Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 22
22 m FIMMTUDAGUR 20. MARS1996 Jeanette Winterson Art Objects: Essays on Ecstasy and Effrontery Vintage 1997 Listir og kynhneigð Hér er á ferðinni safn ritgerða eftlr breska rithöfundinn Jeanette Winterson. Einhverjir kannast kannski viö sögu hennar Oranges Are Not the Only Fruit, sem byggist aö hluta á ævi hennar og kom út árið 1985. Síöan þá hefur hún sent frá sér margar bækur; þar á meðai *►- The Passion og Written on the Bo- dy, sem hlutu báöar góða dóma. Bókin Art Objects er greinasafn Winterson um listir. Þaö má segja aö hver greinin sé annarri skemmti- legri. Með þeim athyglisveröari er þó grein um ævisögu Gertrude Stein, en þar fjallar Winterson um þá gagnrýni sem bókin fékk viö út- komu. Til dæmis var málarinn Mat- isse afar ósáttur viö eigin lýsingu í bókinni og þótti hún mjög óná- kvæm. Winterson setur ævisögu Gertrude í samhengi viö þær list- greinar sem voru ríkjandi á þeim tima þegar bókin kom út. Hún segir að Matisse heföi sjálfsagt ekki lík- aö vel ef menn heföu gagnrýnt hluti í máiverkum hans á svipaðan hátt og hann gagnrýnir bókina. Þá má nefna aðra góöa grein > — sem Wlnterson skrifar um kyn- hneigö. Þar sem Winterson er lesbísk einblínir hún nokkuð á vanda þess aö vera samkynhneigð- ur rithöfundur. Hún leggur m.a. áherslu á aö hún sé fyrst og fremst rithöfundur; hún sé ekki iesbía sem skrifi bækur. Jeanette Winterson fer á flug í þessari bók og tekur lesandann meö sér, enda eru greinarnar þrótt- miklar og skemmtilegar. Það er auðvelt aö mæla meö þessari bók. Bókin er 192 síður, fæst hjá Máli og menningu og kostar 1.495 krónur. Mario Puzo The Last Don Ballantine Books 1996 ^ Síðasti Guðfaðirínn Árlö 1965 var Mario Puzo blankur og vanmetinn.höfundur á fimmtugs- aldri. Hann ákvaö að skrifa bók sem seldist og fjórum árum síöar kom Guöfaöirinn út. Áætlun Puzo gekk upp, bókin seldist í yfir þrettán millj- ónum eintaka og höfundurinn vissi ekki aura sinna tal. Nú er Puzo orölnn 75 ára og ekki dauður úr öllum æöufn enn. Hann hefur sagt skiliö viö Corleone-fjöl- skylduna og stofnaö nýja, Clericuzio- fjölskylduna sem býr í Bronx í New York. Fyrstl kafli bókarinnar hefst í skírnarveislu og minnir um margt á brúökaupið í upphafi Guöfööurins. Guöfaðlrinn Domehlco Clerlcuzio, sem hefur stýrt glæpaveldi fjölskyldu sinnar í tugi ára, hefur aðrar og meiri fyrirætlanlr fýrir barnabörnin sín. Hann vill aö öll starfsemi fjöl- skyldunnar veröi lögmæt og hún dragi sig alfariö út úr eiturlyfjasölu, vændi og fjárhættuspllum. Sögusvið- lö færist til Las Vegas og loks til Hollywood. En tuttugu ára gamalt ósætti Qölskyldunnar viö aöra glæpafjölskyldu, Santadios, stendur I vegi fyrir áformum gamla mannsins og þaö lendir á Cross De Lena, frænda fjölskyldunnar, aö taka mál- ln f sínar hendur og leysa þau. The Last Don er sjöunda skáld- saga Puzo og vafalítiö sú besta frá því Guðfaöirinn kom út. Persónur eru margar í bókinni, en Puzo tekst aö gæöa þær allar llfi. Bókin er 502 síður, fæst hjá Máli og menningu og kostar 995 krónur. Rannsóknarblaðamennska á íslandi og í lyHdancE Fiölmiðlar Halldór Halldórsson skrifar Fyrir nokkrum dögum var frétt í útvarpinu um mál- efni Sophiu Hansen og frétta- flutning af máli hennar og dætra hennar í Tyrklandi. Meðal annars var vikið að yfir- lýsingu Halims A1 um, að það hefði hvarflað að honum að myrða Sophiu. í fréttinni var greint frá blaðagreinum tyrk- nesks blaðamanns, sem væri mjög virtur rannsóknarblaða- maður í Tyrklandi. Með birt- ingu rannsóknar hans á máli Sophiu og píslargöngu hennar hafi almenningsálitið byrjað að snúast henni í hag. í fram- haldi af því hafi sjónvarp í Tyrklandi gert þátt um málefni dætranna og