Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 20. MARS1997
9
Fækkaöu
fötum
Fatafellusýningar trekkja.
Af hverju? Er þetta list, erótík, klám eða
plebbamenning? Viljum við þessa viðbót í
menningarlíf þjóðarinnar?
SvanbjörgH Einarsdóttir bregður sér á
danssýningu, skoðar og spjallar.
Menningarlíf Reykvíkinga er margslungið,
raunar svo margslungið að það er ekki
nokkur leið að sinna því svo vel sé. Eitt nýjasta
menningarfyrirbærið sem ég hafði vanrækt allt-
of lengi er danssýningar sem boðið er upp á á
nokkrum vertshúsum bæjarins. Um síðustu
helgi ákvað ég að bæta úr þessu og drífa mig í
örlitla kúltúrreisu. Ég gekk reist og menningar-
leg í fasi inn íjiið helga vé dansmenningarinnar.
Á móti mér tók svöl bláleit birta og taktfastir en
jafnframt seiðandi tónar. Á lágreistu sviðinu
dansaði ung og fönguleg stúlka, íklædd agnar-
smáum bláum kjól. Eg tyllti mér settlega niður
við borð, pantaði drykk og svipaðist um í saln-
um. Ég var eina konan þar fyrir utan starfsstúlk-
ur og dansmeyjar, en ég þurfti ekki að hafa af
því neinar áhyggjur eða verða á nokkurn hátt
„nervös" því það veitti mér ekki nokkur maður
athygli, allra augu beindust að dansmeynni.
Þegar hér var komið var hún komin úr öllu öðru
en brjóstahaldaranum. Við þá sjón helltist yfir
mig bernskuminning. Ég lítil og brjóstalaus smá-
stelpa stödd í búningsklefa í sundíaug og horfi á
konur sem gera þau mistök, að mér fannst, að
klæða sig fyrst í brjóstahaldarann. Þetta fannst
mér ákaflega hallærislegt, eitthvað í líkingu við
karlmann í stuttum bol, sokkum og skóm einum
fata, þó að mér hafi ekki flogið í hug sú samlík-
ing fyrr en síðar. En þar sem ég sat þarna hellt-
ist yíir mig sterk samúðartilfinning með stúlk-
unni, sem gerði sér líklega enga grein fyrir hve
hjákátleg sjón þetta væri. En það var eins og við
manninn mælt; hún virtist skynja þetta og
klæddi sig snöfurmannlega úr brjóstahaldaran-
um. Stúlkan var ákaflega fim, enda ekki nokkur
spjör til að hefta þokkafullar hreyfingar hennar.
Mennirnir, sem voru flestir í yngri kantinum,
sátu fast upp við sviðið, raunar alveg ofan í svið-
inu, og horfðu gagnteknir á stúlkuna og um var-
ir þeirra lék sælubros. Stúlkan kútveltist á svið-
inu fyrir framan piltana og fór afturábakkoll-
hnísa af stöku listfengi. Svo tók hún til við að
skríða á hnjánum og vatt sér að ungum manni
með peningaseðil í munninum. Mér hafði nú
verið kennt í æsku að vera ekki að setja peninga
upp í munninn, því á þeim eru ótal sýklar og að
auki eru peningaseðlar úr pappa og geta því
hæglega blotnað. En pilturinn og stúlkan settu
það ekki fyrir sig og hún tók við seðlinum, einn-
ig með munninum, og kyssti síðan manninn
rembingskossi.
Ekkert falið
En dansi stúlkunnar var lokið og hún tíndi
saman spjarirnar sem hún hafði fleygt út um allt
svið og flýtti sér burt. Ég verð nú að viðurkenna
að mér fannst piltarnir heldur nískir á þjórfé, en
þeir voru kannski að gæta auranna svo þeir
ættu fyrir einkadansi. Eftir skamma stund kom
ný stúika á sviðið og ekki var hún síður fönguleg
stúlkan sú, með mjótt mitti, ávöl, fagursköpuð
brjóst og stinnan rass. Ég gæti farið út í nánari,
raunar miklu nánari, lýsingar á skrokki stúlk-
unnar, því ekki var hún að reyna að fela eitt né
neitt frekar en stalla hennar. Allt fór nú á sama
veg nema að dansmeyjan lét mennina tylla pen-
ingaseðlunum á milii brjósta sinna. Það hefði
ekki verið svo vitlaust ef hún hefði verið í
brjóstahaldara, því þá helst seðillinn á sínum
stað. Ég nota þessa aðferð oft sjálf þegar ég er á
gangi í stórborg með of mikið af peningum sem
ég vil ekki eiga á hættu að láta einhvern ótíndan
þjófinn komast í tæri við. En þessi aðferð geng-
ur bara alls ekki þegar maður er brjóstahaldara-
laus, enda þurfti stúlkan að halda brjóstunum
saman með höndunum. Svona hélt þetta áfram;
nýir menn komu og aðrir fóru og sumir fóru af-
síðis með dansmeyjunum, sem skottuðust um í
salnum og spjölluðu við gesti. Ég tók nú að
ókyrrast, því sýningin var orðin heldur einhæf.
