Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 20. MARS1997 10 '...... HELCARPÓSTURINN Útgefandi: Lesmál ehf. Frcunkvæmdastjóri: Árni BjÖrn Ómarsson Ritstjóri: Páll Vilhjálmsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. lifeyrissj óðimir, valdajamvægi samfélagsins og hræsni Morgunblaðsins Um helgina gengu fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar af samninganefndarfundi í húsakynnum ríkissáttasemjara til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum ríkisstjórnarinnar á líf- eyrissjóðakerfinu. Tortryggni gagnvart fyrirætlunum ríkis- stjórnarinnar blossaði upp þegar Landsbankinn keypti helm- ingshlut í vátryggingafélaginu VÍS. Formaður bankaráðs Landsbankans, Kjartan Gunnarsson, sem er náinn samstarfs- maður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, sagði við það tækifæri að með kaupunum ætlaði Landsbankinn að tryggja hlut sinn í fyrirsjáanlegum breytingum sem verða á lífeyris- sparnaði landsmanna. Ekkert óeðlilegt er við það að Landsbankinn ætli að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Bæði bankar og tryggingafélög hafa á undanförnum árum þróast í þá átt að vera alhliða fjár- málafyrirtæki sem bjóða upp á margháttaða þjónustu. En ef kaup Landsbankans á helmingnum í VÍS eru með þeim undir- málum að ríkisstjórnin breyti lögum um lífeyrissjóði í trássi við vilja verkalýðshreyfingarinnar horfir málið öðruvísi við. Lífeyrissjóðirnir voru flestir stofnaðir á sjöunda áratugnum og voru veigamikill þáttur í uppbyggingu velferðarþjóðfélags- ins. Forsenda fyrir lífeyrissjóðunum var samkomulag verka- lýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisvalds. í öllum meginat- riðum hefur kerfið haldist óbreytt þar sem samtök launafólks og atvinnurekendur skipa stjórnir lífeyrissjóðanna. Sam- kvæmt kjarasamningum greiðir launafólk hluta launanna í líf- eyrissjóð og mótframlag kemur frá atvinnurekanda. Lífeyris- sjóðirnir eru sameignarsjóðir sem þýðir m.a. að þeir verja fé- laga sína og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku, dauða og elli. íslendingar eru öfundaðir af öðrum þjóðum sem búa við miklu síðra lífeyrissjóðakerfi. Peningar og völd fara saman í þessu þjóðfélagi. Lífeyris- sjóðakerfið tryggir að fulltrúar samtaka launafólks hafa áhrif á stórar fjárfestingar. í krafti þeirra fjármuna sem iífeyrissjóð- irnir hafa yfir að ráða sitja fulltrúar launafólks víða í stjórnum fyrirtækja. Það þýðir að samtök launafólks geta haft áhrif á stefnumótun og rekstur stórra fyrirtækja. Þetta fyrirkomulag dreifir völdunum í samfélaginu og er af hinu góða. Morgunblaðið er ekki sama sinnis. í leiðara á þriðjudag sak- ar blaðið forystu verkalýðshreyfingarinnar um sérhagsmuni. Morgunblaðið fullyrðir að andstaða verkalýðshreyfingarinnar við breytingar á lögum um lífeyrissjóði stafi af ótta forystu- manna hennar við að missa spón úr sínum aski. Nú kann það vel að vera að hégómi þeirra sem kosnir eru til trúnaðarstarfa í verkalýðshreyfingunni hafi hér áhrif. En það skiptir einfald- lega ekki máli í þessu samhengi. Lífeyrissjóðirnir voru ekki stofnaðir fyrir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar heldur til að tryggja launafólki lífsviðurværi. Á meðan það þjónar höf- uðtilgangi sínum er ástæðulaust að breyta kerfinu. Morgunblaðið rekur málið á þeirri forsendu að launafólk eigi sjálft að velja lífeyrissjóði en það þýðir í reynd markaðs- væðingu líteyrissjóðakerfisins. Morgunblaðið notar ekki hug- takið markaður í þessu samhengi og það er ástæða fyrir því. Þegar blaðið réttlætti valdasamþjöppun á fjölmiðlamarkaði fyrir skömmu í Reykjavíkurbréfi hafði það í frammi ýmsar rök- semdir um að markaðslögmálin ættu ekki við hér á iandi, t.a.m. þá að þjóðin sé of fámenn. Morgunblaðið getur ekki í einu orðinu sagt að vegna séríslenskra aðstæðna sé ekki hægt að beita markaðslausnum í efnahagslífinu en í hinu orðinu að markaðsvæða eigi lífeyrissjóðakerfið. Spurningin er fyrir hverjum Morgunblaðið er að hræsna. Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, símboði (augl.) 846-3332, dreifing: 552-4999. Netfang: hp@this.is ►- Áskrift kostar kr. 800 á mánuði ef greitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. |w E ,Br * 1 „í þessum vesalings texta mín- um kom fyrir setningin: „Nið- urstaðan af þessu braski öllu er smám saman að verða eins konar andleg klánun á fjöl- miðlafólki.“ Mér hafði semsé dottið í hug að fara í svolítinn orðaleik með tískuhugtakið klónun (tengja það kláninu) og sjá hvað kæmi út. Prófarkales- arinn vildi enga tvíræðni um þessi mál og „leiðrétti“ klánun vitaskuld í klónun ... En mér þykir verra að svona inngrip starfsfólksins á blöðunum leiða nær undantekningarlaust burt frá allri hugsun og til flat- ari texta...“ ingihói að ofan og ingiríði að neðan Iseinustu viku hafði ég hugs- að mér að byrja dálitla seríu af umli um dagblöðin og ljós- vakamiðlana. Hélt hálfpartinn að ég hefði skilað inn grein um það hvern- ig vesaldómur Moggans, sem „ber herðarnar að vísu hátt yf- ir önnur dagblöð", gefur öðr- um tóninn á þessu sviði, enda „situr ekkert höfuð á herðum Moggans. Hann er nokkurs konar höfuðlaus Mökkurkálfi sem stendur álengdar með Ægishjálminn sinn í hendinni“. Og meðan Mogginn rolast svona eins og leirjötunn með merarhjarta er ekki von á neinu mótvægi nema sams konar leirjötnum (en miklu minni) með sams konar merar- hjörtu (en miklu minni). Það er eins og það sé ekki hægt að bregðast við ofurveldi meinleysisins með neinu öðru en því að ástunda sams konar meinleysi (en miklu minna). Við lifum semsé á minnk- andi tímum. Strax á fimmtudag hringdi í mig fólk sem allt var að fagna því sama. - Þú ert að láta Margréti Frí- mannsdóttur hafa það óþveg- ið! sagði það. - Ha? sagði ég og kannaðist ekki við neitt. Fór svo og keypti Helgar- póstinm, og mikið rétt. í greininni miðri situr stór- letursklausa þar sem tilvitnun í Margréti, algert aukaatriði, er tekin út úr textanum. Þetta er siður nútíma blaðamanna. Var í upphafi gert til að undirstrika kjarna málsins og beina huga lesandans að viðkomandi texta. En nú orðið held ég að fæstir lesi í raun annað en þessa stórletruðu útdrætti. Og þeir eru oft notaðir fremur til að drepa skrifum greinarhöf- unda á dreif. Það er eins og umbrotsfólk- ið telji sig eiga að sjá til þess að draga tennurnar úr þeim Þorgeir I Þorgeirson textum sem greinarhöfundarn- ir senda inn í myrkviði rit- vinnsluforritanna. Og prófarkalesararnir starfa með þeim að sama verki. í þessum vesalings texta mínum kom fyrir setningin: „Niðurstaðan af þessu braski öllu er smám saman að verða eins konar andleg klánun á fjöl- miðlafólki.“ Mér hafði semsé dottið í hug að fara í svolítinn orðaleik með tískuhugtakið klónun (tengja það kláninu) og sjá hvað kæmi út. Prófarkalesarinn vildi enga tvíræðni um þessi mál og „leið- rétti“ klánun vitaskuld í klón- un. Nú er ég ekkert að vola neitt yfir því að vera þannig borinn ráðum með hugsun og orðafar textans. Þetta eru bara eðlileg vinnubrögð í nútíma prent- verki. Og ég svosem heldur ekkert að bjarga heiminum með umli mínu. En mér þykir verra að svona inngrip starfsfólksins á blöð- unum leiða nær undantekning- arlaust burt frá allri hugsun og til flatari texta. Við lifum semsé á minnk- andi tímum. Um leið og ég gefst upp við það verkefni að stjórna umli mínu sjálfur fer ég að hugsa um Vilhjálm Árnason sið- fræðiheimspeking, sem nýlega var að kenna þjóðinni réttu tökin á tískuhugmyndinni klónun. Siðfræðiráðgjöf Háskólans hefur eiginlega tekið við af sálusorgurum kirkjunnar og sálfræðiþjónustu félagsmála- stofnananna (sem eru fjárvana og áhrifalaus). Ef ráðgjöf siðfræðinga er nógu einföld og