Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 4
4
MM
RMMTUDAGUR 20. MARS1997
Flnnur Ingólfsson hefur
veriö mikiö í sviösljósinu
undanfariö og engin logn-
molla í kringum iönaöar-
ráöherra þessa dagana,
enda mörg stór og umdeild
mál á dagskrá hjá honum.
Samtök eru stofnuö aö-
eins til höfuðs ráöageröum
iönaöarráðherra og einn
aöalfarandsöngvari lands-
ins fenginn til aö semja
baráttulag. Fylgjendur
fylkja liöi og semja annan
söng til stuönings stóriöju.
Hinir ráöherrarnir anda
léttar, því
á meöan
Finnur er
í eldlín-
unni sigla
þeir lygn-
an sjó.
HP hafði
samband
viö Hjörleif Guttormsson,
sem háö hefur nokkrar
rimmur viö Finn, og baö
hann um álit á störfum
ráöherrans.
Loftgæðum
á höfuðborg-
arsvæðinu
stefnt í mikla
tvísýnu
„Hann hefur reynst at-
hafnasamur í stóli iðnaðar-
ráðherra hann Finnur Ing-
ólfsson, það fer ekki framhjá
mönnum, og hann er að
koma hér inn í þingið með
mörg stór og umdeild mál,“
segir þingmaðurinn Hjörleif-
ur Guttormsson. „Það getur
vafalaust talist kostur, en
það fer eftir því hvernig
menn líta á það sem fram er
lagt. Því er ekkert að ieyna
að ég er vissulega injög
ósáttur við þá stefnu sem
hann hefur boðað á orku- og
iðnaðarsviði. Þá er ég að vísa
til þess sem varðar nýsam-
þykktar breytingar á lögum
um Landsvirkjun og þeirrar
stefnu sem hann hefur boð-
að í sambandi við breytingar
á orkulöggjöfinni almennt. Á
stóriðjusviðinu fylgir hann
stefnu sem ég tel mjög ófar-
sæla. Ég held að við séum að
veðja á rangan hest hvað
varðar atvinnupólitík. Eins
er verið að raða framkvæmd-
um á aðalþéttbýlissvæði
iandsins en ekki litið til ann-
arra landshluta. Það getur
haft alvarlegar afleiðingar
fyrir landsbyggðina á næst-
unni. Síðast en ekki síst eru
það umhverfisþættir þess-
ara framkvæmda sem að er
gengið meira af kappi en for-
sjá. Þó að hann beri ekki
stjórnskipunarlega ábyrgð á
þeim málaflokki, heldur
starfsbróðir hans, eru hér á
ferðinni flokksbræður sem
bera sameíginlega ábyrgð á
þessari stefnu og hvorugur
getur skotið sér undan með
að vísa á hinn. Það stefnir í
verulegt óefni að mínu mati
með iðnaðaruppbygginguna
á svæðinu við Faxaflóa, þar
sem mesta álagið er fyrir á
umhverfið að því er varðar
losun efna í andrúmsloftið.
Mér sýnist að verið sé að
stefna í mikla tvísýnu loft-
gæðum á höfuðborgarsvæð-
inu. Að auki er hér gengið
skýrt á allar skuldbindingar
um losun efna eins og gróð-
urhúsalofttegunda.“
Guðbjartur Finnbjörnsson fékk sér afruglara fyrir stuttu í fyrsta sinn á ævinni... bara til
að prófa. Það er þá alltaf hægt að skila honum ef manni líkar ekki dagskráin. Hann verð-
ur að viðurkenna að lítið hefur verið horft á Stöð tvö síðan afruglarinn kom á heimilið.
Hann er að vísu búinn að sjá spjallþátt Gísla Rúnars Jónssonar, fyrrverandi Kaffibrúsa-
karls, og hafði gaman af. Því var ákveðið að slá á þráðinn til leikarans, en nú á sunnu-
daginn verður síðasta þætti hans sjónvarpað.
Verður eitthvert framhald
á þessum spjallþáttum þín-
um?
„Ég veit ekkert um það,“ seg-
ir Gísli. „Stöð þrjú var til fyrir
þremur vikum og allt í einu var
hún ekki til lengur. Var gleypt
af Stöð tvö, eða... já, hvernig
sem sú meltingarstarfsemi hef-
ur farið fram. Þannig að ég veit
ekkert um hvað verður um
mig. Enginn veit sína ævina
fyrr en öll er. Samningur minn
nær til næsta þáttar og svo fer
víst að styttast í að svokölluð
vetrardagskrá sé búin. Eins er
að fara í loftið hjá Stöð tvö ný
framhaldsþáttaröð í léttari
kantinum sem nefnist Forn-
bókabúðin.“
Þú hefur David Letterman
sem fyrirmynd, er það ekki?
