sjálfkrafa. Davíð hefur lýst yfir því að hann hafi fylgzt með úr fjar- lægð, en staðreyndin er sú að Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans og framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, hitti forsætisráð- herra og formann sinn að máli til þess að tryggt væri að ríkis- stjórnin féllist á samninginn. Davíð hafði strax samband við Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra, formann Framsókn- arflokksins, og saman ákváðu þeir að tryggja framgang máls- ins. Síðar var haft samband við Finn Ingólfsson bankamála- ráðherra auk þess sem Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, þá starfandi forsætisráðherra, viðurkenndi við utandagskrár- umræðu á Alþingi að honum og fleirum í ríkisstjórninni hefði verið kunnugt um málið undir lok samningsgerðarinnar. Er Brunabót að okra á Landsbankanum? Langflestir þeirra banka- manna sem hafa tjáð sig um málið hafa lýst því yfir að þessi aðgerð, sem miði að því að efla Landsbankann, sé pólitík sem stjórnist af allt öðrum hvötum en yfirlýstri stefnu ríkisstjórn- arinnar um einkavæðingu á fjármálamarkaði. Með kaupum Landsbankans á helmingshlut Brunabótafélagsins og Líftrygg- ingafélagsins í VÍS sé ríkið að færa út kvíarnar á fjármála- markaði með því að snúa sér að vátryggingum og líftrygging- um. Landsbankamenn segja hins vegar einfaldlega að með þessu sé verið að gera bank- ann samkeppnishæfan. Eins og stæði væri Landsbankinn frem- ur veik peningastofnun, dýr í Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson: Samþykktu þegjandi og hljóða- laust að Landsbankinn legði fram 3,4 milljarða króna og færí að selja tryggingar. Ríkið ábyrgist greiðsluna sjálfkrafa. rekstri og vextir samt í há- marki. Raunar hefur Sólon Sigurðs- son, bankastjóri Búnaðarbank- ans, furðað sig á því að Lands- bankinn ráði við þessi kaup án þess að brjóta lög sem kveða á um eiginfjárhlutfall. Liður í áætlun Landsbankans er að kaupa hlutafé sitt í VÍS á þriggja ára tímabili og dreifa þannig álaginu. Ýmsir viðmælendur Helgar- póstsins hjá bönkunum og tryggingafélögum nefndu kaup- verðið á þeim hlut sem Lands- bankinn var að kaupa og lýstu yfir undrun á því hversu háu verði bréfin væru keypt. Allir höfðu þann fyrirvara á undrun sinni að þeir hefðu ekki séð né heyrt um nein smærri atriði eða forsendur samningsins og því væri ekki tímabært að leggja mat á heildartöluna, 3,4 milljarða króna. Einn viðmæl- enda okkar sagði þó að hann kæmi þessu verði ekki heim og saman við þær tölur sem áður hefðu verið nefndar í sambandi við hlut í VÍS. Varðandi hluta- kaupin kvaðst annar viðmæl- andi heldur ekki skilja hvers vegna kaupverðið væri svona hátt. Það væri „alls ekki í sam- ræmi“ við þær upphæðir sem ræddar hefðu verið áður vegna hugsanlegra kaupa á hlutabréf- um í VÍS. Alls kyns „samsæriskenning- ar“ eru á lofti þessa dagana, en ljóst má vera að stjórnmála- flokkur kastar ekki fyrir róða einu af aðalstefnumálum sín- um, einkavæðingu, án þess að skiptimyntin skipti verulegu máli! Fyrir Alþingi liggur frum- varp um að breyta ríkisbönk- unum í hlutafélög. Samkvæmt frumvarpinu er heimild til að selja strcix 35% af hlutabréfum í bönkunum. Ein kenningin hljóðar upp á að það verði VÍS sem kaupi þessi hlutabréf í Landsbankanum! Úr röðum frammámanna í verkalýðshreyfingunni er því haldið fram fullum fetum að ríkisstjórnin hafi haft í hyggju að breyta fyrirkomulagi lífeyr- ismála og -sjóða á íslandi og þessi aðgerð hafi upphaflega átt að vera liður í þeim fyrirætl- unum. Þessu hefur Kjartan