Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 7
7 FIMMTUDAGUR 20. MARS1397 í Mannlífsviðtali Hrafns við Hermann kemur fram að árin 1972 og 1973 tóku Hermann og Franklín Steiner þátt í innflutn- ingi á eiturlyfjum frá Kaup- mannahöfn. Þeir höfðu einnig samskipti við ónafngreindan Keflvíking. Á þessum sama tíma var Jón Ólafsson handtek- inn og viðurkenndi í lögreglu- yfirheyrslu að hafa smyglað inn í landið hassi, LSD og öðr- um eiturlyfjum. Jón fór til Kaupmannahafnar í tvígang ár- ið 1972 og keypti hass, sem hann sendi í bréfapósti til ís- lands. í júlí sama ár keypti hann LSD af Bandaríkjamanni og um haustið var hann í við- skiptum við annan íslending með sama efni, að því er kem- ur fram í ákæruskjali lögreglu. Rannsóknarlögreglumaður- inn Haukur Guðmundsson og Kristján Pétursson, deildar- stjóri tollgæslunnar á Keflavík- urflugvelli, rannsökuðu mál Hermanns og Franklíns Steiner á þessum tíma. Það voru einn- ig Haukur og Kristján sem handtóku Jón Ólafsson fyrir innflutning og meðferð fíkni- efna. Hermann segir í viðtali við HP að Keflvíkingurinn sem hann vitnar til í Mannlífsviðtal- inu sé ekki Jón Ólafsson, hann hafi ekki átt í viðskiptum við hann á þessum. árum. Þeir hópar sem stóðu fyrir innflutn- ingi og dreifingu á fíkniefnum í byrjun áttunda áratugarins hafa þó án efa skarast. Það kemur fram í lögregluskýrslum með framburði Jóns að hann hafði samskipti við neytendur og seljendur fíkniefna í Reykja- vík á þessum árum. Einnig koma Bandaríkjamenn á Kefla- víkurflugvelli við sögu, hjá Hermanni og Franklín Steiner annars vegar og hins vegar Jóni Ólafssyni. Morgunpósturinn fjallaði fyrir tveimur árum um eiturlyfjam- isferli Jóns Ólafssonar. Reynt var að stöðva umfjöllun blaðs- ins á þeim tíma en tókst ekki. Gögnin sem til eru um Jón spanna tímabilið frá 1972 til 1981. Á níunda áratugnum haslaði Jón sér völl í íslenska fjölmiðiaheiminum, fyrst með útvarpsstöðinni Bylgjunni og síðan á öðrum sviðum. Fyrir utan stjórnarformennsku á Stöð 2 er hann núna með ráð- andi ítök á DV, Degi-Tímanum, Viðskiptablaðinu og eigna- tengsl eru á milli Stöðvar 2 og Morgunblaðsins. Sökum þess hversu staða Jóns Ólafssonar er sterk veigra fjölmiðlar sér við að fjalla um mál sem setja Jón í óþægilega stöðu. „Hrafn sagði mér að það myndi ekki birtast í Mannlífi sem yrði sagt um Jón Ólafs- son,“ segir Hermann. Hann er sannfærður um að bæði Hrafn Jökulsson og Eirík- ur Jónsson óttist veldi Jóns. „Ég segi það fullum fetum að Hrafn og Eiríkur eru taglhnýt- ingar Jóns Ólafssonar,“ segir Hermann og rifjar upp þau orð Hrafns að Jón Ólafsson væri kominn í þá stöðu að þurfa ekki að „standa í þessu". „Ég svaraði honum þá að ég hef þekkt ríkari menn en Jón sem eru í þessu,“ segir Her- mann. Hermann telur Jón hafa hag af því að kastljósi fjölmiðla sé beint að Franklín Steiner og fíkniefnalögreglunni, enda dragi það úr líkunum fyrir því að athyglin beinist að honum sjálfum. Umfjöllun Mannlífs um Franklín Steiner er mikið aug- Iýst í ljósavakamiðlunum og einna mest á Stöð 2 og Bylgj- unni. Leikin auglýsing með Hermanni hefur nokkrum