„Jújú, en ekki síður Johnny
Carson. Ég legg hann fyrst og
fremst til grundvallar, enda var
hann einn sá fyrsti með svona
spjallþátt og var ókrýndur kon-
ungur spjallþáttanna um þrjá-
tíu ára skeið. En Letterman
finnst mér langbestur af stjórn-
endum spjallþátta í Bandaríkj-
unum hin síðari ár. Ég hrökk að
vísu svolítið í kút þegar ég sá
þátt hjá Letterman í fyrsta
sinn, eins og margir virðast
hafa gert við að sjá þátt minn í
fyrsta sinn. Letterman fór nýj-
um og frekar grófum höndum
um þetta. Hann setur engar
viðjar á hugmyndaflug og
dellumakarí. Hann dregur
hvergi fjöður yfir að þetta er
froðusnakk og grín og ekkert
annað. Hann hefur fullt vald á
því að láta eins og idíót í
klukkustund og láta eins og
það sé fyrirhafnarlaust. Mér
finnst eftirsóknarvert að ná
þessu í þáttunum mínum.“
Hálfógnvænlegt að vera
ég sjalfur
„Ég reyni að spegla aðra hlið
á gestum mínum en áhorfend-
ur eru vanir. Það er svo oft
sagt: „Það er alltaf verið að fá
þetta fræga fólk, alltaf sama
fólkið." Það er alveg rétt. Þetta
er lítill markaður þar sem ekki
er hægt að velja úr þúsundum
frægra persóna. Því er nauð-
synlegt að fólk fái að sjá nýjan
flöt á þessu fólki. Sem dæmi
tróð ég á Pálma Gestsson leik-
ara saxófóni af því að ég vissi
að hann spilar á saxófón. Það
kom honum í opna skjöldu en
hann gat ekki gert annað en að
spila á saxófóninn. Ég fékk
Magnús Skarphéðinsson
(Magga hvalafulla) til mín síð-
ast. Hann er mjög umdeildur
og svo hataður af sumum að
hann var keyrður niður einn
daginn af gömlum kunningja
rnínurn," segir Gísli og hlær. „í
þáttinum kom fram að Mangi
er bara helvíti skemmtilegur
karakter, kjaftfor með afbrigð-
um, með mörg ólík áhugamál,
en ekki bara einhver hvalfrið-
unarfasisti.
Þetta er búið að vera
skemmtilegur tími og gaman
að vinna við svona þátt. Ég
gæti alveg hugsað mér að
halda þessu áfram. Mér fannst
þetta fráleitt í fyrstu þegar far-
ið var á fjörurnar við mig um
að sjá um þennan þátt, því ég
er vanur því að koma fram með
gervinef eða hárkollu, skýla
mér bak við einhvern karakter.
Leikarar eiga oft erfitt með að
vera þeir sjálfir í sviðsljósinu
og mér fannst það að vera bara
ég og vera með heilan þátt hálf-
ógnvænlegt."
Ég horfði á þig á sunnu-
daginn. Ætlarðu að segja
mér að þetta hafi verið þú
sjálfur, án nokkurrar
grímu?
„Já, þú sérð glaðlegu hliðina
mína þarna, eins og ég myndi
hegða mér í hópi góðra vina.
Ég er voða lítið að leika. Auð-
vitað nýti ég mér tuttugu og
fimm ára reynslu í því að
standa á sviði. Annars eru
þættirnir í beinni útsendingu
og allt getur farið úrskeiðis og
þá gerist það bara. Það er í
raun það skemmtilega við
þennan þátt. Oftast eru sjón-
varpsþættir ekki í beinni út-
sendingu, þeir eru niðursoðnir
og oft á tíðum leiðinlegir af
þeim sökurn."
Annaðhvort hataður eða
elskaður
Hvaða viðbrögð hefurðu
fengið við þáttunum?
„Þeir sem eru ánægðir eru
ánægðir í hjarta sínu og tala
um það í sínum hópi. Þeir sem
eru óánægðir eru þessi háværi
minnihluti sem skrifar lesenda-
bréf, hringir í þjóðarsálina eða
gerist blaðamenn," segir Gísli
og hlær. „Það sem ég hef heyrt
er að margir horfi á mig, hvort
sem þeim líkar þátturinn eður
ei. Þeir, sem líkar ekki við þátt-
inn, horfa á hann trúlega til að
geta bölsótast yfir einhverju.
En þeir horfa samt á hann. Ég
hef aldrei komið nálægt neinu
leiknu efni öðruvísi en að við-
brögðin væru ýmist í ökkla eða
eyra. Það hefur aldrei verið
neinn millivegur með það. Ann-
aðhvort finnst fólki þetta of-
boðslega skemmtilegt eða al-
veg óþolandi. Fólk verður nú
að eiga einhvern frægan að
sem það elskar að hata. En þeir
sem hringja mest og senda bréf
til mín eru sá áhorfendahópur
sem ég átti ekki von á að hefði
nokkuð gaman af þessum þátt-
um; börn og unglingar. Það
kom mér ofboðslega á óvart.