jákvæð blasir viðjDeim heilmikill markaður. Eg heyri að Vilhjálmur er á sömu línu og ráðgjafar Bills Clinton varðandi klónunina og það allt. Rétt er að klóna jurtir og óæðri dýr í klessu ef það skilar arði, en það er forkast- anlegt að klóna manneskjur (jafnvel þó það skilaði arði). í framhaldi af svona prakt- ískri speki með ljós hins stranga siðferðis í stýrinu má náttúrlega spyrja: - Hvað er svosem klónun annað en eftir- herma á þeim dynti náttúrunn- ar að búa til eineggja tvíbura? Og þá dettur mér í hug sag- an um Ingiríði að ofan og Ingi- ríði að neðan. Sem gerðist, trúi ég, ein- hvers staðar á Vestfjörðum upp úr fyrra stríði. Þær voru eineggja tvíbura- systur, annálaðar fyrir fríð- leika, og höfðu báðar verið skírðar sama nafninu eins og títt var forðum daga meðan barnadauðinn var meiri. Og fólk vildi vera alveg visst um að koma upp nafni, eins og sagt var. Báðar hétu þær Ingiríður eftir móðurömmu sinni. Þær uxu báðar upp við gott atlæti í sjávarplássi fyrir vest- an. Um tvítugt fengu þær báð- ar vinnu á stórbýli í miðri sveit þar sem mikið var um gesta- gang. Önnur þeirra kom í nýju vistina beint neðan úr sjávar- plássinu. Hin, sem hafði skroppið í heimsókn til vensla- manna uppi í afdal, kom ofan að. Svo einkennilega vildi til að þær komu báðar í nýju vistina á sama klukkutíma, önnur kom ofan túnið en hin að neðan. Sem þessar framandi stúlk- ur voru nánast óþekkjanlegar hvor frá annarri gripu menn til þess ráðs að kalla aðra þeirra Ingiríði að ofan en hina Ingiríði að neðan. Til að auðkenna þær. Ekki minnkaði gestagangur- inn á stórbýlinu við komu systranna þangað. Allir flagarar sýslunnar gerðu sér erindi þetta sumar að kíkja á fljóðin. Og flagarar eru glöggir á stúlkur. Þeir snéru sér undantekn- ingarlaust beint að Ingiríði að neðan en enginn þeirra leit við Ingiríði að ofan. Þannig er nú manneðlið. Eitthvað varð náttúrlega undan að láta. Ingiríður að neðan varð lauslætisdrós og drykkjukona með aldrinum. Dó um fertugt í rennusteininum (hér í Reykja- vík um miðbik seinna stríðs- ins). Þá voru allir hættir að rugla systrunum saman, en Ingiríður að ofan hélt brúðkaup sitt og gamla prófastsins viku eftir jarðarför systur sinnar. Varð ein fallegasta ekkja landsins um fimmtugt og dó í hárri elli. Sögu þeirra systra má hafa til marks um það að náttúran sjálf er viss með að láta nýjar tilviljanir grípa inn í líf klón- aðra einstaklinga, hversu al- varlega sem ráðvandir sið- fræðingar líta á fikt með upp- runalegt eðli manna. Jafnvel eitt orð getur verið öflugra en gen mannsins. Og nú skila ég þessari grein inn á disklingi kl. 1100 á Gvendardag og bíð spenntur eftir því að sjá það (á fimmtu- dag) hvað tilviljuninni þóknast að feitletra sem viðfangsefni hennar. Frá lesendum ■ „Suðri“ skrifaði ritstjórn um Finn Ingólfsson iðnaðarráð- herra og spyr hvers vegna Borgfirðingar eigi einir að njóta stóriðjunnar. „Það hefði farið vel á því að drífa upp ál- ver í heimabyggð Finns (Mýr- dalnum), sisvona í bland við Iífrænu ræktunina. Höfum við ekki séð í Sjónvarpi okkar allra hvursu sauðfé og nautpening- ur var sælt á svip á beit í kringum þýska álverið? Stráin hljóta að vera æði kjarngóð og mengunin haft góð áhrif á bú- pening þýskra. Sem sagt: Við viljum fleiri álver, íslendingar. Guðmundur góði hefur líka staðið sig með ágætum við hlið Finns frækna. Umhverfis- ráðherra vor passar upp á landið umhverfis samkvæmt ritúalinu.“ ■ Maður hringdi og hvatti blaðið til að kanna ýmislegt vegna byggingarframkvæmda nafngreinds borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og ætt- menna-hans. ■ Bréf barst ritstjórn þar sem sagt var að ekki væri allt sem sýndist í söfnunarátaki sem nýverið var efnt til. Þeir aðilar sem sjá um söfnunina taki þóknun fyrir sem sé óheyri- lega há.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.