Ég ákvað að bregða mér á annan stað svipaðs
eðlis og sjá hvort þar væri ekki á ferðinni nýtt
tilbrigði við stefið. En vonbrigðin voru mikil og
ég upplifði eins konar déjá vn, því allt var keim-
líkt og ég enn sem fyrr eina konan fyrir utan
starfsstúlkur og dansmeyjar. Þegar ég kom út
fann ég hvernig HUNGRIÐ helltist yfir mig. Ég lét
undan nautninni, ein pylsa með öllu!
Þurfum að vera á varðbergi
Það hefur í sjálfu sér ekki verið mikið fjallað
um þessa nýju viðbót í menningarlífi okkar, en
nú vilja Kvennalistakonur gera bragarbót þar á
og hafa boðað til fundar um það sem þær kalla
sannleika sagt afar flókið mál, ekki síst vegna
þess að í dag tengist tíska mjög mikið nekt. Sið-
ferðismörkin eru því mjög óljós og það sem ein-
um finnst niðurlæging finnst öðrum í lagi. Svo
má nú líka spyrja sig að því
hvort sé meira niðurlægj-
andi; að vinna fyrir lúsarlaun-
um á kassa í stórmarkaði eða
fækka fötum fyrir margföld
mánaðarlaun! Það væri
spurning fyrir ráðamenn ef í
ljós kæmi að íslenskar konur
legðu þetta fyrir sig! Hvað
ur. Fyrir karlmanninn er það mikilvægt að horfa
og sjá en konan vill aftur á móti láta horfa á sig.
Kynin verða bara að læra að mætast á miðri leið
í þessu sem öðru. Ef þeir vilja horfa og sjá, af
hverju eigum við ekki að leyfa þeim
það? Við sjálfar fáum betra kyniíf í
kaupbæti! Þetta eru bara staðreyndir
um muninn á milli kynjanna og koma
í sjálfu sér kvenréttindum ekkert við.
Fyrir nú utan það að þessar stúlkur
sem dansa á þessum stöðum eru alla
jafna að gera virkilega góða hluti.
Þær hafa flestar lagt stund á listdans,
fimleika, akróbatík eða annað og ég
hika ekki við að flokka dans þeirra
undir list. Ég get heldur ekki séð að
það sé neitt niðurlægjandi við það
sem þær eru að gera og enn síður
klámfengið. Staðreyndin er líka sú að
klám, líkt og listin, ástin og kynlífið,
er svo nátengt tilfinningum. Það serri
einn upplifir er ekki það sama og ná-
granni þinn skynjar. Við þurfum að
taka til í skúmaskotum hugarfarsins
og komast yfir púrítanismann sem er
alltaf að flækjast fyrir okkur. Með því
komumst við hjá að búa til enn einn
vandamálapakkann! Við eigum frekar
að hittast og ræða um kynlíf og erótík
og unað en að setja upp vandlæting-
arsvip og fussa og sveia uppfull af
tepruskap. Gott kynlíf er drifkraftur-
inn í öllu. Við megum ekki gleyma því
að kynlíf er byggingarefni framtíðar-
innar, annars værum við hreinlega
útdauð,“ eru lokaorð Rósu.
„plebbamenningu". í fundarboði segir orðrétt:
„Hugsandi konur geta ekki látið sem ekkert sé.
Okkur ofbýður það siðleysi sem felst í því að
hafa konulíkama sem söluvöru. Við viljum ekki
að börn alist upp við að þetta sé sjálfsagt eða
eigi eitthvað skylt við menningu, hvað þá list...“
Kristin Ástgeirsdóttir, þingmaður Kvennalist-
ans, segir að sér finnist full ástæða til að vera á
varðbergi í ljósi þess að við vitum ekki hvað
þessu getur fylgt. „Við viljum alls ekki fordæma
eða taka eitthvað sérstaklega fyrir þessar stúlk-
ur sem við þetta starfa. En kynlífsiðnaðinum
geta fylgt ýmis vandamál. Við vitum t.d. að í Evr-
ópu eru komin upp mjög dapurleg vandamál
tengd því að konur frá Asíu hafa verið fluttar inn
og hreinlega látnar stunda vændi. Þessum kon-
um eru boðnir gull og grænir skógar en þegar
komið er til „fyrirheitna" landsins er vegabréfið
tekið af þeim og þær skikkaðar til að stunda
vændi. Ég hef kannski ekki trú á að eitthvað við-
líka tíðkist hér, en þetta undirstrikar að við
verðum að hafa augun opin. Það þarf að ræða
þessi mál og skoða og ef kemur í ljós að vændi
tengist þessari starfsemi þá er það alvörumál
fyrir utan það að vera lögbrot.“
Sigrún Erla Egilsdóttir, framkvæmdastýra
Kvennalistans, segir að hugmyndin sé ekki endi-
lega sú að setja einhver boð eða bönn heldur
skoða málin. „Femínistar eru í sjálfu sér ekki
sammáia um hve slæm þessi starfsemi er, en
þar sem þetta er eitthvað nýtt teljum við fyllstu
ástæðu til að ræða það. Fólk hlýtur að hafa ein-
hverja skoðun á því hvort þetta er æskileg við-
bót inn í okkar ágæta menningarlíf eða ekki, svo
er annað mál hvort það vill gera eitthvað í því.