Sennilega er það einhver
prakkaraskapur, eitthvert an-
arkí, sem höfðar til þeirra. Tíu
ára strákur hringdi í mig og
sagði mér brandara. Það er
kannski í hnotskurn ástæðan
fyrir því af hverju krakkarnir
hafa gaman af þáttunum: „Mað-
ur dó og fór til helvítis. Fyrir
utan dyrnar var klukka og vís-
arnir snerust frekar hægt. Mað-
urinn spurðist fyrir um hver
væri þarna inni. „Það er
Hemmi Gunn,“ var svarið. „Af
hverju snúast vísarnir svona
hægt? „Það er af því að hann er
svo þægur." Svo kom hann að
öðru herbergi með klukku fyrir
utan. Vísarnir þar snerust mjög
hratt. Maðurinn spurði hver
væri þarna inni. „Spaugstofan",
var svarið. „En af hverju snúast
vísarnir svona hratt?“ „Þeir eru
svo óþekkir.“ Svo kom hann að
þriðja herberginu en þar var
engin klukka. Hann spurði hver
væri þarna inni. „Hér er Gísli
Rúnar.“ „En af hverju er engin
klukka við þessar dyr?“ spyr
maðurinn. „Ja, við notum hana
í eldhúsinu sem viftu!"
„Það er sennilega þessi
óþekkt sem höfðar til barn-
anna, láta allt vaða, vera óham-
inn.“
Ekki móðgað neinn... vilj-
andi
Nú hefur David Letterman
móðgað nokkra í þáttunum
sínum. Hefur þú móðgað ein-
hvern?
„Ég held ekki. Sumir halda að
ég sé að niðurlægja fólk í þátt-
unum. Það er ekki rétt. Ég geri
kannski grín að því en það ger-
ir bara grín að mér á móti. Svo
geri ég mikið grín að sjálfum
mér, með mikilli ánægju. Ég er
ef til vill hvatskeytislegri en
gengur og gerist í svona þátt-
um, en ég hef ekki móðgað
nokkurn í þáttum mínum. Að
minnsta kosti ekki viljandi."
Hér er einn góður. Hver er
munurinn á Hemma Gunn
Gísli Rúnar Jónsson: „Letterman setur engar viðjar á hugmyndaflug og
dellumakarí. Hann dregur hvergi fjöður yfir það að þetta er froðusnakk
og grín og ekkert annað. Hann hefur fullt vald á því að láta eins og idíót í
klukkustund og láta eins og það sé fyrirhafnarlaust. Mér finnst eftirsókn-
arvert að ná þessu í þáttunum mínum."
og Gísla Rúnari? 60 kíló. —
Ertu ekki farinn að fitna svo-
lítið?
„Ég er fíkill og sæki úr einni
fíkn í aðra því það er ekki til
nein heildræn meðferð á ís-
landi fyrir fíkla. Ég hætti að
drekka fyrir mörgum árum. Þá
fór ég að reykja meira. Svo
hætti ég að reykja fyrir þremur
árum. Þá fór ég að éta. Síðan
hætti ég einn daginn að éta
svona mikið, hvað ætli gerist
þá?“ segir Gísli Rúnar að lok-
um.
IVIedanmáls
Árni Þórarinsson sér um kvikmyndagagnrýni í sjónvarpsþáttunum Dagsljósi og gerir þaö vel. Hann virð-
ist vera hinn þægilegasti maöur og hnyttinn í orðavali. Hann sér einnig um þættina Á elleftu stundu
ásamt Ingólfi Margeirssyni. En af hverju byrjaðirðu á því að segja „fyrirgefðu"
við Svanhildi Konráðsdóttur þegar þú gagnrýndir síðast í Dagsljósi? „Þetta er
það sem gamlar húsmæður segja bæði fyrir og eftir máltíðir. Fyrirgefðu."
Hvaða listamaður hefur haft mest áhrifá þig?
Raymond Chandler.
Hvaða stjórnmálamaður lifandi eða látinn er í mestu
uppáhaldi hjá þér?
Ghandi.
Hvaða skáldsagnapersónu vildirðu helst líkjast?
Philip Marlow. Hann vissi svo mörg leyndarmál og átti greið-
an aðgang að ljóskunum.
Hvaða persóna mannkynssögunnar vildirðu helst hafa
verið?
Drakúla greifi. Hann mun hafa verið persóna í mannkynssög-
unni þó svo hann hafi verið gerður að skáldsagnapersónu.
Ef þú fengir að lifa lífinu aftur myndirðu þá breyta ein-
hverju?
Ja, til hvers væri að lifa því aftur eins?
Hver er merkilegasti atburður sem þú hefur upplifað?
Að fæðast.
Hver er merkilegasti atburður sem þú œtlar að upplifa?
Að kaupa mér trommusett.
Hvaða atburður, verk eða manneskja hefur mótað lífs-
viðhorf þitt framar öðru?
Það var þegar ég hóf störf hjá Morgunblaðinu, tvítugur að
aldri, hjá Matthíasi Johannessen og fleiri góðum mönnum.
Ef þú œttir kost á að breyta einu atriði í þjóðfélaginu
eða umhverfinu, hvað yrði fyrir valinu?
Meira réttlæti.
Sérðu eitthvað sem ógnar samfélaginu öðru fremur?
Of mikið óréttlæti.
Mottó?
Ef ekki þarf að gera það fyrir hádegi, gerðu það þá eftir há-
degi.