Gunnarsson raunar vísað á bug. „Hagstæð fram- Kvæmd“ í mótsögn við yfirlýsta stefnu „Þetta er runnið undan pólit- ískum hvötum,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður banka- ráðs íslandsbanka og fram- kvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við HP. „Sem formanni bankaráðs fslandsbanka er mér ofarlega í huga samanburður á yfirlýsing- um um það sem ætlunin var að gera hér í bankamálum og svo þessi „hagstæða" framkvæmd sem við okkur blasir," sagði Kristján. „Ríkið ætlaði að draga sig út úr þessari starfsemi, en ekki er þetta beinlínis í þeim anda. í ofanálag ásvo að stofna „Fjárfestingarbanka ríkisins" eins og ég kalla hann. Það er óneitanlega svolítið mótsagna- kennt að segjast ætla að draga sig út af þessu sviði en auka svo umsvifin í staðinn. Þetta sýnir sig núna og þetta finnst mönnum stríða gegn yfirlýsing- um og markmiðum sem menn hafa sett sér.“ Raunar komu fram hjá Krist- jáni og fleiri áhrifamönnum í bankakerfinu efasemdir um að frumvarpið um Fjárfestingar- banka atvinnulífsins kæmist á koppinn. „Eftir þessar nýjustu fréttir hafa komið upp alls kyns efasemdir," sagði Kristján Ragnarsson. Um málefni íslandsbanka í ljósi nýjustu tíðinda kvað Krist- ján það augljóst að þeir hjá ís- landsbanka þyrftu að huga strax að breyttri samkeppnis- stöðu á markaðnum. Hann sagði að ekki hefði verið fjallað formlega um stöðuna enn sem komið væri. „Þetta á eftir að hafa veruleg áhrif á bæði banka- og tryggingastarfsemi í landinu,“ sagði Kristján. Það sem vekur undrun vegna þessara viðskipta er að kaupin skuli hafa gengið svo snurðu- laust fyrir sig. Strcix og kunnugt varð um samninginn lýsti hver sérfræðingurinn á eftir öðrum yfir því að kaupin væru lög- brot. Við samningsgerðina var her lögfræðinga. Þess ber að geta að flestir sem gerðu at- hugasemdir áttu einhverra hagsmuna að gæta. Á Alþingi kom fram krafa um að embætti Ríkisendurskoðanda, sem heyrir undir Alþingi, fari í saumana á kaupsamningnum, m.a. með hliðsjón af tölum um leyfilega hámarksfjárfestingu Landsbanka með hliðsjón af eiginfjárhlutfalli. Formælendur Landsbankans hafa greint frá því að eiginfjár- hlutfallið hafi verið reiknað út með hliðsjón af rekstraráætl- unum fyrir árin 1997-1999. Það er á þessu tímabili sem kaupin fara fram. Kaupverð bréfanna er 3,4 milljarðar króna eða nær því helmingur alls eigin fjár bankans. Þessi skuldbinding Landsbankans er í raun sjálf- krafa ríkistryggð, þar sem ríkið á Landsbankann. Bankaeftirlitið er pólit- ísk stofnun „Fulltrúi Ríkisendurskoðunar var viðstaddur," segir Kjartan Gunnarsson, bankaráðsfor- maðurinn, og telur það jafn- gilda samþykki embættisins. Og hann bætti við: „Bankaeftir- litið lagði blessun sína yfir þessa aðgerð. Þetta er löglegt." Verulegar efasemdir eru á meðal lögmanna, hagfræðinga og viðskiptafræðinga um lög- mæti svo mikilla kaupa Lands- bankans á hlutabréfum í VÍS. Varðandi samþykki bankaeftir- litsins sögðu fleiri en einn við- mælandi blaðsins að „banka- eftirlitið gerir bara það sem því er sagt að gera. Bankaeftirlitið er pólitísk stofnun“. „Þetta er hápólitískt mál,“ sagði valdamaður í viðskiptalíf- inu á mánudag, „en ég skil satt að segja ekki nákvæmlega hvað ríkisstjórnin er að gera ef mið er tekið af stefnu stjórnarflokk- anna um aukið frjálsræði á ís- lenzkum peningamarkaði." Þessi maður benti á að með þessu væri verið að snúa af fyrri leið einkavæðingar. „Með þessu er verið að stórefla ríkis- stofnunina Landsbankann og í kjölfarið eiga Búnaðarbankinn og íslandsbankinn örugglega