Sophiu. í flestum löndum eru góðir rannsóknarblaðamenn taldir framherjar í blaðamannastétt og njóta þeir fyrir vikið virð- ingar og viðúrkenningar. í Bandaríkjunum eru veitt mörg sérstök verðlaun fyrir rann- sóknarblaðamennsku, einn vinsælasti erlendi fréttaþáttur- inn í sjónvarpi í Bandaríkjun- um, og reyndar einnig á ís- landi, er helzti rannsóknar- blaðamennskuþáttur Banda- ríkjanna, 60 Minutes. Þegar Mike Wallace og félagar voru að byrja að láta að sér kveða í upphafi þóttu þeir oft vera of aðgangsharðir, frekir og vera á hálum ís. Á þeim dundu skammir um siðleysi og frekju. Þetta breyttist þó fljótt. Fólk vandist efnistökunum og brátt sáu áhorfendur, að þátturinn veitti bráðnauðsynlegt aðhald í bandarísku samfélagi. Núna er þátturinn og hefur lengi verið stjarnan í banda- rískri sjónvarpsfréttamennsku og rannsóknarblaðamennsku. Aðalástæðan fyrir vinsældum þáttarins eru gæðin. Hin meg- inástæðan er ríkur skilningur Bandaríkjamanna á því hlut- verki fjölmiðla að veita stjórn- völdum, dómstólum, þing- mönnum, fyrirtækjum o.fl. að- hald. Rannsókn ekki í þágu eig- endanna Hér á skerinu er ekki lengur stunduð rannsóknarblaða- mennska af nokkru viti. Aðal- ástæðan er sú, að eigendur ís- lenzkra fjölmiðla eru annars vegar ríkið, og hvílir af þeim sökum lamandi hönd á þeim fjölmiðlum, og svo hins vegar lítill hópur fjársterkra aðila, sem sér hag sínum bezt borgið með óbreyttu ástandi. Starf rannsóknarblaðamannsins, hvort sem hann fjallar um sorgarsögu einstaklinga eða þjóðar, er til þess fallið að rugga skútunni. Slíkt er hinum örsmáa valdahópi íslenzka samfélagsins ekki hugnanlegt. Það er slæmt fyrir bissness. Til dæmis blaðabissnessinn. Hér- lendis eru pólitískir og efna- hagslegir hagsmunir svo sam- ansúrraðir, að fjölmiðlarnir iðka ekki af fullum krafti það tjáningarfrelsi, sem þeim er þó tryggt í stjórnarskrá. Önnur mikilvæg ástæða fyrir því, að á íslandi er ekki stund- uð rannsóknarblaðamennska, er sú, að fjölmiðlarnir keppa á pínulitlum markaði og því er það nánast efnahagsleg firra fyrir blaðaútgefanda að leggja einhverja áherzlu á að fjalía um það, sem betur mætti fara í þjóðfélaginu. Mogginn gæti, ef hann bara vildi Ég hef oft sagt, að Morgun- blaðið sé eina blaðið, sem gæti sett mannskap í svona verk- efni. Ef blaðið kannaði og fjall- aði um aðeins hluta þeirra frétta, sem ritstjórunum og blaðamönnum berst til eyrna, myndi fljótt draga úr stöðu Moggans sem valdastofnunar í „Starf rannsóknarblaða- mannsins, hvort sem hann fjallar um sorgar- sögu einstaklinga eða þjóðar, er til þess fallið að rugga skútunni. Slíkt er hinum örsmáavalda- hópi íslenzka samfélags- ins ekki hugnanlegt. Það er slæmt fyrir biss- ness. Til dæmis blaða- bissnessinn.11 íslenzku samfélagi. Blaðið færi fljótlega að stíga á of viðkvæm- ar tær. Hér er skylt að nefna, að eng- inn fjölmiðill gerir stórtíðind- um í íslenzku efnahagslífi bet- ur skil en Morgunblaðið. Eng- inn slær þeim við í því efni. Samt virðist mér blaðið sitja á forvitnilegum staðreyndum eða reyna að gera lítið úr öðru. Á liðnum áratug var reynt að stunda reglubundna rannsókn- arblaðamennsku á Helgarpóst- inum og gekk mjög vel. En það var dýrt vegna tímafrekra verkefna og ófáar auglýsing- arnar, sem blaðið missti af vegna rannsóknarskrifa. M.a.s. Blaðamannafélag fslands ætl- aði fyrir margt löngu að veita sérstaka viðurkenningu fyrir rannsóknarblaðamennsku, en fulltrúi íhaldssamari afla á pressumarkaði, einkum, kom í veg fyrir, að verðlaunin væru veitt. Síðan hefur ekkert gerzt. Hérlendis er núorðið svo komið málum, að menn eru lattir frá því að stunda rann- sóknarblaðamennsku. Það sé ekki vænlegt fyrir frama við- komandi á litlum íslenzkum blaðamannamarkaði. íslenzkir