sinnum verið sýnd á Stöð 2. Það varð ekki til að draga úr tortryggni Hermanns að Plú- ton, fyrirtækið sem gerði sjónvarpsauglýsinguna, er á samningi við Stöð 2. Eftir viðtalsþáttinn við Ei- rík Jónsson á Stöð 2 sagðist Hermann vilja fá greitt fyrir ómakið. Eiríkur sagði það Hrafn kærður fyrir ritstuld? Irafn Jökuisson, ritstjóri Mannlífs, á yf- ir höfði sér kæru vegna ritstuldar. Pálmi Jónasson blaðamaður vann að veru- legu leyti greinina um fíkniefnamisferli Franklíns Steiner í Mannlíf en Hrafn hefur eignað sér umfjöllunina. Samkvæmt heimildum HP íhugar Pálmi að stefna Hrafni íyrir dómstóla en að öðrum kosti leggja málið fyrir Siðanefnd Blaðamannafélags íslands. Hrafn réð Pálma til að vinna greinina um Franklín Steiner og samkomulag var um að Hrafn hefði rúmt ritstjórnarvald yfir textanum. Pálmi er reyndur blaðamaður og býr að góðum samböndum innan lögreglunnar. Þannig mun hann hafa lagt til Mannlífsgreinarinnar svotil allt efni um feril Franklíns. Pálmi mun hafa stað- ið í þeirri trú að greinin í Mannlífi yrði eignuð þeim báðum. í tímaritinu er Pálma aðeins getið sem gagnasafnara. „No comment,“ var svar Pálma þegar HP spurði hvort hann myndi stefna Hrafni fyrir dómstóla vegna ritstuldar. Hrafn Jökulsson, ritstjórí Mannlífs, var einn skráður sem höfundur greinar sem Pálmi Jónasson blaða- maður vann að verulegu leyti en var aðeins getið sem gagnasafnara í tímarítinu. Mannlífsgreinin um Franklín Steiner: „Hrafn sagði mér að það myndi ekki birtast i Mannlífi sem yrði sagt um Jón Ólafsson." ekki tíðkast að greiða fyrir við- töl og benti Hermanni á að tala við Jón Ólafsson. Eiríkur kann- ast ekki við að hafa vísað Her- manni á Jón, en það gæti þó verið að í gríni hafi hann bent Hermanni á stjórnarformann Stöðvar 2. Samtal þeirra Jóns og Her- manns var ekki langt. „Jón af- greiddi mig eins og skít.“ Hermann segist feginn því að vera búsettur í Svíþjóð. „Þegar maður eins og Jón Ól- afsson er kominn í þá aðstöðu að geta haft áhrif á hverjir komast á þing og hverjir ekki er maður dauðfeginn að búa ekki hérna lengur,“ segir Her- mann Ólason. /rir íslenskar sjávarfurðir HELGARPÓSTURINN í ÍS var tiltölulega stöðugt, ná- lægt nafnverði og upp í 1,3 allt frá því að fyrirtækið var sett á opna tilboðsmarkaðinn í sept- ember 1993 og fram á mitt ár 1995. Gengið fór að hækka verulega þegar samningarnir við UTRF voru í undirbúningi sumarið og haustið ‘95 en þeg- ar ljóst var orðið sl. vor að samningurinn hefði gengið upp fór gengi bréfanna á til- tölulega skömmum tíma upp í fimmfalt nafnverð og þar hefur það verið síðan. Gengisþróun hlutabréfa í ís- lenskum sjávarafurðum hf. má sjá á línuritinu. Miðað við þá fylgni sem þar kemur í ljós virðist augljóst að nánast alla þá hækkun sem orðið hefur á genginu undanfarið eitt og hálft ár megi rekja til verkefnis- ins á Kamtsjatka og gróða- væntinganna í tengslum við það. Þessar væntingar gengu full- komlega eftir í fyrra þegar hagnaður eftir veiðiárið nam a.m.k. 300 milljónum króna. Gengi hlutabréfa í ÍS 1995-97 Þetta línurit sýnir gengi hlutabréfa í íslenskum sjáyarafurðum