eftir að fylgja í kjölfarið." Og hvað höfum við þá spurði þessi maður? Færri og stærri einingar í þágu ríkisbanka en ekki frelsis. Á þetta bætist svo sú fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að fá samþykkt á þessu vor- þingi frumvarp til laga um framkvæmdabanka ríkisins, sem rennir enn frekari stoðum undir ægitök ríkisins á pen- ingamarkaðnum, a.m.k. um hríð. Viðmælandi HPvar búinn að lýsa því sem gerðist með sama hætti og endurspeglaðist í ummælum Einars Sveinsson- ar hjá Sjóvá/Almennum sem U- beygju ríkisstjórnarinnar! „Sjálfstæðisstefnan er ekKÍ trúarbrögð...“ Kjartan Gunnarsson sagði í viðtali við Sjónvarpið á þriðju- dagskvöld að „sjálfstæðisstefn- an er ekki trúarbrögð", en for- sætisráðherra svaraði svipaðri spurningu um kúvendingu flokksins vegna þessa máls með mjög svipuðum hætti. í þessu viðtali vísaði Kjartan öll- um svokölluðum „samsæris- kenningum" á bug sem fárán- legum að undanskilinni einni. Hún er sú að ákveðið sé að hann verði næsti stjórnarfor- maður VÍS. Nú þegar eru byrjaðar þreif- ingar á milli Sjóvár/Almennra og Búnaðarbankans um sams konar samning og Landsbanki og VÍS (Brunabótafélagið og Líftryggingafélagið) gerðu. Einn af innstu koppum í búri stjórnsýslunnar sagði við HR „Jæja, ungi maður, nú sérðu í raun og sann hvernig helm- ingaskipti Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks eru í verki. Eini munurinn er sá að nú neyðast þeir til að gera þetta meira og minna fyrir opnum tjöldum, en hér áður fyrr var leyndin sjálf- sögð.“ Björgunaraðgeröin sem varð ekki frestað lengur! í svörum hafa Landsbanka- menn gjarnan vitnað til þess að efla þyrfti bankann. Með þess- um kaupum eflist bankinn að öllum mun. Á það er bent að velta Landsbankans sé ekki meiri en röskjr níu milljarðar króna. Velta VÍS sé um 17 millj- arðar! Fram hefur komið að staða bankans sé það veik að hann geti ekki svo vel sé þjón- að stórum íslenzkum fyrirtækj- um sem starfi að einhverju leyti erlendis. Hér má nefna Flugleiðir með um 21 milljarðs króna veltu og Eimskip með um 17 milljarða. Og þótt Lands- bankinn sé ekki hálfdrættingur á við Flugleiðir segja veltutölur ekki alla söguna. Þannig mun flest það sem lýtur að flugstarf- semi hjá Flugleiðum vera á brauðfótum en mjólkurkýrnar vera Hótel Esja og Hótel Loft- leiðir, Úrval-Utsýn og hlutur Flugleiða í öðrum fyrirtækjum. Eimskip mun á hinn bóginn vera fautasterkt fyrirtæki. Innan Landsbankans er ein- hugur meðal allra helztu sér- fræðinga bankans um að að- gerðir af þessum toga séu eina von bankans til að rétta við erf- iðan rekstur og gera bankanum kleift að lækka vexti niður í svipaðar tölur og tíðkast í ná- grannalöndunum. Annars hverfi viðskiptin einfaldlega úr landi. Samningurinn um kaup á hlut í VÍS er liður í björgunar- leiðangri sem varð ekki frestað! Ágúst Einarsson alþingis- maður (A) vakti máls á kaupun- um í utandagskrárumræðu á Alþingi í fyrradag. Þar stað- hæfði hann að þessi samningur leiddi til enn meiri samþjöpp- unar og fákeppni á íslenzkum peningamarkaði. Aðrir þing- menn sögðu að þessi atburður myndi hafa það í för með sér að í kjölfarið muni fylgja alda enn meiri samþjöppunar á sama markaði. Við utandagskrárumræðuna urðu með vissum hætti hlut- verkaskipti þar sem kratar og allaballar hvöttu til einkavæð- ingar auk stöku sjálfstæðis- manna. í vörninni fyrir hin sögulegu viðskipti VÍS og Landsbankans stóð Friðrik Sophusson, starfandi forsætis- ráðherra, og varði eflingu ríkis- bankans.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.