blaðamenn eru þannig í gísl- ingu frama og lélegra launa þeirra, sem fara með fjárreið- urnar á blaðamarkaðnum. Þeir sem fara með völd vilja ekki sjá eða heyra rannsóknar- blaðamennsku. Mannlíf vekur vonir... Fréttin um rannsóknarblaða- mennsku í Tyrklandi, sem hingað til hefur ekki verið ofar- lega á blaði um mannréttindi og óháða fjölmiðlun, vakti at- hygli mína. Ekki síður er ástæða til að nefna nákvæma umfjöllun Mannlífs um efnaðan dópsala og vinnubrögð hjá lög- reglu og dómsmálaráðuneyti. Útgefandi Mannlífs, Fróði, á hrós skilið fyrir að snúa sér að verkefnum af þessum toga. Af nógu er að taka. Hrafn Jökulsson, nýr rit- stjóri Mannlífs, á jafnframt hrós skilið fyrir að sökkva sér ofan í svona verkefni. P.S. Einhvern veginn kann ég ákaflega illa við þá persónu- dýrkun, sem felst í uppátæki tveggja ungra ritstjóra þessa dagana. Fyrrnefndur Hrafn og Stefán Jón Hafstein, DT, eru farnir að koma fram í auglýs- ingum um blöð sín, svona svip- að og sölumenn notaðra bíla í Bandaríkjunum! Alvara al- Zhinsui Li: The Private Life of Chairman Mao Arrow 1994 Læknir Maó, skrá- setjari Maó Li var einkalæknir Maó Tze Tungs þangaö til aö leiðtogi Kína lést 1976. Maó ríkti öll eftirstríðsárin í fjölmennasta rfki heims og haföi gríðarleg áhrif. Á Vest- urlöndum héldu margir vinstrimenn upp á leiötog- ann löngu eftir aö þeir voru búnir aö gefa Sovétríkin upp á bátinn. Bók Lis er talin markverð- asta ævisaga Maós og breski sagnfræðingurinn Hugh Trevor-Roper líkir Li viö Tacitus, skrásetjara Rómarveldis. Eins og aö líkum lætur var Li í einstæöri aöstööu til að fylgjast meö leiötog- anum. Myndin sem hann dregur upp af honum er ekki falleg. Maó þreif sig sjaldnast og tennumar voru svartar vegna þess aö henn notaði te til að hreinsa þær. Hann trúði á lækn- ingamátt kynlífs og forfæröi þúsundir kínverskra kvenna. Höfundurinn flutti til Bandaríkjanna eftir lát Ma- ós og lést þar fyrir tveim ár- um. Bókin fæst hjá Máli og menningu og kostar 1.995 kr. Swl.lv! ILSCíb skáldsögur eru mundir seldar meö 30% afsiætti og menningii. Bók sem skipti ir máli „Þær bækur sem liggja á náttborðinu mínu hverju sinni skipta mig mestu máli. Nú liggja þar bækur Böðvars Guðmundssonar um ísiensku vesturfarana og bókin Snillingurinn og leiðsögumaðurinn eftir Jón Viðar Jónsson. Að baki báðum bókum liggur gífurleg heimilda- og þekkingarsöfnun, en bók Böðvars í tveimur bindum er skáldsaga, verðlaunuð og á leið upp á hvíta tjaldið. Bók Jóns Viðars er doktorsrit hans við Stokkhólmsháskóla, enn ekki íslensk- að. Ritið er bæði fræðandi og skemmtilegt og ætti að vera skyldu- nám í Leiklistarskólanum. Snillingurinn í bók Jóns er hin eina og sanna prímadonna íslendinga, Stefanía Guðmundsdóttir leikkona, en leiðsögumaðurinn er skáldið Einar H. Kvaran. Auk sögu þeirra og samvinnu eru leiklistarsögu á æviárum þeirra gerð mjög góð skil. Aðalpersónan í skáldsögu Böðvars er Ólafur fíólín, snillingur- Brynja Benediktsdóttir inn sem fluttist vestur um haf en fékk hvorki leiðsögn í list sinni né næði. Ólafur er fumbyggi á Nýja-íslandi, fór til Vestur- heims allslaus árið 1874 með konu og þrjú smábörn og fiðl- una í farteskinu. Stefaníu er boðið í leikferð til Vesturheims af afkomendum frumbyggjanna tæpri hálfri öld síðar. Hún tekur sig upp með þrjú börn sín, sýnir afrakstur listsköpunar sinnar vítt um byggð og hlýtur einróma lof fyrir. Það sem skilur að þessa tvo listamenn eru m.a. breyttir tímar og ytri aðstæður. Annar er ofurseldur brauðstritinu — hann er á hungurlínunni alla tíð, fyrirvinnan — en Stefanía er komin feti lengra. Eigin- maðurinn skaffar, hún „fær“ að helga sig listinni, sem voru forréttindi tímans.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.