á Opna tilboðsmarkaðnum frá því í ársbyrjun 1995. Miðað er við upphafsgengi hvers mánaðar. Út úr línurítinu má glögglega lesa þau áhrif sem Kamt- sjatka-samningurínn hefur haft á gengi bréfanna. Það byijar að hækka strax haustið ‘95 þegar samningur- inn er gerður og tekur stóran kipp sumaríð ‘96 þegar Ijóst var orðið að samningurinn hefði gengið upp og hagnaðurinn væri í höfn. Allra síðustu daga hefur gengið lækkað verulega frá því sem línurítið sýnir. í gær var það 4,2. Enn er vissulega ekki útséð um árangurinn af þessari vertíð, en ef svo heldur fram sem nú horfir tapast allur þessi hagn- aður aftur og jafnvel aðrir eins peningar til viðbótar. Hagnað- ur af annarri starfsemi ÍS hefur á undanförnum árum sjaldnast náð 100 milljónum á ári. Fari svo að uppsögn Rússanna standi eru sáralitiar líkur til að ÍS nái nokkurn tíma til sín þeim fjármunum sem nú eru úti- standandi. Þá hefur margra ára hagnaður af rekstri þessa fyrirtækis fokið á einu bretti. Viðskipti með hlutabréf í ís- lenskum sjávarafurðum hafa verið talsverð undanfarna daga og í mörgum tilvikum hef- ur verið um að ræða talsverð- ar upphæðir, milljón að nafn- virði eða meira. Verðið hefur lækkað hratt síðan á mánudag, en þann dag mátti fyrst sjá merki þess að verðbréfasalar væru að átta sig á að eitthvað væri að gerast austur í Síberíu. í síðustu viku var gengi bréf- anna nokkuð stöðugt 4,84,9 og fyrstu söiur á mánudaginn voru á því gengi. Síðari hluta mánudagsins lækkaði það nið- ur í 4,65. Á mánudagskvöld staðfesti svo útvarpið fregnir um uppsögn samningsins og á þriðjudagsmorgun fór gengi bréfanna beint niður í 4,25. Á því róli hefur gengið verið síð- an, en allmargar milljónir hafa skipt um eigendur á þessu gengi. Hverjir seldu og hverjir keyptu? Verðbréfasalar telja á þessu stigi ekki liggja fyrir nægar upplýsingar til að unnt sé að segja til um eitthvert „eðlilegt11 gengi, en benda þó á að ÍS hafi verið traust fyrirtæki áður en samningar við Rússana komu til og því kannski ekki ástæða til að óttast að hlutabréf í fyrir- tækinu muni beinlínis hrynja í verði. Upplýsingum um það hverjir selja og hverjir kaupa hlutabréf er þó haldið leynd- um og af þeim sökum liggur ekki fyrir nein vitneskja um það hvort einhverjir þeirra manna sem seldu hlutabréf sín fyrir helgi eða fyrrihluta mánu- dags hafi haft vitneskju um uppsögnina á undan öðrum og kunni þá að hafa verið að losa sig við hlutabréf sem þeir vissu að yrðu verðlítil, eða a.m.k. verulega verðminni, eft- ir fáeina daga. Það er heldur ekki augljóst hverjir hafa verið að kaupa hlutabréf í ÍS eftir að upplýs- ingar um uppsögn Kamtsjatka- samningsins lágu fyrir. Verð- bréfasali sem Helgarpósturinn ræddi við sló því fram að vafa- laust væru einhverjir sem mætu stöðuna annaðhvort þannig að samningar myndu takast aftur við Rússana eða þá að aðrir þættir í starfsemi ÍS myndu leiða til þess að hluta- bréfin ættu eftir að hækka aft- ur í verði innan skamms. börn óskast Ovæntnr íláninpr tylgir viii uppffjnr Halið samband við okknr í síma 552 2211

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.