En staðreyndin er sú að þetta er hluti af kynlífs-
iðnaði og hann hefur margar dökkar hliðar sem
ekki er rétt að loka augunum fyrir. Þetta er í
Rósa Ingólfsdóttir: „Kiám,
líkt og listin, ástin og kynlífið, er
svo nátengt tilfinningum. “ Sig-
rún Eria Egilsdóttir: „Við
viljum ekki endilega setja einhver
boð eða bönn heldur skoða mál-
in.“ Kristín Ástgeirsdóttir:
„Kynlífsiðnaðinum geta fylgt ýmis
vandamál."
sem því líður þá er ekki nokk-
ur ástæða til að þegja þetta
mál í hel.“
Engin kona kemur heil út
úr vændi
„Kynlífsiðnaðurinn veltir
gríðarlegum fjármunum og er
oft ansi skuggalegur og svart-
asta hlið hans er auðvitað
vændi. Eftir því sem ég hef
heyrt þá hefur verið sýnt
fram á að stór hluti þeirra
kvenna sem leiðast út í
vændi hefur orðið fyrir kyn-
ferðislegri misnotkun. Maður
heyrir oft sem mótrök þegar verið er að veitast
að vændi að þetta sé val kvennanna sjálfra. Ef-
laust er það til, en rannsóknir sýna samt fram á
að mikill meirihluti vændiskvenna hefur ekki
valið vændi heldur leiðst út í það vegna brengl-
aðs sjálfsmats, sem oft er fylgifiskur misnotkun-
ar eða eiturlyfjanotkunar. Það kemur heldur
engin kona heil út úr vændi, því að á vissan hátt
má segja að vændi sé í „praksís" kynferðisleg
misnotkun. Með því að velta þessu upp er ég
ekki að fullyrða neitt um það að vændi sé stund-
að á þessum stöðum, en staðreyndin er þó sú
að vændi fylgir yfirleitt kynlífsiðnaðinum. Því er
beiniínis hættulegt að þegja þessi mál í hel,“
segir Sigrún.
Karimenn vilja horfa
En það eru ætíð margar hliðar á hverju máli.
Rósa Ingólfsdóttir segir það sína skoðun að
þessi starfsemi sé komin til að vera og að það sé
eingöngu af hinu góða. „Við konur verðum að
reyna að skilja að karlmenn eru öðruvísi en kon-
Klám og siðleysi er ákaflega erfitt
að skilgreina. T.d. þykir mér alltaf
hálfeinkennilegt að horfa á litlar telp-
ur sem keppa í samkvæmisdönsum
kafmálaðar í „sexí“ kjólum og hæla-
háum skóm. En það sem einum of-
býður finnst öðrum í lagi. Eins er það
misjafnt eftir samfélögum og tíma-
skeiðum hvað þykir í lagi. Á tímum
Grikkja var nekt sjálfsögð og gott
kynlíf þótti mikils virði. Þeir sem
hafa skoðað rústirnar í Pompei á ítal-
íu muna eflaust eftir hóruhúsinu sem
er fagurlega skreytt með erótískum
freskum nú eða klámfengnum eftir
því hvernig á það er litið. Og eflaust
þykir mörgum norrænum femínist-
anum sem suðrænar konur séu hálf-
gægsnislega til fara.
Kvenréttindakonur hafa barist
gegn kynlífsiðnaðinum og það ekki
að ástæðulausu, því kvenímyndin í
klámi er afar sérkennileg og fjarri öllum raun-
veruleika. En sá sem trúir á heim klámsins mun
vitaskuld ekki eiga mjög skemmtilegt og gjöfult
kynlíf. Aftur á móti hafa kvenréttindakonur
stundum farið illilega yfir strikið eins og þegar
stór hópur kvenna mótmælti hástöfum maga-
dansi sem kynsystur þeirra sunnan að ætluðu
að sýna á kvennaráðstefnunni í Osló um árið!
Sannleikurinn er nú sá að flestir ef ekki allir
hafa áhuga á kynlífi og ansi margir hafa líka
áhuga á klámi. í stórum kynlífsskoðanakönnun-
um kemur í ljós að yfir 70% karla og um 50%
kvenna segist finna fyrir kynferðislegum æsingi
við klám. En þrátt fyrir að klámáhugi sé almenn-
ur þýðir það auðvitað ekki að það sé í lagi að
loka augunum. Það þarf að fylgjast með því að
hlutirnir fari ekki úr böndunum, samanber hið
vammlausa land Belgíu þar sem undir niðri
kraumaði allt í sora og viðbjóði. En við riiegum
heldur ekki falla í gryfju púrítanismans, því fátt
er leiðinlegra.